Morgunblaðið - 11.12.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.12.2013, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 345. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Barnsmóðir Stefáns lét sig hverfa 2. Skyndikynni breyttust í martröð 3. Ætlar að gefa 500 milljarða 4. „Þetta er ekki sami strákurinn“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Söngvarinn og rapparinn Skyler Austen Gordy, sem kallar sig Sky Blu og er helmingur hins vinsæla dúetts LMFAO, kemur fram á tónleikum í Laugardalshöll 4. janúar nk. Með honum koma fram tónlistarmennirnir Mark Rosas og Chelsea Korka auk fjölda dansara. LMFAO hefur átt miklum vinsældum að fagna víða um heim sl. fimm ár og m.a. sent frá sér smellinn „Sexy and I Know It“ sem ungmenni Íslands ættu allflest að kannast við. Sky Blu úr LMFAO í Laugardalshöll  Bókin Furðu- strandir eftir Arn- ald Indriðason, í enskri þýðingu Victoriu Cribb, hefur verið valin ein af bestu glæpasögum árs- ins í Bretlandi af dagblöðunum The Times, Financial Times og The Even- ing Standard. Nýjasta bók Arnaldar, Skuggasund, situr nú í efsta sæti metsölulista Eymundsson. Furðustrandir ein af bestu glæpasögunum  Bjarni Thor Kristinsson bassa- söngvari og Ástríður Alda Sigurð- ardóttir píanóleikari halda tónleika í Salnum, Kópavogi, í dag kl. 12.15. Flutt verða jólalög frá Danmörku, Sví- þjóð, Finnlandi, Noregi og Ís- landi. Norræn jólatónlist í Salnum í hádeginu Á fimmtudag Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, fyrst suðvestantil. Suðaustan 15-23 m/s suðvestantil um kvöldið og slydda eða snjókoma, en austan 8-13 m/s norðaustantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt 5-10 m/s, en hæg suðlæg eða breytileg átt austantil. Víða él sunnan- og vestanlands, léttskýjað að mestu norðanlands en stöku skúrir eða él fyrir austan. VEÐUR Cristiano Ronaldo setti nýtt met í Meistaradeild Evrópu í gær en Portúgalinn skoraði sitt 9. mark í riðlakeppninni, fleiri en nokkur annar hefur gert. Real Madrid hrósaði sigri gegn FC Köbenhavn þar sem Rúrik Gíslason og Ragn- ar Sigurðsson léku báðir all- an tímann fyrir danska liðið. Manchester-liðin, United og City, fögnuðu bæði sigri. City náði að stöðva ótrúlega sig- urgöngu Bayern. »1 Cristiano Ronaldo með nýtt met Knattspyrnustjórarnir í ensku úrvals- deildinni eru að jafnaði ekki nema rúmlega eitt ár í starfi. Meðalstarfs- aldurinn er 426 dagar, nema þegar Arsene Wenger er talinn með. Hann hefur stýrt Arsenal í sautján ár, sam- tals í 6.280 daga, og skekkir heildarmyndina svo mjög að sé hann talinn með eru stjór- arnir að með- altali 719 daga í starfi. »4 Stjórarnir aðeins rúmt ár í starfi að meðaltali Sigurbergur Sveinsson, stór- skytta Hauka, er besti leikmaður fyrri hluta Íslandsmóts karla í handknattleik að mati Morg- unblaðsins. Íþróttafréttamenn Morgunblaðsins hafa valið úr- valslið fyrri umferðar Íslands- mótsins og þann leikmann sem þykir hafa komið mest á óvart á leiktíðinni til þessa. »2 Sigurbergur bestur í fyrri hlutanum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Hvað mér auðnast úr þessu veit ég ekki, en mig langaði alltaf til að læra á fiðlu. Fyrir áratugum átti ég slíka sem ég gat sargað á en hugurinn stóð alltaf til þess að geta strokið strengi hennar af meiri kúnst en raunin var. Hins vegar átti ég þess kost að fara í píanótíma og gat spilað allt mögu- legt eftir nótum. Svo voru óperurnar gjarnan leiknar í útvarpinu; Carmen, La bohème … og