Morgunblaðið - 11.12.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.12.2013, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Það er ánægjulegt að geta boðið aðdáendum Svals og Vals upp á nýj- ar gamlar sögur, ef svo má segja. Því þessar sögur sem við erum að gefa út hafa aldrei komið út á íslensku áður, en eru frá upphafstíma þeirra fé- laga,“ segir Jean Posocco en útgáfu- fyrirtækið hans, Froskur útgáfa, sendi nýverið frá sér nýja teikni- myndabók um Sval og Val. Í inngangi bókarinnar rifjar Stef- án Pálsson sagnfræðingur upp tilurð Svals, en vorið 1938 hóf belgíski út- gefandinn Jean Dupuis útgáfu á nýju blaði fyrir börn og ungmenni sem fékk nafnið Spirou. „Hann fól teikn- aranum Rob-Vel að skapa persónu sem bera skyldi nafn blaðsins og vera einkennistákn þess. Útkoman varð snaggaralegur vikapiltur á hót- eli sem síðar fékk nafnið Svalur á ís- lensku,“ segir m.a. í inngangi Stef- áns. Þar kemur einnig fram að André Franquin hafi tekið við sagnaflokkn- um árið 1946. „Í nýju bókinni sem við gefum út er að finna fyrstu löngu söguna um Sval og Val sem Franquin teiknaði sjálfur,“ segir Jean og vísar þar til sögu sem nefnist „Arfurinn“ og birt- ist fyrst í Spirou á árunum 1946-47. „Einnig eru nokkrar stuttar sögur sem nefnast „Svalur á ströndinni“ og loks er sagan „Vitskerti prófess- orinn“,“ segir Jean og bendir á að sú saga hafi birst fyrst í Spirou á ár- unum 1947-48. Tímaflakk og ástarflækjur Að sögn Jeans er ætlunin að gefa út fleiri sögur um Sval og Val á næstu árum. „Enda væri gaman að geta gefið út á íslensku allar hátt í sjötíu bækurnar sem gefnar hafa verið út um þá félaga,“ segir Jean og rifjar upp að á árunum 1977-92 hafi komið út hérlendis 29 bækur um æv- intýri kappans. „Þetta var á blóma- skeiði teiknimyndasögunnar hér- lendis og okkur langar til að hefja teiknimyndasögurnar aftur til vegs og virðingar,“ segir Jean og tekur fram að það sé skemmtileg tilviljun að fyrsta Svals-bókin hjá Froski komi út á 75 ára afmæli Svals. Froskur sendir fyrir jólin einnig frá sér bók númer tvö í seríunni um Tímaflakkarana eftir Zep, Stan & Vince og Lóu! eftir Julien Neel. Fyrri bókin fjallar um systkinin Soffíu og Snorra sem með aðstoð undrafarsíma geta flakkað fram og til baka í tíma. Að þessu sinni hitta þau m.a. Napóleon, Jimi Hendrix og Leonardo da Vinci. Seinni bókin fjallar um táningsstelpuna Lóu sem er rétt að byrja að kynnast ástinni og öllum þeim flækjum sem henni geta fylgt. Hún þarf ásamt móður sinni að eyða sumarfríinu í sveit hjá ömmu sinni í smáþorpinu Grafarþögn. Fyrsta bókin í báðum seríum kom út fyrir ári og að sögn Jeans hafa við- tökur verið nokkuð góðar. „Það tek- ur samt tíma fyrir nýtt efni að vinna sér sess, en ég er bjartsýnn á að við getum haldið útgáfu beggja sería áfram,“ segir Jean, sem fljótlega heldur til Parísar til viðræðna við út- gefendur teiknimyndabóka um áhugaverða titla fyrir Íslands- markað. Sögur frá upphafstíma André Franquin  Froskur útgáfa blæs til sóknar á 75 ára afmæli Svals Morgunblaðið/Styrmir Kári Útgefandinn Jean Posocco heldur senn til Parísar til viðræðna við útgef- endur teiknimyndabóka um áhugaverða titla fyrir Íslandsmarkað. Í lofsamlegri umfjöllun Boyds Tonkins, bókmenntaritstjóra breska dagblaðsins The Independ- ent, um Harm englanna eftir Jón Kalman Stefánsson eru lesendur hvattir til að gleypa bókina í sig með heitum drykk í hlýju her- bergi; þeir muni vera þakklátir fyrir að dvelja meðal manna í öruggu skjóli. Harmur englanna er annað bindið í svokölluðum Vestfjarðaþrí- leik Jóns Kalmans og segir þar frá hrakningum söguhetjunnar með pósti um Vestfirði í grimmu vetr- arveðri. Sagan nefnist The Sor- row of Angels í þýðingu Philips Roughtons, sem er lofuð. Tonkin segir söguna vera eins konar norræna útgáfu af leið- öngrum sem söguhetjur Cor- macs McCarthys takast á við, og vera í senn heillandi og koma út hrolli á lesandanum. Bók Jóns Kalmans lesist með heitum drykk Jón Kalman Stefánsson Svartur 49.000,- Silfur 74.000,- Glær 49.000,- BOURGIE Hönnun: Ferruccio Laviani Mikið úrval af vinsælu Kartell borðlömpunum stórir og smáir í mörgum litum Frábærir í jólapakkann Take Hönnun: Ferruccio Laviani Verð 17.500.