Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 35
MENNING 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2013
Ásíðustu árum hefur fjölg-að mjög í hópi þeirrasem stunda fjallgöngursér til ánægju og heilsu-
bótar.
Því ber því að fagna þegar
reyndir fjallamenn á borð við Jón
Gauta Jónsson skrifa handbækur
eins og Fjallabókina og gefa þannig
hverjum sem vill aðgang að allri
sinni þekkingu og reynslu.
Þó svo að flestar fjallgöngur séu
í eðli sínu einfaldar í framkvæmd
eru þær ekki
hættulausar og
fyrir reynslu-
minna útivist-
arfólk er ómet-
anlegt að hafa
aðgang að góð-
um ráðum og
leiðbeiningum.
Í bókinni eru
upplýsingar fyrir
bæði byrjendur og lengra komna;
allt frá því hvernig á að velja sér
skó yfir í það hvernig á að bjarga
göngufélögunum upp úr jökul-
sprungu.
Bókinni er skipt í átta hluta, sem
hverjum fyrir sig er skipt í minni
kafla og undirkafla, auk þess sem
sérstakir viðaukar eru aftast í bók-
inni. Efninu er raðað með stígandi,
þannig að í fyrri hlutum bók-
arinnar eru tekin fyrir grundvall-
aratriði á borð við val gönguleiða,
ferðaáætlanir, fatnað, útbúnað,
nesti, þjálfun, rötun, veður, straum-
vötn, óhöpp, fjallgöngur og al-
menna ferðamennsku. Þá skrifar
Everestfarinn Leifur Örn Svav-
arsson mjög góðan kafla um snjó-
flóð og hvernig beri að varast þau.
Þrír öftustu hlutarnir, „Brölt og
fjallamennska“, „Jöklaferðir“ og
„Fararstjórn“, ættu hins vegar að
henta þeim sem hafa þónokkra
reynslu að baki, þó svo að aðrir
gætu haft gaman af að lesa þá
heima í stofu.
Þrátt fyrir að fjallað sé um fjall-
göngur allt árið er augljóst að höf-
undur hefur sérstakt dálæti á vetr-
arferðum og krefjandi göngum.
Fyrir byrjendur sem vilja búa sig
undir Fimmvörðuhálsinn eða
Laugaveginn yfir hásumarið er
bókin því ef til vill yfirdrifin, sök-
um þess eins að í henni er fjallað
um svo miklu meira en þeir þurfa á
að halda. Fyrir slíka lesendur ætti
bókin hins vegar að eldast vel, því
hún bíður róleg eftir að eigandinn
sé tilbúinn í næsta skref.
Þetta mikla umfang er ef til vill
bæði helstur styrkur og galli bók-
arinnar. Það er óumdeilanlegt að
hér er á ferðinni eitt viðamesta
safn fróðleiks fyrir íslenskt útivist-
arfólk sem út hefur komið í einu
riti.
Á hinn bóginn kunna rúmar 500
blaðsíður að virka fráhrindandi fyr-
ir þá sem eru enn á dútlarastiginu,
ekki síst í ljósi þess hversu mikill
og þéttur textinn er. Það hefði til
dæmis verið skemmtilegt að sjá
fleiri ljósmyndir og skýring-
armyndir, því þær sem eru í bók-
inni eru góðar og gæða bókina lífi.
Á móti hefði kannski mátt vinna
textann meira, því þótt hann sé yf-
irleitt góður, ekki síst þar sem höf-
undur vitnar í eigin reynslu, er
hann á stöku stað langdreginn. Þá
er töluvert um endurtekningar og
skörun efnis.
Á þessum árstíma er ekki óeðli-
legt að meta bækur út frá gildi
þeirra sem gjafa. Fjallabókin er
eigulegt og gagnlegt rit sem er vel
til þess fallið að gleðja útivistarfólk
á aðfangadag, hversu reynslumikið
sem það er. Ekki skemmir fyrir að
bókin er á góðu verði, kostar 4.690
kr. hjá útgefanda, sem verður að
teljast gjafverð fyrir svo innihalds-
mikla bók.
Fjallagarpar „Fjallabókin er eigulegt og gagnlegt rit sem er vel til þess fall-
ið að gleðja útivistarfólk,“ segir rýnir um þessa nýju bók um fjallamennsku.
