Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013 Opið: Mán - Fim 11:00 - 18:00 Fös 10:00 - 18:30 & Lau 11:00 - 16:00 Hátíðarkörfur Ostabúðarinnar eftir þínu höfði Við erum byrjuð að taka á móti pöntunum í síma 562 2772, ostabudin@ostabudin.is og á ostabudin.is Hringdu núna og pantaðu Minjastofnun hefur lagt til að hús við Austurvöll, Vallarstræti og Ingólfs- torg, eða á svokölluðum Landssíma- reit, verði friðlýst. Húsfriðunarnefnd hafði áður lagt til friðun húsanna og eru þau það samkvæmt nýsam- þykktu deiliskipulagi. Stigsmunur er á friðun og friðlýsingu. Fulltrúar allra flokka í borgar- stjórn nema Vinstri grænna hafa andmælt tillögu Minjastofnunar. Að sögn Hjálmars Sveinssonar, varafor- manns skipulagsráðs, kann friðlýsing að setja nýsamþykkt deiliskipulag á svæðinu í óvissu. Ný lög um menningarminjar Á vef Minjastofnunar kemur fram að við gildistöku laga um menning- arminjar, sem tóku gildi árið 2012, hafi lög um húsfriðun frá árinu 2001 fallið úr gildi. Í nýju lögunum er gerður greinarmunur á friðuðum og friðlýstum mannvirkjum. Í stuttu máli er friðlýsing meira afgerandi úr- ræði, og þarf t.a.m. að vera ákveðið bil í næsta hús sem reisa má við hlið- ina á hinu friðlýsta húsi. Til sam- anburðar ná lög um friðun eingöngu til röskunar á mannvirkinu sjálfu. Mannvirkjastofnun leggur til friðlýs- ingu mannvirkja en endanlegt úr- skurðarvald er hjá forsætisráðherra. Furðar sig á andstöðu Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í skipulagsráði, furðaði sig á andstöðu meirihluta skipulagsráðs við tillögu Mannvirkjastofnunar á fundi skipulagsráðs í gær. „Fá ef nokkur dæmi eru um að Reykjavík- urborg mótmæli friðun húsa,“ segir m.a. í bókuninni. Í bókun hinna flokk- anna segir m.a.: „Fulltrúi Vinstri grænna í umhverfis- og skipulagsráði fullyrðir ranglega að Reykjavíkur- borg mótmæli friðun húsa við Ing- ólfstorg, Austurvöll og Vallarstræti. Umrædd hús eru þegar friðuð. Borg- in mótmælir málsmeðferð Minja- stofnunar þar sem fyrri samþykktum húsafriðunarnefndar er snúið við,“ segir í bókuninni. vidar@mbl.is Friðlýsing skapar óvissu  Deiliskipulag í óvissu vegna tillögu Minjastofnunar Ingólfstorg Tillaga að friðlýsingu setur deiliskipulag í óvissu. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Svo mikið ber samninganefndum verkalýðshreyfingarinnar og vinnu- veitenda á milli að litlar líkur eru á að samningar náist fyrir áramót. Upp úr slitnaði á samningafundi hjá ríkissáttasemjara síðdegis í gær. „Ég hélt að það væri að koma að- fangadagur og ég ætti að fá jóla- pakka í dag, þegar ég sá há- stemmdar yfirlýsingar um að Samtök atvinnulífsins ætluðu að leggja fram draumatilboð. Þetta reyndist vera lélegasti jólapakki sem ég hef fengið,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfs- greinasambandsins. Samningsum- boðið er hjá landssamböndum ASÍ eftir að slitnaði upp úr viðræðum um heildarsamning. Ríkissátta- semjari boðaði samninganefndir SA, Starfsgreinasamband Íslands, Flóabandalagið, Landssamband verslunarmanna og VR til fundar í gær. Meira lagt í lægri laun SA lögðu fram nýja útfærslu á breytingum á launaliðum kjara- samninga, aðeins frábrugðna fyrra tilboði sem hafði verið hafnað. Boð- in var eins launaflokks hækkun fyr- ir mánaðarlaun undir 225 þúsund kr. sem svarar til um 1.700 krónum. Að auki átti að koma 5.500 króna föst krónutöluhækkun á laun upp að 260 þúsund kr. Áfram var gert ráð fyrir 2% almennri hækkun. Björn segir að það sem boðið var í gær sé langt frá kröfum ASÍ um 11 þúsund kr. krónutöluhækkun og 3,25% almenna grunnkaupshækk- un. Telur hann tilboðið að sumu leyti lakara en hugmyndir sem SA ræddu á fimmtudag. „Það miðaði því frekar aftur á bak en áfram,“ segir Björn. Semja ekki um lækkun „Þetta er óásættanlegt. Ekki er hægt að semja um 2% launahækk- un þegar spáð er 3,7% verðbólgu. Ríkisstjórnin er ekki að koma til móts við okkur í gjaldskrármálum. Við semjum ekki um kaupmáttar- lækkun, ekki sjálfviljug,“ segir Guð- brandur Einarsson, formaður Landssambands íslenskra verslun- armanna. Hann segir að í tilboði vinnuveitenda hafi falist að boðin hafi verið hækkun á allra lægstu launum á kostnað annarra laun- þega. „Við erum ekki tilbúnir í slíkt.