Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2013 ✝ Alda J. Sig-urjónsdóttir fæddist í Neskaup- stað 3. febrúar 1924. Hún lést á Borgarspítalanum 12. nóvember 2013. Foreldrar henn- ar voru Sigurjón Stefánsson, f. á Norðfirði 21.3. 1895, d. 16.8. 1970, og Ólafía Kristjánsdóttir, f. í Reykjavík 2.11. 1902, d. 3.3. 1979. Systkini: Lilja, f. 31.3. 1927, Sigríður Kristjana, f. 7.12. 1931, og Eðvarð, f. 27.4. 1936. Átján ára kynntist Alda lífs- förunaut sínum, Tryggva Gísla- syni pípulagningameistara, f. 19.2. 1922, d. 16.5. 2000. Alda og Tryggvi giftu sig hinn 30.9. 1944 og bjuggu þau í Reykja- vík alla tíð. Alda og Tryggvi eignuðust sex börn: 1) Gísli 14.3. 1993. Af fyrra hjónabandi Tryggva Þórs: a) Atli Þór, f. 2.6. 1977. Hann á tvo syni. b) Guðrún Ágústa, f. 16.9. 1978. Hún á eina dóttur. 5) Rannveig, f. 13.8. 1955. Maki Sigurbjörn Kristinsson sem er látinn. Þau skildu. Þeirra synir a) Tryggvi Rafn, f. 1.12. 1983. Hann á eina dóttur. b) Helgi Kristvin, f. 20.4. 1989. 6) Heimir Þór, f. 23.1. 1960. Kona hans er Ólafía Gústafsdóttir, f. 12.3. 1965. Börn þeirra eru a) Helga Dögg, f. 22.6. 1993. b) Aron Þór, f. 11.7. 1995. Barnabörnin eru orðin 12 og lang- ömmubörnin eru 13. Alda bjó fyrstu æviár sín í Neskaupstað en flutti þaðan með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Alda lauk barna- skólaprófi í Reykjavík og á unglingsárum sínum bjó hún tvö ár á Laugarvatni við nám í Héraðsskólanum. Hún var virk í félagsmálum og var m.a. einn stofnenda Klúbbs 44 sem var félag eiginkvenna pípulagn- ingameistara og var hún fyrsti formaður félagsins. Útför Öldu fer fram frá kirkju Óháða safnaðarins í dag, 21. nóvember 2013, kl. 15. Þór, f. 5.4. 1945. Kona hans Ingi- björg St. Guð- mundsdóttir, f. 17.5. 1936. Sonur Gísla er Þröstur Friðberg, f. 24.8. 1972. Hann á fimm dætur. 2) Ólafur Þór, f. 29.9. 1946. Kona hans er Svanhvít Hlöðvers- dóttir, f. 29.10. 1947. Börn þeirra a) Alda Björk, f. 9.7. 1966. b) Sigrún Björk, f. 25.6. 1970. Hún á tvo syni. c) Hlöðver Þór, f. 7.3. 1972. Hann á einn son. 3) Sig- urjón Þór, f. 1.7. 1950. Kona hans er Kristín Marín Siggeirs- dóttir. Þau skildu. Sonur þeirra er Þórarinn Björn, f. 21.12. 1984. Hann á eina dóttur. 4) Tryggvi Þór, f. 20.5. 1952. Kona hans er Guðfinna G. Guð- mundsdóttir, f. 14.6. 1951. Son- ur þeirra er Tryggvi Þór, f. Kveðja til mömmu. Elsku mamma, nú ert þú lögst til hinstu hvílu. Það er margt sem fer í gegnum hug- ann þegar maður rifjar upp líf sitt með þér. Þegar ég sem yngstur sex systkina var að alast upp í Goð- heimunum minnist ég þess með hlýju í hjarta, að þú varst alltaf til staðar þegar ég kom heim. Þó að þú hafir þurft að sjá um stórt heimili, hafðir þú alltaf tíma fyrir okkur systkinin og það er ég þakklátur fyrir. Það var oft mikið um að vera á heimilinu. Þetta var stórt heimili sem þú sást um, elda- mennska, þrif og barnauppeldi. Þú leyfðir okkur að vera frjáls og við sjálf við leik og gleði. Í Goðheimunum var oftast mikið fjör og þegar veður var slæmt vorum við krakkarnir í fótbolta, handbolta, og einnig í golfi um alla