Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 325. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Fær ekki vinnu og missir bótarétt 2. „Blóðslettur um allan bíl“ 3. Stefán Karl gerir allt vitlaust í ... 4. Fögnuðu sigri með fasistakveðju »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Þrír ungir kvikmyndagerðarmenn, Akureyringarnir Þorsteinn Krist- jánsson, Úlfur Logason og Kristján Blær Sigurðsson, unnu til verðlauna í flokki 14-16 ára á kvikmyndahátíðinni Laterna Magica sem fór fram í Vest- erålen í Noregi 18. nóvember sl. Verð- launin hlutu þeir fyrir grínheimilda- myndina Þórgný sem fjallar um 16 ára dreng sem telur sig vera fyrsta íslenska mafíósann, að því er segir í tilkynningu. Laterna Magica er svæð- isbundin kvikmyndahátíð fyrir börn og unglinga í Vesterålen sem fer fram í lok nóvember á hverju ári. Hlutu verðlaun á Laterna Magica  Útgáfuhóf vegna fyrstu skáldsögu Óskars Magnússonar, Látið síga piltar, verður haldið í dag í kl. 17 í versl- un Eymundsson í Austurstræti. Tvö smásagnasöfn hafa áður verið gefin út eftir Óskar, Borðaði ég kvöldmat í gær? og Ég sé ekkert svona gleraugnalaus. Útkomu skáldsögu Óskars fagnað  Hið íslenska glæpafélag heldur í kvöld sitt árlega glæpakvöld á Bast Reykjavík, Hverfisgötu 20. Lesið verður upp úr nýjum íslenskum glæpaverkum og nokkrir erlendir gestir alþjóðlegu glæpahátíðarinnar Iceland Noir láta ljós sitt skína. Kvöldið hefst með glæpsamlegum djassleik kl. 19.30. Stefán Máni er meðal þeirra höf- unda sem hefur verið boðið að lesa upp. Glæpakvöld í kvöld Á föstudag Vestlæg átt, 3-10 m/s og stöku él, en yfirleitt létt- skýjað austanlands. Frost 0-10 stig, kaldast í innsveitum fyrir norð- an og austan, en frostlaust við suðurströndina. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan og vestan 10-20 m/s hvassast norðantil, væta víða á landinu, síst suðaustanlands. Sums staðar hvassari vinsdstrengir við fjöll um landið norðanvert. Hiti 1-8 stig. VEÐUR „Mér hefur alltaf þótt vænt um Eið Smára, hef þekkt hann frá blautu barnsbeini, spilaði með pabba hans og var svo með honum hjá Bolton. Maður hefur miklar taugar til hans þannig að maður fann virkilega til með honum einmitt á þessum tímapunkti í gær og táraðist með honum. Ég held að ég hafi grátið meira í gær en þegar ég sjálfur hætti,“ seg- ir Guðni Bergsson. »2-3 Fann virkilega til með Eiði Smára „Þessi yfirvegaði og þrautreyndi Svíi sem unnið hefur hug og hjörtu ís- lensku þjóðarinnar á undanförnum tveimur árum má ekki ganga Knatt- spyrnusambandinu úr greipum. Hann verður að halda áfram því frábæra starfi sem hann hefur unnið að und- anfarin tvö ár með lands- liðið ásamt Heimi Hall- gríms- syni,“ skrifar Ív- ar Bene- diktsson m.a. í viðhorfs- grein frá Zagreb. »4 Lagerbäck má ekki ganga KSÍ úr greipum Hólmbert Aron Friðjónsson, fram- herjinn efnilegi, samdi í gær við skoska stórliðið Celtic til fjögurra ára. Hann verður fyrsti Íslending- urinn sem spilar í Skotlandi síðan Kári Árnason yfirgaf Aberdeen vorið 2012. Jóhannes Eðvaldsson, kallaður „Búbbi“, spilaði í fimm ár við góðan orðstír með Celtic og var í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum. »1 Hólmbert mættur á „Búbba“-slóðir ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Það er mjög gaman að sjá breyt- inguna á börnunum, hvernig þau að- lagast vatninu og auka þannig ör- yggi foreldranna í leiðinni,“ segir íþróttakennarinn Ólafur Ágúst Gíslason um árangur sundkennslu ungbarna, sem hann hefur sinnt í um 12 ár á Reykjalundi. „Ég kalla þessa nálgun, þessa samveru, óska- stund fjölskyldunnar.