- stk Skeifunni 8 | Kringlunni | sími 588 0640 | casa.is Opið í Skeifunni alla sunnudaga fram að jólum frá kl.13-16 HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið Pollock? (Kassinn) Lau 14/12 kl. 19:30 24.sýn Sun 15/12 kl. 19:30 25.sýn Vel skrifað verk og frábærir karakterar. Aukasýnigar komnar í sölu! Englar alheimsins (Stóra sviðið) Lau 28/12 kl. 19:30 58.sýn Fim 2/1 kl. 19:30 60.sýn Mið 22/1 kl. 19:30 62.sýn Sun 29/12 kl. 19:30 59.sýn Lau 18/1 kl. 19:30 61.sýn Fim 23/1 kl. 19:30 63.sýn Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús. ÓVITAR (Stóra sviðið) Lau 28/12 kl. 13:00 21. sýn Mán 30/12 kl. 13:00 23. sýn Sun 12/1 kl. 13:00 25.sýn Sun 29/12 kl. 13:00 22. sýn Sun 5/1 kl. 13:00 24.sýn Sun 19/1 kl. 13:00 26.sýn Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum! Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 14/12 kl. 11:00 Sun 15/12 kl. 12:30 Lau 21/12 kl. 14:30 Lau 14/12 kl. 13:00 Sun 15/12 kl. 14:00 aukas. Sun 22/12 kl. 11:00 Lau 14/12 kl. 14:30 Lau 21/12 kl. 11:00 Sun 22/12 kl. 12:30 Sun 15/12 kl. 11:00 Lau 21/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 14:00 aukas. Uppselt á allar sýningar! Þingkonurnar (Stóra sviðið) Fim 26/12 kl. 19:30 Frums. Lau 4/1 kl. 19:30 4.sýn Mið 15/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 27/12 kl. 19:30 2.sýn Mið 8/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 3/1 kl. 19:30 3.sýn Fim 9/1 kl. 19:30 6.sýn Jólafrumsýning Þjóðleikhússins í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Englar alheimsins (Menningarhúsinu Hofi) Fös 10/1 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 15:00 Englar alheimsins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í janúar! Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 4/1 kl. 13:30 Lau 18/1 kl. 13:30 Lau 4/1 kl. 15:00 Lau 18/1 kl. 15:00 Síðustu sýningar fyrir jól - sýningar hefjast aftur í janúar. Fetta bretta (Kúlan) Lau 14/12 kl. 14:00 Lau 14/12 kl. 15:30 Ný barnasýning fyrir áhorfendur á aldrinum 6 mánaða til 3ja ára. Mary Poppins „Stórfengleg upplifun“ – EB, Fbl Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 13/12 kl. 19:00 Fös 27/12 kl. 19:00 Lau 4/1 kl. 13:00 Lau 14/12 kl. 19:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Sun 5/1 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 12/1 kl. 13:00 Fim 26/12 kl. 13:00 Fös 3/1 kl. 19:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Fim 12/12 kl. 20:00 37.k Fim 19/12 kl. 20:00 Sun 12/1 kl. 20:00 Gamla bíó Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Fös 20/12 kl. 20:00 Mið 15/1 kl. 20:00 Gamla bíó Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Lau 28/12 kl. 20:00 Fim 16/1 kl. 20:00 Gamla bíó Sun 15/12 kl. 20:00 40.k Sun 29/12 kl. 20:00 Fös 17/1 kl. 20:00 Gamla bíó Þri 17/12 kl. 20:00 Fös 10/1 kl. 20:00 Gamla bíói Lau 18/1 kl. 20:00 Gamla bíó Mið 18/12 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 20:00 Gamla bíó Sun 19/1 kl. 20:00 Gamla bíó Flytur í Gamla bíó í janúar v. mikilla vinsælda Hamlet (Stóra sviðið) Lau 11/1 kl. 20:00 Frums. Lau 18/1 kl. 20:00 4.k. Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Sun 12/1 kl. 20:00 2.k Sun 19/1 kl. 20:00 5.k. Fös 31/1 kl. 20:00 8.k. Fim 16/1 kl. 20:00 3.k. Fim 23/1 kl. 20:00 6.k. Þekktasta leikrit heims Refurinn (Litla sviðið) Mið 11/12 kl. 20:00 11.k Lau 4/1 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00 Lau 21/12 kl. 20:00 12.k Sun 5/1 kl. 20:00 Sun 22/12 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00 Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Lau 14/12 kl. 11:00 aukas Lau 21/12 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 13:00 Lau 14/12 kl. 13:00 Lau 21/12 kl. 14:30 Fös 27/12 kl. 14:30 Lau 14/12 kl. 14:30 Lau 21/12 kl. 16:00 aukas Lau 28/12 kl. 13:00 Sun 15/12 kl. 11:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 14:30 Sun 15/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 14:30 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 15/12 kl. 14:30 Sun 22/12 kl. 16:00 aukas Sun 29/12 kl. 14:30 aukas Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.