íbúð. Þegar lætin urðu of mikil og krakkahrúgan lá í einni kös á gólfinu, komst þú æðandi með blauta tusku til að tvístra hópn- um og allir hlupu hlæjandi í burtu. Ég minnist þess þegar ég sem 9 ára pjakkur gleymdi mér og var að veiða kola niðri í botni á gömlum togara við Keili, þá varst þú ekkert reið þegar ég fannst að lokum klukkan þrjú að nóttu, heldur gafst mér að borða og fórst með mig í rúmið. Þú varst góður kokkur enda eldandi alla daga ársins handa stórri fjölskyldu. Ég minnist þess þegar ég var í útlöndum 19 ára gamall og ætlaði að bjóða stúlku í mat og vantaði upplýsingar um hvernig maður eldaði uppstúf. Ég hringdi í þig og fékk að vita að það ætti að vera slatti af þessu, örlítið af öðru og svo smá klípa með dassi af hinu. Útkoman var náttúrlega eins og við var að búast hræðileg því ég hafði enga tilfinningu fyrir því hvað væri dass og klípa. Ég kem til með að sakna þín, elsku mamma mín, ég vildi bara þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Ég bið að heilsa pabba. Þinn sonur, Heimir Þór. Í dag er jarðsungin fyrrver- andi tengdamóðir mín, Alda J. Sigurjónsdóttir. Öldu hitti ég í fyrsta skipti nokkrum dögum fyrir sextugs- afmælið hennar, þá önnum kafna við að undirbúa afmæl- isveislu. Hún var, satt best að segja, frekar pirruð á Sigur- jóni syni sínum að vera að draga ókunnuga kvenpersónu í heimsókn, þegar hann vissi að hún væri upptekin og þar að auki allt á hvolfi á heimilinu. Fljótlega tók hún mér þó sem einu af sínu eigin börnum, af þeirri hlýju sem henni var eig- inleg. Alda giftist ung manni sín- um heitnum; Tryggva Gísla- syni. Þeim varð sex barna auð- ið, eignuðust fimm syni og eina dóttur. Henni þótti pillan vera dásamleg uppfinning, sagðist eiginlega ekkert vera fyrir börn og hefði örugglega ekki eignast svona mörg ef pillan hefði verið til þegar hún var ung. Hún elskaði nú samt öll börnin sín og skildi þau öll svo vel. Hún kunni að meta hæfi- leika þeirra en var heldur ekki blind á bresti þeirra. Hún var svo sem ekkert að skammast ef henni mislíkaði, heldur beitti eilítið kaldhæðn- um húmor – þeir sem þekktu hana vissu þá hvaðan vindur- inn blés. Hún var dásamleg tengdamóðir, skilningsrík, blíð og hjálpsöm og gott að leita til hennar, jafnt í blíðu sem stríðu. Hún var ljúf og góð við ömmubörnin sín en fannst nú- tímabörn alls ekki vera nógu mikið úti að leika sér. Alda var húsmóðir upp á gamla mátann. Hún dekraði við karlinn sinn og ól upp af- skaplega sjálfbjarga dóttur og fordekraða syni sem hefur þó eitthvað farið fram með ár- unum. Að sjá um átta manna heimili þykir í dag nokkuð stórt verkefni og varla á einn- ar konu færi. En tíðarandinn var annar í þá daga. Tryggva þótti und- arlegt að 30 ára gömul ryk- suga þarfnaðist endurnýjunar, slík fjárfesting átti að vera lífstíðareign. Það var ekki fyrr en húsmóðirin þurfti að leggj- ast inn á sjúkrahús og dóttirin neitaði að annast uppvaskið ein að fjárfest var í uppþvotta- vél. Að „vaska upp og sópa“ reyndist aðeins meira í að komast en um að tala. Alda hefði eflaust kosið önnur við- fangsefni