Morgunblaðið - 11.12.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.12.2013, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013 – –– Meira fyrir lesendur Í blaðinu verður fjallað um þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á frekara nám. Nánari upplýsingar gefur: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Pöntunartími Auglýsinga: Fyrir kl. 12, fimmtudaginn 20. desember Skólar & námskeið Þann 4. janúar gefur Morgunblaðið út sérblað um skóla og námskeið SÉRBLAÐ Við óskum þér GLEÐILEGRA JÓLA Hafðu það hátíðlegt í glæsilegum nærfötum frá Change Eve l yn k r. 1 2 .980 Thelma k r. 1 2 .980 S i lk inát tk jó l l k r. 6 . 490 *þú greiðir aðeins fyrir dýrasta settið. AF ÖLLUM NÆRFATASETTUM* 2 1fyrir Scarlet t k r. 18 .980 CHANGE smárAliNd • sími: 5545600 • CHANGE.Com Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Aflabrögð hafa verið mjög góð í haust og ekki betri í langan tíma,“ sagði Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri hjá Þor- birni í Grindavík, um haustvertíðina. Hann segir að vel hafi gengið bæði hjá línuskip- um og frystitogurum, en fyrirtækið gerir út fjögur stór línuskip og þrjú frystiskip. Línuskipin landa nú á 3-4 daga fresti til að tryggja sem mestan ferskleika fisksins. Aflinn er ýmist saltaður fyrir markaði við Miðjarðarhafið eða flakaður og sendur ferskur á markaði í Bretlandi og í Banda- ríkjunum, þar sem gott verð fæst fyrir ferskan línufisk. Gunnar segir að salt- fiskmarkaðir hafi heldur tekið við sér og eftirspurn aukist á ný. Útlit sé fyrir að í ár verði saltfiskur seldur frá Íslandi fyrir um 30 milljarða króna. Landað á Djúpavogi og Skagaströnd Línuskip Þorbjarnarins byrjuðu haustið á veiðum fyrir austan land og var þá land- að á Djúpavogi. Þar var fiskurinn bland- aður og talsvert af smáfiski og því var ákveðið að halda norður fyrir land. Síðustu vikur hefur fjöldi skipa verið á veiðum á Hornbanka, út af Hornbjargi, og hafa skip Þorbjarnarins landað á Skaga- strönd. Aflanum er síðan ekið til vinnslu í Grindavík. Góður þorskur hefur fengist á svæðinu, en hann hefur þó verið nokkuð ýsublandaður, nokkuð sem menn reyna að forðast. „Tíðin hefur verið rysjótt inn á milli, en það hefur hins vegar ekkert lát orðið á góðum aflabrögðum,“ segir Gunnar. „Ég held að almennt hafi gengið vel hjá línu- skipum og togurum í haust, en það hefur trúlega verið erfiðara hjá minni bátunum vegna veðurs með landinu í nóvember.“ Gæði frekar en magn Gunnar segir það ekki keppikefli í sjálfu sér að moka upp fiski. „Þvert á móti reyn- um við að fá ekki of mikið og kappkostum að tryggja gæðin. 70 kör eða rúmlega 20 tonn á dag er viðráðanlegt í veiðunum og kannski það sem mætti kalla óskaafla.“ Eins og áður sagði hefur góður afli feng- ist á Vestfjarðamiðum undanfarið og í gær voru þar mörg skip. Algengt er að stærri línuskipin séu með um 45 þúsund króka og getur línan verið um og yfir 20 kílómetrar. Ef fiskirí er mjög gott er lögnin oft minnk- uð, en ágætt þykir að fá fisk á 15-20% af krókunum, að sögn Gunnars. Saltfiskmarkaðir að glæðast Um saltfiskmarkaði segir Gunnar að eftirspurn sé greinilega að aukast á Spáni og Ítalíu. Staðan sé enn erfið í Portúgal og enn sé „kalt í Grikklandi“, en kaupendur þar standi í skilum með allar sínar skuld- bindingar. „Í heildina eru markaðir fyrir saltfisk heldur að glæðast,“ segir Gunnar. „Verðið er enn lágt, en bæði spurn eftir saltfiski og verð eru hvor tveggja eitthvað að koma til. Ég gæti trúað að verðið væri nú svipað og það var 2004 og 2005. Verð hækkaði síðan verulega, trúlega of mikið, og náði há- marki 2008. Á síðasta ári hafði það lækkað um 25-30%.“ Fosföt leyfð að nýju Frá 1. janúar verður notkun fosfata við framleiðslu á blautsöltuðum saltfiski að nýju heimiluð. Í aðfaraorðum breytingar á reglugerð Evrópusambandsins er minnt á að saltfiskur fyrir Portúgal er þurrkaður og hefur hefðbundinn lit. Því sé ekki æski- legt að framleiða saltfisk fyrir Portúgal með viðbættum fosfötum. Gunnar segir að á heildina litið hafi mönnum tekist að halda sínu þrátt fyrir erfiðleika samfara banni á notkun fosfata. Fosföt viðhalda hvíta litnum og koma í veg fyrir að fiskurinn þráni. Gunnar segir að gæði línufisks frá Íslandi hafi tryggt við- skiptin og Íslendingar hafi ekki misst markaði vegna bannsins. Aflabrögð ekki betri lengi Ljósmynd/Kristinn Benediktsson Á línu Í róðri með Sturlu GK fyrir nokkrum árum. Í haust hefur yfirleitt fiskast mjög vel og hafa mörg skip verið að veiðum á Hornbanka.  Saltfiskmarkaðir að rétta úr kútnum  Gott verð fyrir fersk flök í Bretlandi og Bandaríkjunum  Línuskip Þorbjarnar í Grindavík landa á 3-4 daga fresti  Gæði frekar en að moka upp fiski Á aflafréttum.is er greint frá góðum afla í nóv- ember. „Hjá stóru línubátunum vekur það athygli hversu margar landanir voru yfir 100 tonnin. Það er kannski lýsandi dæmi um aukinn fisk í sjónum og þá munar þar mikið um meiri þorsk. Líka það að línubátarnir eru orðnir það öflugir og þeir stærstu eru með allt að 45 þúsund króka um borð. Alls voru þrettán landanir í nóvember hjá línu- bátunum sem voru yfir 100 tonnin sem er mjög mikið.“ Greint er frá því að Anna EA og Jóhanna Gísladóttir ÍS hafi báðar landað 146 tonnum úr ein- um róðri. Meira af fiski í sjónum MARGAR LANDANIR YFIR 100 TONNIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.