Morgunblaðið - 11.12.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.12.2013, Blaðsíða 38
Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hallur Ingólfsson sendi í haust frá sér breiðskífuna Öræfi og hefur hún að geyma níu lög án söngs með titl- um sem vísa í náttúruna. Plötuna vann Hallur í eigin hljóðveri og naut liðsinnis Þorbjörns Sig- urðssonar sem lék á píanettu. Hallur lék á öll önnur hljóðfæri, stýrði upptökum og sá um hljóðblöndun en „mastering“ var í höndum S. Husky Höskulds. Kápu plötunnar prýðir ljósmynd af saltsp- rengdum skúlptúr sem Heimir Sverrisson gerði af Halli og minnir á mosavaxið hraun. Skúlptúrinn smellpassar þannig við plötutitilinn sem vísar í samnefnt landsvæði, Öræfi í vestasta hluta Austur- Skaftafellssýslu. Í texta plötuumslags segir Hallur að hann hafi verið svo heppinn sem barn að fá að dveljast lengi í Skafta- felli sem sé nafli þessa svæðis. Svartifoss og Hvannadalshnúkur hafi orðið trúnaðarvinir hans. „Hvergi finnur maður meira til smæðar sinnar en í mikilfengleika náttúrunnar á þessum slóðum. Að öll erum við lítil og skammlíf krafta- verk í sköpunarverkinu. Fáum að dvelja þar okkar ör-æfi,“ ritar Hall- ur m.a. Í upphafi textans segir hann sögu sem var honum hugleikin við vinnslu plötunnar. Blaðamaður bið- ur hann að rifja þá sögu upp fyrir lesendum. „Sagan er í stuttu máli þannig að það var bóndi nokkur sem fór að leita fjár á Öræfum og féll of- an í sprungu, sat þar fastur. Hann tók upp á því að syngja sálma, bæði til að ákalla almættið í örvæntingu sinni og ekki síst fyrir leitarmenn svo að þeir gætu gengið fram á hann. Og náttúrlega líka til að halda sér vakandi þannig að hann myndi ekki líða út af. Þá myndi hann kannski ekki finnast eða vakna aft- ur. Það er þetta samband, að reyna að ná sambandi við eitthvað æðra sem var mér hugleikið,“ segir Hall- ur. Jarðarfararsálmar og spagettívestrar „Þetta er náttúrlega fyrst og fremst óður til tónlistar,“ segir Hall- ur, spurður að því hvort platan sé óður til öræfa. Hann segist hafa fengið svipaða tilfinningu þegar hann fór að hlusta á lögin eftir upp- tökur og hann fékk sem barn í Öræfum. „Vinnan er kannski líkari manninum sem situr í sprungunni og er að reyna að hrópa sér til lífs,“ bætir Hallur við og hlær. „Þetta er í rauninni eitthvað sem kom eftir á, ég var ekki endilega með þetta í huga á meðan ég var að vinna plöt- una. Tilfinningin kom eftir á og þess vegna fannst mér þetta nafn eiga svo vel við. Konseptið féll saman í þessu orði, öræfi,“ segir Hallur. -Þú líkir útsetningunum við lífs- hlaup, geturðu útskýrt það frekar? „Laglínan fer af stað með einu hljóðfæri og síðan er hún meira og minna endurtekin, þetta eru hringir sem eru aldrei eins. Í þeim eru þró- un og háski og áföll og gleði inn á milli, allt til loka. Hvort þeir fá svip- legan endi eða friðsælan er svo ann- að mál. Þetta var alveg meðvitað hjá mér og ágætt að segja frá því að innblásturinn að þessari tónlist, að hluta til, er annars vegar jarðarfar- arsálmar, þ.e. óður til liðinnar ævi, og síðan spagettívestrar. Einhvers staðar þarna á milli kom kveikjan að því að gera þetta,“ útskýrir Hallur. Hallur heldur útgáfutónleika á Nýja sviði Borgarleikhússins í kvöld kl. 20.30. Með honum leikur hljóm- sveit skipuð Halldóri Lárussyni trommuleikara, Herði Inga Stef- ánssyni bassaleikara og Jóhanni Ingvasyni píanóleikara. Öræfi, ör-æfi og óður til tónlistar  Hallur Ingólfsson gefur út breiðskífuna Öræfi Ljósmynd/Grímur Bjarnason Hlé Hallur Ingólfsson tónlistarmaður fyrir utan hljóðverið heima hjá sér. 