Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2013 Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. Gildir sunnudaga til fimmtudaga. Munið að framvísa Moggaklúbbskortinu. Borðapantanir í síma 445 9500 2 FYRIR 1 AF MATSEÐLI Á VEITINGASTAÐNUM MADONNA TIL 1. DES. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA Ákafi Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra í að láta undan hót- unum ESB í makríl- deilunni hlýtur að vekja ugg meðal ESB-andstæðinga. Píslarganga hans í síðustu viku til Bruss- el minnir orðið á hlið- stæðar ferðir þáver- andi sjávarútvegsráðherra sumarið 2012, þegar allt kapp var lagt á að ná „samningum“ við ESB um mak- ríl. En það var ein forsenda þess að hægt væri að ljúka aðlögunarsamn- ingum við ESB. Að kyssa á vöndinn Ég minnist umræðunnar frá því fyrir rúmu ári þegar stjórnvöld voru að bogna fyrir hótunum ESB í makrílnum. Þá höfðu framsókn- armenn á þingi stór orð um svik og undirlægjuhátt ríkisstjórnar Jó- hönnu og Steingríms gangvart ESB. Ég sem ráðherra taldi lág- marks hlutdeild okkar vera milli 16 og 17% af heildarveiði úr makríl- stofninum. Tók ég þar mið af magni og útbreiðslu makríls í ís- lenskri lögsögu. Að „þiggja“ nú frá ESB um 11,9% hlutdeild í makríl er um 30% lækkun frá því sem nú er. „Já við getum sagt að ekki sé lengur gjá milli ESB og Íslands“ segir ráðherra í viðtali við Mbl. sl. laugardag. ESB hefur þó ekki dregið til baka samþykktir sínar og hótanir um víðtækar viðskipta- og refsiaðgerðir gegn Íslendingum. Þeim vendi er áfram veifað. Það býður enginn öðrum Staðreyndin er sú að öll strand- ríkin, sem hlut eiga að máli, eru jafn rétthá og bera sömu skyldur. Öllum ber að ná samningum en það gerist ekki á þann hátt að einn bjóði öðrum. Samt talar ráðherrann um gott tilboð ESB: „Ég met það svo að annarsvegar þurfi Evrópusambandið að ná sam- komulagi við Noreg og hinsvegar þurfi Evrópusambandið og Nor- egur að ná samkomulagi við Fær- eyjar.“ Það er alveg ótrúlegur und- irlægjuháttur í þessum orðum. Þarna er gengist undir það að ESB deili og drottni eins og lögregluvald og aðrir beygi sig undir það. Með sama hætti gætu Íslendingar sagt við bjóðum ESB 20%. Evrópusambandið hefur þegar sett viðskipta- og löndunarbann á Færeyinga vegna veiða þeirra á síld í eigin lögsögu. Lögregluríkið ESB vill deila og drottna yfir fisk- veiðum á Norðurhöfum og sjáv- arútvegsráðherra Íslands virðist í auðmýkt taka við því sem að hon- um er rétt. Framseljanlegur kvóti á makríl er rán Ákafi sjávarútvegsráðherra í að kvótasetja makríl er hluti af sama meiði. Ekki er hægt að kvótasetja deilistofn, fisktegund sem flakkar um úthöfin og gengur milli lögsögu ríkja án þess að um hann hafi verið samið. Þetta veit ráðherrann og því er lagt ofurkapp á að ganga að til- boðum ESB eins og það eigi að stjórna ferð. Makríllin er í afar örri útbreiðslu og eng- inn veit í raun hversu stór stofninn er, en er þó miklu stærri en áð- ur var talið. Hitastig sjávar breytist ört og vistkerfið einnig. Það liggur því ekkert á. Veiðinni er nú stýrt á allar gerðir báta Um leið og ég gaf út reglugerð um að allur makríll yrði veiddur til manneldis lagði ég áherslu á að flotinn, frá smábátum, færabátum, ísfisktogurum og frystitogurum til stærri vinnsluskipa fengju hlutdeild í veiðunum. En nánast allur mak- ríllinn hefur verið veiddur í ís- lenskri lögsögu. Síðustu árin hefur hann gengið á grunnslóð hringinn í kringum landið. Í yfirlýsingu sem ég gaf í upphafi við ákvörðun veiði- heimilda á skip og útgerðir var kveðið skýrt á um að sú úthlutun skapaði ekki sérstakan rétt til framtíðaraflaheimilda. Í því frum- varpi sem ég lagði fram um fisk- veiðistjórn var kveðið á um sér- stakar reglur við skiptingu veiðiheimilda úr nýjum veiðistofn- um eins og makríl. Heimild til sér- stakrar gjaldtöku fyrir veiðileyfi í makríl var og er því miður ekki til staðar. Áform sjávarútvegsráðherra nú um framseljanlegan kvóta á makríl ganga þvert á þá stefnu sem ég markaði í upphafi við stjórnun makrílveiðanna, sem hefur reynst farsæl og eftirmaður minn fylgdi. Veiðar og vinnsla í örri þróun Makrílveiðarnar og meðhöndlun aflans hefur verið að þróast mjög ört á síðstu 2-3 árum. Fyrst fór afl- inn nánast allur