Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.11.2013, Blaðsíða 30
30 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. NÓVEMBER 2013 Það leggst vel í mig að verða fertugur, þetta bara batnar eftirþví sem maður verður eldri,“ sagði Hlöðver Sigurðsson, ein-söngvari og deildarstjóri þjónustuíbúða fatlaðra í Hafn- arfirði. Hann er 40 ára í dag. Hlöðver kvaðst ekki hafa skipulagt neitt afmælishald sjálfur. „Mig grunar að konan mín muni koma mér eitthvað á óvart, en ég hef ekki hugmynd um hvernig,“ sagði Hlöðver og hló. Hann er giftur Þórunni Marinósdóttur söngkonu og þau eiga fjögur börn, 17, 13, 9 og 6 ára. „Það er hellingur að gera og stuð alla daga. Maður er búinn að klára þetta fyrir fertugt,“ sagði Hlöðver um barneignirnar. Hlöðver er fæddur og uppalinn á Siglufirði. Þar lærði hann á trompet og söng í rokkhljómsveit. Antonía Hevesi söngkennari heyrði hann syngja og hvatti hann til söngnáms. Hlöðver lauk 8. stigs prófi hjá Antoníu 2001 og fór þá til framhaldsnáms. Hann stundaði söngnám í London í Englandi og Salzburg í Austurríki frá 2002 til 2007 og fór þá í einkakennslu hjá Kristjáni Jóhannssyni á Ítalíu. Hlöðver hefur tekið þátt í fjölmörgum tónleikum og haldið einsöngstónleika bæði hér heima og víða erlendis. „Ég er á fullu að syngja,“ sagði Hlöðver. „Á afmælisdaginn syng ég til dæmis í jarðarför en ég syng oft við ýmsar athafnir, útfarir, brúðkaup og í veislum.“ gudni@mbl.is Hlöðver Sigurðsson einsöngvari 40 ára Ljósmynd/úr einkasafni Hann á afmæli í dag Hlöðver Sigurðsson með Þórunni Mar- inósdóttur konu sinni. Þau eru söngvarar, hann tenór og hún sópran. Lífið verður bara betra með árunum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Djúpivogur Jón fæddist 25. mars kl. 15.07. Hann vó 3.260 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Hugrún Malmquist Jónsdóttir og Kári Snær Valtingojer. Nýr borgari G ísli fæddist í Reykjavík 21.11. 1953 og ólst þar upp í grennd við Múla- kampinn. Hann var í Laugarnesskóla, Voga- skóla og MH en lauk stúdentsprófi frá FB. Gísli lauk síðar námi í rekstrar- og viðskiptafræði við HÍ og diplómanámi í mannauðsfræði við Endurmenntunarstofnun HÍ. Á unglingsárunum starfaði Gísli við línulagnir hjá Landsímanum í þrjú sumur, víða á Vestfjörðunum: „Við vorum t.d. að leggja sjálfvirku símalínuna við sunnanvert Ísafjarð- ardjúp áður en vegurinn náði frá Ísafirði og inn í Djúp. Við fórum því allra okkar ferða fótgangandi eða á hestum. Þetta var þroskandi vinna og það var gaman að kynn- ast Vestfjörðunum á þessum árum. Síðan var ég við garðyrkjustörf í Reykjavík næstu þrjú sumur.“ Fræðslumiðstöð sparisjóðanna Gísli starfaði við launadeild fjár- málaráðuneytisins í Arnarhvoli á árunum 1973-75, hóf síðan störf hjá Gísli Jafetsson, markaðs- og fjármálaráðgjafi – 60 ára Dæturnar Gísli og Anna Lilja, Þóra Björk og Elva í Horsens í Danmörku vegna hljómleika Rolling Stones árið 2006. Féll fyrir skógræktinni Gísla-Avenue Trjágöngin heim að Efstabæ, sumarhúsi Gísla og Önnu. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. MIKIÐ ÚRVAL AF SMUREFNUM OG OLÍUM FYRIR ALLAN IÐNAÐ. KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! SMUROLÍUR OG SMUREFNI Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.