Morgunblaðið - 11.12.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.12.2013, Blaðsíða 27
Föst áskrift að gjaldeyristekjum fyrir þjóðarbúið Þó að ál sé léttur málmur vegur áliðn- aðurinn þungt í ís- lenska hagkerfinu. Staðreyndirnar tala sínu máli eins og und- irstrikað er í auglýs- ingum Samáls, sam- taka álframleiðenda, sem birtast í fjöl- miðlum þessa dagana. Innlend útgjöld ís- lensks áliðnaðar námu 100 milljörðum í krónum talið árið 2012. Það samsvarar því að á hverjum degi streymi um 275 millj- ónir af erlendum gjaldeyri inn í landið til að mæta þessum kostn- aði. Til marks um mikilvægi þess- ara gjaldeyristekna má nefna að það stefnir í að viðskiptajöfnuður þjóðarbúsins verði jákvæður um 55 milljarða á þessu ári. Þess misskilnings hefur gætt í umræðunni að raforkan vegi lang- þyngst af innlendum útgjöldum ál- iðnaðarins. Vissulega keyptu álver- in þrjú raforku fyrir 40 milljarða árið 2012, en aðrir innlendir þættir vega þyngra. Á síðasta ári greiddi áliðnaður- inn rúmlega 60 þúsund reikninga fyrir innlendar vörur og þjónustu, samtals að upphæð um 40 millj- arðar króna, fyrir utan raforku- kaup. Til að setja þá upphæð í sam- hengi, þá samsvarar það heildarkostnaði við rekstur Land- spítalans samkvæmt fjárlaga- frumvarpinu fyrir árið 2014. Kaup á vörum og þjónustu vega því jafnþungt og raforkan, enda nutu yfir 700 innlend fyrirtæki góðs af því á síðasta ári. Þar til við- bótar eru laun og opinber gjöld sem námu um 20 milljörðum. Þá veittu álverin um 250 milljónir til samfélagsverkefna af ýmsu tagi, s.s. íþrótta, menntunar og menn- ingar. Þjóðarbúið fékk því alls rúma 100 milljarða í gjaldeyristekjur frá áliðnaðinum. Um þessar mundir er unnið að skrásetn- ingu og uppbyggingu íslenska álklasans og fékk álklasinn brons- viðurkenninguna „European Cluster Excellence Initiative“ á klasaráðstefnu RANNÍS á dögunum. Við það tækifæri fengu níu klasar viðurkenningu, þar af tveir úr orkugeiranum sem byggst hafa upp samhliða áliðn- aðinum. Vert er að geta þess að áliðn- aðurinn hefur borið uppi erlenda fjárfestingu á Íslandi frá hruni. Rio Tinto Alcan lýkur á næsta ári við 60 milljarða fjárfestingarverkefni í Straumsvík eða sem nemur 10 ára hagnaði fyrirtækisins. Alcoa réðst í 8 milljarða fjárfestingarverkefni á Reyðarfirði. Loks hefur Norðurál ráðist í fjárfestingarverkefni á Grundartanga þar sem kostnaður er um 12 milljarðar króna og yfir 15 milljörðum hefur verið varið í undirbúning álvers Norðuráls í Helguvík. Af umfangi þessara verkefna má ráða að eigendur álveranna hér á landi horfa til langrar framtíðar í rekstri þeirra. Eftir Pétur Blöndal » Á síðasta ári greiddi áliðnaðurinn rúm- lega 60 þúsund reikn- inga fyrir innlendar vörur og þjónustu, sam- tals 40 milljarða króna, fyrir utan raforkukaup. Pétur Blöndal Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls, samtaka álframleiðenda. 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013 Beðið eftir strætó Mörgum reynist erfitt að bíða utanhúss í kulda og trekki og þegar beðið er eftir strætó á Lækjartorgi er gott að klæða sig eftir veðri. Þá verður biðin gjarnan léttari. Ómar Fjárlagafrumvarp fyrir komandi ár gerir ráð fyrir að alls verji ríkissjóður um 10.072 milljónum króna til listastofnana, safna og annarrar menningar- starfsemi. Það er sama hvaða mælikvarði er notaður. Þetta eru gríð- arlegir fjármunir og jafngilda því að hver fjögurra manna fjölskylda greiði nær 124 þúsund krónur árið 2014 til lista og menningarstarfseminnar. Við Íslendingar erum gæfusöm þjóð. Við eigum ótrúlega hæfi- leikaríka einstaklinga á öllum sviðum lista, allt frá tónlist til myndlistar, frá bókmenntum til kvikmyndagerðar. Við höfum haft skilning á því að þær þjóðir sem glatað hafa arfleifð sinni – sögu, tungu og menningu – hafa misst pólitískt og fjárhagslegt sjálf- stæði sitt. Með öðrum orðum: Öflugt lista- og menningarlíf er ein forsenda fyrir sjálfstæði þjóðar og þá ekki síst fámennrar þjóðar. Frjór jarðvegur lista og menningar Óhætt er að fullyrða að það sé al- menn samstaða um að tryggja frjóan jarðveg þannig að listir og menning blómstri. Við deilum hins vegar um hvernig best sé að tryggja frjósem- ina. Margir telja nauðsynlegt að hið opinbera verji verulegum (og jafnvel enn meiri