Viðamikil handbók
sem gleður útivistarfólk
Handbækur
Fjallabókin bbbbn
Eftir Jón Gauta Jónsson.
Teikningar eftir Sigmund B. Þorgeirs-
son. Verkið er styrkt af Samfélagssjóði
Landsvirkjunar.
Mál og menning 2013. 512 bls.
ELÍN ESTHER
MAGNÚSDÓTTIR
BÆKUR
Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is
Ryðfrítt vinnsluborð og bandsagarblað•
Vinnsluhæð 240 mm•
Vinnslubreidd 250 mm•
Færanlegt vinnsluborð 470x600 mm•
Hakkavél•
Mótor 550 wött•
Hæð 1470 mm•
Þyngd 58 kg.•
Tilboðsverð kr. 79.000.-
Þessi frábæra kjötsög
með hakkavél frá
Dinamix
er komin aftur
HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
leikhusid.is
Pollock? (Kassinn)
Fim 21/11 kl. 19:30 9.sýn Lau 30/11 kl. 19:30 11.sýn Sun 8/12 kl. 19:30 21.sýn
Fös 22/11 kl. 19:30 10.sýn Sun 1/12 kl. 19:30 12.sýn Fim 12/12 kl. 19:30 22.sýn
Lau 23/11 kl. 19:30 Aukas. Fim 5/12 kl. 19:30 Aukas. Lau 14/12 kl. 19:30 24.sýn
Fim 28/11 kl. 19:30 Aukas. Fös 6/12 kl. 19:30 13.sýn Sun 15/12 kl. 19:30 25.sýn
Fös 29/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 7/12 kl. 19:30 20.sýn
Vel skrifað verk og frábærir karakterar. Aukasýnigar komnar í sölu!
Englar alheimsins (Stóra sviðið)
Fim 21/11 kl. 19:30 52.sýn Fös 6/12 kl. 19:30 56. sýn Fim 2/1 kl. 19:30
Fös 22/11 kl. 19:30 53.sýn Lau 28/12 kl. 19:30 58.sýn
Fös 29/11 kl. 19:30 55.sýn Sun 29/12 kl. 19:30
Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús. Ekki missa af viðburði á leiksviðinu.
ÓVITAR (Stóra sviðið)
Sun 24/11 kl. 13:00 13. sýn Sun 1/12 kl. 17:00 16. sýn Lau 28/12 kl. 13:00 21. sýn
Sun 24/11 kl. 16:00 14. sýn Lau 7/12 kl. 17:00 Aukas. Sun 29/12 kl. 13:00 22. sýn
Lau 30/11 kl. 17:00 Aukas. Sun 8/12 kl. 14:00 17.sýn Mán 30/12 kl. 13:00 23.
sýn
Sun 1/12 kl. 14:00 15.sýn Sun 8/12 kl. 17:00 18. sýn
Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum!
Karíus og Baktus (Kúlan)
Lau 23/11 kl. 13:30 Lau 23/11 kl. 15:00
Síðustu sýningar fyrir jól - sýningar hefjast aftur í janúar.
Aladdín (Brúðuloftið)
Lau 23/11 kl. 13:30 Lau 23/11 kl. 16:30 lokas.
1001 galdur - brúðuleiksýning fyrir 4ra til 94 ára. Allra síðustu sýningar.
Uppistand - Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 21/11 kl. 20:00
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika!
Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið)
Lau 30/11 kl. 11:00 200.sýn Lau 7/12 kl. 11:00 Lau 14/12 kl. 11:00
Lau 30/11 kl. 13:00 Lau 7/12 kl. 13:00 Lau 14/12 kl. 13:00
Lau 30/11 kl. 14:30 Lau 7/12 kl. 14:30 Lau 14/12 kl. 14:30
Sun 1/12 kl. 11:00 Sun 8/12 kl. 11:00 Sun 15/12 kl. 11:00
Sun 1/12 kl. 12:30 Sun 8/12 kl. 12:30 Sun 15/12 kl. 12:30
Sívinsælt aðventuævintýri Þjóðleikhússins. Miðasala er hafin.
Englar alheimsins (Menningarhúsinu Hofi)
Fös 10/1 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 15:00
Englar alheimsins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í janúar!