engin söng jafnfallega og Maria Callas,“ segir Guðrún Valborg Finnbogadóttir, sem er hundrað ára í dag. Líkvagninn fór milli húsa Að spjalla við Guðrúnu er eins og fyrir barn að lesa Öldina okkar. Við rekjum okkur í gegnum stórviðburðina og sögusviðið er Njálsgata í Reykjavík þar sem Guðrún bjó í 91 ár. „Fyrsta minningin er tengd spænsku veikinni. Hvergi var líf á götunum og í húsum voru tjöld dregin fyrir glugga. Ég man eftir Tryggva Árna- syni líkkistusmið, sem bjó neðarlega við götuna, fara með hestvagninn milli húsa. Um líkt leyti byrjaði Katla að kjósa. Því fylgdi öskufall í Reykjavík og við krakkarnir lékum okkur við að teikna alls konar myndir á krímugar rúðurnar.“ Guðrún dvelur nú á hjúkrunarheimilinu Drop- laugarstöðum, en bjó á Njálsgötunni alveg fram á síðari ár og þeim tíma er vel lýst í minninga- bókum þeim sem sonur Guðrúnar, Finnbogi Her- mannsson, fyrrverandi útvarpsmaður, hefur skráð. Bækurnar eru þríleikur og á dögunum kom út sú þriðja og síðasta sem ber nafnið Úr húsi afa míns. Finnbogi afhenti móður sinni ein- tak í gær, sem er við hæfi enda er bókin tileinkuð henni. Frásögnin er falleg „Bogi hefur skráð þetta mjög vel. Myndin er skýr og frásögnin falleg,“ segir Guðrún, sem var heimavinnandi alla tíð. „Annað tíðkaðist ekki og ég taldi þetta líka börnunum mínum fyrir bestu, sem öll komust vel til manns og mennta og við vorum góð og samheldin fjölskylda,“ segir Guð- rún sem var gift Hermanni Guðlaugssyni trésmið sem lést fyrir allmörgum árum. Börnin urðu þrjú og afkomendurnir eru orðnir sextán. „Að hafa auga fyrir hinu kátlega í tilverunni hefur gert mér lífið auðveldara. Glaðværðin er mér nánast eðlislæg og er kannski að hluta skýr- ingin á því hvers vegna ég hef náð þessum hundr- að árum. Svo eru aðstæður fólks í dag allt aðrar en þegar ég var að alast upp; húsnæði er hlýtt og gott, vatnið er hreint og maturinn hollur. Auðvit- að nær fólk hærri aldri en áður þegar aðstæður eru svona góðar.“ En höldum áfram með annálinn. Það markaði kaflaskil í tilverunni, segir Guðrún, þegar Rík- isútvarpið hóf útsendingar árið 1930, í miðri heimskreppunni þegar margar barnafjölskyldur í bænum áttu ekki málungi matar. Svo kom heims- styrjöld sem öllu breytti. Fjölskyldan slettir í form „Útvarpið var bylting en ekki síður sjónvarpið. Við Hermann fengum sjónvarp nokkuð snemma og þetta þótti slíkt nýmæli að fullorðnir sem og krakkarnir í hverfinu þyrptust til okkar að horfa á kanasjónvarpið, Bonanza og dýralífsmyndir,“ segir Guðrún, sem væntir góðra gesta til sín á Droplaugarstöðum í dag. Fjölskyldan sé búin að sletta í form og verði með kökur og kræsingar á borðum. Margt verður til að móta aðstæður fólks. Guðrún segist í tímans rás hafa fylgst af áhuga með stjórnmálunum og þar hafi margir mætir og eftirminnilegir menn látið að sér kveða. „Jónas frá Hriflu var skemmtilega kjaftfor og Jón Baldvin var orðheppinn og það sama gildir um Steingrím J. En við skulum annars ekkert staldra mjög við það liðna í þessu spjalli heldur horfa fram á veginn. Mér hefur alltaf fundist framtíðin spennandi.“ Framtíðin er alltaf spennandi  Fiðlunám heillar Guðrúnu Finnbogadóttur sem er 100 ára í dag Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mæðgin Guðrún Finnbogadóttir og sonur hennar, Finnbogi Hermannsson. Þriðja bindi bernskuminn- inga Finnboga er nú að koma út og er það tileinkað móður hans, sem hefur lagt hundrað ár að baki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.