hefði hún haft þau tækifæri sem konum bjóðast í dag, en afkomendur og tengdabörn geta verið þakklát fyrir umhyggju hennar og um- vefjandi hlýju. Þrátt fyrir að við Sigurjón slitum samvistir héldum við Alda áfram að vera vinkonur; að kíkja í heimsókn til Öldu og Tryggva og síðar bara Öldu ömmu var fastur liður í tilverunni í mörg ár. Í erli dagsins hefur heimsóknum fækkað seinni árin, einkum eftir að sonur minn fór sjálfur að sjá um að vitja ömmu sinn- ar. Það gladdi mig því mjög að hún skyldi treysta sér til að koma í brúðkaupið hans núna í haust. Öldu verður sárt saknað, ég sendi fjölskyldunni mínar innilegustu samúðarkveðjur. Kristín Marín Siggeirsdóttir. Alda Jóna Sigurjónsdóttir Kæri tengda- pabbi. Heldur finnst mér kveðjustundin hafa komið snemma. Hvað ég á eftir að sakna þín. Ég man þegar ég hitti þig fyrst, fyrir tólf árum, sem nýr kærasti elstu dóttur þinnar. Endalaust í heimsókn. Þú varst svo sem ekkert að flýta þér að kynnast mér. Það gerðist hægt og rólega, eins og allir góð- ir hlutir. Sá var einmitt þinn háttur. Þú flýttir þér að engu verki, ólíkt mér, tókst þér góðan tíma og gerðir hlutina vel. Þann- ig tryggðirðu góða útkomu. Og Kristinn J.B. Gústafsson ✝ Kristinn fædd-ist í Reykjavík 29. júní 1958. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hringbraut 8. nóvember 2013. Útför Kristins fór fram frá Foss- vogskirkju 20. nóv- ember 2013. aldrei stóð á hjálp- seminni. Alltaf varstu tilbúinn að hjálpa mér með hvaðeina. Og þegar ég vildi drífa í hlut- unum sýndirðu mér ávallt óendanlega þolinmæði, útskýrð- ir fyrir mér og passaðir að ég væri ekki með neitt bráðlæti. Þar lá einmitt þinn styrkur, í frásögninni. Þú sagðir margar sögurnar um dagana, lýstir öllu vel og slepptir engu; umhverfi, klæðaburði persóna og einkenn- um. Þannig urðu frásagnir þínar ljóslifandi í huga hlustandans svo honum leið eins og hann hefði verið á staðnum. Mér þótti ég oft sjá tvær per- sónur í þér. Annars vegar nokk- uð alvörugefna persónu sem hugsaði yfirvegað og rökrétt, lét sig varða um sanngirni hlutanna og virðingu fyrir náunganum. Til þessarar persónu var gott að leita og dýrmætt að hafa sér við hlið. Hin persónan var glett- in, hnyttin og allnokkuð stríðin. Hvað þér þótti gaman að stríða. Í kringum þessa persónu, í kringum þig, var alltaf gaman að vera. Sem tengdapabbi varstu frá- bær, en sem afi varstu meira en frábær. Það var hlutverk sem þú fannst þig vel í. Reglulegar afa- og ömmuhelgar fyrir barnabörn- in með afabuff í matinn og til- heyrandi gleði og gæðasamveru var eitthvað sem þér þótti jafn vænt um og börnunum. Það mátti vel greina í þeirri vinnu sem þú oft lagðir á þig til að undirbúa samverustundir fjöl- skyldunnar svo upplifunin yrði sem mest fyrir börnin. Mér er ofarlega í minni söngvakeppni fjölskyldunnar í kringum sjónvarpssöngvakeppni með sviði og míkrafónum, verð- launum, kosningu, skreytingum og öllu saman. Hvað svona gaf börnunum og okkur öllum mikla gleði. Þú færðir okkur ómælda gleði, stuðning og hlýju. Mér fannst við oft tengja best hvor við annan í gegnum verkin