Morgunblaðið - 11.12.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.12.2013, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013 Ný bók að vestan Bókin Gróa, gróusögur nútímans af heimaslóðum höfundar, eftir Jóa bónda í Skáleyjum á Breiðafirði er komin út hjá Vestfirska forlaginu og er þetta hans fyrsta bók. Eyjabóndinn segir hér frá sjálfum sér og sínu fólki í eyjunum og uppi á landi. Einnig samtímamönnum og þeim sem gengnir eru, kjörum þeirra og hugsunarhætti. Í bókinni er fjöldi ljósmynda sem aldrei hafa birst áður. Efnið er til orðið á mörgum árum. Þegar ég las það yfir rak ég mig á að Gróusálminn hef ég sungið hvað eftir annað. Kannski er fréttamennska ríkasta, gjöfulasta og kostnaðarmesta iðja heimsins. Það ætti að reisa Gróu á Leiti minnismerki ekki minna en frelsisstyttuna, skrifar Jóhannes Geir Gíslason í Skáleyjum. Jói í Skáleyjum skrifar svo í kaflanum Aðdragandi að sjálfum mér: „Formæður mínar voru stoltar af ættfeðrum sínum, Stagleyingum. Ólafur Oddsson frá Stagley bjó í Sviðnum. Kona hans Geirþrúður var úr Dalasýslu, kölluð Geirþrúður stóra, trúlega fædd á Á á Skarðsströnd. Henni er lýst svo af Gísla Konráðssyni: „Hún var kvenna mest vexti og allmikil fyrir sér. Hún var svo rosa- vaxin að báðum hurðavængjum Flateyjarkirkju þurfti að slá upp þá hún gekk í hana og úr. Hún var svo skapi farin að þá Ólafur sonur hennar las húslestur og hnökraði á lestrinum þá rak hún honum löðrung og spurði hvort hún hefði svo illa kennt honum til bókar að hann væri ekki læs.“ Ólafur var þá fullorðinn. – Þakka þér Gísli Konráðsson. Afkomendur Geirþrúðar og Ólafs eru vafalaust fjöldamargir í fjöldamörgum kvíslum að vonum. Geta því kunnugir skoðað og borið saman hversu skaplyndi hennar og vöxtur hafa erfst og varðveist.“ Fæst í bókaverslunum um land allt Verð 3.900 kr. VR og Landssamband íslenskra verslunarmanna ákváðu í gær að vísa kjaradeilu sinni við Samtök atvinnu- lífsins til ríkissáttasemjara. Þessi ákvörðun var tekin í kjölfar fundar sem verslunarmenn áttu með samn- inganefnd SA. „Við áttum ágætan fund með Sam- tökum atvinnulífsins en það ber ennþá töluvert í milli miðað við okkar kröfugerð,“ segir Ólafía B. Rafns- dóttir, formaður VR. Hún segist von- mótin. „Það er mikil ábyrgð í því fólg- in að menn setjist niður og tali saman um raunhæfar leiðir sem leiði til kaupmáttaraukningar. Ríkisvaldið verður að koma að því með ein- hverjum hætti. Ekki gerum við þetta ein en viðsemjendur okkar eru fyrst og síðast Samtök atvinnulífsins og það er mjög brýnt að það náist ein- hver niðurstaða á allra næstu dögum. Ef það gerist ekki erum við komin í mjög slæm mál eftir áramótin.“ Í kröfugerð verslunarmanna er megináhersla lögð á að efla kaupmátt launafólks og leggja grunn að efna- hagslegum stöðugleika. Ólafía segir líka alveg ljóst að félagið gangi ekki til samninga nema það nái að hækka laun lægst launuðu félagsmannanna. Auk verslunarmanna hafa bæði Starfsgreinasambandið og Flóa- félögin vísað kjaradeilum sínum við vinnuveitendur til sáttameðferðar. omfr@mbl.is „Mjög brýnt að ná niðurstöðu“  Verslunarmenn vísa kjaradeilu sinni við SA til Ríkissáttasemjara ast til að framhaldið skýrist á allra næstu dögum. Hún segir það mikinn ábyrgðarhlut að niðurstaða fáist sem fyrst svo ekki verði allt komið í bál og brand á vinnumarkaðinum eftir ára- „Það ber ennþá töluvert í milli miðað við okkar kröfugerð.