Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2013 nazar.is · 519 2777 LÚXUSFRÍ FYRIR ALLA! ÍSLENSKIR BARNAKLÚBBAR Á 0 KR. Swim a’hoy! Hér lærir barnið að synda í sumarfríinu Dance Stars Núna geta bæði þú og börnin lært að dansa í fríinu! Sjóræningja- klúbbur Barnaklúbbur með sjóræningjaskemmtun Chillout Klúbbur Griðarstaður Ungling- anna með allskonar afþreyingu 20.000kr. afsláttur á mann, ef þú bókar fyrir 30 nóv. 2013* FJÖLSKYLDUPARADÍS Eitt okkar vinsælasta hótel með 10.000 m2 sundlaug Á Pegasos World er ein stærsta sundlaug Miðjarðarhafsins og einnig glæsilegur sundlaugargarður með frábærum vatnsrennibrautum. Stutt er á ströndina, en íslenskir barnaklúbbar og íslensk fararstjórn er á hótelinu. Ís er í boði allan daginn og úrvalið í „allt innifalið“ er ótrúlegt. Allt innifalið frá 155.000,- Börn undir 16 ára aldri frá 79.000,-  BEINT FLUG FRÁ KEFLAVÍK TIL TYRKLANDS * Afslátturinn gildir ekki á ódýru barnaverðin okkar Gylfi Magnússon skrifaði nýlega mjög góða grein í Þjóð- arspegilinn um sögu- lega ávöxtun lífeyr- issjóðanna. Landssam- tök lífeyrissjóða (LL) höfðu eins og þekkt er látið gera skýrslu um áhrif bankahrunsins á lífeyrissjóðina. Í grein Gylfa kemur fram að aðferðafræðin sem notuð var, í skýrslu þeirri sem LL lét gera, hafi verið gölluð þegar kom að því að meta tjón sjóðanna. Gylfi segir: „Til að reikna út tjón vegna mistaka í eignastýringu þarf ef vel á að vera að finna raunhæfan betri kost og bera áætlaðan árangur af þeirri leið saman við árangur af þeirri leið sem farin var í raun.“ Eins og fram kem- ur í grein Gylfa voru aðrar leiðir betri en þær sem lífeyrissjóðirnir fóru þegar kom að ávöxtun lífeyr- issjóðanna. Er málum einnig háttað þannig í dag að til séu betri leiðir til að ávaxta lífeyrisfé landsmanna en gert er? Þarf jafnvel að stokka upp kerfið og koma með nýja hugsun inn í það? Framtíðinni getum við breytt Hjá lífeyrissjóðunum liggur fé sem mun renna til ríkisins í formi skatts þegar sjóðsfélagar fá greiðslu úr lífeyrissjóðunum miðað við núver- andi lög. Heildareignir lífeyrissjóð- anna eru 2.583 milljarðar króna (2.583.000.000.000). Ekki er ljóst hvað af þessu mun renna til ríkisins í formi skatts. Ef þetta er skoðað út frá þekktum tölum má þó nálgast hverjar þessar skatt- greiðslur yrðu. Með- allaun árið 2012 voru kr. 402.000 á mánuði. Samkvæmt lögum um lífeyrissjóði er reiknað með að lífeyrisréttindi verði 56% af launum. Meðallífeyrisréttindi verða miðað við þá for- sendu eru kr. 225.120 á mánuði (56% af 402.000). Miðað við nú- verandi tekjuskatt, væri skattur af þessari fjárhæð 16% ef tekið er tillit til per- sónuafsláttar. 16% af kr. 2.583.000.000.000 eru kr. 407.664.499.254. Ef lögum væri breytt á þann veg að þetta væri greitt í skatt nú þegar og þessi fjár- hæð væri notuð til að lækka skuldir ríkisins þá myndi það þýða mikla ávöxtun fyrir sjóðsfélaga lífeyr- issjóðanna sem þegna ríkisins. Betri ávöxtun tel ég ekki mögulega. Sam- kvæmt fréttum tók fyrri ríkisstjórn lán með 6,6% vöxtum. Ef slíkt lán væri niðurgreitt að fjárhæð kr. 407.664.499.254 þá sparast um tutt- ugu og sjö milljarðar króna í vaxta- greiðslur á ári. Ef þessari fjárhæð er dreift á hvern Íslending þá gerir það um áttatíu og fjögur þúsund krónur á mann á ári eða 320.000 krónur á fjögurra manna fjölskyldu. Sjá nán- ar í töflu. Þjóðin er í höftum og þá þarf að grípa til annarra úrræða en ef þjóðin byggi við eðlileg skilyrði. Það þarf nýja hugsun. Ef til er enn betri leið til að ávaxta þessa peninga fyrir hönd sjóðsfélaganna en