Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2013
Mótmæli Þessi loðni ferfætlingur teygði úr sér og sýndi afturendann í mótmælum fyrir framan innanríkisráðuneytið í gær. Á anna tug mótmælti brottvísun hælisleitanda sem fer huldu höfði.
RAX
Orsakir kreppu
Landspítalans eru
vafalaus margþættar,
en gríðarlegur nið-
urskurður fjárveitinga
á þar stóran hlut. Það
er næsta ótrúlegt hvað
fjárveitingavaldið hef-
ur skorið Landspít-
alann mikið niður,
langt umfram annan
ríkisrekstur. Á und-
anförnum áratug hafa fjárveitingar
til Landspítala lækkað mun meira
en fjárveitingar til ríkisstofnana al-
mennt.
Landspítali skorinn umfram
aðrar ríkisstofnanir
Mynd 1 (frá hagdeild Landspít-
ala) sýnir þróun opinberra útgjalda
eftir málaflokkum frá 2001 til 2012,
byggða á þjóðhagsreikningum Hag-
stofu Íslands og ársreikningum
Landspítala. Á myndinni má sjá að
útgjöld til almannatrygginga og
velferðarmála hafa hækkað um
meira en 50% á þessu tímabili og
framlög til menntamála og heil-
brigðismála um u.þ.b. 10-15%.
Framlög til Landspítala hafa aftur
á móti lækkað um næstum 10%.
Framlög ríkisins til Landspítala
á tímabilinu hafa lækkað í öllum
samanburði eins og sjá má í töflu .
Árið 2001 voru framlög til Land-
spítala 2,6% af þjóðarframleiðslu og
fóru upp í 2,9% 2003. Árið 2012 er
hlutfallið komið niður í 2,1%. Fram-
lag til Landspítalans sem hlutfall af
útgjöldum hins opinbera var 6,3%
fyrir áratug en er komið niður í
4,5% árið 2012. Á mannamáli þýðir
þetta að peningar hafi verið teknir
frá Landspítala og fluttir til ann-
arra ríkisstofnana.
Landspítali lækkar
en önnur heilbrigð-
isútgjöld hækka
Það vekur athygli að
fjárframlög hins op-
inbera til Landspít-
alans hafa lækkað
verulega sem hlutfall
af framlögum ríkisins
til heilbrigðismála. Ár-
ið 2001 fékk Landspít-
alinn 32,3% af út-
gjöldum hins opinbera
til heilbrigðismála en
27,9% árið 2012 (sjá töflu). Árið
2001 fékk Landspítalinn 61,9% af
heildarframlögum hins opinbera til
sjúkrahúsþjónustu, sem er nú kom-
ið niður í 58,1%. Á sama tíma hefur
Landspítalinn tekið til sín aukin
verkefni. Aftur má túlka það þann-
ig að peningar hafi verið færðir frá
Landspítala til annarra verkefna
innan heilbrigðiskerfisins. Þessi
samanburður sést vel á mynd 2 (frá
hagdeild Landspítala), sem sýnir
þróun heilbrigðisútgjalda hins op-
inbera frá 2001 til 2012 og er sem
fyrr byggð á þjóðhagsreikningum
Hagstofu Íslands og ársreikningum
Landspítala. Myndin sýnir að heild-
arútgjöld ríkisins til heilbrigðismála
hafa aukist verulega á liðnum ára-
tug. Útgjöld til almennrar sjúkra-
húsþjónustu að Landspítala und-
anskildum hafa hækkað um nær
10% á þessu tímabili á meðan út-
gjöld til Landspítala hafa lækkað
verulega. Þess ber þó að geta að
kostnaður vegna S-lyfja er hluti af
almennum sjúkrahúskostnaði og
hefur hækkun þeirra verið talsverð
síðustu ár.
Stefnumótun um niður-
skurð Landspítala?
Þessar staðreyndir sýna svo ekki
er um villst að fjárveitingarvaldið
hefur skorið Landspítalann sér-
staklega niður á liðnum áratug,
langt umfram aðrar ríkisstofnanir.
Slíkt hlýtur að teljast stefnumót-
andi en þó hefur mér vitandi ekki
farið fram nein umræða né sú nið-
urstaða verið sett fram að Land-
spítalinn sé léttvægari en önnur
heilbrigðisþjónusta í landinu.
Það er stefnumótandi ákvörðun
að Landspítalinn fari úr 6,3% í
4,5% af útgjöldum hins opinbera.
Slík breyting felur í sér þá sann-
færingu fjárveitingarvaldsins að
Landspítalinn sé síður nauðsyn-
legur fyrir íslenskt þjóðfélag en
aðrar ríkisstofnanir. Þegar Land-
spítalinn lækkar úr 6,3% niður í
4,5% af útgjöldum ríkisins er verið
að flytja peninga frá Landspítala til
annarra ríkisstofnana sem fjárveit-
ingarvaldið telur greinilega mik-
ilvægari.
Það er ótrúlegt að svo veigamikl-
ar ákvarðanir um fjárveitingar til
Landspítala skuli hafa verið teknar
án sérstakrar umræðu og án þess
að opinber stefnumótun hafi farið
fram. Afleiðingar þessara ákvarð-
ana blasa við. Landspítalinn glímir
við verstu kreppu í 80 ára sögu
sinni og íslenskt heilbrigðiskerfi er
að hrapa úr fremstu röð niður í
aðra deild. Það mun skaða lífsgæði
Íslendinga til langrar framtíðar.
Eftir Einar
Stefánsson » Framlag til Land-
spítalans sem hlut-
fall af útgjöldum hins
opinbera var 6,3% fyrir
áratug en er komið nið-
ur í 4,5% árið 2012.
Einar Stefánsson
Höfundur er prófessor og yfirlæknir
við Landspítala.
Hvers vegna er Landspítalinn í kreppu?
Mynd 1: Þróun opinberra útgjalda eftir málaflokkum
Hlutfallsbreyting frá 2001 á verðlagi samneyslu 2012
Heimild: Þjóðhagsreikningar Hagstofu og ársreikningar LSH (án S-lyfja)
Heilbrigðismál Menntamál Almannatr og velferðarmál Landspítali
70%
60%
50%
40%
30%
20%
10%
0%
-10%
2001 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 2012
Ríkisframlag til Landspítala (Landspítali án S-lyfja)
2001 2002 2003 2004 2005 2006
% af vergri landsframleiðslu 2,6 2,8 2,9 2,6 2,5 2,4
% af útgjöldum hins opinbera 6,0 6,3 6,3 5,8 6,0 5,7
% af útgj. hins opinb. til heilbrigðismála 32,3 32,3 32,2 30,3 31,2 30,0
% af útgj. hins opinb. til sjúkraþjónustu 61,9 62,5 62,5 90,9 62,8 60,3
Heimild: Þjóðhagsreikningar Hagstofu Íslands og ársreikningar LSH
Mynd 2: Þróun heilbrigðisútgjalda hins opinbera frá árinu 2001
Hlutfallsbreyting frá 2001 á verðlagi samneyslu 2012
Heimild: Þjóðhagsreikningar Hagstofu og ársreikningar LSH (*Landspítali án S-lyfja)
Útgjöld hins opinbera til Landspítala*
Heilbrigðisútgjöld hins opinbera án Landspítala
Almenn sjúkrahúsþjónusta án Landspítala
40%
30%
20%
10%
0%
-10%
2001 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11 2012