Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 31
Reiknistofu bankanna og starfaði þar til 1996. Í ársbyrjun 1997 var Gísli feng- inn til að koma á stofn Fræðslu- miðstöð sparisjóðanna sem hann veitti síðan forstöðu allt til 2012: „Fræðslumiðstöðin hafði það meg- inhlutverk að fræða starfsfólk sparisjóðanna um margs konar nýjungar í rekstri og almennri bankastarfsemi og viðhalda þannig og bæta góða þjónustu. Auk þess var henni ætlað að fræða við- skiptavini sparisjóðanna um nýj- ungar eins og t.d. heimabanka. Þetta var mikilvæg og vel metin þjónusta enda voru sparisjóðirnir efstir í ellefu ár samfellt á ánægju- voginni, en hún mældi ánægju við- skiptavinanna með þjónustu við- skipta- og fjármálastofnana.“ Auk þess að sinna fræðslu- miðstöðinni sinnti Gísli ýmsum öðr- um störfum hjá sparisjóðunum, einkum eftir 2005, og var m.a. markaðsstjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Sam- bands sparisjóðanna. Hann starfar nú hjá Valitor og sinnir ráðgjöf. Gísli starfaði í Samtökum banka- manna, sat í varastjórn þeirra og sat um skeið í stjórn Ámanns. Áhugamál Gísla snúast um sumarbústaðinn og trjárækt: „Við komum okkur upp bústað austur á Rangárvöllum 1989 sem við köllum Efstabæ. Ég datt inn í landnema- hlutverkið, kom þarna að örfoka landi og hef breytt því í gróðurvin. Ég hafði fyrst ekkert vit á trjá- rækt en hef verið að lesa mér til og er bara stoltur af því sem ég hef komið þarna í verk í gegnum árin. Við förum mikið í bústaðinn, all- an ársins hring, og það er alltaf jafn notalegt að skreppa austur og skipta um umhverfi.“ Fjölskylda Eiginkona Gísla er Anna Antons- dóttir, f. 31.3. 1957, viðurkenndur bókari. Hún er dóttir Antons Sig- urðssonar, fyrrv. skólastjóra Ísaks- skóla, og Önnu Þóru Ólafsdóttur húsfreyju, sem nú er látin. Börn Gísla og Önnu eru Elva, f. 20.12. 1973, líf- og næringarfræð- ingur hjá Embætti landlæknis, bú- sett í Reykjavík, en maður hennar er Gunnar Már Pedersen fjármála- stjóri og eru börn þeirra Anna Alexandra, Steinar og Brynjar; Þóra Björk, f. 17.10. 1984, lögfræð- ingur hjá umboðsmanni skuldara, en maður hennar er Ólafur Már Ólafsson og er sonur hennar Gísli Þór; Anna Lilja, f. 6.6. 1987, læknir í Reykjavík, en maður hennar er Ottó Michelsen fjármálaverkfræð- ingur og er dóttir þeirra Helga Björk. Hálfsystir Gísla, samfeðra, er Anna Margrét Jafetsdóttir, f. 29.5. 1932, fyrrv. kennari og skólastjóri, búsett í Reykjavík. Hálfbróðir Gísla, sammæðra, er Hilmar Bergsteinsson, f. 5.7. 1934, fyrrv. flugstjóri í Reykjavík. Alsystkini Gísla eru Elín Jafets- dóttir, f. 17.11. 1941, sagnfræð- ingur og viðskiptafræðingur í Bandaríkjunum, og Hendrik Ja- fetsson, f. 21.11. 1945, fyrrv. kenn- ari, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Gísla voru Jafet Egill Ottósson, f. 4.9. 