38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013 Tilnefningar til Íslensku tónlistar- verðlaunanna 2013 voru kynntar í gær og hlaut hljómsveitin Hjaltalín flestar, átta talsins, í flokki popp- og rokktónlistar og óperan Ragnheiður flestar í flokki sígildrar og samtíma- tónlistar, þrjár alls. Tilnefningarnar í heild má finna á iston.is en hér verða birtar tilnefningar í völdum flokkum. Tónhöfundur ársins – djass og blús: Kristján Tryggvi Martinsson, Samúel Jón Samúelsson, Sunna Gunnlaugsdóttir og Tómas R. Ein- arsson. Tónhöfundur ársins – sígild og samtímatónlist: Atli Ingólfsson, Gunnar Andreas Kristinsson, Gunn- ar Þórðarson, Hugi Guðmundsson, Haukur Tómasson og Páll Ragnar Pálsson. Hljómplata ársins – sígild og samtímatónlist: Daníel Bjarnason – Over Light Earth, Hugi Guðmunds- son – Djúpsins ró, Emilía Rós Sig- fúsdóttir og Ástríður Alda Sigurð- ardóttir – Portrait, Vincent d’Indy - Orchestral Works 5 – Sinfóníu- hljómsveit Íslands og Þórður Magn- ússon – La Poesie. Söngkona ársins – sígild og sam- tímatónlist: Hallveig Rúnarsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir og Þóra Einarsdóttir. Söngvari ársins – sígild og sam- tímatónlist: Ágúst Ólafsson, Bjarni Thor Kristinsson og Eyjólfur Eyj- ólfsson. Lagahöfundur ársins – popp og rokk: Drangar, Emilíana Torrini, Hjaltalín, John Grant og Mammút. Tónlistarflytjandi ársins – popp og rokk: Áhöfnin á Húna, Hjaltalín, Mammút, Of Monsters And Men og Skálmöld. Söngvari ársins – popp og rokk: Egill Ólafsson, Högni Egilsson, John Grant, Pálmi Gunnarsson, Jök- ull Júlíusson og Eyþór Ingi. Söngkona ársins – popp og rokk: Emilíana Torrini, Jóhanna Guðrún, Sigríður Thorlacius, Katrína Mog- ensen, Lay Low og Andrea Gylfa- dóttir. Hljómplata ársins – popp og rokk: Drangar – Drangar, Tookah – Emilíana Torrini, Enter 4 – Hjaltal- ín, Íkorni – Íkorni, Pale Green Ghosts – John Grant, Komdu til mín svarta systir – Mammút og Kveikur – Sigurrós. Hljómplata ársins – opinn flokk- ur: Days of Grey – Hjaltalín, For Now I am Winter – Ólafur Arnalds og The Lighthouse Project – Am- iina. Tilnefningar í flokkunum Bjart- asta vonin, Plötuumslag ársins og Tónlistarmyndband ársins verða birtar eftir áramót og hefst þá líka kjör á vinsælasta flytjandanum. Verðlaunin verða afhent í Eldborg í Hörpu 14. mars. Tilnefnd Högni og Sigríður á tónleikum með Hjaltalín á Menningarnótt. Hjaltalín með átta, Ragnheiður þrjár  Tilnefningar til ÍTV kynntar Morgunblaðið/Rósa Braga Kórar Margrétar J. Pálmadóttur, Stúlknakór Reykjavíkur, Vox fem- inae og Cantabile, halda sína árlegu aðventutónleika í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 20.30. Einsöngvarar eru þau Hanna Björk Guðjónsdóttir og Maríus Sverrisson. Stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir en hún fagnar þessa dagana 20 ára afmæli sem stjórnandi kvennakóra. Aldursbreidd Alls koma fram yfir 200 söngkonur á tónleikunum, þær yngstu 4 ára. Aðventutónleikar kóra Möggu Pálma Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Haf- dís Vigfúsdóttir flautuleikari, Kristján Karl Bragason píanóleik- ari og Grímur Helgason klarinettu- leikari flytja tónlist sem tengist jól- unum á hádegistónleikum í Dómkirkjunni í dag kl. 12.15. Á tónleikunum hljóma verk eftir m.a. Jórunni Viðar, Hugo Wolf, Jo- hannes Brahms og Georges Bizet. Tónleikarnir eru endurómur af tón- listarhátíðinni Bergmáli sem fram fór á Dalvík um síðastliðna helgi. Jólatónlist Hallveig Rúnarsdóttir. Hádegistónleikar í Dómkirkjunni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.