Morgunblaðið - 08.11.2013, Side 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2013
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Von - saga Amal Tamimi nefnist
bók sem Kristjana Guðbrandsdóttir
skrifar og Bókaútgáfan Hólar send-
ir frá sér fyrir jólin. „Amal er fædd
og uppalin í Jerúsalem í Palestínu.
Hún var sjö ára þegar stríðið skall
á, þrettán ára var hún fangelsuð af
Ísraelsmönnum vegna grjótkasts,
sextán ára var hún gift. Árið 1995
flúði hún heimilisofbeldi eig-
inmanns síns og fór með börnin sín
fimm til Íslands. Flóttinn var æv-
intýralegur og Amal óttaðist um líf
sitt. Nafn Amal merkir von. Von
Amal hefur ávallt verið að komið sé
fram við hana og alla aðra eins og
manneskjur. Af virðingu og vænt-
umþykju,“ segir m.a. í tilkynningu
frá bókaútgáfunni.
Hólar gefa út tvær gamansagna-
bækur á komandi vikum. Önnur
þeirra heitir Húmör í Hafnarfirði
og er hún í samantekt Ingvars
Viktorssonar, fyrrverandi kennara
og bæjarstjóra þar. „Í bókinni
koma margir við sögu, s.s. smá-
vaxnir Hafnfirðingar á borð við
Þóri Jónsson, Leif Garðarsson og
nafna hans Helgason. Einnig eru
kölluð til Gunnar Rafn Sig-
urbjörnsson, Gummi Valda, Hildur
Guðmundsdóttir, kennarar í Flens-
borg, Gísli pól, Geir Gunnarsson,
Adolf Björnsson og margir fleiri.“
Hin gamansagnabókin heitir
Skagfirskar skemmtisögur 3.
„Skrásetjari hennar er Björn Jó-
hann Björnsson, blaðamaður á
Morgunblaðinu, og þar kennir
margra grasa. Kaupmaðurinn sí-
káti Bjarni Har stígur fram í sviðs-
ljósið, sömuleiðis Álftagerð-
isbræður, Dúddi á Skörðugili,
Pálmi Rögnvalds, Bjarni Marons,
Ýtu-Keli, Binni Júlla, Siggi í Vík,
Gunni Rögnvalds, Jón Drangeyj-
arjarl og eru þá fáir nefndir.“
Sir Alex - hinn magnaði Fergu-
son-tími hjá Manchester United
1986-2013 er heiti bókar eftir Guð-
jón Inga Eiríksson. „Eins og nafnið
bendir til þá er þarna rakin saga
Rauðu djöflanna frá því að Sir Alex
Ferguson tók þar við stjórn og
þangað til hann hætti knatt-
spyrnustjórn sl. sumar. Sagt er frá
sigrum og sorgum, ýmsu sem gerð-
ist bak við tjöldin og fór ekki hátt
og hver stórstjarnan af annarri
skýst fram á sjónarsviðið. Bókin er
stútfull af snilldartilþrifum, rudda-
legum tæklingum, rauðum spjöld-
um og alls kyns fótboltakryddi.“
Kvikindislegt nafnarím
Allir krakkarnir er heiti á bók
sem Gunnar Kr. Sigurjónsson, hag-
yrðingur og töframaður, tók sam-
an. Hún „inniheldur kærleiksríkt
og kvikindislegt nafnarím.“
Jón Kristjánsson hefur tekið
saman bókina 100 ára saga Kaup-
félags Héraðsbúa. Þar „segir sögu
þessa merka samvinnufélags sem
stofnað var árið 1909. Það var á
löngu tímabili burðarás í austfirsku
atvinnulífi með mikla starfsemi
bæði á Héraði og Fjörðum en með
breyttum viðskiptaháttum og sam-
félagsþróun í lok 20. aldar tók að
fjara undan því.“
Brot úr byggðasögu – mannlíf í
Grýtubakkahreppi í 150 ár nefnist
ný bók eftir Björn Ingólfsson. Hún
fjallar „á ítarlegan hátt um allt það
helsta sem snertir umræddan
hrepp, allt aftur á nítjándu öld“.
