Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2013 Fríkirkjan í Hafnarfirði og Hafn- arfjarðarkirkja standa saman að af- mælisgöngu nk. laugardag frá Garðakirkju að Fríkirkjunni. Til- efnið er 100 ára afmæli kirknanna. Lagt verður af stað kl. 13, staldrað við á nokkrum stöðum og endað í Fríkirkjunni með stuttri athöfn, auk þess sem boðið verður upp á kaffi í safnaðarheimilinu. Leið- sögumaður er Jónatan Garðarsson. 100 ára afmælis- ganga í Hafnarfirði Hafnarfjörður Tekið um 1920 frá Kirkju- vegi yfir bæinn. Fríkirkjan og Hafnarfjarð- arkirkja sjást í upprunalegri mynd. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Til greina kemur að seinka gildistöku frumvarps um orkuskipti í sam- göngum með eldsneyti af endurnýj- anlegum uppruna. Lögin eiga að taka gildi 1. janúar næstkomandi. Málið kom til umræðu á fundi atvinnuvega- nefndar í fyrradag og segir Jón Gunnarsson, for- maður nefndar- innar, að þar hafi komið fram ýmis ný sjónarmið sem taka þurfi tillit til. Það sé engu að síður markmiðið að afgreiða frum- varpið í þingið í næstu viku þannig að það geti orðið að lögum fyrir áramót. Er heimsóknum til nefndarinnar vegna þessa nú lokið. Við gildistökuna eiga 3,5% af eldsneyti í samgöngum að vera endurnýjanleg og á hlutfallið að hækka í 6% 1. janúar 2016. Tilefnið er tilskipun frá ESB frá 2009 en markmið hennar er að hlutfallið verði komið í 10% árið 2020. Mikil samstaða í nefndinni Jón segir einhug á þingi í málinu. „Við vorum með gestakomur út af frumvarpinu [í fyrradag] og fyrir helgi. Það var mikil samstaða um mál- ið í atvinnuveganefnd þegar það var afgreitt úr nefndinni sl. vetur. Það var mikill einhugur um að flýta gildistök- unni og þverpólitísk sátt um að frum- varpið myndi auka notkun innlendra eldsneytisgjafa. Í því efni var fyrst og fremst horft til framleiðslu fyrirtæk- isins Carbon Recycling International í Svartsengi á metanóli til innlendrar notkunar. Þá var horft til framleiðslu á lífdísil innanlands. Þarna er talið að sé kjörið tækifæri til að efla íslenskan iðnað, auk þess sem notkun innlends elds- neytis geti sparað gjaldeyri. Samkvæmt upphaflega frumvarp- inu sem kom inn í þingið sl. vor áttu lögin að taka gildi 1. janúar 2015 en eftir að nefndin hafði fjallað um málið var þverpólitísk samstaða um að flýta þeirri dagsetningu. Síðan hafa komið fram upplýsingar sem ekki lágu uppi á borðinu þá. Þar á ég við tæknilega örðugleika sem ekki komu fram á fundum nefndarinnar með hags- munaaðilum á sínum tíma. Við höfum farið yfir þau atriði með málsaðilum og erum að móta hvernig við skrifum frumvarpið. Það er ljóst að það þarf að mæta þeim á einhvern hátt til þess að auka svigrúmið fyrir málsaðila áð- ur en lögin taka gildi.“ – Hvaða nýju atriði eru þetta? „Það sem kom ekki fram við máls- meðferðina sl. vor varðar t.d. bæði metanól og etanól sem yrðu væntan- lega stærstu íblöndunarefnin.“ Kallar á sérstakar ráðstafanir „Þá á ég við hvernig efnin haga sér við bruna. Það þarf að gera sérstakar ráðstafanir á birgðastöðum og við flutning. Það þarf önnur slökkviefni til að slökkva eld í þessum efnum en í hefðbundnu eldsneyti. Loginn þegar metanól eða etanól brennur er ekki sýnilegur. Það þarf því sérstakar hita- myndavélar til að greina logann. Það eru svona tæknileg atriði sem koma inn í þetta. Það er til skoðunar hjá Mannvirkjastofnun hvernig er best að fara með geymsluna á þessu. Það þarf þannig að svara því hvernig eigi að standa að geymslu á íblönd- unarefnum, sérstaklega í Örfirisey. Hvernig á að bregðast við ef eldur kviknar í þessum efnum? Samkeppnislöggjöfin kemur hér einnig við sögu. Sökum þess hversu lítið magn er um að ræða af heildar- innflutningi eldsneytis er talið heppi- legast að olíufélögin sameinist um geymslu á nýju efnunum í einum tanki, þau séu ekki geymd í mörgum tönkum. Það er eitthvað sem sam- keppnisyfirvöld þurfa að heimila. Þetta eru því mál tæknilegs eðlis sem kalla á að frumvarpið sé endur- skoðað og að það þurfi jafnvel að fresta eitthvað gildistöku laganna.