Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.11.2013, Blaðsíða 57
24.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Hemmi Gunn – sonur þjóðar, ævisaga Hermanns Gunn- arssonar eftir Orra Pál Orm- arsson er nýkomin út og fór samstundis á metsölulista eins og búast mátti við. Í bókinni er rakin saga Hemma, sagt meðal annars frá íþróttaafrekum og farsælum ferli í fjölmiðlum en einnig frá sárum missi, en Hemmi missti ungur ástina í lífi sínu og átti eins og kunnugt er í baráttu við Bakkus. Í bókinni eru svo fjölmargir innskotskaflar þar sem sam- ferðamenn og vinir Hemma segja frá kynnum af manni sem var mun mótsagnakenndari manneskja en margir myndu ætla. Sagan af Hemma Þessa helgi, 23.-24. nóvember, er Bóka- messa í Bókmenntaborg haldin í þriðja sinn. Hún er í Ráðhúsi Reykjavíkur og verður opin frá 12-18 báða dagana. Dagskráin er fjölbreytt og ætti að höfða til allra aldurs- hópa. Fjölskyldan ætti því að eiga góðar stundir saman í Ráðhúsinu. Höfundar lesa úr verkum sínum, tónlist hljómar, fræðandi erindi verða flutt og um- ræður verða um nýjar bækur. Auk þess verð- ur fjölmargt annað á dagskrá. það er til dæm- is hægt að skora á Gunnar Helgason í fótboltaspili, skrifa upp texta eftir handriti út fórum Árna Magnússonar, læra puttaprjón, taka þátt í að prjóna trefillinn endalausa og heimsækja sérstaka LEGO-smiðju. Klukkan 16 báða dagana verður bók- menntadagskrá í borgarstjórnarsalnum þar sem skáld og þýðendur ræða um verk sín. Tveir erlendir höfundar þýddra bóka árs- ins verða gestir messunnar: Carl Jóhan Jensen frá Færeyjum og norski glæpasagna- höfundurinn Jørn Lier Horst. Hinn glaðlyndi Gunnar Helgason spilar fótboltaspil við aðdáendur sína. Morgunblaðið/Styrmir Kári GUNNI HELGA Í FÓTBOLTASPILI Elena Poniatowska, höfundur bók- arinnar Jesúsa – Óskammfeilin, þverúðug og skuldlaus, sem For- lagið gaf út í fyrra, hlaut nýlega Cervantes- verðlaunin, sem veitt eru fyrir framúrskarandi skrif á spænsku. Hin mexíkanska Elena hefur skrif- að um fjörutíu bækur á lífsleið- inni sem þýddar hafa verið á rúm tuttugu tungumál, þar á meðal ís- lensku, en þýðinguna annaðist María Rán Guðjónsdóttir. Jesúsa segir frá segir frá ævi og örlögum fátæku ind- íánakonunnar Jesúsu Palancares á stormasömum tímum í Mexíkó. Bókin er örugglega í hópi bestu bóka sem komu út hér á landi í fyrra og ástæða er til að mæla með henni við alla þá sem ekki hafa þegar lesið hana. Vonandi verða svo fleiri verk skáldkonunnar þýdd á íslensku. Cervantes-verðlaunin voru fyrst veitt 1975 og þykja mikilvægustu bókmenntaverðlaun spænskrar tungu. ELENA FÆR CERVANTES-VERÐLAUNIN Elena Poniatowska, höfundur hinnar frábæru bókar Jes- úsu, fékk Cervantes-verðlaunin. Margir hafa beðið með eft- irvæntingu eftir nýrri skáld- sögu frá Jóni Kalman Stef- ánssyni. Nú er hún komin og heitir Fiskarnir hafa enga fæt- ur. Hér er á ferð ættarsaga frá byrjun tuttugustu aldar til okk- ar daga. Þessi nýja skáldsaga er þessa vikuna í öðru sæti á bóksölu- listanum yfir innbundin íslensk skáldverk, en það er vitanlega Arnaldur Indriðason sem á mest seldu íslensku skáldsög- una, Skuggasund. Ættarsaga frá Jóni Kalman Veiðar, glæpir, Hemmi og Jón Kalman NÝJAR BÆKUR ÝMSAR VEGLEGAR BÆKUR KOMA ÚT FYRIR JÓLIN OG ÞAR Á MEÐAL MÁ NEFNA TVEGGJA BINDA VERK, STANGVEIÐAR Á ÍSLANDI OG ÍSLENSKA VATNABÓK. JÓN KALMAN STEFÁNSSON SENDIR FRÁ SÉR NÝJA SKÁLDSÖGU OG ÆVISAGA HEMMA GUNN SELST VEL. NÝR GLÆPASAGNAHÖFUNDUR STÍGUR SVO FRAM Á SVIÐIÐ. Hlustað er fyrsta skáldsaga Jóns Óttars Ólafssonar, en hann er doktor í afbrotafræðum og hefur starfað innan lögreglunnar, í fjárfest- ingabanka og hjá Sérstökum sak- sóknara. Árið er 2009 og ung kona finnst látin. Lögreglumanninn Davíð grun- ar að hún hafi verið myrt. Í ljós kemur að málið teygir anga sína víða. Nýr glæpasagna- höfundur Stangveiðar á Íslandi og Íslensk vatnabók er mikið verk í tveimur bindum eftir Sölva Björn Sigurðsson. Hér er fjallað um stangveiði í ám og vötnum frá öll- um hliðum og á öllum tímum. Verkið hlýtur að vera á óskalista þeirra fjölmörgu sem hafa áhuga á stang- veiði. Vart þarf að taka fram að fjölmargar myndir, margar mjög fallegar, prýða þetta veglega verk, sem er samtals rúmar eitt þúsund síður. Óskabók stangveiðimannsins *Mannréttindi eru fólgin í því aðhver fái að vera svo heimskur semhann vill. Halldór Laxness BÓKSALA 11.-17. NÓVEMBER Allar bækur Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 SkuggasundArnaldur Indriðason 2 Vísindabók VillaVilhelm Anton Jónsson 3 MeistarasögurBrjánn Guðjónsson 4 Guðni: léttur í lundGuðni Ágústsson 5 Hemmi Gunn: sonur þjóðarOrri Páll Ormarsson 6 Í nándinniGuðbrandur Árni Ísberg 7 Ólæsinginn sem kunni að reiknaJonas Jonasson 8 Sir AlexGuðjón Ingi Eiríksson 9 Rangstæður í ReykjavíkGunnar Helgason 10 PrjónabiblíanGréta Sörensen 1 SkuggasundArnaldur Indriðason 2 Fiskarnir hafa enga fæturJón Kalman Stefánsson 3 GrimmdStefán Máni 4 DísusagaVigdís Grímsdóttir 5 SæmdGuðmundur Andri Thorsson 6 Glæpurinn ástarsagaÁrni Þórarinsson 7 MánasteinnSjón 8 Látið síga piltarÓskar Magnússon 9 HlustaðJón Óttar Ólafsson 10 My pussy is hungryHugleikur Dagsson Íslensk skáldverk MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Betur má ef duga skal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.