Morgunblaðið - 08.11.2013, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 08.11.2013, Qupperneq 52
FÖSTUDAGUR 8. NÓVEMBER 312. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Nauðgað í helgarferð til Íslands 2. Laug í gær eða fyrir fimm árum 3. Björn fékk óvænt forstjórastólinn 4. „Þetta var ekki löglegt“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Requiem, stuttmynd ljósmynd- arans Marinos Thorlacius og dans- arans Sigríðar Soffíu Níelsdóttur, verður sýnd á listahátíðinni Nord- wind í Dresden í Þýskalandi, 28. og 29. nóvember. Myndin var unnin út frá rannsókn á mismunandi skynjun heilans á endurminningum, ímyndun, draumum og raunveruleika, að því er segir í tilkynningu. Sigríður Soffía dansar einnig í sviðsverki belgíska leikstjórans Kris Verdonck á hátíðinni og af öðrum Íslendingum sem taka þátt í hátíðinni má nefna tónlistar- manninn Ólaf Arnalds og myndlist- armanninn Egil Sæbjörnsson. Requiem sýnd á Nordwind í Dresden  91 stuttmynd verður sýnd á al- þjóðlegu stuttmyndahátíðinni North- ern Wave sem fram fer á Grund- arfirði helgina 15.-17. nóvember. Hátíðin hefur til þessa verið haldin í mars en ástæðan fyrir því að hún er haldin í nóvember í ár er mikil fjölg- un ferðamanna á svæðinu á vormán- uðum vegna háhyrninga sem hafa gert sig heimakomna í firðinum á þessum tíma, skv. tilkynningu frá stjórnanda. Margar verðlaunamyndir verða sýndar á Northern Wave, m.a. hin íslenska Hvalfjörður og Sandiq frá Úsbekistan eftir unga leikstýru, Sabinu Sagadeev. Það verður fleira í boði en stuttmyndasýningar á hátíð- inni, m.a. vinnusmiðja með banda- ríska handritshöfund- inum Margaret Glover, tónleikar, dansleikur og fiskiréttakeppni. Stjórnandi hátíð- arinnar og stofnandi er Dögg Mós- esdóttir. Northern Wave færð til vegna háhyrninga Á laugardag Sunnan 3-8 m/s og dálítil él um landið V-vert, en annars hæg breytileg átt og bjartviðri. Hiti frá frostmarki við SV- ströndina, niður í 12 stiga frost í innsveitum NA-til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-10 m/s og víða bjartviðri, en skýjað og lítilsháttar él á NA-verðu landinu fram eftir degi. Kóln- andi veður, frost 0 til 8 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. VEÐUR Haukar tróna einir á toppi Olís-deildar karla í hand- knattleik. Haukar áttu ekki í vandræðum með að leggja botnlið HK að velli á heima- velli sínum. FH-ingar eru stigi á eftir erkifjendum sín- um en FH vann öruggan sig- ur á Akureyringum í Kapla- krika. Þá fögnuðu Íslands- meistarar Fram sigri á ÍR- ingum í Safamýri og með sigrinum komst Fram upp að hlið ÍR. »2 Haukarnir tróna einir í toppsætinu Sölvi Geir Ottesen er aftur kominn í íslenska landsliðið í knattspyrnu en Lars Lagerbäck tilkynnti í gær lands- liðshópinn sem mætir Króötum í um- spilinu um sæti á HM í Brasilíu. Fyrri leikur Íslendinga og Króata verður á Laugardalsvelli eftir eina viku. »1 Sölvi Geir aftur kominn í landsliðshópinn Keflvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Dominos-deild karla í körfu- knattleik í gærkvöld. Keflavík hafði betur á móti Þór Þorlákshöfn í topp- slag suður með sjó. Stjarnan kippti nýliðum Hauka niður á jörðina með því að fagna sigri í Garðabæ og Vals- menn eru enn án sigurs í deildinni en þeir lágu á útivelli fyrir ÍR-ingum. »4 Keflvíkingar áfram á