Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2013 Svalaskjól -sælureitur innan seilingar Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í 29 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is Frábært skjól gegn vindi og regni Yfir 40 litir í boði! Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími: 554 4300 • Fax: 564 1187 Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á Verkfæri og öryggisvörur Í Morgunblaðinu 12. nóvember sl. birt- ist grein með þessu nafni rituð af fáeinum starfsmönnum Land- búnaðarháskóla Ís- lands. Það var nið- urstaða starfsmann- anna að Landbúnað- arháskóli Íslands ætti sér ekki sjálfstæða framtíð og farsælast væri að leggja stofnunina niður og sameina Háskóla íslands. Rök þessara starfsmanna voru helst þau að með því myndi rannsókn- arstarfsemi á fræðasviðum skólans styrkjast og ómögulegt væri að viðhalda rannsóknarumfangi skól- ans við núverandi aðstæður. Við- horf þessara starfsmanna skólans til hlutverks hans og mikilvægi í fag- og fræðastarfi fyrir íslenskt samfélag virðast vera ákaflega þröng og í raun illskiljanleg, ekki síst í ljósi þess að skólinn hlaut mikla viðurkenningu í nýlegri út- tekt utankomandi aðila á faglegri stöðu hans. Landbúnaðarháskóli Íslands hefur margþættu hlutverki að gegna og miklu víðtækara en fram kemur í umræddri grein og meira en margir gera sér grein fyrir. Landbúnaðarháskóli Íslands býður upp á nám á tveimur skólastigum og er þar af leiðandi bæði fag- stofnun landbúnaðarins og fræða- stofnun. Í heimi þar sem vaxandi eftirspurn er eftir fæðu getum við Íslendingar orðið meiri og virkari þátttakendur í að miðla en hingað til og það ætti því að skapa skól- anum mikil tækifæri og möguleika til þess að eflast undir eigin merkjum. Þá hefur Landbúnaðar- háskólinn haslað sé völl á nýjum fræðavettvangi með námsframboði í grunnnámi landslagsarkitektúrs, skipulagsfræði, skógrækt og land- græðslu, sem þegar hafa skilað ís- lensku samfélagi öflugu fagfólki og aflað nýrrar þekkingar á þess- um fræðasviðum. Auk hlutverks skólans í framtíð- arþróun fræðasviða hans hefur hann mik- ilvægt hlutverk í samfélaginu þar sem hann starfar. Nið- urstöður rannsókna leiða í ljós að þessi áhrif háskóla á sam- félög geta verið mjög víðtæk. Háskólar hafa alltaf bein og óbein efnahagsleg áhrif með starfsemi sinni þar sem nemendur og starfsmenn leiða til ákveðinna margföldunaráhrifa sem neyt- endur og skattgreiðendur. Há- skólar geta virkað sem aðdrátt- arafl á staðsetningu opinberra stofnana og einkafyrirtækja. Dæmi um þetta er flutningur og stofnun rannsóknastofnana og fræðasetra í nágrenni við háskóla. Háskólar eru taldir styðja við fyr- irtæki í nágrenni þeirra og verka sem hvati á stofnun fyrirtækja. Þessi fyrirtæki eru gjarnan stofn- uð af nemendum um framleiðslu eða þjónustu á grundvelli rann- sóknarniðurstaðna. Þessi áhrif Landbúnaðarháskólans á nær- samfélagið hér eru þegar mjög greinileg og þýðingarmikil. Sameining Landbúnaðarháskól- ans og Háskóla Íslands felur ekki í sér fjárhaglega hagræðingu en það myndi sú aðgerð gera að flytja alla starfsemina af höf- uðborgarsvæðinu að Hvanneyri og fullnýta þær miklu byggingar staðarins, og fá þeim viðeigandi hlutverk í framtíðarstarfi skólans. Það má vel vera að þeir starfs- menn Landbúnaðarháskólans sem skrifa umrædda grein telji sínum frama betur borgið innan Háskóla Íslands en að vera áfram í fram- varðasveit fræðimanna sjálfstæðs Landbúnaðarháskóla til eflingar íslensks landbúnaðar og matvæla- framleiðslu. Það er hinsvegar sjónarmið sem er í algjörri and- stöðu við atvinnuveginn, þingmenn kjördæmisins, forsvarsmenn sveit- arfélagsins, margra starfsmanna skólans og fjölmargra velunnara skólans. