Morgunblaðið - 11.12.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.12.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 2013 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Nýjar reglur Evrópusambandsins sem takmarka aflið í ryksugumótorum við 1.600 W taka gildi næsta haust, þar með talið á Íslandi, og frá og með 1. september 2017 mega ryksugur ekki vera öflugri en 900 W. Nú er al- gengt að ryksygur til heimilisnota séu 1.800-2.000W. Þetta þýðir þó ekki endilega að í nánustu framtíð verði gjörsamlega ómögulegt að fá almennilega ryksugu. Gætu orðið dýrari til að byrja með Þorvaldur Þorvaldsson, vörustjóri heimilistækja- deildar Elko, bendir á að til séu nýjar ryksugur t.d. frá Electrolux sem séu 1.200-1.250W en skili nánast jafn- miklu sogafli og 2.000W ryksugur. „Þær taka minna afl en þær skila því sama út,“ segir Þorvaldur. „Þetta er þessi græna bylting. En þær eru talsvert dýrari, enn sem komið er.“ Þorvaldur býst þó við að verðið muni lækka þegar þessar sparneytnari ryksugur komist í al- menna framleiðslu, þótt þær verði eitthvað dýrari fyrst til að byrja með. Þá verði aflmeiri ryksygur áfram til sölu, a.m.k. þangað til lagerinn klárast. Svipuð þróun hafi átt sér stað varðandi önnur heimilistæki; ísskápa, þvottavélar og uppþvottavélar og svo framvegis, alls staðar sé verið að innleiða strangari kröfur um raf- magnsnýtingu. Tilgangurinn með þessu nýja ryksuguregluverki Evrópusambandsins er að stuðla að minni orkunotkun, enda er mestallt rafmagn í aðildarríkjum þess framleitt með mengandi aðferðum. Eftir töluverðu er að slægjast því í ryksugureglugerð ESB kemur fram að árið 2005 notuðu ryksugur í ESB árlega 18 terawattstundir af raf- orku og ef ekkert yrði að gert yrði notkunin 34 terawatt- stundir á ári árið 2020. Raforkuframleiðsla Landsvirkj- unar er um 12 terawattstundir á ári. Kristján Kristjánsson, deildarstjóri heim- ilistækjadeildar Ormsson, selur nú þegar 1.600W ryk- sugu sem skilar álíka miklu, en þó heldur minna, sogafli og 2.000W ryksuga. Hann segir að sogaflið þurfi að vera á bilinu 350-380W og framleiðendur verði að finna leiðir til þess að minnka mótorinn en halda í kraftinn. Aflið í ryksugunni minnkar en ekki endilega sogkraftur  Nýjar ryksugur mega ekki vera aflmeiri en 1.600 W frá og með næsta hausti Morgunblaðið/Jóra Skylduverk Árangur skiptir meira máli en uppgefið afl. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ekkert lát er á umsóknum um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Á tímabilinu frá 1. septem- ber til 30. nóvember sl. barst 181 um- sókn um greiðsluaðlögun, auk 232 umsókna um ráðgjöf. Að sögn Ástu Sigrúnar Helgadótt- ur, umboðsmanns skuldara, hefur sýnt sig að um það bil helmingur þeirra sem leita sér ráðgjafar fer í greiðsluaðlögun. Því megi gera ráð fyrir að alls 327 umsækjendur hafi farið í greiðsluaðlögun á þeim tíma, en á bak við hvern og einn getur verið einstaklingur eða sambýlisfólk/hjón með börn. Hafa umboðsmanni skuld- ara því borist tæplega 5.000 umsóknir um greiðsluaðlögun á tímabilinu frá 1. ágúst 2010 til 1. desember 2013. Hluta umsókna er synjað og geta umsækj- endur kært þá ákvörðun til kæru- nefndar greiðsluaðlögunarmála. Ríf- lega 2.000 samningar hafa verið gerðir og er rúmlega 800 lokið, þ.e. umsaminn samningstími er liðinn og komið að uppgjöri skulda miðað við greiðslugetu skuldara til framtíðar. Lög um greiðsluaðlögun einstak- linga tóku gildi 1.8. 