Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Fyrir ótrúlega tilviljun hefur Kristín Sólveig Bjarnadóttur, hjúkrunar- fræðingur, komið að fjórum bíl- slysum á árinu, síðast skammt frá heimili sínu á Svalbarðsströnd í Eyja- firði í fyrradag. Kristín segir sem bet- ur fer engan hafa látist í slysunum, þótt aðkoman hafi sannarlega ekki alltaf verið góð. „Ég kom í fyrsta skipti að mjög ljótu slysi 17 ára. Þetta venst illa en maður verður samt viðbúnari; miklu meðvitaðri um að allt getur gerst og ekkert ætti að koma á óvart,“ segir Kristín við Morgunblaðið. Í fyrradag rákust saman á Sval- barðsströnd lítill fólksbíll og flutn- ingabíll, með þungt grjóthlass úr Vaðlaheiðargöngum. Þykir með ólík- indum að ökumaður litla bílsins skuli hafa sloppið með skrámur. „Aðkoman var ljót, en sem betur fer meiddist enginn illa. Það er alltaf óþægilegt að koma að svona vettvangi, ekki síst þegar maður er með börn í bílnum. Maður vill helst ekki að þau sjái svona lagað.“ Eftir að hafa komið nokkrum sinn- um á slysstað tók Kristín upp á því að hafa alltaf helsta nauðsynlegan búnað í bílnum. „Þegar fjölskyldan fór í frí á Vestfirðina í sumar pakkaði ég í bíl- inn öllum mínum mælitækjum úr starfinu, verkalyfjum og fleiru; hugs- aði um að á þessu landsvæði væri ekki alltaf hjálp að fá í hvelli. Við vor- um í 20 manna hópi og mikið var hlegið að mér fyrsta kvöldið á tjald- stæðinu þegar ég ókyrrðist vegna þess að ég hafði ekki komist í apótek að kaupa tungurótartöflur. Nokkrum vikum seinna gerðist það hins vegar að kona í fjölskyldunni, á besta aldrei, fékk hjartaáfall; enn einu sinni sann- aðist fyrir mér að allt getur gerst.“ Kristínu er efst í huga mikilvægi þess að allir séu meðvitaðir um að eitthvað geti gerst, hvenær sem er. „Ég hvet alla sem komnir eru með bílpróf að vera með sjúkrapúða í bíln- um; hefðbundna sjúkrapúða með því helsta sem til þarf og fást í apótekum. Það er líka mjög mikilvægt að vera með eitt eða tvö teppi í bílnum; í kulda eins og í [fyrradag] kólnar fólk niður á svipstundu og þeir slösuðu enn hraðar en aðrir.“ Hún segir þá sem fyrst koma á vettvang að sjálfsögðu huga að fólki í bílunum en mikilvægt sé að þeir næstu hugi að því að vara aðra öku- menn við. „Ég hef tvisvar verið á vettvangi þar sem mjög litlu munaði að frekari slys yrðu vegna aðvífandi bíla,“ segir Kristín. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þungur Flutningabíll með þungan grjótfarm úr Vaðlaheiðargöngum sem fór út af á Svalbarðsströnd í fyrradag. Best að vera alltaf viðbúin hverju sem er  Hjúkrunarfræðingur komið að fjórum bílslysum í ár Mæðgur Kristín Sólveig Bjarnadóttir og Sóley María Hauksdóttir. „Ferðaþjónustan vill sjá daglega þjónustu yfir veturinn á þessum fjöl- förnustu leiðum eins og Gullna hringnum. Ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega og umferðin auk- ist eftir því. Þetta hefur skapað rík- issjóði tekjur. Núna er tími til að setjast niður og ræða þessi mál. Við fengum væga ábendingu þarna á Þingvallaveginum en slysin geta gerst aftur og orðið alvarlegri,“ seg- ir Þórir Garðarsson, sölu- og mark- aðsstjóri hjá rútufyrirtækinu Ice- land Excursions. Hann gagnrýnir vetrarþjónustu Vegagerðarinnar á einni fjölförnustu ferðamannaleið landsins, Gullna hringnum svo- nefnda, en þar varð óhapp á Þing- vallavegi sl. þriðjudag þegar rúta með 45 erlenda ferðamenn valt í mikilli hálku og roki á leið til Geysis