Morgunblaðið - 21.11.2013, Side 32

Morgunblaðið - 21.11.2013, Side 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Hugleiddu að afla þér þjálfunar eða menntunar sem eykur gagnsemi þína í ver- öldinni. Ekki efast um getu þína, hún er meiri en þú heldur. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú beygir og sveigir framhjá hindr- ununum eins og vínviður og hefur kraftinn sem þarf til þess að brjóta niður veggi. Burt með glundroðann, í hvaða mynd, sem hann kann að birtast. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú ert tilbúin/n til að taka stórt skref fram á við. Reyndu að draga úr spenn- unni á heimilinu með því að sýna sveigj- anleika. Við annað skaltu leita þér nauðsyn- legrar aðstoðar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Taktu það ekki of mikið inn á þig, þótt einhver vinur þinn hlaupi út undan sér. Ekki taka neitt sem sagt er persónulega og hugs- aðu áður en þú talar. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Að eðlisfari veistu nákvæmlega hver þú ert og vilt fara. Ræddu framtíðardrauma þína við aðra og vittu hvað þeir segja. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er ákaflega gefandi að aðstoða aðra þegar aðstæður eru til þess. Leitaðu uppi gleði því hún bætir og kætir. Allt er auð- veldara ef þú hugsar jákvætt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er eðlilegt að vera smá taugatrekkt/ ur í atvinnuviðtali. Taktu þér tíma til að sinna heilsurækt og íhugun. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Himintunglin hvetja til þess að hið óskilgreinda verði neglt niður. Hvort sem gengur vel eða illa viltu að það verði eft- irminnilegt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Nú er tíminn til þess að fara í gegnum fjármálin og setja sér fjárhags- áætlun fyrir næsta ár. Vertu samkvæm/ur sjálfum þér hvað sem á dynur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þetta er góður dagur til að skipu- leggja einhvers konar samvinnu. Taktu samt enga óþarfa áhættu. Hlustaðu á það sem sagt er við þig, það gæti komið þér að góðum notum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú finnur til samkenndar með öðr- um og vilt leggja þitt af mörkum. Gerðu þér glögga grein fyrir tilfinningum þínum áður en þú lætur til skarar skríða. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú lagðir hart að þér í gær og ættir því að leyfa þér að slaka svolítið á í dag. Hugsanlega þýðir kannski nánast alltaf nei. Mikil umræða spannst um lands-leikinn meðal hagyrðinga í gær. Þórarinn M. Baldursson skrif- aði á Boðnarmjöð: Hyggnir taka krók í kring um knattspyrnunnar forað. Aðrir gráta Íslending sem ekki getur skorað. Hreinn Guðvarðarson var stóísk- ur eftir tapið: Lukkan hverful, lánið valt en ljúft að standa saman. Þótt við gætum unnið allt væri ekkert meira gaman. Davíð Hjálmar Haraldsson kast- aði fram heilum brag um leikinn eft- ir að hafa lýst honum í bundnu máli á Leirnum, póstlista hagyrðinga. Íslenska þjóðin var heltekin fótboltafári og fullviss um sæti á HM í knattspyrnu að ári en fyrst þurftu Strákarnir okkar við Króata að keppa þótt klaufarnir úti í Zagreb því helst vildu sleppa. Og Strákarnir okkar við strangasta aga og prúðir í sturtubað fóru í Zagreb og litu í búðir, það gildir hjá öllum – jafnt formanni, fjármálastjóra og fótboltakappa – að ekki má drabba og þjóra. Þeir stunduðu jóga, með þjálfara fóru á fundi, fengu