2010 og er mark- mið þeirra að gera „einstaklingum í verulegum greiðsluerfiðleikum kleift að endurskipuleggja fjármál sín og koma á jafnvægi milli skulda og greiðslugetu þannig að raunhæft sé að skuldari geti staðið við skuldbind- ingar sínar um fyrirsjáanlega fram- tíð,“ eins og segir í lögunum. Ekki sama og 110%-leiðin Tekið skal fram að greiðsluaðlögun og svonefnd 110%-leið eru ólíkir hlut- ir. Frestur til að sækja um niður- færslu veðskulda af íbúðalánum skv. 110%-leiðinni rann út 1. júlí 2011. Var það tímabundin, almenn aðgerð. Að sögn Ástu Sigrúnar er greiðsluaðlög- un hins vegar úrræði sem er orðið fast í sessi: „Það verður alltaf ákveðinn hópur þjóðfélagsins sem mun eiga í greiðsluerfiðleikum.“ Þegar sótt er um greiðsluaðlögun er greiðslugeta umsækjenda metin og er greiðslum hagað í samræmi við hana. Miðað er við að mánaðar- greiðslur séu sem nemur 60-100% af hæfilegri húsaleigu á almennum markaði. Alls eru 748 mál í vinnslu hjá umsjónarmönnum og er hlutverk þeirra að reyna að ná frjálsum samn- ingum við kröfuhafa fyrir hönd skuld- ara. Ásta Sigrún segir að stærsti kúf- urinn hafi verið tekinn af umsóknum um greiðsluaðlögun. „Við fórum í umfangsmiklar skipu- lagsbreytingar í haust og með þeim breytingum jókst mjög málshraðinn. Mál vinnast því orðið mun hraðar. Annað atriði er að við erum með mjög hæft starfsfólk og málin ganga hraðar fyrir sig. Þá eru málin orðin einfaldari en áður. Það má líka segja að megin- þunginn í vinnunni vegna umsókna um greiðsluaðlögun sé farinn að fær- ast frá því að samþykkja beiðnir yfir í samningsgerðina sjálfa og málalok. Verkefnið er því að vissu leyti að breytast. Samningar um greiðsluaðlögun eru til allt að þriggja ára. Það getur margt gerst á þeim tíma. Tekjur fólks geta breyst og það orðið fyrir atvinnumissi eða veikindum. Í slíkum tilvikum get- ur fólk sótt um breytingar á samn- ingi,“ segir Ásta Sigrún og bætir við að samningar um greiðsluaðlögun geti m.a. kveðið á um algera eða hlut- fallslega eftirgjöf krafna, sé staðið við samninginn. Við lok samnings gilda reglur í lög- um varðandi eftirgjöf veðkrafna og er það í höndum sýslumanns að ákveða hvernig þeim er framfylgt. Margir bíða eftir greiðsluaðlögun  Umboðsmaður skuldara áætlar að 300 umsóknir hafi borist frá septemberbyrjun og út nóvember í ár  Alls hafa umboðsmanni því borist um 5.000 umsóknir um greiðsluaðlögun frá því í ágúst árið 2010 Morgunblaðið/Árni Sæberg Vallarhverfið í Hafnarfirði Fjöldi fólks á erfitt með að greiða af íbúðaskuldum. Margir fara í greiðsluaðlögun. Nær 8 af hverjum 10 » Að sögn umboðsmanns skuldara hafa að jafnaði um 78% umsókna um greiðslu- aðlögun verið samþykkt. » Um 14% umsókna hefur ver- ið synjað og um 8% umsókna hafa verið afturkölluð að frum- kvæði umsækjenda áður en af- staða var tekin til umsóknar af hálfu embættisins. » Skiptingin er sýnd í töflunni hér til hliðar. » Af þeim 748 málum sem eru hjá umsjónarmönnum eru 568 mál í virkri vinnslu. » Þar af eru 145 mál hjá fjór- um umsjónarmönnum á vegum embættisins en 423 mál eru hjá 41 umsjónarmanni utan stofnunarinnar. » Þá eru 180 mál í vinnslu hjá umboðsmanni skuldara vegna ábendinga um að eitthvað hafi komið í ljós sem hindri greiðsluaðlögun. Greiðsluaðlögun einstaklinga* hjá embætti umboðsmanns skuldara (UMS) Í vinnslu hjá UMS Í vinnslu hjá umsjónarmanni: Vinnslu lokið Þar af samningar Þar af synjað Þar af afturkallað Þar af niðurfellt vegna aths. umsjónarmanns Þar af staðfestir nauðasamningar af dómstólum Þar af nauðasamningum synjað af dómstólum Þar af lokið án samninga Alls 276 748 3.968 4.992 2.040 672 661 506 41 11 37 3.968 *Fjöldi umsókna sem umboðsmanni skuldara hafa borist 1. ágúst 2010 til 1. desember 2013.Heimild: Umboðsmaður skuldara tofrandi jolagjafir Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com Andvirði: 12.320 kr. Handkrem 30 ml - 1.250 kr | Eau de Toilette 100 ml - 7.480 kr. Húðmjólk 75 ml - 1.360 kr. | Sturtusápa 250 ml - 2.230 kr. .. ‘ CHERRY BLOSSOM GJ Jólatilboð: 8.990 kr. AFAKASSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.