Bókin skiptist í átta hluta. Sá fyrsti
fjallar um hreppinn og stjórn hans,
einkum á þeim tíma þegar fram-
færslumálin vógu þyngst. Annar
kaflinn um landbúnað og bændur.
Þriðji kaflinn er helgaður sam-
göngum og segir frá fyrstu gerð
vega og brúa, upphafi bílaaldar í
hreppnum, pósti og síma. Fjórði
kaflinn er um rafmagn og segir frá
fyrstu heimarafstöðvum. Fimmti
kaflinn er tileinkaður læknum og
ljósmæðrum. Verslunarkaflinn er
sjötti kaflinn og skólasagan sá sjö-
undi. Síðasti kaflinn fjallar um fé-
lagasamtök margs konar. Bókina
prýðir hátt á fimmta hundrað
mynda.
Von væntanleg hjá
Bókaútgáfunni Hólum
Skemmtisögur, Mannlíf og kaupfélag til umfjöllunar
Amal Tamimi
Ingvar
Viktorsson
Björn Jóhann
Björnsson
Jón Kristjánsson Húmör Margir koma við sögu.
Sá sem vill ná langt í flugu-veiði leggur upp í vegferðsem endist ævina og þarer þekking upphaf og end-
ir alls.“ Þannig hefst einn fjölda
stuttra kafla um stangveiði sem
mynda meginhluta
áhugaverðrar bók-
ar Pálma Gunn-
arssonar, Gengið
með fiskum. Pálmi
er ekki bara firna-
slyngur bassaleik-
ari og ástsæll
söngvari, hann hef-
ur líka verið ástríðufullur flugu-
veiðimaður um langt árabil. Hefur
hann ritað og birt reglulega grein-
ar um þá vegferð alla og skoðanir
sínar á veiði og veiðimenningu.
Skoðanir sem geta verið býsna af-
dráttarlausar en undirbyggðar af
mikilli virðingu og væntumþykju
fyrir gangverki náttúrunnar. Pálmi
bætir við í þessum kafla, að án
þekkingar verði fluguveiðin lítið
meira en sóun á tíma. Það sem er
undir er náttúran „í öllum sínum
margbreytileika, veðrið, vatnið,
skordýrin, fiskurinn og veiðimað-
urinn, veiðifélagar, lífið, dauðinn“.
Bók Pálma skiptist í þrjá hluta.
Hann segir að líf sitt hafi allt með
einhverjum hætti snúist um veiði
og fyrsti hlutinn, sem er afar
áhugaverður og heildstæður, snýst
um uppvöxt höfundarins, nánustu
fjölskyldu og það hvernig hann
uppgötvaði veiðieðlið. Þetta er lit-
ríkur og vel skrifaður texti; minn-
ingabrot austan af fjörðum þar sem
veiðin er límið sem heldur flæðinu
saman. Þessum hluta bókarinnar
lýkur þar sem hljómsveitarlífið tek-
ur yfir, með tilheyrandi slarki og
vímuefnaneyslu. Leitin að frægð og
frama tók yfir, skrifar Pálmi, og
„veiðiástríðan fór í frí“. Hún fannst
ekki aftur fyrr en hann handlék
flugustöng á kastnámskeiði löngu
síðar.
Meginhluti bókarinnar byggist
síðan á mörgum frekar stuttum
textum, hálf síða til þrjár hver;
minningum, frásögnum af fólki,
þönkum um fluguveiði og ýmiss
konar sögulegum brotum. Þetta
eru býsna ólíkir textar. Nokkur
prédikunartónn er í sumum, enda
er höfundi ekki sama hvernig menn
veiða og ganga um viðkvæma nátt-
úruna, réttilega. Í öðrum, og oft
þeim best lukkuðu, er brugðið upp
svipmyndum af veiðifélögum og
stöku ævintýrum á bakkanum. Á
stundum segir frá því hvar sögu-
maður reynir að snúa félögum frá
veiðum með beitu eða þungum túp-
um, yfir í að nota smáar flugur og
allra helst þurrflugur.