sér porra, við krossgátu hópurinn undi, og forsetinn borðaði með þeim og hönd þeirra hristi, þeim hitnaði öllum er Dorrit þá blíðlega kyssti. Og Strákarnir okkar, svo státnir og fríðir og rjóðir, standa í ójafnri keppni við milljónaþjóðir en heimurinn dáir þær hetjur er geta og þora. Svo hófu þeir leikinn og Króatar náðu að skora. Og Króata-liðið af krafti og ákafa sótti uns knattspyrnudómara nóg um þá einstefnu þótti og meistari tuðrunnar, Mandzukic, látinn var róa; hann miðaði á punginn – en sparkaði í lærið á Jóa. Nú voru þeir tíu en mikill var Króata kraftur og knattleiknin slík að þeir skoruðu fljótlega aftur sterkir sem tígrisdýr – strákarnir íslensku bráðin – staðan var vonlaus og úrslitin því miður ráðin. Draumur um HM varð martröð sem má þó af læra, mörgu er áfátt, því hnika má til eða færa. Hér eftir skyldi því úrslit við mannfjölda miða en mörk telji ekki í kappleikjum fótboltaliða. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af landsleik, Mandzukic og fótbolta Í klípu „ÉG VINN HÉRNA MEÐ LÆKNANÁMI. ÉG KEM EFTIR SMÁSTUND OG TEK BLÓÐÞRÝSTING HJÁ YKKUR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG SKAL GEFA ÞÉR SAMBAND VIÐ SALERNISSÉRFRÆÐING.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fá faðmlag og hrós á hverjum degi. UPPLÝSINGAR LÁTUM ÆFINGARNAR BYRJA! ÉG KEYPTI MÉR LYFTINGALÓÐ. HNNNNNG! ÉG LOFTA ÞEIM EKKI ÚR BÍLNUM! LÁTUM ÆFINGARNAR ENDA! ÞAKVIÐGERÐARMAÐURINN SAGÐIST KANNSKI ÆTLA AÐ KÍKJA VIÐ HJÁ OKKUR Í DAG ... Víkverji hefur átt það til að takaþátt í starfi Sjálfstæðisflokks- ins. Hann hefur mætt á einstaka fundi og jafnvel verið kjörinn að- alaukavaraendurskoðunarmaður reikninga eins félagsins, til- tölulega mikilvægt embætti ef svo færi að aukaaðalendurskoð- unarmennirnir segðu sig úr flokknum áður en til næsta aðal- fundar kæmi. Víkverji hefur því átt það til að sækja fundi á vegum flokksins ef áhuginn hefur kvikn- að, og ef ekkert annað áhugaverð- ara hefur átt sér stað sama kvöld. x x x Víkverji ákvað þó að sleppa ein-um fundi í Valhöll, sem settur var á þriðjudagskvöldið. Klukkan átta. Sem sagt í miðjum mikilvæg- asta leik karlalandsliðsins í knatt- spyrnu. Hætt er við því að meira að segja heitustu áhugamenn um stöðu Þjórsárvera hafi valið leik- inn framyfir þennan annars áhugaverða fund. Stundum hefur verið spurt út í jarðtengingu stjórnmálaflokka, og víst er að hún hefur oft verið meiri en þetta kvöld. x x x Daginn eftir leik mátti alveggreina vonbrigðin ennþá á samstarfsmönnum Víkverja. Sum- ir sögðust alltaf hafa vitað að svona færi. Víkverji reynir samt bara að hugsa til þess tíma þegar landsliðið tapaði 3-0 fyrir Liech- tenstein. Ekki eru liðin meira en sex ár síðan og þá hefðu menn hlegið að þeim sem hefði sagt að svo stuttur tími myndi líða áður en liðið væri hársbreiddinni frá því að komast á mesta stórmót sem íþróttaheimurinn hefur upp á að bjóða að frátöldum Ólympíu- leikum. x x x Þá er það einnig vert að getaþess að við Íslendingar getum nú stært okkur af því að vera óop- inberir Norðurlandameistarar í knattspyrnu. Það voru bara við og Svíar sem komust í umspilsleikina af frændþjóðunum, og þar af töp- uðu Svíar báðum sínum leikjum, en við náðum þó einu jafntefli. vík- verji@mbl.is Víkverji Treystu Drottni af öllu hjarta en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. (Orðskviðirnir 3:5)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.