“ – Hversu lengi? „Við leggjum nú mat á hversu mik- inn tíma þarf til að leysa málin þannig að vel sé og allir geti uppfyllt þetta á réttum tíma.“ Óvissa um tímasetningar – Kveðið er á um 500.000 kr. dag- sektir til handa söluaðilum sem ekki uppfylla skilyrði um íblöndunarefni frá gildistöku laganna. Verður undan- þága veitt frá sektum til bráðabirgða samfara frestun laga? „Það er einn möguleikinn, að láta sektargreiðsluákvæðin verða virk síð- ar, eða hreinlega fresta gildistöku lag- anna um ákveðinn tíma, þannig að við sköpum svigrúm og aðlögun fyrir um- rædd fyrirtæki. Þótt nýjar upplýsing- ar hafi komið fram hefur viðhorf nefndarinnar hins vegar ekkert breyst. Hún er einhuga um gildistöku laganna.“ – Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins komu hagsmunaaðilar, þar með taldir starfsmenn Carbon Re- cycling International, að gerð upphaf- lega frumvarpsins. Telurðu það eðli- legt í ljósi beinna hagsmuna þeirra? „Ég held að það sé ekki hægt að vinna frumvörp um svona mál öðru- vísi en að leita í smiðju þeirra sem best þekkja til. Allir hagsmunaaðilar voru kallaðir að borðinu. Það eru að mínu viti mjög eðlileg vinnubrögð.“ Að sögn Jóns mun atvinnuvega- nefnd flytja frumvarpið en ekki Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Hefur hún lýst sig fylgjandi frumvarpinu. Morgunblaðið/Kristinn Við dæluna Verði frumvarpið að lögum verður hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis í samgöngum að vera minnst 3,5%. Gæti tafið áform um íblöndun eldsneytis  Nýjar upplýsingar kalla á breytingar frumvarpsins Fyrirtækið Lífdísill ehf. hyggst á næsta ári auka framleiðslu á lífdísil- olíu úr 100.000 lítrum á ári í 500.000 lítra ef samningar nást við SORPU um sláturúrgang sem nú er urðaður. Þá hefur fyrirtækið uppi áform um að auka framleiðsluna í 1,5 milljónir lítra árið 2015, ef allt geng- ur að óskum, og í 4 milljónir lítra 2016-2017. Sigurður Ingólfsson, hagfræð- ingur og stjórnarformaður Lífdísils ehf., staðfestir þetta og segir að við áætlanasmíðina sé horft til væntan- legrar gildistöku laga um hlut endur- nýjanlegs eldsneytis í samgöngum. Að hans sögn verður fitunni af slát- urúrganginum fleytt af með suðu en það sem eftir stendur myndi fara til gas- og jarðgerðar hjá Sorpu. Framleiðslan fer fram í verksmiðju fyrirtækisins á Lynghálsi í Reykjavík. Segir Sigurður að ekki þurfi að stækka hana til að anna vænt- anlegri eftirspurn þegar hlutur íblöndunarefna í eldsneyti verður bundinn í lög enda sé hún nú aðeins nýtt að hluta. Stofnun Lífdísils ehf. má rekja til styrks sem veittur var úr Tækniþróunarsjóði árið 2009 til verkefnisins Íslenskur lífdísill. Hrá- efnið í vinnsluna hefur hingað til verið sótt í Orkugerðina fyrir aust- an Selfoss sem er förgunarstöð fyr- ir sláturhúsin í Hraungerðishreppi. Sala afurðanna í dýrafóður varð erfiðari eftir að Creutzfeldt-Jakob- sjúkdómurinn kom upp en fituþátt- urinn hentar vel til eldsneytisfram- leiðslu, að sögn Sigurðar. Vinni lífdísil úr sláturúrgangi FYRIRTÆKIÐ LÍFDÍSILL HYGGST STÓRAUKA VINNSLUNA Sigurður Ingólfsson Jón Gunnarsson Þönglabakka 4, sími 571-2288, www.gauja.is MERINO + NÝTT OG SPENNANDI GARN FRÁ LANGYARNS SJÓN ER SÖGU RÍKARI VERIÐ VELKOMIN HÚMÖR Í HAFNARFIRÐI www.holabok.is/holar@holabok.is Ingvar Viktorsson les upp úr bók sinni, HÚMÖR Í HAFNARFIRÐI, í Eymundsson-búðinni þar í bæ kl. 17:00 í dag. Þarna verður mikið fjör, enda bókin bráð- skemmtileg og því mætir þú þangað að sjálfsögðu. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.