“ Samninganefndir allra sambandanna fjögurra voru sam- stiga í að hafna tilboðinu. Deilan er á forræði ríkissáttasemjara. Ekki hafa verið boðaðir nýir samninga- fundir. „Ef þeir ætla að þoka þessu áfram verður að leggja meira í púkkið,“ segir Guðbrandur. Telja að frekar hafi miðað aftur á bak en áfram Morgunblaðið/RAX Samningafundur Þorsteinn Víglundsson og fulltrúar SA ganga á fund með fulltrúum ASÍ. Magnús Pétursson ríkissáttasemjari stjórnar.  Verkalýðsforingjar segja að atvinnurekendur verði að leggja meira í púkkið Þorsteinn Víg- lundsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, segir að samtökin hafi teflt fram hug- myndum til að koma til móts við kröfur verkalýðs- hreyfingarinnar um sérstaka hækkun lægstu launa. Ekki sé hægt að útfæra þá hug- myndafræði án þess að fyrir liggi um leið hverjar almennar launa- hækkanir ættu að vera. Kallað hafi verið eftir útspili viðsemjendanna í þeim efnum en þeir hafi ekki treyst sér til þess. Leggur Þorsteinn áherslu á það að ef ná eigi verðbólgunni niður þá þurfi launahækkanir að rúmast inn- an þess ramma sem verðbólgu- markmið Seðlabanka Íslands setur. „Við höfum ítrekað bent á að krónutölusamningar eru dýr leið enda hefur sýnt sig á undanförnum árum að hætt er við að þær gangi upp allan launastigann. Einfaldara hefði verið að nálgast málið út frá hreinni prósentuhækkun launa en það hefur verið grundvallarkrafa verkalýðshreyfingarinnar að lægstu laun yrðu hækkuð sér- staklega.“ Hann segir ómögulegt að spá um framhaldið og tekur undir þau orð að það einfaldi ekki stöðuna að út- lit sé fyrir að ekki náist samningar fyrir áramót. „Við höfum ekki viljað gera annan kjarasamning sem hleypir verðbólgunni af stað, eins og raunin varð síðast. Við erum hins vegar tilbúnir að skoða allar útfærslur sem rúmast innan þess ramma,“ segir Þorsteinn. Kallað eftir útspili viðsemjenda FRAMKVÆMDASTJÓRI SA SEGIR KRÓNUTÖLUHÆKKUN DÝRA LEIÐ Þorsteinn Víglundsson Björn Snæbjörnsson Guðbrandur Einarsson „Það kemur mér á óvart, miðað við það hvað margt hefur verið gert til að bæta kjör fólks á næsta ári, að heyra að aðilar vinnumarkaðar- ins, fulltrúar verkalýðshreyf- ingarinnar, sakni þess að sjá ekki meira,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, lýsti yfir áhyggjum af stöðunni í fjár- lagagerð í samtali sem birtist í Morg- unblaðinu á laugardag. Nefndi hann meðal annars að ekki hefði verið komið til móts við óskir ASÍ um menntun og þjónustu við atvinnuleit- endur og ekki náðst ásættanleg nið- urstaða í skattamálum. Guðbrandur Einarsson, formaður Landssambands íslenskra versl- unarmanna, segir nauðsynlegt að stöðva gjaldskrárhækkanir rík- isvaldsins. Þá sé sárt að sjá skorið í burtu verkefni í starfsmenntun og þjónustu við atvinnuleitendur sem langan tíma hafi tekið að ná fram. Lítið hægt að gera í stöðunni Bjarni segir að fulltrúar rík- isstjórnarinnar hafi átt góða fundi með fulltrúum samningsaðila. Þar hafi til dæmis verið kallað eftir því að gert yrði betur í heilbrigðismálunum. Því hafi verið svarað með mynd- arlegum hætti. Einnig hafi verið ósk- að eftir umræðu um útfærslu á skattalækkunum. „Við höfum ekki hafnað því en þá um leið viljað ræða langtímahugsun varðandi skatta- breytingar. Á meðan ekki eru virkar viðræður, ef rétt er að langt sé á milli aðila um launaliðinn, þá er óskaplega lítið sem við getum gert til viðbótar við allt hitt,“ segir Bjarni. Hann leggur áherslu á að aðal- atriðið sé að heildaráhrif fjárlaga- frumvarpsins séu þau að hagur fólks batni á næsta ári. Nefnir að verið sé að draga úr skerðingum og verja tuga prósenta hækkun barnabóta, lækka tekjuskatt um 5 milljarða og þá verði tekið á skuldavanda heim- ilanna með myndarlegum hætti strax á næsta ári. „Allt eru þetta aðgerðir sem eru beinlínis gerðar til að létta undir með fólki og til þeirra er gripið á sama tíma og fjárlagagati er lokað sem hefur áhrif á stöðugleika og vaxtakjör í landinu. Það kæmi mér á óvart ef menn teldu að þetta myndi ekki liðka fyrir samningum.“ Heildar- áhrifin mikilvæg  Margt gert til að létta undir Bjarni Benediktsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.