Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2013 Katrín Jakobsdóttir, formaðurVinstri grænna og fyrrver- andi menntamálaráðherra, ritaði grein hér í blaðið í gær og lýsti áhyggjum sínum af því að hag- ræðingarnefnd vildi leggja niður fjölmiðlanefnd.    Formaðurinn tel-ur að þar sem fjölmiðlar séu svo- kallað „fjórða vald“ og nauðsyn- legir lýðræðisríkjum til að „tryggja öfluga og gagnrýna um- ræðu“ þurfi nefnd á vegum rík- isins til að hafa yfirumsjón með því að fjölmiðlar sinni þessu hlut- verki sínu og þá hvernig þeir geri það.    Mikilvægt hafi verið talið aðsetja á laggirnar „sjálfstæða fjölmiðlanefnd, óháða ráðherra“ til að fylgjast með fjölmiðlum.    Fjölmiðlanefndin sem Katrín ersvo ánægð með að hafa sett á laggirnar hefur ekki aðeins eftir- lit með eignarhaldi eða að fjöl- miðlar brjóti ekki lög, enda þyrfti ekki sérstaka nefnd til þess, held- ur reynir nefndin að hlutast til um hvernig fjölmiðlar starfa.    Hægt er að taka undir meðKatrínu að fjölmiðlar geta gegnt mikilvægu hlutverki, en þeir eiga ekki að gera það sam- kvæmt fyrirmælum eða undir eftirliti ríkisins.    Fjölmiðlar hafa meðal annarsþað hlutverk að stuðla að gagnrýninni umræðu, en sú gagn- rýna umræða þarf einnig frjálst og ótruflað að geta beinst að vald- höfum hverju sinni. Ekki síst þess vegna á ríkið ekkert með að vera með afskipti af umfjöllun fjöl- miðla. Katrín Jakobsdóttir Opinbert eftirlit með fjölmiðlum STAKSTEINAR Veður víða um heim 20.11., kl. 18.00 Reykjavík -1 alskýjað Bolungarvík 4 skýjað Akureyri -5 léttskýjað Nuuk -2 snjókoma Þórshöfn 0 frostrigning Ósló -6 heiðskírt Kaupmannahöfn 3 heiðskírt Stokkhólmur 2 heiðskírt Helsinki 2 heiðskírt Lúxemborg 2 skýjað Brussel 3 skúrir Dublin 6 léttskýjað Glasgow 6 léttskýjað London 6 heiðskírt París 2 skúrir Amsterdam 3 skúrir Hamborg 3 heiðskírt Berlín 3 skýjað Vín 7 skúrir Moskva 2 heiðskírt Algarve 17 heiðskírt Madríd 10 léttskýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 8 léttskýjað Róm 12 léttskýjað Aþena 18 léttskýjað Winnipeg -6 skýjað Montreal -1 léttskýjað New York 3 heiðskírt Chicago 3 skýjað Orlando 25 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 21. nóvember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:17 16:11 ÍSAFJÖRÐUR 10:45 15:53 SIGLUFJÖRÐUR 10:29 15:35 DJÚPIVOGUR 9:52 15:35 Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur sam- þykkti deiliskipulag fyrir Vesturbugt og Nýlendu- reit á fundi sínum í gær. Í skipulaginu er gert ráð fyrir 195 íbúðum og tæplega 8 þúsund fermetrum af atvinnuhúsnæði við höfnina. Þá stendur til að leyfa slippnum að standa eins og hann er við Suðurbugt. Horfið var frá því að rífa hann eins og til stóð samkvæmt fyrra deiliskipulagi. Í frétta- tilkynningu segir einnig að fallið hafi verið frá að- alskipulagi Reykjavíkurborgar 2001-2024 um að leggja Mýrargötu í stokk yfir Nýlendugötu. Í tilkynningunni segir að komið hafi verið til móts við hagsmunaaðila sem gerðu athugasemdir á auglýsingatíma deiliskipulagsins. Var það gert með því að lækka hús næst hafnarbakkanum úr fimm hæðum í fjórar en húsþök þeirra skulu verða úr grasi til eingangrunar. Þá voru hús við Héðinsgötu lækkuð til að gera húsahæðir á reitn- um fjölbreyttari. Hætt er við að lengja Bræðra- borgarstíg niður að Mýrargötu en þess í stað gert ráð fyrir göngustíg sem liggi í beinu framhaldi af Bræðraborgarstíg frá Vesturgötu. vidar@mbl.is Samþykktu deiliskipulag  Breytingar frá fyrri tillögu  Mýrargata ekki lögð í stokk  Fjölbýlishús verði fjórar hæðir í stað fimm Deiliskipulag Nýtt deiliskipulag var samþykkt fyrir Vesturbugt og Nýlendureit í gær. Hydrovane loftpressur eru lágværar, fyrirferðarlitlar, öflugar og henta alls staðar þar sem þörf er á þrýstilofti. Mikið úrval af hágæðaloftpressum, lögnum og síum. Bjóðum lausnir í þrýstilofti fyrir allar aðstæður. IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is Allt annað líf - með hljóðlátri loftpressu Kynntu þér úrvalið á idnvelar.is Í samþykktu deiliskipulagi liggur fyrir tillaga með nánari útfærslu rússneskrar rétttrúnaðarkirkju. Ekki er lengur gert ráð fyrir bíla- geymslu undir kirkjunni. Í ljósi at- hugasemda var byggingarreitur hennar þrengdur enn frekar, þann- ig að bygging á 75% grunnflatar má ekki fara yfir 12 metra hæð en var áður 17 metrar. Tveir turnar mega vera 17 metra háir og einn stór allt að 22 metrar. Íbúasamtök Vestur- bæjar höfðu gert athugasemd við stærð kirkjunnar. Birgir Þröstur Jóhannsson, formaður samtakanna, segir að samtökin eigi eftir að fara yfir nýtt skipulag og var hann ekki tilbúinn að tjá sig um það að sinni. Tölvumynd/Rússn. rétttrúnaðark. Kirkja Rússneska rétttrúnaðar- kirkjan er á skipulagi. 75% 12 metr- ar eða lægri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.