og mér þótti alltaf svo vænt um þær samverustundir okkar. Ég man eftir einu skipti þegar við vorum búnir að vera að vasast saman heillengi í framkvæmdum heima hjá þér og þú kallaðir mig félaga. Og þetta orð sagði svo margt. Orð sem þið Félagarnir notuðuð ykkar á milli en þú leyfðir þér að nota um mig. Orð sem sagði að við værum vinir, að þú kynnir að meta fé- lagsskapinn, að þér þætti vænt um mig. Og alltaf öðru hverju kallaðir þú mig þessu orði. Fé- laga. Orð sem þú notaðir spar- lega en leyfðir þér að nota á góð- um stundum til að tjá vinarþel í minn garð. Það þótti mér vænt um, og mér þótti vænt um þig. Vertu sæll, elsku hjartans besti Diddi. Jón Ólafur Ólafsson. ✝ Ástkær eiginkona, systir og mágkona, HREFNA BECKMANN, Akurgerði 31, Reykjavík, lést á heimili sínu þriðjudaginn 19. nóvember. Jón Þór Þórhallsson, Einar Beckmann, Josephine Beckmann. ✝ Þökkum hlýhug og kveðjur vegna andláts og útfarar HELGU GUÐRÚNAR GUÐVARÐARDÓTTUR, Þórunnarstræti 112, Akureyri. Guðmundur Víðir, Sigríður Steinunn, Sverrir, Guðvarður Már og fjölskyldur. ✝ Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför ERLENDAR RAGNARS GÍSLASONAR bónda á Melhól. Sérstakar þakkir til starfsfólks Klausturhóla fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót. Fyrir hönd aðstandenda, Guðni Már Sveinsson. ✝ Bróðir okkar og frændi, SNORRI SIGJÓNSSON, Bjarnanesi, Hornafirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 8. nóvember. Útför hans fer fram frá Bjarnaneskirkju föstudaginn 22. nóvember kl. 13.00. Systkini og fjölskyldur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og bróðir, SNÆBJÖRN ERLENDSSON, lést á Landspítalanum, deild 11G, mánudaginn 18. nóvember. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 29. nóvember kl. 13.00. Þeir sem vilja minnast hans láti deild 11G á Landspítala njóta þess. Sólveig Rögnvaldsdóttir, Pétur Heiðar Snæbjörnsson, Bára Stefánsdóttir, Rut Hallgrímdóttir, Alexander M. Þorleifsson, Erlendur Snæbjörnsson, Rögnvaldur Fannar Snæbjörnsson og systkini hins látna. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MIKAEL ÞÓRARINSSON, Laugavegi 37, Siglufirði, lést á sjúkrahúsi Siglufjarðar mánudaginn 18. nóvember. Útför fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 30. nóvember. Katrín Þórný Jensdóttir, Jens Gunnar Mikaelsson, Sigrún Friðriksdóttir, Hallfríður Emilía Mikaelsdóttir, Lars Olav Grande, Þórdís Mikaelsdóttir, Sigurgeir Hrólfur Jónsson, Regína Erla Mikaelsdóttir, Einar Moritz Karlsson, Ragnar Mikaelsson, Marit Solbakken, barnabörn, langafabörn og langalangafabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, langamma og systir, ÓLÖF STEINA FRIÐRIKSDÓTTIR, Tvååker, Svíþjóð, andaðist á sjúkrahúsinu í Varberg þriðjudaginn 19. nóvember. Sigurður Tryggvason, Þorsteinn Sigurðsson, Ragnar Sigurðsson, Erna Sigurðardóttir, Hrefna Sigurðardóttir, Fríða Friðriksdóttir, Örn Friðriksson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minning@mbl.is og gera umsjón- arfólki minningargreina viðvart. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.