Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013
BAKSVIÐ
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Velferðarráðuneytið hefur ekki
svarað erindi stjórnar hjúkrunar-
heimilisins Sunnuhlíðar um að taka
yfir heimilið. Í því segir að berist
ekki svar við erindinu fyrir morg-
undaginn verði gripið til uppsagna
alls starfsfólks hjúkrunarheimilis-
ins.
Forsvarsmenn hjúkrunarheimila
segja að daggjöld sem greidd eru til
hjúkrunarheimila séu of lág.
Stjórnarformaður Sunnuhlíðar segir
þetta ástæðu þess vanda sem
hjúkrunarheimilið sé komið í. Flest
hjúkrunarheimili eru rekin með
halla. Rekstrarvandi hjúkrunar-
heimila hefur ekki verið bættur frá
árinu 2008, en slíkt var áður gert á
fjáraukalögum. Þar að auki hefur
ríkið ekki gert þjónustusamning við
langflest hjúkrunarheimili, sem
þiggja því fé frá ríkinu samnings-
laust.
Gildistöku ítrekað frestað
Á þetta benti Gísli Páll Pálsson,
forstjóri hjúkrunarheimilisins Mark-
ar og formaður Samtaka fyrirtækja í
velferðarþjónustu, í grein í Morgun-
blaðinu nýlega. Í daggjöldunum er til
að mynda ekki gert ráð fyrir ýmsum
kostnaðarþáttum, eins og meiri hátt-
ar viðhaldi, húsaleigu, lífeyris-
skuldbindingum, afskriftum á hús-
næði og vöxtum af langtímaskuld-
bindingum vegna byggingar-
kostnaðar. Í IV. kafla laga um
sjúkratryggingar er að finna ákvæði í
þá veru að Sjúkratryggingastofnun
annist samningsgerð um veitingu
heilbrigðisþjónustu. Gildistöku kafl-
ans hefur hins vegar ítrekað verið
frestað. Lögin öðluðust gildi 1. októ-
ber 2008, en þessi tiltekni kafli öðlast
ekki gildi fyrr en 1. janúar 2015. Í
þeim kafla er meðal annars sagt að
taka eigi tillit til húsnæðiskostnaðar
þegar greiðslur til heimila séu
ákveðnar.
Undantekning frá þessu er þjón-
ustusamningur sem gerður var við
hjúkrunarheimilið Sóltún árið 2001.
Þeir sem Morgunblaðið ræddi við
sögðu að Sóltún fengi í kringum 15
til 20% hærri greiðslur með sínum
sjúklingum en önnur hjúkrunar-
heimili, sem væri mun nær raun-
kostnaði við dvöl á hjúkrunarheimili
og bentu á að Sóltún væri í raun eins
og millistig milli hjúkrunarheimilis
og spítala.
Viðmælendur Morgunblaðsins
segja hins vegar að hjúkrunarþyngd
sjúklinga á velflestum hjúkrunar-
heimilum sé slík að þar séu heim-
ilismenn með að minnsta kosti jafn-
mikla hjúkrunarþyngd og þeir sem
búi á Sóltúni.
Um 90 af 200 látist á einu ári
Legutími á hjúkrunarheimilum
hefur styst mikið. Á Grund hafa til
að mynda um 90 heimilismenn látist
á einu ári, en slíkur fjöldi hefur ekki
áður látist á jafnskömmum tíma í
sögu hjúkrunarheimilisins. Auk þess
létust tveir tilvonandi heimilismenn
daginn áður en þeir áttu að fara inn
á hjúkrunarheimilið.
Á Grund eru um 200 hjúkrunar-
rými, þannig að nærri helmingur
hjúkrunarsjúklinga hefur fallið frá á
þessu ári. Ástæða þessa er sögð ein-
mitt vera sú að hjúkrunarsjúklingar
komi seinna og veikari inn á hjúkr-
unarheimilin, yfirleitt beint af spít-
ala. Þannig láti nærri að 9 af hverj-
um 10 sem fara inn á hjúkrunar-
heimili komi þangað af spítala og
fólk komi því mun veikara inn á
hjúkrunarheimili en áður. Því geti
verið mjög erfitt að fá vistunarmat
án undangenginnar sjúkrahús-
dvalar, en yfirleitt er gerð sú krafa
að fullreynt sé að veita heima-
hjúkrun. Aukin hjúkrunarþyngd og
lægri fjárframlög geri það að verk-
um að hjúkrunarheimili geti ekki
sinnt þeirri þjónustu sem landlæknir
gerir kröfu um. Félagslegi þátturinn
líði helst fyrir það, en hjúkrunarhluti
þjónustunnar sé verndaður.