fram- angreind leið, þá er um að gera fyrir lífeyrissjóðina eða einhverja aðra að benda á hana. Augljóst er að svona kerfisbreyting myndi þýða einhverja vinnu varðandi útfærslu en eins og öll önnur kerfi, gerð af mönnum þá er hægt að breyta lífeyrisskerfinu. Það er hægt að breyta því sjóðs- félögum til hagsbóta. Nýr Landspítali Að öllum líkindum er besta ávöxt- un sem tæk er fyrir þegna þessa lands og sjóðsfélaga lífeyrissjóð- anna, fjárfesting sem ekki er ein- ungis mæld í vöxtum heldur einnig fjárfesting sem mæld er í góðu heil- brigðiskerfi. Til að viðhalda góðu heilbrigðiskerfi þarf að hafa gott starfsfólk. Læknar og annað heil- brigðisstarfsfólk, sérhæft á sínu sviði hefur sagt upp störfum hjá Landspítalanum meðal annars vegna vinnuaðstöðu. Nú síðast sagði upp störfum forstjóri spítalans. Ég þekki fyrrverandi forstjóra spítalans ekkert en það þarf ekki sérstakan gáfumann til að sjá að þar fór besti forstjóri sem hefur verið á Landspít- alanum fram að þessu. Vonandi kom jafn góður maður í hans stað. Læknar lýsa hve álag hefur aukist vegna þess að starfsfólk hefur sagt upp og nýtt starfsfólk fæst ekki í staðinn. Tæki hafa bilað þannig að krabbameinssjúklingar eru sendir heim án meðferðar. Miðað við kostnaðaráætlun nýs Landspítala er kostnaður við fyrsta áfanga um fjörutíu og fimm millj- arðar króna. Áætla má að hönnunar- og framkvæmdatími sé í kringum fjögur ár. Stærstur hluti af fram- kvæmdakostnaði kemur til á síðasta ári. Uppsafnaður vaxtasparnaður á fjórum árum er um eitt hundrað milljarðar króna. Er spurning hvað ber að gera? Ekki má gleyma því að samkvæmt stjórnendum spítalans sparast töluvert þar sem viðhalds- kostnaður verður töluvert minni. Ávöxtun lífeyrissjóðanna Eftir Berg Hauksson »Eins og fram kemur í grein Gylfa voru aðrar leiðir betri en þær sem lífeyrissjóðirnir fóru þegar kom að ávöxtun lífeyrissjóð- anna. Bergur Hauksson Höfundur er lög- og viðskiptafræðingur. Sparnaður á ári Eignir lífeyrissjóða 2.583.000.000.000 kr. Skattgreiðslur 16% 407.664.499.254 kr. Lækkun á lánum ríkissjóðs 407.664.499.254 kr. Lækkun á vaxtagreiðslum ríkissjóðs 26.905.856.951 kr. Sparnaður á ári 26.905.856.951 kr. Sparnaður á hvern Íslending 84.081 Sparnaður á fjögurra manna fjölskyldu 320.000 PWC varði titilinn Sveitin PWC sigraði í Íslands- mótinu í parasveitakeppni sem spiluð var um helgina. Í sigursveit- inni, sem sigraði einnig í fyrra, spiluðu Anna Ívarsdóttir, Þorlákur Jónsson, Matthías Þorvaldsson og Ljósbrá Baldursdóttir. PWC hlaut 135,96 stig. Veika sveitin varð í öðru sæti með 131,72, sveit Þriggja frakka í því þriðja með skorina 126,90 og sveit Sigurjóns Björnssonar í fjórða sæti með 122,89 stig. Tólf sveitir tóku þátt í mótinu. Sveitakeppni í Gullsmára í desember Spilað var á 16 borðum í Gull- smára mánudaginn 18. nóvember. Úrslit í N/S: Samúel Guðmss. – Kjartan Sigurjónss. 336 Jón Stefánsson – Viðar Valdimarsson 325 Örn Einarsson – Jens Karlsson 311 Leifur Kr. Jóhanness. – Ari Þórðarson 302 Jón Bjarnar – Katarínus Jónsson 287 A/V Gunnar Alexanderss. – Elís Helgason 349 Sigurður Njálsson – Pétur Jónsson 333 Jón Jóhannsson – Sveinn Sveinsson 316 Haukur Guðmundss. – Stefán Ólafsson 306 Birgir Ísleifsson – Jóhann Ólafsson 292 Og minnt er á að sveitakeppni félagsins hefst 2. desember. Skrán- ing hafin. Íslandsmót eldri spilara Íslandsmót eldri spilara verður haldið laugardaginn 23. nóv. nk. og hefst kl. 11. Íslandsmeistarar fyrra árs eru Guðbrandur Sigurbergsson og Friðþjófur Einarsson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.