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessa máls og þá einkanlega að fylgjast með stefnu mennta og menningar- málaráðherra. Mun hann fylgja eftir sjónarmiðum fámenns hóps starfsmanna skólans eða treysta þeim sjónarmiðum sem komið hafa fram hjá yfirgnæfandi meirihluta þess hóps sem tekið hefur upp baráttu fyrir því að skólinn haldi áfram sem sjálfstæð mennta- og rannsóknarstofnun? Í þeim hópi er sveitarfélagið Borgarbyggð og samtök íslenskra bænda sem hafa lýst áhuga sínum á að koma með virkum hætti að því að tryggja skólanum starfsgrundvöll og til að efla íslenskan landbúnað og gegna lykilhlutverki í auðlindanýtingu og umhverfisvísindum framtíð- arinnar. Framtíð Landbúnaðar- háskóla Íslands Eftir Magnús B. Jónsson » Landbúnaðarháskóli Íslands býður upp á nám á tveimur skóla- stigum og er þar af leið- andi bæði fagstofnun landbúnaðarins og fræðastofnun. Magnús B. Jónsson Höfundur er fyrrverandi rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Bréf til blaðsins Ég get ekki annað en lýst furðu minni á skrifum Þorsteins Páls- sonar í helgarblaði Fréttablaðsins í byrjun mánaðar. Þar vogar hann sér að para Framsóknarflokkinn við verstu öfgaflokka Vesturlanda, flokka sem hafa kynt undir kyn- þáttaofsóknum og hægri öfga- hyggju áratugum saman. Hingað til hef ég talið Þorstein vera víðsýnan evrópusinnaðan þrautreyndan stjórnmálamann sem hefur fjallað öfgalaust um málefni og menn án þess að grípa til rökleysustaðhæf- inga. Þjóðernispopulisma kallar Þorsteinn loforð Framsóknar til að koma til móts við fólkið í landinu, sem tókst á við afleiðingar efna- hagshremminganna og barðist og berst enn við skuldafjallið sem stækkar og stækkar. Þessi loforð voru innrömmuð í núverandi stjórn- arsáttmála og eru forsenda stjórn- arsamstarfsins. Að dómi nafna míns er Sjálfstæðisflokkurinn í stjórn- arsamstarfi við flokk sem jaðrar við fasisma! Ef einasta von Íslendinga er sú að ganga í ESB til að aflétta gjaldeyrishöftunum verður stjórnin að hafa kjark og þor að spyrja þjóð- ina ráða, og vit til að fara að vilja hennar. Það gengur ekki endalaust að veifa evrugulrótinni framan í fólk án þess að vita um afdrif sjávar- útvegsins. Þeir þorðu ekki í tíð vinstri stjórnar að viðurkenna að það væri ekki um neitt að semja, aðeins var um að- lögun að ræða. Aðlögun að rán- yrkjustefnu ESB. Það sjáum við best á við- brögðum ESB við kröfum Ís- lendinga í makríldeilunni. Ég tel að einasti möguleiki núverandi rík- isstjórnar sé að skapa þjóðarsátt í landinu um leiðréttingu skulda heimilanna og hóflegar launahækk- anir, þannig að verðbólgu sé haldið niðri. Þá má skapa traust á krón- unni sem við þurfum að notast við í nánustu framtíð. ESB-aðild á ekki hljómgrunn hjá meirihluta þjóð- arinnar eins og nú er á málum hald- ið í Brussel. Tryggja verður að at- vinna verði næg og fyrirtækin og mannauðurinn flýi ekki landið vegna ofsköttunar, sjái hag sínum betur borgið heima. Þá er von að hægt sé að halda velferðarkerfi landsins í lagi og búa betur að sjúku fólki og öldruðu. Skrif Þorsteins Pálssonar eru til þess fallin að sundra ríkisstjórninni og gera henni ókleift að ná þessum markmiðum. ÞORSTEINN RAGNARSSON, eldri borgari og lífeyrisþegi. Frá furðulegum Kögunarhóli Frá Þorsteini Ragnarssyni Þorsteinn Ragnarsson Aukablað alla þriðjudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.