fjármunum en gert er) til lista- og menningarstarfsemi. Aðrir vilja draga úr eða jafnvel hætta öllum stuðningi úr sameiginlegum sjóðum. En óháð því hvar menn standa í deil- unni um stuðning hins opinbera hljóta allir að vera sammála um nauð- syn þess að fjármunum, sem á annað borð renna til lista og menningar, sé varið af skynsemi og ráðdeild. Vandinn er sá að við erum að sóa fjármunum. Sá er hér ritar er t.d. sannfærður um að stuðningskerfi við íslenska listamenn þjóni ekki mark- miðum um fjölbreytta og öfluga lista- starfsemi. Þvert á móti kemur kerfið í veg fyrir nýtt blóð og nýjar hug- myndir. Ungir listamenn, sem eru að stíga sín fyrstu skref, standa ekki jafnfætis þeim sem sitja fyrir á fleti. Þannig er komið í veg fyrir samkeppni og listaflóran verður fá- breytni að bráð. Versta dæmið Stuðningskerfi við listamenn – lista- mannalaun – er langt í frá að vera eina eða versta dæmið um sóun fjármuna sem varið er í lista- og menningarstarfsemi. Rík- isútvarpið gerir tilkall til að hljóta þann heiður. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi mun Ríkisútvarpið fá í sinn hlut 3.514 milljónir króna af þeim 10.072 millj- ónum sem mennta- og menningar- málaráðuneytið skilgreinir að renni til lista og menningarstarfsemi. Þannig er hlutur Ríkisútvarpsins nær 35% eða liðlega 43 þúsund krón- ur á hverja fjögurra manna fjöl- skyldu. Þá eru ótaldar auglýsinga- tekjur. Í kjölfar fjöldauppsagna á Rík- isútvarpinu, þar sem Rás 1 varð sér- staklega illa úti, hafa margir tekið til máls. Hæst hafa þeir sem krefjast þess að ríkissjóður auki framlög til ríkismiðilsins. Bent er á að Rík- isútvarpið sé mikilvægur bakhjarl lista og menningar. Fáum dettur lengur í hug að nefna öryggis- hlutverk enda hafa einkaaðilar sinnt því betur en ríkismiðillinn á undan- förnum árum. En jafnvel þeir sem krefjast auk- inna fjármuna til rekstrar Ríkis- útvarpsins taka undir gagnrýni á starfsemi fyrirtækisins. Því verður vart haldið fram að Ríkisútvarpið hafi sinnt listum og menningu af myndar- brag á síðustu árum. Sjónvarpið er að stórum hluta endurvarp bandarískr- ar og breskrar afþreyingar og Rás 2 er dægurlagastöð í samkeppni við einkaaðila. Rás 1 er olnbogabarn í léttmetisvæðingu Ríkisútvarpsins í misskilinni samkeppni við einkaaðila. Ég óttast að umræða um stöðu Ríkisútvarpsins fari í gamalkunnan farveg. Í engu verði ráðist að rót vandans. Haldið verði áfram á sömu braut og þegar betur árar verði aukn- um fjármunum varið til rekstrar. Sóun ekki fjárskortur Í vorhefti tímaritsins Þjóðmála ár- ið 2010 fjallaði undirritaður ítarlega um Ríkisútvarpið og lagði fram hug- myndir um róttæka uppstokkun á skipulagi og starfsemi. Því var haldið fram að tímabært væri að stjórn- endur Ríkisútvarpsins og stjórn- málamenn viðurkenndu að fyrirtækið væri í svo miklum ógöngum að nauð- synlegt væri að skilgreina hlutverk og verksvið þess að nýju og umbylta öllum viðteknum hugmyndum um rekstur ríkisfjölmiðils. Að öðrum kosti verði Ríkisútvarpið áfram vand- ræðabarn sem þurfi að sinna á nokk- urra ára fresti. Ekki er rúm til þess að fjalla um þær hugmyndir sem settar voru fram í Þjóðmálum en þar voru færð rök fyrir því að hægt væri að blása til mikillar sóknar í listum og menningu. Sé miðað við fjárlagafrumvarp kom- andi árs má ætla að með róttækum breytingum á skipulagi Ríkisútvarps- ins geti fyrirtækið keypt efni af inn- lendum kvikmynda-, dagskrárgerð- ar- og listamönnum fyrir nær 2.300-2.400 milljónir króna á ári. Hér væri um að ræða þætti í útvarpi og sjónvarpi á öllum sviðum; kvikmynd- ir, framhaldsþætti, skemmtiþætti, umræðuþætti, fréttaskýringaþætti, tónlist, leikrit, heimilda- og fræðslu- þætti, svo eitthvað sé nefnt. Ríkisútvarpið undirstrikar að það er ekki fjárskortur sem hrjáir ís- lenskt lista- og menningarlíf. Það er miklu fremur sóun fjármuna sem er innbyggð í úrelt stofnanafyrirkomu- lag. Frjór jarðvegur verður ekki til með auknum ríkisstyrkjum, heldur fremur með meiri ráðdeild og minni sóun. Eftir Óla Björn Kárason » Frjór jarðvegur verður ekki til með auknum ríkisstyrkjum, heldur fremur með meiri ráðdeild og minni sóun. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Opinberum fjármunum er sóað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.