“ Ólafía B. Rafnsdóttir Hugmyndaríkur listamaður hefur raðað upp tómum rauðvínskössum á ljósastaur fyrir utan Alþingi. Ekki er vitað nánar um listamanninn eða hvaðan allt rauðvínið kom en gjörningurinn er athyglisverður. Morgunblaðið/Ómar Rauðvínskassar við þingið Þingflokkur Vinstri grænna lagði í gær fram tillögur að breytingum á fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar og tengdum bandormum. Með tillög- um sínum telur flokkurinn að hægt sé að auka tekjur um tíu milljarða króna nettó á næsta ári og um 20 milljarða árið 2015. Lagt er til að hætt verði við lækkun tekjuskatts á miðþrepi. Með því aukist tekjur um 5 milljarða kr. Hækkun virðisauka- skatts frá og með 1. mars á næsta ári úr 7 í 14% gefi 1,8 milljarða kr. Hækkun sérstaks veiðigjalds og inn- heimtu leigugjalds á makrílveiðum skapi 4,7 milljarða króna. Hlutfall fæðingarorlofssjóðs fari úr 0,65% í 0,75% og hluti ríkissjóðs lækki sem því nemur. Þannig megi lengja orlofið um mánuð og styrkja eiginfjárstöðu sjóðsins. Af auknum tekjum vill flokkurinn leggja 5 milljarða í aukin framlög til heilbrigðismála, 300 milljónir til sjóða skapandi greina, 730 milljónir til rannsóknasjóðs, tækniþróunar- sjóðs og markáætlunar, 555 milljónir til lengingar fæðingarorlofs, 525 milljónir til framhaldsskóla og 400 milljónir til sóknaráætlana lands- hluta. Þá er tillaga um 800 milljónir til byggðatengdra verkefna og jöfn- unar búsetuskilyrða, 500 milljónir til þróunarsamvinnu, 540 milljónir í uppbyggingu ferðamannastaða og friðlýstra svæða. 600 milljónir í Rík- isútvarpið og 850 milljónir vegna heimildar til lánsveða. vidar@mbl.is VG leggur fram breytingatillögur  Tillögurnar skapi 10 milljarða kr. Bæjarstjórn Kópa- vogs samþykkti ein- róma í gærkvöldi að hækka ekki gjald- skrár í skólum um áramót. Þetta þýðir að leikskóla- og mat- argjald verður óbreytt í leik- skólum og matargjald óbreytt í grunnskólum. Verðskrá dægra- dvalar verður sömuleiðis óbreytt, segir í tilkynningu frá Kópa- vogsbæ. Bæjarstjórn samþykkti ennig að hækka ekki verð á mat fyrir eldri borgara, heimkeyrslu á mat né heimilishjálp. Markmiðið er að draga úr verðbólgu og liðka fyrir komandi kjarasamningum og hvetur bæjarstjórnin sveitarfélög og aðra opinbera aðila til að falla einnig frá gjaldskrárhækkunum. Hækka ekki gjald- skrár í skólunum Samkvæmt sam- þykktri fjárhags- áætlun Hafnarfjarð- arbæjar fyrir árið 2014 verða allar gjald- skrár fjölskyldu- og fræðsluþjónustu óbreyttar, auk þess sem nýjar reglur taka gildi 1. janúar um systkinaafslátt þvert á kerfið, frá dagforeldri til frístundaheimilis. Þetta kemur fram í tilkynningu. Auknu fé verður varið til viðhalds og framkvæmda en álagningarhlut- fall fasteignaskatts af íbúðar- húsnæði lækkar úr 0,30% í 0,28%. Lóðaleiga, vatnsgjald og holræsa- gjald helst óbreytt. Ráðgert er að greiða niður lán og skuldbindingar um 1,9 milljarða króna. Nýjar reglur um systkinaafslátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.