Sveinsstykki (Stóra sviðið)
Sun 24/11 kl. 20:00
Einleikur eftir Þorvald Þorsteinsson í flutningi Arnars Jónssonar
Fetta bretta (Kúlan)
Sun 24/11 kl. 14:00 Sun 24/11 kl. 15:30
Ný barnasýning fyrir áhorfendur á aldrinum 6 mánaða til 3ja ára.
ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið
Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Mary Poppins (Stóra sviðið)
Fim 21/11 kl. 19:00 aukas Sun 1/12 kl. 13:00 Fim 26/12 kl. 13:00
Fös 22/11 kl. 19:00 Fös 6/12 kl. 19:00 Fös 27/12 kl. 19:00
Lau 23/11 kl. 13:00 Lau 7/12 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 13:00
Sun 24/11 kl. 13:00 Sun 8/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00
Fös 29/11 kl. 19:00 Fös 13/12 kl. 19:00
Lau 30/11 kl. 13:00 Lau 14/12 kl. 19:00
Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala.
Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið)
Fim 21/11 kl. 20:00 29.k Fös 6/12 kl. 20:00 35.k Mið 18/12 kl. 20:00
Fös 22/11 kl. 20:00 30.k Sun 8/12 kl. 20:00 36.k Fim 19/12 kl. 20:00
Mið 27/11 kl. 20:00 aukas Fim 12/12 kl. 20:00 37.k Fös 20/12 kl. 20:00
Fim 28/11 kl. 20:00 31.k Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Lau 28/12 kl. 20:00
Fös 29/11 kl. 20:00 32.k Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Sun 29/12 kl. 20:00
Sun 1/12 kl. 20:00 33.k Sun 15/12 kl. 20:00 40.k
Fim 5/12 kl. 20:00 34.k Þri 17/12 kl. 20:00
Epískur tónsjónleikur. ATH! Ekki unnt að hleypa inní sal eftir að sýning hefst
Mýs og menn (Stóra sviðið)
Lau 23/11 kl. 20:00 9.k Sun 24/11 kl. 20:00 10.k Lau 30/11 kl. 20:00 lokas
Meistaraverkið eftir John Steinbeck aftur á svið. Síðustu sýningar!
Refurinn (Litla sviðið)
Lau 23/11 kl. 20:00 3.k Þri 3/12 kl. 20:00 7.k Mið 11/12 kl. 20:00 11.k
Sun 24/11 kl. 20:00 4.k Mið 4/12 kl. 20:00 8.k Lau 21/12 kl. 20:00 12.k
Þri 26/11 kl. 20:00 5.k Lau 7/12 kl. 20:00 9.k Sun 22/12 kl. 20:00
Lau 30/11 kl. 20:00 6.k Þri 10/12 kl. 20:00 10.k
Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt
Hús Bernhörðu Alba (Gamla bíó)
Lau 23/11 kl. 20:00 Sun 24/11 kl. 20:00 Lau 30/11 kl. 20:00 lokas
Ólgandi ástríður, þrá eftir frelsi og betra lífi. Síðustu sýningar!
Saumur (Litla sviðið)
Fim 21/11 kl. 20:00 4.k Fös 22/11 kl. 20:00 5.k
Nærgöngult og nístandi verk. Síðustu sýningar!
Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið)
Lau 23/11 kl. 13:00 3.k Sun 1/12 kl. 14:30 aukas Sun 15/12 kl. 11:00
Sun 24/11 kl. 11:00 aukas Lau 7/12 kl. 11:00 Sun 15/12 kl. 13:00
Sun 24/11 kl. 13:00 4.k Lau 7/12 kl. 13:00 Sun 15/12 kl. 14:30
Lau 30/11 kl. 11:00 aukas Lau 7/12 kl. 14:30 Lau 21/12 kl. 13:00
Lau 30/11 kl. 13:00 5.k Sun 8/12 kl. 13:00 Lau 21/12 kl. 14:30
Lau 30/11 kl. 14:30 Sun 8/12 kl. 14:30 Sun 22/12 kl. 13:00
Sun 1/12 kl. 11:00 aukas Lau 14/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 14:30
Sun 1/12 kl. 13:00 6.k Lau 14/12 kl. 14:30
Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap
Hús Bernhörðu Alba –★★★★★– HA, DV