“ Aðstaða til ungbarnasunds í nýju innisundlauginni á Reykjalundi í Mosfellsbæ er mjög góð enda allt til alls, hvort sem um er að ræða æf- ingalaugina eða endurhæfingarlaug- ina, búningaaðstöðu, skiptiborð eða rétt hitastig. „Fólk kemur enda aft- ur og aftur eftir því sem börnunum fjölgar í fjölskyldunni, líka á fram- haldsnámskeið og það kemur víðs vegar að, meðal annars frá Keflavík og Hveragerði,“ segir Ólafur. „Ég hef fengið um 1.800 til 2.000 börn til mín á þessum 12 árum, ekkert þeirra er vatnshrætt og það er næg hvatning til þess að halda áfram.“ Einstök samverustund Ólafur hefur verið íþróttakennari frá 1978 og þar af í Garðaskóla í Garðabæ frá 1980. Hann byrjaði að kenna ungbarnasund í Noregi eftir að hafa útskrifast þar sem ung- barnasundskennari um áramótin 1999/2000, en hefur kennt ung- barnasund á Reykjalundi frá 2001. Ólafur leggur áherslu á að pabb- arnir séu með, því þeir upplifi ekki sömu nánd við nýfæddu börnin og mæðurnar, sem hafi þau á brjósti og séu því alltaf í náinni snertingu. „Ungbarnasundið er einstök sam- verustund barns og foreldris,“ segir hann og leggur áherslu á að kynna foreldrum vel efnið fyrir fyrsta tíma í lauginni. „Ágústa Guðmarsdóttir orðaði þetta svo vel í pistli sem hún skrifaði 2001, þegar hún sagði að ungbarnasund væri óskabyrjun hvers barns út í heiminn. Hreyfingin hefur jákvæð áhrif á barnið sem ein- stakling, styrkir ónæmiskerfið og það sefur betur,“ segir hann. Síðan 1989 hafa Ólafur og Elín Birna Guðmundsdóttir boðið upp á líkamsrækt fyrir almenning í Garða- bæ. Menn á öllum aldri mæta tvisvar í viku auk þess sem félagslega þætt- inum er vel sinnt. „Mínir menn gefa mér mikið og það er ögrandi verk- efni að vera kennari unglinga en ungbarnasundið er mest gefandi. Það jafnast ekkert á við brosið hjá börnunum og foreldrunum þegar barnið kemur upp úr köfun.“ Óskastund fjölskyldunnar  Hefur fengið um 1.800 til 2.000 börn í ungbarnasund á um tólf árum Morgunblaðið/RAX Ungbarnasund Ólafur Ágúst Gíslason íþróttakennari með Hlöðver Gunnar Sæmundsson, um fimm mánaða gamlan, í sundtíma í innilauginni á Reykjalundi. Ungbarnasund er fyrir börn á aldrinum þriggja mánaða til sex mánaða og jafnvel eldri. Til- gangurinn með því er að barnið aðlagist vatninu auk þess sem öll hreyfing eflir líkamlegan og andlegan þroska þess. Öryggi barnsins í vatni eykst og for- eldrar komast í aukna snertingu við það. „Ég legg mikið upp úr söng samfara hreyfingunni og þessi leikur skilar sér í aukinni vellíðan fjölskyldunnar,“ segir Ólafur. Námskeið hans saman- standa af tveimur tímum á viku í fjórar vikur. Hreyfing og vellíðan UNGBARNASUND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.