og Gullfoss. Vetrarþjónusta, og þ.m.t. hálku- varnir, eru fimm daga vikunnar á þessari leið. Engin þjónusta er á þriðjudögum og laugardögum og segir Þórir að ferðaþjónustufyrir- tæki hafi óskað eftir aukinni þjón- ustu, ekki síst á laugardögum. Ekki eru þó mörg ár síðan þjónustu- dögum var fjölgað úr þremur í fimm. „Ísland á að vera öruggur áfanga- staður og umferðaröryggi er partur af því. Sem betur fer fór allt vel í þessu tilviki, bíllinn var vel útbúinn og öll viðbrögð voru til fyrirmyndar. Ég bið bara um að við þurfum ekki að fá annað óhapp til að menn fari að gera eitthvað,“ segir Þórir. Fjármagnið hamlar „Við skoðum alla hluti en við fyrstu sýn sjáum við ekki ástæðu til að gera breytingar þarna. Við höf- um margrætt þetta við ferðaþjón- ustuna en erum einfaldlega að kljást við stóran mínus í vetrarþjónust- unni,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerð- arinnar. „Það er víða kallað eftir aukinni þjónustu en við getum ekki haldið öllum vegum auðum. Fjár- magnið hamlar okkur þar. Vegfar- endur verða að taka mið af að- stæðum hverju sinni,“ segir G. Pétur. bjb@mbl.is Vilja meiri vetrar- þjónustu á ferða- mannaleiðum  Talsmaður rútufyrirtækis vonar að ekki verði beðið eftir alvarlegra slysi Morgunblaðið/Sigmundur S. Óhapp Rútan sem fór út af í hálku á Þingvallavegi sl. þriðjudag. Rúmlega 28.600 manns höfðu skráð sig á Face- book-síðuna: Takk fyrir okkur Eiður Smári um klukkan ellefu í gærkvöldi. Síðan var stofnuð klukkan 22 á þriðjudag í kjöl- far leiks Króatíu og Íslands en eftir hann sagði Eiður að hann væri „hræddur um“ að þetta væri hans síðasti landsleikur. Nærri 10 þúsund manns höfðu skráð sig á síðuna einungis tveimur tímum eftir að hún var stofnuð. Rúm 28.600 manns höfðu þakkað Eiði Smára á Facebook Takk Eiður Smári Guðjohnsen Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Um fjórðungur stráka hér á landi á aldrinum 15-16 ára fer daglega á klámsíður á netinu en aðeins 4% stelpna á sama aldri. Um 90% ung- mennanna fara daglega á netið en rúmlega 7% eru í áhættuhópi vegna netávana. Þetta kemur fram í nýrri evr- ópskri rannsókn sem gerð var á ár- unum 2011 og 2012 í sjö Evrópulönd- um. Hjördís Sigursteinsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Ak- ureyri, kynnti niðurstöðurnar á málþingi um vernd barna gagnvart skað- legu efni í fjöl- miðlum og tölvu- leikjum í gær. Hjördís segir helstu niðurstöðurn- ar vera þær að 90% ungmenna á þessum aldri fari daglega á netið og eyði þar um tveimur og hálfri klukkustund. Stelpur eru frekar á samskiptasíðum en fleiri strákar horfa á myndbönd. Þeir sinna einnig áhugamálum sínum, þar á meðal tölvuleikjaspili, í mun meira mæli en stelpurnar. Fram kemur í niðurstöðunum að ungmennin noti í miklum mæli sín eigin tæki til að fara á netið og segir Hjördís að það geri foreldrunum erf- iðara fyrir að hafa umsjón með net- notkuninni. Fara daglega á klámsíður  Um fjórðungur stráka á aldrinum 15-16 ára skoðar klámsíður á netinu daglega  Strákar fara í tölvuleiki og horfa á myndbönd  Stelpur frekar á samskiptasíðum Í hættu vegna netávana » 0,8% ungmenna á Íslandi eru haldin netávana, en 7,2% eru í áhættuhópi. » Hjördís segir ungmenni með netávana námslega og félags- lega veikari en jafnaldrar þeirra. » Andleg vanlíðan tengist mik- illi netnotkun. Hjördís Sigursteinsdóttir LÉTTOG LAKTÓSAFRÍ SÚRMJÓLK H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.