Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2013 Gamall slökkvibíll á Siglufirði, Mercedes Benz Unimog, árgerð 1965, mun fara til annars slökkvi- liðs. Þrjú tilboð bárust í bílinn þegar sveitarfélagið Fjallabyggð aug- lýsti hann til sölu í sumar. Fallið var frá einu tilboðinu og hinum var hafnað. Bæjarráð hafði áskilið sér rétt til að hafna öllum til- boðum. „Þetta er ókeyrður bíll, það er búið að keyra hann eitthvað 7.500 kílómetra og hann lítur feikilega vel út. Hann er vissulega orðinn gamall en er með góða dælu og þokkalegan vatnstank. Við von- umst til að hann nýtist áfram ein- hverjum,“ sagði Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Fjalla- byggðar. Hann vildi ekki upplýsa um hvaða slökkvilið falaðist eftir bílnum fyrr en búið væri að ganga frá málinu. „Við fengum kauptilboð sem var þokkalega gott en svo var fall- ið frá því,“ sagði Sigurður. Næsta tilboð var næstum því helmingi lægra. „En þetta er ekki spurning um peninga. Við höfum fengið slökkvibíla frá öðrum slökkvilið- um. Slökkvibílar hafa farið á milli slökkviliða í landinu, til dæmis þegar einhver sýnir áhuga á að fá eldri bíl til að brúa eitthvert bil. Þá hefur það þótt lykilatriði að menn reyni að aðstoða hverjir aðra. Um það snýst þetta mál, en ekki um peninga.“ gudni@mbl.is Unimoginn verður áfram slökkvibíll  Kauptilboðum í bílinn var hafnað Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Babú-babú Unimog slökkvibíllinn er árgerð 1965 en mjög lítið ekinn. Samningum um aðild Króatíu að samningum um Evrópska efna- hagssvæðið lauk í gær með áritun samningamanna um meginniður- stöður samningaviðræðna. Samningurinn felur m.a. í sér að EES-ríkin ríkin þrjú; Ísland, Noregur og Liechtenstein, fá að- gang að markaði í Króatíu með sama hætti og að markaði aðild- arríkja ESB. Ísland mun einnig fá aukna tollfrjálsa innflutnings- kvóta inn á markað ESB, þ.e. fyr- ir fersk karfaflök (100 tonn) og humar (60 tonn). Ríkin þrjú munu munu greiða alls fimm milljónir evra í uppbyggingarsjóð og mun féð renna til Króatíu. Hlutur Ís- lands er áætlaður 161.000 evrur, 26,3 milljónir króna. Að auki greiðir Noregur 4,6 milljónir evra til Króatíu. Í tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu kemur fram að samið hafi verið um að sömu takmarkanir gildi um frjálsa för vinnuafls og gilda í aðildarsamningi Króatíu að ESB. Íslandi sé því heimilt að takamarka aðgang Króata að ís- lenskum vinnumarkaði allt til árs- ins 2020. Ísland mun beita tak- mörkunum til 30. júní 2015, hið minnsta. Geta tak- markað að- gang til 2020 Aðild Króatíska fánanum og fána ESB flaggað í Zagbreb.  Samið um aðild Króatíu að EES Ljósmynd/Elvis Barukcic/ESB 1 AF HVERJUM 5 HEFURSAFNAÐFYRIR HÚSGÖGNUM Samkvæmt sparnaðarkönnun Capacent og Arion banka H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 3 -2 3 1 6 Fjárfestingarsjóður sem fjárfestir að mestu í innlánum og nýtur betri vaxtakjara í krafti stærðar sinnar. Sjóðurinn hefur jafnframt heimild til að fjárfesta í víxlum, skuldabréfum og öðrum fjármálagerningum með ábyrgð íslenska ríkisins. Hentar vel í skammtímasparnað, laus með dags fyrirvara. Hægt að spara í sjóðnum frá 5.000 kr. á mánuði. STEFNIR – LAUSAFJÁRSJÓÐUR VERÐÞRÓUN ÁRLEG NAFNÁVÖXTUN 100 2 7 .0 4 .2 0 1 2 2 7 .0 5 .2 0 1 2 2 7 .0 6 .2 0 1 2 2 7 .0 7 .2 0 1 2 2 7 .0 8 .2 0 1 2 2 7 .0 9 .2 0 1 2 2 7 .1 0 .2 0 1 2 2 7 .1 1 .2 0 1 2 2 7 .1 2 .2 0 1 2 2 7 .0 1 .2 0 1 3 2 7 .0 2 .2 0 1 3 2 7 .0 3 .2 0 1 3 2 7 .0 5 .2 0 1 3 2 7 .0 6 .2 0 1 3 2 7 .0 7 .2 0 1 3 2 7 .0 8 .2 0 1 3 2 7 .0 9 .2 0 1 3 2 7 .1 0 .2 0 1 3 2 7 .0 4 .2 0 1 3 101 102 103 104 105 106 107 108 STEFNIR - LAUSAFJÁRSJÓÐUR 0% 2% 4% 6% 5,6% 5,4 % ÞÚ GETUR KEYPT Í SJÓÐNUM: Í síma 444 7000 Í netbanka Arion banka Í næsta útibúi Arion banka Stefnir hf. er sjálfstætt starfandi fjár- málafyrirtæki sem rekur innlenda og alþjóðlega verðbréfasjóði, fjárfestingar- sjóði og fagfjárfestasjóði fyrir einstak- linga og fagfjárfesta. Verðbréfaþjón- usta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis. Ávöxtunartölur eru fengnar hjá Stefni hf. Árangur í fortíð er ekki örugg vísbending eða trygging fyrir árangri í framtíð. Vakin er athygli á að fjárfesting í hlut- deildarskírteinum sjóða er áhættusöm og getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á.m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildar- skírteinum hans og fjárfestingarstefnu má finna í útboðslýsingu, og í útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins sem nálgast má á arionbanki.is/sjodir.31 .1 0 .2 0 1 2 3 1 .1 0 .2 0 1 3 F rá st o fn u n sj ó ð s 2 7 .0 4 .2 0 1 2 3 1 .1 0 .2 0 1 3 Varðberg, samtök um vestræna sam- vinnu og alþjóða- mál, boðar til op- ins fundar í hádeginu í dag, fimmtudaginn 21. nóvember. Á fundinum mun Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkis- ráðherra flytja ræðu og fjalla um breyttar forsendur í öryggismálum. Hún mun fjalla um hvernig skilgreina beri öryggi í víðum skilningi, áhersl- una á borgaralegt og samfélagslegt öryggi, samhliða þeim áskorunum sem blasa við, t.d. vegna nýrrar tækni. Fundurinn er haldinn í fyrirlestr- arsal Þjóðminjasafns Íslands við Suð- urgötu og stendur frá kl. 12 til 13. Öryggi almennings – nýjar áskoranir Hanna Birna Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.