Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 11
Klifurköttur Hér er Fífa komin vel á veg í einni atrennunni við ísfossinn.
hún vissi að vinkona hennar yrði
með í för sem hafði talað hana út
úr sjálfheldu á einstigi á Horn-
ströndum í sumar, þá ákvað hún að
þetta yrði allt í lagi. „Við keyrðum
upp í Hvalfjörð, að fjalli sem er
innst í firðinum. Á göngunni upp að
fjallinu fóru allir smámsaman að
fara fram úr mér, af því ég var
ekki í nógu góðum skóm og ég var
skíthrædd um að fjúka á hausinn
og rúlla niður í fjöru. Ég var
smeykust að labba upp brekkuna
að fossunum, því þetta voru skrið-
ur, snjór yfir öllu og mjög hált,
frekar hræðilegt. Ég hafði aldrei
áður farið í ísklifur og ég var eig-
inlega búin með kjarkinn þegar ég
Ísilagt fjall Hópurinn að gera sig kláran við fjall og fossa í klakaböndum.
Ég setti mér markmið
að snúa aldrei við
heima hjá mér. Erfiðasti
hjallinn í fjallgöngum er
útidyraþröskuldurinn.
kom að ísklifrinu sjálfu. En ég lét
mig hafa það, ég fór í sigbeltið,
setti á mig broddana, tók ísexina
og skellti hjálmi á höfuðið og þá
var bara gaman. En ég fór ekkert
langt upp. Klifrið sjálft er reyndar
ekkert hræðilegt, því þá er maður í
bandi og vinkona tryggir mann,
þannig að maður má alveg missa
fótanna. Ég gerði þrjár atrennur
og fékk ís í öxlina í annarri atrennu
og meiddi mig svolítið og þá var ég
alveg búin með góða skapið. Ég er
ekki viss um að þetta sé sport sem
ég hendi mér út í,“ segir Fífa og
hlær.
Árleg ganga á Hornstrandir
Fífa var í skátunum þegar hún
var unglingur og undanfarin fimm
ár hefur hún farið árlega í göngu
um Hornstrandir með góðum hópi.
„En árið 2012 gekk ég á eitt fjall í
viku allt árið, ég fór á 52 fjöll með
Ferðafélagi Íslands. Ég hugsaði
það sem hvata til að koma mér í
form, því þó að ég hefði verið á
druslast á fjöll fram að því, þá
hafði ég ekki verið í neinu formi.
Ég vissi að ég kæmist á fyrstu sex
toppana, því þeir voru frekar lágir.
Mér var alveg sama þó að ég væri
síðust og ég vissi að ég gæti alltaf
snúið við í fjallshlíð, en ég setti mér
markmið að snúa aldrei við heima
hjá mér, ég mætti ekki sleppa því
að fara. Erfiðasti hjallinn í fjall-
göngum er nefnilega útidyraþrösk-
uldurinn heima,“ segir Fífa sem
byrjaði í haust sem nýliði í Björg-
unarsveitinni Ársæli og kann vel
við sig í því.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Velúrgallar, peysur, bolir og toppar
20%afsláttur
af öllum snyrtivörum, ilmi
og gjafakössum í desember