1906, d. 13.3. 1990, bifreiðastjóri í Reykjavík, og Fjóla B. Gísladóttir, f. 14.7. 1913, d. 16.3. 1994, húsfreyja. Úr frændgarði Gísla Jafetssonar Gísli Jafetsson Ástríður Magnúsdóttir bústýra á Kaldbak Árni Árnason b. á Kaldbak á Rangárvöllum Guðbjörg Árnadóttir húsfr. á Seyðisfirði Gísli Eiríksson verkam. og sjóm. í Keflavík Fjóla Blomkvist Gísladóttir húsfr. í Rvík Guðríður Jónsdóttir húsfr. í Nýjabæ Eiríkur Jónsson sjóm. í Nýjabæ í Miðneshreppi Anna Margret Siemsen húsfr. í Rvík Hendrik Jón Siemsen kaupm. í Rvík Carolina Emelía Rósa Siemsen húsfr. í Rvík Ottó N. Þorláksson skipstj. og fyrsti forseti ASÍ, búsettur í Rvík Jafet Egill Ottósson vörubílstj. í Rvík Elín Sæmundsdóttir húsfr. á Korpúlfsstöðum Þorlákur Sigurðsson b. á Korpúlfsstöðum Afmælisbarið Gísli í golfi. ÍSLENDINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2013 Kristín Ólafsdóttir læknirfæddist í Lundi í Lund-arreykjadal 21.11. 1889. Hún var dóttir Ólafs Ólafssonar, prests í Lundi í Lundarreykjadal og síðar prófasts í Hjarðarholti í Döl- um, og k.h., Ingibjargar Pálsdóttur húsfreyju. Ólafur var sonur Ólafs Jónssonar, kaupmanns í Hafnarfirði, og Mettu Kristínar Ólafsdóttur húsfreyju, en Ingibjörg var dóttir Páls Jónssonar Mathiesen, prests í Hjarðarholti, og Guðlaugar Þorsteinsdóttur hús- freyju. Kristín var systir Jóns Foss lækn- is; Ástu, móður Ólafs Ólafssonar, fyrrv. landlæknis; systir Guðrúnar, móður Ólafs Björnssonar hagfræði- prófessors, og systir Páls, föður Ólafar myndhöggvara. Metta Kristín var systir Maríu, ömmu Lilju Petersen læknis, Unu, móður Ástríðar Thorarensen hjúkr- unarfræðings, Birnu, móður Guð- rúnar Agnarsdóttur læknis, sem er móðir Kristjáns Orra læknis, en systir Guðrúnar er Elín, móðir Birnu Óskar læknis. Kristín var eiginkona Vilmundar Jónssonar landlæknis en börn þeirra: Guðrún, móðir Þorsteins heimspekings, Vilmundar ráðherra og Þorvalds hagfræðiprófessors Gylfasona; Ólöf, móðir Ólafs fram- kvæmdastjóra og Kristínar, fyrrv. fréttamanns Þorsteinsbarna, og Þórhallur prófessor. Kristín lauk stúdentsprófi frá MR 1911, var fyrsta konan til að ljúka embættisprófi í læknisfræði frá HÍ, 1917, og var kandídat við Rigs- hospitalet í Kaupmannahöfn og Ullevål Sykehus í Osló. Hún var starfandi læknir á Ísafirði með manni sínum þar, 1917-31, og í Reykjavík 1931 og til æviloka. Kristín sat m.a. í skólanefnd Hús- mæðraskólans í Reykjavik og í barnaverndarnefnd Reykjavíkur um skeið. Þau Vilmundur héldu gestkvæmt menningarheimili á Ísafirði og í Reykjavík og Kristín var afkasta- mikill þýðandi og höfundur, m.a. al- þýðlegra rita um heilsufar. Kristín lést 20.8. 