til bræðslu, en fer nú til manneldis. Sérstök kælitækni og vinnsla er að þróast með hertum kröfum og til að hámarka verðmæti aflans. Makrílveiðarnar hafa skapað mikið líf og fjölbreytni í sjáv- arbyggðum vítt og breitt um land. Vinnsluhús sem áður stóðu tóm yfir sumartímann hafa fengið líf á ný. Fjöldi skólafólks hefur fengið sum- aratvinnu í heimabæjum við vinnslu makríls. Framseljanlegur kvóti á mak- ríl – afturhvarf til fortíðar Með framseljanlegum kvóta á makríl er verið að bremsa af þessa jákvæðu þróun undanfarin ár. Framseljanlegur kvóti á makríl mun fyrst og fremst gefa örfáum fjársterkum útgerðum tækifæri til að sópa til sín veðiheimildunum á örfá verksmiðjuskip. Ég þekki hinsvegar vel þann þrýsting sem sjávarútvegsráðherra er þar að bogna fyrir núna. Ég skora á Sig- urð Inga Jóhannsson sjávarútvegs- ráðherra að standa með þjóðinni, standa með sjávarbyggðunum, standa með einyrkjaútgerðinni, standa með fjölþættum veiðum og vinnslu á makríl. Að bogna fyrir hótunum ESB og síðan setja mak- rílinn í framseljanlegan kvóta er eins og stórt rán gagnvart þjóðinni og sjávarbyggðum vítt og breitt um landið. Makríllinn og píslargangan Eftir Jón Bjarnason Jón Bjarnason » Lögregluríkið ESB vill deila og drottna yfir fiskveiðum á Norð- urhöfum og sjávarút- vegsráðherra Íslands virðist í auðmýkt taka við því sem að honum er rétt. Höfundur er fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Það sem af er skóla- ári hafa margir for- eldrar hringt í ráð- gjafasíma Heimilis og skóla og fengið leið- sögn og hollráð er varða uppeldis- og skólamál. Meðal al- gengra fyrirspurna til okkar eru tilkynningar um einelti, sam- skiptaörðugleikar við kennara og skólastjórnendur og vangaveltur um netöryggi, aðbúnað og lögboðin rétt- indi nemenda svo dæmi séu tekin. Þeir foreldrar sem hringja eru oft og tíðum búnir að vinna lengi í málum barna sinna án úrlausnar. Búið er að leita til kennara, skólastjórnenda eða annarra sem málið varðar og engin lausn í sjónmáli. Hvað er til ráða? Ráðgjafar samtakanna hlýða á það sem gerst hefur og gefa ráðlegg- ingar um næstu skref með velferð barnsins að leiðarljósi. Lögð er áhersla á að leysa málið sem næst rótum þess, í nánasta umhverfi barnsins, áður en því er vísað til að- ila á borð við fræðsluyfirvöld við- komandi sveitarfélags eða fagráð eineltismála í grunnskólum. Mik- ilvægi þess að allir þeir sem koma að uppeldi barna séu vel upplýstir um ýmsar hættur sem að þeim steðja og eigi í góðum samskiptum sín á milli kemur sífellt betur í ljós. Sé kergja til staðar í samskiptum foreldra og skólafólks eða ef viðhorf til alvar- legra mála á borð við einelti ein- kennast af vanþekkingu getur það hamlað því að þeim sé komið í réttan farveg og þá stofnað velferð barna og ungmenna í hættu. Verkfærakista foreldra Tekið var mið af þeim málum sem foreldrar bera upp í ráðgjafar- símtölum við skipulagningu For- eldradags Heimilis og skóla en hann verður haldinn í þriðja sinn í Hjálmakletti – Menntaskóla Borg- arfjarðar í Borgarnesi föstudaginn 22. nóvember nk. Okkar von er sú að sem flestir foreldrar muni geta nýtt sér þá fræðslu sem þar verður í boði. Þrátt fyrir að skólar og aðrar upp- eldisstofnanir beri vissulega mikla ábyrgð og hafi skyldur gagnvart börnum þá bera foreldrar höfuð- ábyrgð á börnum sínum. Þá er rétt að benda á að þeim fylgir 18 ára ábyrgð og gríðarlega mikilvægt er að slaka ekki á taumnum þegar börnin fara í framhaldsskóla. Þvert á móti er full ástæða til að vera vel á verði þegar að þeim tímamótum kemur. En foreldrar fá ekki full- komna foreldrahæfni í sængurgjöf með barninu. Ef foreldrar ætla að vernda börn sín fyrir hættum og slæmum áhrifum og sinna uppeldinu af kostgæfni er nauðsynlegt að vera vel upplýstur og nýta sér þau tæki og tól sem bjóðast. Tölum saman og hlustum á börnin okkar. Er barnið þitt í vanda? Hvert geta foreldrar leitað? Eftir Sólveigu Karlsdóttur og Björn Rúnar Eg- ilsson »Ráðgjafar samtak- anna hlýða á það sem gerst hefur og gefa ráðleggingar um næstu skref með velferð barns- ins að leiðarljósi. Sólveig Karlsdóttir Höfundar eru verkefnastjórar hjá Heimili og skóla og SAFT. Björn Rúnar Egilsson - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.