sigurbrautinni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Hinn landsþekkti skagfirski tónlistarmaður Geir- mundur Valtýsson sendir frá sér nýja plötu fyrir jólin. Um jólaplötu er að ræða, þá fyrstu af því tagi frá Geirmundi. „Það er búinn að vera draumur í nokkur ár að gefa út jólaplötu. Allur minn tónlist- arferill er hjá Senu og þeir eru búnir að draga mig á asnaeyrunum í þrjú ár um útgáfu. Þeir eru með útgáfurétt á öllum mínum lögum sem hafa komið út. Ég fer fram á að gefa út jólaplötu og þeir hafa alltaf hafnað því, svo þegar ég fékk síðustu synjun ákvað ég að gera þetta sjálfur,“ segir Geirmundur sem gefur út plötuna sjálfur. Platan nefnist Jólastjörnur Geirmundar Valtýs- sonar og kemur út seinnihluta nóvembermánaðar. Þrettán lög eru á plötunni, ellefu glæný jólalög og tvö aukalög sem tengjast ekki jólunum. Sveifla í sumum lögunum „Þetta eru venjuleg lög með jólatextum, það er sveifla í sumum en önnur eru róleg. Sigga Bein- teins syngur t.d. diskólag sem heitir „Jólin eru að koma“,“ segir Geirmundur. Fjöldi flytjenda er með honum á plötunni m.a. Helga Möller, Sigga Bein- teins, Páll Rósinkrans, Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps og tvær afastelpur Geirmundar sem syngja lagið „Jólastelpurnar“. „Mér hefur fundist vanta ný jólalög undanfarin ár. Á milli ’80 og ’90 var mikið gefið út af jólaplötum með nýjum lögum en það hefur ekki gerst mikið síðan. Nú eru tekin erlend lög og gerðir íslenskir jólatextar við þau. En á minni plötu er frumsamin íslensk tónlist eftir mig með frumsamda íslenska texta, en hin og þessi skáld gerðu textana fyrir mig.“ Þetta er fjórtánda plata Geirmundar og nú þegar hann er búinn að láta drauminn um jólaplötuna rætast stefnir hann næst að því að gefa út barnaplötu. Þrátt fyrir að vera kominn undir sjötugt hefur Geirmundur ekkert slegið af. Hann spilar enn ásamt hljómsveit sinni um hverja helgi, ýmist fyrir sunnan eða norðan. „Þetta er þvælingur en ég sé enga ástæðu til að slá af. Jólaplatan er ekki bein tilkynn- ing um það,“ segir Geirmundur glettinn. Geirmundur verður með tvenna útgáfu- tónleika í Miðgarði í Skagafirði 8. desember, klukkan 18 og 20:30, og þar koma allir flytj- endur plötunnar fram. Lét jólaplötudrauminn rætast  Fyrsta jólaplata Geir- mundar Valtýssonar frá Skagafirði á leiðinni Sveifla Geirmundur Valtýsson lét gamlan draum rætast og sendir frá sér jólaplötu fyrir komandi jól. Flest lögin á plötunni eru samin á þessu ári. Geirmundur segist semja best undir pressu. „Ég var búinn að taka ákvörðun um að gefa út jólaplötu og þá varð ég að standa við það. Ég lagðist bara í verkið og þá gekk það. Ég verð að vera undir pressu til að geta samið grimmt.“ Geirmundur segist hafa rokið í að semja jólalögin á milli annarra verka. „Þetta er búið að ganga svona hjá mér í gegnum lífið. Eins og með lagið „Ort í sandinn“, ég samdi það bara á nokkrum mínútum. Ég botna sjálfur ekkert í því hvað þetta gengur vel hjá mér.“ Megnið af lögunum samdi Geirmundur á harmónikku. Þrátt fyrir það er ekki mikið af nikku í lögunum. „Það liggur vel fyrir mér að semja á nikkuna. Hún hentar vel í flest en ef maður ætlar að semja rokk eða brjálaða sveiflu verður að gera það á píanóinu.“ Lögin samin á milli verka JÓLASTJÖRNUR GEIRMUNDAR VALTÝSSONAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.