Ekki stafur á blaði
Gísli Páll benti á að ekki væri til
stafur á blaði um þá þjónustu sem
ríkið kaupir af Grund, en hjúkrunar-
heimilið fékk um einn og hálfan
milljarð frá ríkinu á fjárlögum ársins
2013. Um 11,75 milljarðar fóru úr
ríkissjóði til reksturs hjúkrunar-
heimila á sama ári. Þá skipti heldur
ekki máli hvort hjúkrunarsjúklingar
eru einir í herbergi eða tveir, sömu
daggjöld séu greidd með hverjum
sjúklingi. Eftirspurn er hins vegar
mun meiri eftir að búa einn í her-
bergi. Á fundi nefndar um flutning
öldrunarþjónustu til sveitarfélaga
þann 27. ágúst var undirbúningur að
innleiðingu á nýju greiðslufyrir-
komulagi íbúa á hjúkrunarheimilum
ræddur. Þannig myndu íbúar hjúkr-
unarheimila sjálfir greiða hluta þess
kostnaðar sem fellur til af dvöl á
hjúkrunarheimili og snýr að þeim
einum, en hið opinbera greiddi sam-
eiginlegan kostnað.
Nærri helmingur látist á einu ári
Ríkið greiðir daggjöld til hjúkrunarheimila en ekki er gert ráð fyrir húsnæðiskostnaði Sömu
daggjöld greidd fyrir ein- og tvíbýli Um 90 af 200 heimilismönnum á Grund látist á einu ári
Morgunblaðið/Rósa Braga
Sunnuhlíð Rekstrarvandi á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð hefur skapað umræður um rekstur hjúkrunarheimila.
Forsvarsmenn hjúkrunarheimilisins létu meðal annars farast fyrir að skila lögbundnum lífeyrissjóðsgreiðslum.
Í svari þáverandi heilbrigðisráðherra, Jóns Kristjánssonar, við fyrirspurn
Jóhönnu Sigurðardóttur um eðli þjónustusamnings ríkisins við Sóltún er
tekið fram að heilsufar vistmanna sé misjafnt milli hjúkrunarheimila.
Í svarinu segir einnig: „Rétt er að benda á að í samningi um rekstur Sól-
túns var gert ráð fyrir að þeir einstaklingar sem þar vistast hafi hátt RAI-
mat og þarfnist mikillar hjúkrunar. Sóltún er því nokkurs konar millistig
milli sjúkrahúss og hefðbundinna hjúkrunarheimila.“
Þar er RAI-mat útskýrt þannig að heilsufar vistmanna sé mælt af hjúkr-
unarfræðingum. Samanlögð mæling heimilismanna hjúkrunarheimilis
gefur meðaltal sem verður RAI-mat heimilisins. Þeim mun hærra sem
RAI-matið er þeim mun veikari og þeim mun meiri umönnun þurfa þeir.
Daggjöld eru síðan reiknuð í hlutfalli við það.
Forsvarsmenn hjúkrunarheimila hafa bent á að fjárveitingar til Sóltúns,
sem eru hærri en gengur og gerist, séu nær raunkostnaði hjúkrunarheim-
ila af heimilismönnum.
Samningur við Sóltún
SAMNINGSLEYSI RÍKISINS OG HJÚKRUNARHEIMILA
ÍS
LE
N
SK
A
/S
IA
.IS
/P
EN
66
92
2
12
/1
3
DSR
Eames stólar
Sígild
hönnun
frá 1950
TIlboð til áramóta:
DSR 35.900 kr.
39.900 kr.
DSW 49.400 kr.
54.900 kr.