1971. Merkir Íslendingar Kristín Ólafsdóttir 102 ára Áslaug Thorlacius 90 ára Guðrún Magnúsdóttir Hilmar Hafsteinn Júlíusson 80 ára Leifur Einarsson Ragnheiður Sigurgrímsdóttir Sigurlaug Guðvarðsdóttir 75 ára Jónasína S. Hallmundsdóttir Svanborg Erla Ingvarsdóttir Örn Þorleifsson 70 ára Guðný Pálsdóttir Gunnar Valur Jónsson Hafdís Rut Pétursdóttir Jón Aðalsteinsson Steinþóra Vilhelmsdóttir Vilhjálmur Björnsson 60 ára Arnheiður Matthíasdóttir Áskell Másson Barbara Wieslawa Kalbarczyk Danuta Janina Ostolska Guðmundur Hafþór Þorvaldsson Gunnar Bjarnason Halldór Eiríksson Halldór Snorri Gunnarsson Íris Ægisdóttir Jónína Guðný Bjarnadóttir Kolbrún Árnadóttir Kristín H. Karvelsdóttir Kristján Arnar Helgason Oddur Ólason Sigurbjörn Geirsson Sigurður A. Þorsteinsson Wanphen Suriyot Þorvaldur Kjartansson 50 ára Anna Bjarney Sigurðardóttir Anna Lilja Guðjónsdóttir Ásgeir Ásgeirsson Benedikt Einarsson Bjarni Ármannsson Halldór Torfi Torfason Ingunn Pálsdóttir Karl Kristján Hermannsson Kristinn Þór Guðbjartsson Sigríður Gunnarsdóttir Sigríður H. Hálfdánardóttir Sigrún Pálsdóttir Sigurgeir Steinar Þórarinsson Sindri A. Sigurgarðarsson 40 ára Bjarni Róbert Blöndal Ólafsson Björn Steinar Grétarsson Borghildur Guðmundsdóttir Brynhildur Guðmundsdóttir Carmelo Berte Guðmundur G. Reynisson Guðmundur Kristjánsson Guðrún Þóra Jónsdóttir Harpa Barkar Barkardóttir Hlöðver Sigurðsson Laimonas Rimkus Ragnar Heiðarsson Steinunn Ósk Arnarsdóttir 30 ára Aldís Gunnarsdóttir Anna Irena Zieba Björk Ellertsdóttir Björk Gunnarsdóttir Gunnar Örn Birgisson Inga Fanney Gunnarsdóttir Ingi Mar Jónsson Jónína Þ. Friðjónsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Guðný ólst upp í Vesturbænum í Reykjavík, er þar búsett, lauk MSc- prófi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá HÍ og starfar sem sérfræð- ingur. Maki: Haukur Heiðar Hauksson, f. 1982, læknir og tónlistarmaður. Börn: Birna, f. 2006, og Hrafn, f. 2012. Foreldrar: Kjartan Már Friðsteinsson, f. 1951, og Nína Ólafsdóttir, f. 1955. Guðný Kjartansdóttir 40 ára Katrín ólst upp í Grundarfirði, lauk BEd- prófi frá KHÍ og er að ljúka MA-prófi í sér- kennslufræði frá HA. Systkini: Valdimar, f. 1963; Jóhanna, f. 1964; Ragnheiður, f. 1966; Hug- rún, f. 1970, og Gísli Kar- el, f. 1977. Foreldrar: Hulda Valdi- marsdóttir, f. 1936, fyrrv. fiskverkakona og skólaliði, og Elís Gíslason, f. 1932, fyrrv. skipstjóri.. Katrín Elísdóttir 30 ára Grétar ólst upp í Þorlákshöfn, er þar bú- settur, lauk stúdentaprófi frá FSU og er leiðbeinandi við Grunnskólann í Þor- lákshöfn. Maki: Júlíana Ármanns- dóttir, f. 1987, BS í sál- fræði og leiðbeinandi. Dóttir: Sólveig, f. 2010. Foreldrar: Sólveig Páls- dóttir, f. 1955, fisk- vinnsluk. og Erlendur Óm- ar Óskarsson, f. 1950, fiskv.m. og fyrrv. sjóm. Grétar Ingi Erlendsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.