Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2013 Egill Ólafson egol@mbl.is Kjördæmaþing framsóknarfélaganna í Reykjavík hefur samþykkt tillögu kjörstjórnar um skipan í efstu sjö sæti framboðslista fyrir borgar- stjórnarkosningarnar í vor. Óskar Bergsson leiðir listann. „Ég held að það séu mikil tækifæri fyrir Framsókn- arflokkinn í borg- inni. Mér hefur fundist að áhersl- urnar í borgar- stjórninni hafi verið meira fyrir suma, en ekki fyr- ir alla. Við ætlum því að fara fram í borginni undir kjör- orðinu Reykjavík fyrir alla,“ sagði Óskar í samtali við mbl.is. Óskar varð borgarfulltrúi árið 2007 og varð formaður borgarráðs þegar Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurinn mynduðu meirihluta árið 2008. Óskar tapaði í prófkjöri árið 2010 fyrir Einari Skúlasyni, en hann náði ekki kjöri í borgarstjórn í kosn- ingunum það ár. „Við viljum nálgast þessi skipu- lagsmál með öðrum hætti en aðrir sem horfa á málin eins og eini mögu- leikinn á þéttingu byggðar sé í Vatns- mýrinni. Við viljum skipuleggja borg- ina þannig að færa atvinnutækifærin meira austur í borgina þar sem meiri- hlutinn af fólkinu býr. Þannig viljum við stytta vegalengdina milli heimilis og vinnu. Við erum eindregnir stuðnings- menn þess að miðstöð innlandsflugs- ins verði áfram í Vatnsmýrinni,“ sagði Óskar. 2. sæti listans skipar Guðrún Bryn- dís Karlsdóttir, sjúkraliði og verk- fræðingur, í 3. sæti er Valgerður Sveinsdóttir lyfjafræðingur, í 4. sæti er Guðlaugur Gylfi Sverrisson vél- fræðingur, í 5. sæti er Hafsteinn Ágústsson kerfisstjóri, í 6. sæti er Hallveig Björk Höskuldsdóttir ör- yggisstjóri og Trausti Harðarson við- skiptafræðingur skipar 7. sæti. Mikil tæki- færi fyrir flokkinn Óskar Bergsson  Fleiri vinnustaði í austurborgina Póstsendum Í kjólinn fyrir jólin Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 www.lifstykkjabudin.is Bæjarlind 4, 201 Kópavogur S: 554 6800 Njarðarnesi 9, 603 Akureyri S: 466 3600 www.vidd.is Öðruvísi fl ísar GLÆSILEGAR HETTUDÚNÚLPUR M/ EKTA SKINNI Laugavegi 63 • S: 551 4422 Skoðið laxdal.is 25% AFMÆLISAFSL. AF ÝMSUM VÖRUM Opið: má-fö. 12:30-18 | Dalvegi 16a Rauðu múrsteinshúsunum | Kóp. 201 S. 517 7727 | nora.is | facebook.com/noraisland Jólakransar – 20%, nú frá kr. 4492.- Burleigh – 20% afsláttur Luktir, margar gerðir – 20% Vindhanar – 20%, nú kr. 9520.- Allar vörur 20% afsláttur Opið á laug. frá 12-16 ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is lau. 10-18, sun. 12-18, mán. - fös. 11-18:30 living withstyle Jól í ILVA CANDLE 30 STK. Í PK. 1.995 CHRISTMAS hreindýr, svart. H 20 cm 5.995,- CHRISTMAS jólastjarna LUDWIG silver. 60 cm 5.995,- CHRISTMAS kerti, ugla. Tveir litir. H 12 cm 995,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.