Morgunblaðið - 11.12.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.12.2013, Blaðsíða 31
sem hefur verið stór hluti af til- veru okkar er horfin okkur sjón- um. Eftir sitjum við og störum skilningsvana í tómið sem hún fyllti. Dóra var glæsileg kona og björt yfirlitum. Fjölskyldan var henni allt og í faðmi hennar leið henni best. Hún lifði fyrir börnin sín og eiginmann og vakti yfir velferð þeirra, ávallt trú og traust. Ást hennar var sannarlega endurgold- in. En fjölskyldan takmarkaðist ekki við eiginmann og börn. Börn- in okkar urðu sem börnin þeirra og heimili þeirra Andrésar stóð okkur ætíð opið. Um móður okkar hugsaði Dóra af mikilli væntum- þykju og ást. Föður okkar saknaði hún alla tíð en hann lést fyrir ald- ur fram. Hún var einstaklega hjartahlý og átti auðvelt með að gefa af sér. Hún gladdist með öðr- um en var hógvær hvað hana sjálfa varðaði. Betri stóru systur er ekki hægt að hugsa sér. Dóra var mikið náttúrubarn. Hún unni landinu sínu sem hún þekkti svo vel. Hvergi var hún ánægðari en á ferð um landið með fjölskyldunni. Einn staður var henni hugleiknari en aðrir. Í Þjórsárdal sem hún kallaði sveit- ina sína höfðu Dóra og Andrés að- gang að sumarhúsi og þangað var gaman að fara. Njóta frjálsræðis í sveitinni, leika úti við börnin á daginn og spila fram á nótt þegar þau voru komin í háttinn. Við fengum að fara með þeim í þessa paradís á hverju sumri. Við og börnin okkar minnumst þessara stunda með gleði í hjarta. Mikil tímamót urðu á síðasta ári þegar tvö barnabörn bættust í hópinn með mánaðar millibili. Nýtt skeið rétt að hefjast sem amma. Það leyndi sér ekki hversu stolt og ánægð Dóra var með ung- ana sína. Því miður fékk hún ekki að njóta þeirra og þau hennar nema í þennan skamma tíma. En minningu hennar munum við fjöl- skyldan halda á lofti þannig að hún fylgi litlu ömmubörnunum alla tíð. Mikið er sárt að sjá á bak kærri systur og mágkonu. Við yljum okkur við góðar minningar sem ekki verða frá okkur teknar. Miss- ir Andrésar og barnanna er mikill og þungbær. Guð gefi þeim styrk. Megi englar Guðs vaka yfir elskulegri systur minni. Nanna og Ólafur. Það var mikil eftirvænting í lofti, þegar Andrés bróðir kynnti kær- ustuna sína fyrir fjölskyldunni, fyr- ir rúmlega 40 árum. Dóra, þessi glæsilega og ljúfa stúlka, féll strax vel inn í hópinn. Við urðum fljótt góðar vinkonur og sá vinskapur hélst alla tíð, án þess að nokkru sinni bæri skugga á. Síðustu daga hafa minningarn- ar streymt fram, sumar tengdar erfiðleikum og sorg, en hinar þó miklu fleiri frá gleðilegum atvik- um og samverustundum. Minnisstæðar eru t.d. heim- sóknir þeirra hjóna til okkar, fyrst til Vestmannaeyja og síðar til Akraness. Þá áttum við ánægju- legar stundir saman á ættarmót- um og í útilegum, t.d. í Loðmund- arfirði, á Barðaströnd og þar í nágrenni, í Skagafirði og á Ströndum. Eftir að börn okkar fæddust voru þau að sjálfsögðu með. Þessum minningum öllum fylgir mikil gleði og ánægja. Það er sömuleiðis mjög eftir- minnilegt þegar við mágkonurnar vorum ófrískar á sama tíma, bár- um reglulega saman bækur okkar og eignuðumst dætur okkar, Írisi og Sigrúnu, með tveggja daga millibili í ágúst 1979. Dóra var mikil fjölskyldukona, sem lét sér mjög annt um velferð sinna nán- ustu. Hún bjó yfir mikilli jákvæðni og æðruleysi, og það var alltaf stutt í fallegt bros hennar. Hún var mikill fagurkeri og smekk- manneskja. Það hefur myndast stórt skarð í fjölskyldu okkar við skyndilegt fráfall hennar, sem enginn átti von á. Sorgin er mikil, en lífið getur verið miskunnarlaust. Ég á eftir að sakna mikið hvers- dagslegra samskipta okkar Dóru, að spjalla saman í síma eða eiga notalega stund yfir kaffibolla. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka elskulegri mágkonu minni fyrir allar góðu samveru- stundirnar og bið algóðan Guð að styrkja elsku Andrés bróður, börnin og fjölskyldur á þessari sorgarstundu. Vort líf er svo ríkt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú. Þó ævin sem elding þjóti, Guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir í gegnum dauðann sjást. - Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur – síðar. (Jóhannes úr Kötlum) Berglind. Dóra tengdamamma mín, amma barnsins míns. Nú ert þú farin á góðan stað þar sem þér líð- ur vel. Við hérna söknum þín samt óendanlega mikið en leitum skjóls í minningunum. Ég minnist þess svo vel þegar þú komst og hjálpaðir okkur Begga að flytja og þú pakkaðir eldhúsinu niður á mettíma. Við Beggi áttum ekki orð hversu hratt og vel gert þetta var, en þannig varstu, allt sem þú tókst þér fyrir hendur var vel gert. Ég man vel þegar þú komst að kíkja á litla ömmubarnið þitt í fyrsta sinn. Þú ljómaðir og gerðir það í hvert sinn sem þú sást hann. Þú varst líka svo glöð þegar við vildum að þú værir guðmóðir hans, en ég gat ekki hugsað mér betri guðmóður fyrir Alex litla þar sem kærleikur þinn var dýpri heldur en hjá nokk- urri manneskju sem ég hef kynnst. Ég veit að þú munt passa hann vel um ókomna framtíð þar sem þú ert núna. Ég skal vera dugleg að segja honum frá ömmu sinni og halda minningunni um þig á lofti, en sárast finnst mér að hann hafi ekki fengið að njóta þín lengur. Elsku Dóra, ég kveð þig með söknuð í hjarta. Erla Björk. Minningar og hughrif sem tengjast Halldóru Bergþórsdótt- ur, Dóru, streyma inn. Óljósar bernskuminningar frá fimmta áratugnum. Dóra leiðir litlu frænku í kringum jólatréð í stof- unni á Nesveginum. Heitt súkku- laði með rjóma. Spilað við borð- stofuborðið. Í Sólheimum finnur Dóra skókassa fyrir dúkkur litlu stelpnanna. Hún setur band í og þær draga kassana eftir gangin- um. Lóa kemur með krakkana á Nesveginn. Dóra fer með litlu frænkuna út í mjólkurbúð að kaupa franskbrauð fyrir mömmu sína. Hún kennir henni hvernig hægt er að borða innan úr brauð- inu án þess að sjáist á því. Minn- ingarnar eru hlýjar og kalla fram bros. Seinna er Dóra ung stúlka á sjötta áratugnum. Hún er í Versló. Hún er falleg með þykkt sítt hár. Dóra fer í skóla til Englands og kemur heim sem fágaður heims- borgari. Hún fer að vinna í Út- vegsbankanum. Dóra giftist Andrési og frænkan fylgist með þegar brúðhjónin glæsilegu koma út úr kirkjunni. Nýtt tímabil hófst í lífi Dóru. Þau Andrés stofnuðu heimili og eignuðust þrjú börn. Stórfjöl- skyldan stækkaði og við hittumst æ sjaldnar. Í byrjun níunda árar- tugarins ákváðu systkinabörnin að hittast með fjölskyldur sínar og foreldra í Fljótstungu í Hvítársíðu á nokkurra ára fresti til að styrkja fjölskylduböndin. Þar kynntist ég nýrri hlið á Dóru. Hún var móðir og eiginkona sem umvafði fjöl- skyldu sína ástríki. Hún var sterk kona sem tók ákvarðanir í lífinu. Hún tók þá ákvörðun að setja í forgang það sem dýrmætast er í lífi hverrar fjölskyldu, börnin. Dóra styrkti börnin sín í námi og frístundum. Þau bera með sér uppeldi þeirra Andrésar. Þau eru sjálfstæðar, heiðarlegar og góðar manneskjur. Fyrir þremur árum kallaði hóp- ur innan Fljótstunguættar saman fulltrúa af kynslóð okkar Dóru sem skipulögðu ættarmót niðja Guðrúnar Pétursdóttur og Jóns Pálssonar í Fljótstungu. Á sama tíma var unnið að ættartré Ána- naustaættar í Reykjavík. Við, af- komendur Guðrúnar, vorum beðin um að skoða okkar grein, uppfæra upplýsingar og finna myndir. Dóra lagðist í mikla rannsóknar- vinnu. Hún safnaði myndrænum og skráðum upplýsingum um ætt- feður og -mæður, rakti flutning á húsi afa okkar frá Lindargötu í Stykkishólm og svo mætti lengi telja. Við unnum töluvert saman þar sem ég sá um tæknimál. Þá kynntist ég enn nýrri hlið á Dóru. Ég kynntist umhyggjusemi fyrir aldraðri móður, frjálslyndri konu sem tók opnum örmum nýjum fjölskyldum inn í sína og loks gleðinni yfir litlu barnabörnunum sem áttu að fá að njóta yndislegr- ar ömmu um ókomin ár. En þá var einhver sem bankaði á og vildi fá að njóta krafta Dóru handan landamæra lífsins. Blessuð sé minning Halldóru Bergþórsdótt- ur. Margrét Ásgeirsdóttir. Dóra var einstök frænka, ástrík og hjartahlý. Við erum lánsöm að hafa átt hana að og það að geta sagt að hún sé móðursystir okkar fyllir okkur stolti enda vart hægt að finna glæsilegri konu. Dóra og móðir okkar systkina voru mjög nánar systur og ólumst við upp við að heimili hennar, Andrésar og barnanna þeirra var sem okkar annað heimili. Alltaf var tekið á móti okkur með föstu faðmlagi og alltaf fann maður hversu mikla ást Dóra hafði að gefa. Með sorg í hjarta sitjum við eftir en yljum okkur við minning- arnar um öll þau jól og áramót sem við áttum saman, allar sum- arbústaðaferðirnar og tjaldútileg- urnar sem við fórum í, Danmerk- SJÁ SÍÐU 32 MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013 ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, UNNUR JAKOBSDÓTTIR, áður að Digranesvegi 80, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, þriðjudaginn 3. desember. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Útförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 13. desember kl. 13.00. Bent Bjarnason, Helga Helgadóttir, Anna Þórdís Bjarnadóttir, Stefán R. Jónsson, Jakob Unnar Bjarnason, Þóra Kristín Vilhjálmsdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Elskuleg frænka okkar, UNNUR GUÐMUNDSDÓTTIR frá Túni í Flóa, áður Stigahlíð 88, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Grund föstudaginn 6. desember. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. desember kl. 15.00. Systkinabörnin. ✝ Elskulegur sonur, bróðir og frændi, SIGFÚS BLÖNDAL SIGURÐSSON, Stafholtsey, Borgarfirði, verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju í Borgarfirði föstudaginn 13. desember kl. 14.00. Sigríður Blöndal, Jóhanna Sigurðardóttir, Knút Petur í Gong, Jón Páll Sigurðsson, Pálfríður Sigurðardóttir, Stefán Hafþór Guðmundsson og fjölskyldur. ✝ Elsku eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, KARÍTAS KRISTJÁNSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, lést að heimili sínu föstudaginn 6. desember. Jarðarförin fer fram frá Áskirkju þriðjudaginn 17. desember kl. 13.00. Kári Sigurbergsson, Kristján Kárason, Hrafnhildur Soffía Guðbjörnsdóttir, Sigurbergur Kárason,Guðrún Jónasdóttir, Hrafnkell Kárason, Brynhildur Ingvarsdóttir, Ásdís Káradóttir, Arnar Þór Másson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÚNAR BIRNU HALLDÓRSDÓTTUR, Grænugötu 12, Akureyri. Útför hennar fór fram í kyrrþey frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 4. desember. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningarinnar á Akureyri fyrir frábæra umönnun. Ragnheiður Harðardóttir, Halldór Jóhann Harðarson, Sigrún Soffía Harðardóttir, Oddur Sigurðarson, Steinberg Harðarson, Pia Mortensen, Ragnar Harðarson, Sigurlaug Harðardóttir, Sigmundur Hannes Hreinsson, Hulda Ósk Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNA BJÖRK KRISTJÁNSDÓTTIR, Alviðru, Dýrafirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði sunnudaginn 8. desember. Jarðarförin fer fram frá Núpskirkju laugardaginn 14. desember kl. 11.00. Helgi Árnason, Sigríður Helgadóttir, Friðfinnur S. Sigurðsson, Kristín Þórunn Helgadóttir Brynjar Gunnarsson, Matthildur Helgadóttir Jónudóttir, Guðmundur Hjaltason, Kristján Örn Helgason, Dagrún Matthíasdóttir, Árni Þór Helgason, Carolin Kraus, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar elskulega og einstaka móðir, systir, mágkona og vinur besti, VALDÍS GUNNARSDÓTTIR, Katrínarlind 7, lést sunnudaginn 8. desember. Útför auglýst síðar. Hrafn Valdísarson, Greta Lind Kristjánsdóttir, Ásta Gunnarsdóttir, Oddur Halldórsson, Jóna Björk Gunnarsdóttir, Eyrún Gunnarsdóttir, Trausti Már Kristjánsson, Therese Grahn, Ragnar Þorsteinsson, Jóhann Þór Guðmundsson. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, SIGURBJARGAR SVEINSDÓTTUR frá Sauðárkróki, Lönguhlíð 3, Reykjavík. Stella E. Kristjánsdóttir, Elsa Pálsdóttir, Edvard Lövdahl, Magnús Pálsson, Ingunn Vilhjálmsdóttir, Kristín Pálsdóttir, Guðjón Guðlaugsson, barnabörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, amma og langamma, ÓLAFÍA BJARNADÓTTIR, Hábæ 2, Þykkvabæ, lést á Landspítala við Hringbraut sunnu- daginn 8. desember. Sverrir Gíslason, Jóna Elísabet Sverrisdóttir, Pálmar Guðbrandsson, Bjarni Rúnar Sverrisson, Elín Þóra Sverrisdóttir, Einar S. Bjarnason, Sverrir Þór Sverrisson, Brynja Sverrisdóttir, Sigríður Helga Sverrisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, STEFÁN HALLDÓR HELGASON lést föstudaginn 6. desember á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Hann verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstudaginn 13. desember kl. 13.00. Droplaug G. Stefánsdóttir, Kristinn L. Matthíasson, Margrét Stefánsdóttir, Bjarni Árnason og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.