Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2013 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Bæjarstjóri og skipulagsfulltrúi Hveragerð- isbæjar ætla að eiga fund með forsvars- mönnum Léns ehf. fljótlega vegna viðræðna um fyrirhugaða uppbyggingu á svonefndri Edenlóð í Austurmörk 25. Lén ehf. hefur sent bænum fyrirspurn um nýtingu lóðarinnar sem er 11.600 fer- metra stór. Málið var rætt á fundi skipulags- og mannvirkjanefndar bæjarins 12. nóv- ember sl. Í fundargerð kemur m.a. fram að Lén ehf. hafi lagt fram hugmynd að nýtingu lóðarinnar. „Þar er gert ráð fyrir um 2.000 fermetra gróðurhúsabyggingu, þar sem Edenskálinn stóð áður. Í gróðurhúsinu er m.a. fyrirhuguð, markaðs-, veitinga- og versl- unarstarfsemi,“ segir í fundargerðinni. Gert er ráð fyrir að einnig verði byggðar um 65 litlar fjölbýlishúsaíbúðir í þremur fjögurra hæða húsum, samtals um 4.000 fermetrar að flatarmáli. Þá er gert ráð fyrir 60-70 bíla- stæðum fyrir íbúðirnar, 50-60 bílastæðum fyrir gróðurhúsið og stæðum fyrir átta rútur. Skipulags- og mannvirkjanefnd fagnaði uppbyggingaráformunum en benti á að í að- alskipulagi kæmi fram að eitt aðaleinkenni bæjarins væri lágreist byggð og að byggð í miðbænum yrði að jafnaði ekki meiri en 2-3 hæðir. Bæjarstjórnin til í að skoða málið „Bæjarstjórn er afskaplega jákvæð gagnvart þessum hugmyndum,“ sagði Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerð- isbæjar. „Við erum að sjálfsögðu til í að skoða alla þá möguleika sem þarna gefast á upp- byggingu.“ Hún sagði málið vera á við- ræðustigi. Lén ehf. hefði sent inn hugmynd að nýtingu lóðarinnar sem skipulags- og mannvirkjanefnd ræddi. Málið fór síðan fyrir bæjarstjórn sem samþykkti að fela bæj- arstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða betur við félagið um hvernig sam- ræma mætti sjónarmið félagsins og bæjarins. Aldís sagði að fundurinn yrði haldinn fljót- lega, í þessari viku eða þeirri næstu. Ekki náðist í talsmanna Léns ehf. við vinnslu fréttarinnar. Uppbygging á Edenlóðinni áformuð  Lén ehf. ræðir við Hveragerðisbæ um smíði 2.000 fermetra gróðurhúss í miðbænum með veit- ingasölu, markaði og verslun  Einnig smíði um 65 lítilla íbúða í þremur fjölbýlishúsum á lóðinni Morgunblaðið/Golli Hveragerði Áform eru um að reisa þar 2.000 fermetra gróðurhús með veitingasölu. Sprengingar og gröftur í Vaðlaheiðargöngum hefur gengið hægar síðustu daga en lengi hefur verið. Ástæðan er sú að frá því í miðri síðustu viku hefur mikill tími farið í bergstyrkingar vegna lélegs bergs. Flestar vikurnar hefur verið hægt að grafa 50 til 60 metra og mest hafa gangamenn komist í 79 metra. Í síðustu viku náðust aðeins 19 metrar, af áðurgreindum ástæðum, en talið er að gröfturinn komist í full- an gang á nýjan leik í næstu viku. Göngin voru í lok vikunnar komin í samtals tæplega 1.100 metra en veggöngin verða alls 7,2 kílómetrar að lengd, auk vegskála. Sprengingar hófust í byrjun júlí og er gert ráð fyrir að ganga- greftri ljúki síðla árs 2015. Göngin verða opnuð fyrir almenna umferð fyrir lok árs 2016. Unnið var að borun fyrir sprengihleðslum inni í göng- unum þegar myndin var tekin. Hægist á gangagreftri vegna lélegs bergs Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Héraðsdómur Suðurlands hafnaði í gær kröfu lögreglunnar á Selfossi um gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um að hafa brotist inn í sumarbústaði á Suðurlandi. Mönnunum hefur því verið sleppt úr haldi. Lögreglan fór fram á gæslu- varðhald á grundvelli þess að um væri að ræða síbrotamenn. Annar mannanna réðst á mann í fyrrakvöld þegar hann var í bíl sín- um að kanna hvort brotist hefði verið inn í bústað í Bláskógabyggð. Gefin hefur verið út ákæra Gefin hefur verið út ákæra á annan manninn fyrir á annan tug auðgunarbrota sem hann er sak- aður um að hafa framið síðastliðið sumar og í haust. Það var mat lög- reglu að brýnt væri að taka mann- inn úr umferð til að stöðva brota- feril hans. Héraðsdómur hafn- aði kröfu lögreglu um gæsluvarðhald Nígeríski hælisleitandinn, Tony Omos, sem fer huldu höfði, var enn ófundinn í gærkvöldi. Hann kom hingað frá Sviss í október 2011 og óskaði eftir hæli sem flóttamaður. Beiðni hans hefur verið synjað og hans bíður brottvísun. Á annan tug manna mætti við innanríkisráðuneytið í gær til að mótmæla brottvísun Omos. Í óformlegu minnisblaði innanríkisráðuneytisins um málið, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, kemur fram að þegar Omos kom hingað til lands kvaðst hann eiga unnustu í Kanada, sem væri eins og hann frá Níger- íu, og hann hefði verið á leiðinni til hennar. Útlendingastofnun hafnaði beiðni um hæli og innanrík- isráðuneytið staðfesti þá niðurstöðu. Eftir synjun ráðu- neytisins barst krafa um frestun réttaráhrifa ákvörð- unarinnar svo Omos gæti borið málið undir dómstóla. Með kröfunni fylgdu upplýsingar um að Omos væri í sambandi með íslenskri stúlku. Áður hefði hann verið í sambandi við konu sem einnig væri hælisleitandi hér og sú kona ætti von á barni og Omos væri mögulega faðir þess barns. Þá væri hann heilsuveill. Einnig kom fram að hann hefði ásamt fleirum stöðu grunaðs manns í tveimur umfangsmiklum málum en í hælisumsókn konunnar sem á von á barninu er því borið við að hún sé fórnarlamb mansals. Ráðuneytið hefur m.a. bent á að faðernisviðurkenning fari fram í kjölfar fæðingar. Þá hafi Omos sjálfur sagt að hann sé ekki faðirinn og hafi því orðið tvísaga í málinu. Osmos enn ófundinn  Nígeríski hælisleitandinn hafði ekki fundist í gærkvöldi  Á annan tug manna mótmælti við ráðuneytið Morgunblaðið/RAX No borders Mótmælin voru undir yfirskriftinni „Mót- mæli gegn sundrun flóttafjölskyldu frá Nígeríu“. Viðræðum um makríldeiluna, sem hófust síðastliðinn mánudag í Clonakilty á Írlandi, er lokið án nið- urstöðu. Þetta staðfesti Sigurgeir Þorgeirsson, formaður samninga- nefndar Íslands, í samtali við mbl.is í gær. Aðspurður sagði hann það ekki liggja fyrir hvenær fundað yrði næst um málið, en upphaflega stóð til að fundurinn stæði út þessa viku. Viðræðum lokið án niðurstöðu kynntu þér málið! SIÐMENNT w w w . s i d m e n n t . i s Málsvari veraldlegs samfélags Siðmennt Skráðu þig í félagið á www.sidmennt.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.