Morgunblaðið - 11.12.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.12.2013, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gefðu þér tíma til að huga að því hvernig þú getur bætt líf þeirra sem eru þér næstir. Leyfðu fólki að dást að þér og njóttu þess. 20. apríl - 20. maí  Naut Rangar spurningar leiða bara til enn meira öngþveitis. Ef undirritun samninga stendur fyrir dyrum, skaltu vera viss um að þú sért ánægð/ur með skilmálana - þeir eru til langs tíma. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Stundum skilur fólk ekkert í því að það stofnaði til sambands í upphafi, en það er engin tilviljun hjá þér og þínum maka, sambandið er byggt á ást. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert full/ur hugmynda og sérð ekki hlutina í réttu ljósi. Nú er komið að því að þú uppskerir laun erfiðis þíns. Taktu lítil skref en fylgdu því sem þú vilt fast eftir. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Eitthvað kann að kastast í kekki milli þín og þinna nánustu. Taktu stjórnina í þínar hendur og þá munu hjólin fara að snúast þér í hag. Aðalatriðið er að halda sig við efnið - ekki víkja af þeirri braut. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Slysahætta er mun meiri en venjulega vegna stöðu himintungla. Gefðu þér tóm til þess að svipta áhyggjum burtu svo þú sjáir hlutina í réttu ljósi. 23. sept. - 22. okt.  Vog Öll samskipti þín við aðra verða hlý og notaleg í dag. Þú ert á uppleið í lífinu, haltu upp á það og fáðu þér konfektbita, bara einn þó. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ekki gott fyrir heimilislífið að taka vinnuna með sér heim. Sýndu var- kárni því einkalíf þitt kann að skipta aðra máli. Þú ert fær í flestan sjó. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Óvænt tækifæri mun bjóðast þér og það ríður á miklu að þú kunnir að bregð- ast rétt við. Persónuleg mál hvíla þungt á þér en það birtir fljótlega til. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þótt öðrum lítist hreint ekki á fyr- irætlanir þínar, máttu ekki láta það draga úr þér kjarkinn. Samskipti þín við aðra einkenn- ast af raunsæi og skynsemi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ekki er ósennilegt að þú lendir í útistöðum við einhvern í dag. Bíttu í tunguna á meðan þú aflar þér upplýsinga. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ekki er ólíklegt að tafir, ruglingur og viðlíka ergi þig í dag. Einbeittu þér að því að efla styrk fólks. Skáldið Þórarinn Eldjárn orti ádegi íslenskrar tungu 16. nóv- ember síðastliðinn: Íslenskan er okkar mál amma og litlasystir. Að súpa hennar sæta kál sífellt mig í þyrstir. Orðin hennar holt og bolt heyrið, skoðið, rýnið. Það er svo gott að þamba hollt Þ og Ð-vítamínið. Hallmundur Kristinsson bregður á leik með limru á Boðnarmiði: Ilmandi töðu á túnum á Teitur Sveinsson á Brúnum. Léttþurrkuð var. Nú liggur hún þar; lostæti handa kúnum. Guðmundur Halldórsson prjónar við hana: Ljáin fellur í fossum hjá Frímanni bónda á Krossum. Hún fullþurr var snart en farið með spart og fráleitt boðin var hrossum. Þá Hreinn Þorkelsson: Á skáranum skrælþornar taðan og skammt þar frá opin er hlaðan að Ósk Friðjón laut og augunum gaut: „Þú gerir mig alltaf svo gr … ikksækinn“ Bjarki Karlsson leggur orð í belg: Þegar Teitur minn brunar til Brúna að bera á túnin og frúna er Friðjón á Hól með flagsandi tól frúna á Brúnum að múna. Þorgeir Tryggvason stenst ekki mátið: Fúlmennið Friðjón á Hóli flaggar í hálfa stöng tóli meðan Teitur hann keyrir á traktornum, heyrir tæpast þó frúin hans góli. Loks klykkir Hreinn út með: Friðjón með pallsteindu priki pikkar og heldur því striki vel ánægð er nú sú indæla frú en lætur sem leitt sér það þyki. Pisa/Písa er yfirskrift þessarar limru Hjálmars Freysteinssonar: Hér áhyggjum ýmsir lýsa, á aðra sökinni vísa. En spyrja þú skalt: Skyldi ekki allt vera skakkt sem kemur frá Písa? Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af íslenskunni, ilmandi töðu og limrum Í klípu „ÉG HEITI RÓBERT OG VERÐ ÞJÓNNINN YKKAR Í KVÖLD. OG ÞETTA ER HANN KALLI, HANN PASSAR AÐ ÞIÐ BORÐIÐ EKKI MEIRA EN ER GOTT FYRIR YKKUR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÉG ER BARA AÐ AUKA LÍKURNAR AÐEINS.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... neistinn sem kveikir líf. LÍSA ER HJÁ FORELDRUM SÍNUM ÞESSA HELGI. JÓN STUDDI ÞÁ ÁKVÖRÐUN ... ... ÞAR TIL HÚN KEYRÐI Í BURTU. HVAÐ HELDUR ÞÚ, ZOOK LÆKNIR? HMMM ... KANNSKI ER KOMINN TÍMI TIL AÐ DRAGA AÐEINS ÚR ÞUNG- LYNDISLYFJUNUM. Í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossiríkir sérstakt andrúmsloft, sem ber því vitni að ekki þarf alltaf að vera hátt til lofts og vítt til veggja. Þar er að finna nýjar bækur og gaml- ar. x x x Fornbókabúðir hafa alltaf haft sér-stakt aðdráttarafl á Víkverja. Í upphafi leitaði hann þar að gömlum hasarblöðum. Á þeim tímum voru mýmargar slíkar verslanir í Reykja- vík og víða um land. Nú eru fáar eftir. Það kveikir því ákveðna fortíðarþrá að koma inn í bókakaffið og blaða í gömlum bókum, forvitnilegum, skrítnum, kynlegum og skemmti- legum. Sumt er þannig að maður veltir fyrir sér að nokkrum manni skyldi hafa dottið í hug að gefa það út, annað þannig að skemmtigildið getur bara hafa vaxið með árunum. x x x Gamlar bækur eru ekki jafn-verðmætar og þær voru í eina tíð. Sumir kenna netinu um. Eftir að það kom til sögunnar er auðveldara að átta sig á framboðinu og eft- irspurninni. Ef vitað er að bók, sem talið er að fá eintök hafi verið eftir af, sé til í öðrum hverjum kjallara dreg- ur úr verðmætinu. Netið gæti líka hafa haft áhrif að öðru leyti. Sumir halda því fram að það sé vel á veg komið með að drepa bókina, þeir sem hangi á netinu lesi ekki bækur – fyrir utan þá sem lesa bækur á netinu. Netið hafi sem sagt drepið eft- irspurnina. Bækur seljast tæplega dýru verði ef enginn vill kaupa þær. x x x Ekki eru þó allar bækur verðlausarog á bókakaffinu er að finna bæk- ur þar sem verðmiðinn nær sex stafa tölu. Eina bók óverðlagða sýndi Bjarni Harðarson þegar Víkverji átti leið um. Það var þýsk þýðing á Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, útgefin 1774, heil- legt eintak og vel með farið. Víkverji fylltist andakt þegar hann fékk að halda á þessum forláta grip. Á saur- blaði stóð 600,-. Þegar Víkverji ætlaði að hanka bóksalann á verðmerking- unni var svarið að þetta væru 600 kú- gildi. Veskið var kyrrt í vasa Vík- verja. víkverji@mbl.is Víkverji Lofsöngur Maríu Og María sagði: Önd mín miklar Drottin og andi minn gleðst í Guði, frelsara mínum. (Lúkasarguðspjall 1:46-47) Hydrovane loftpressur eru lágværar, fyrirferðarlitlar, öflugar og henta alls staðar þar sem þörf er á þrýstilofti. Mikið úrval af hágæðaloftpressum, lögnum og síum. Bjóðum lausnir í þrýstilofti fyrir allar aðstæður. IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is Allt annað líf - með hljóðlátri loftpressu Kynntu þér úrvalið á idnvelar.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.