Lokahluti bókarinnar, „Epi-
logue“, er hugljúf saga um upp-
fræðslu drengs á bökkum
vatnanna, þar sem honum er kennt
að veiða og lesa náttúruna. Er hún
falleg samantekt í bókarlok um þá
nálgun sem höfundi finnst greini-
lega að veiðimenn eigi að hafa í
umgengni sinni við þann ómet-
anlega náttúruauð sem fiskarnir í
íslenskri náttúru eru.
Gengið með fiskum er góð viðbót
í veiðibókaflóruna, með frásögnum
sem eiga eflaust eftir að ylja veiði-
mönnum á köldum vetrarkvöldum –
og mögulega beina einhvejum á þá
ævilöngu vegferð, fluguveiðina.
Fiskurinn og veiði-
maðurinn, veiðifélag-
ar, lífið, dauðinn
Morgunblaðið/Einar Falur
Næturveiði Pálmi Gunnarsson tog-
ast á við sjóbirting í Litluá.
Stangveiði
Gengið með fiskum bbbmn
Eftir Pálma Gunnarsson.
Uppheimar, 2013. 209 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Sagan gerist árið 1965 ogfjallar um íbúa í nýrri blokksem í eru átta íbúðir, tvær áhverri hæð. Konurnar eru
heima allan daginn hvort sem þær
eiga börn eða ekki og karlarnir vinna
úti, eru fyrirvinna fjölskyldunnar eins
og tíðkaðist. Konurnar hafa ýmislegt
fyrir stafni á daginn
til að drepa tímann.
Sumar þrífa óbæri-
lega mikið, aðrar
fylgjast með ná-
grönnunum, hugsa
fyrir kvöldmatnum
eða opna hár-
greiðslustofu í eld-
húsinu. Síðan koma
eiginmennirnir heim síðdegis og þá
hefst dekstrið í kringum þá. Í einni
íbúðinni býr ekkjumaður með ungri
dóttur sinni sem hann á erfitt með að
sýna ástúð, í annarri íbúð vinnur eig-
inmaðurinn stundum heima, konunni
til armæðu, og efst uppi á fjórðu bíður
fallega frúin eftir því að maður henn-
ar komi heim úr söluferðum. Hver
íbúi á sína sögu en leikur sitt hvers-
dagslega hlutverk vel enda verða þeir
sem bregða út af því snarlega kjafta-
sögunum að bráð. Kaflaskil verða svo
í lífi íbúanna þegar upp á bankar ung-
ur maður sem selur gægjugöt.
Lesandinn fær að kíkja inn í íbúð-
irnar og sjá heimilislífið en það er
ekki endilega það líf sem nágrann-
arnir sjá. Íbúarnir í stigaganginum
eru eins og fólk er; misjafnir. Það hef-
ur hver sína eiginleika og tekst höf-
undi vel til við að fanga fjölbreytileika
manneskjunnar þó að við fyrstu sýn
virðist allir steyptir í sama mótið.
Þetta er létt og skemmtileg bók um
lífið eins og það var fyrir 48 árum.
Höfundi tekst vel að fanga tíðarand-
ann. Persónurnar eru áhugaverðar
og auðvelt að tengja við þær. Þetta er
bók sem nær manni strax, hún er
fljótlesin og í lokin vill maður fram-
hald því það er erfitt að fá ekki að vita
meira um fólkið í stigaganginum.
Lesandinn verður eins og forvitni ná-
granninn sem stendur allan daginn
við gægjugatið á hurðinni og fær
aldrei nóg af lífi hinna.
Hangið á gægjugatinu
Skáldsaga
Ég skal gera þig svo hamingjusaman
bbbmn
Eftir Anne B. Ragde.
Íslensk þýðing: Halla Sverrisdóttir.
Kilja, 304 bls. Mál og menning 2013.
INGVELDUR
GEIRSDÓTTIR
BÆKUR
Z-BRAUTIR OG GLUGGATJÖLD
FAXAFENI 14 - 108 REYKJAVÍK - S. 525 8200 - Z.IS
ÚRVA
L - GÆ
ÐI - Þ
JÓNU
STA
MIKIÐ ÚRVAL
AF VEGGFÓÐRI