Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 32
Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða.
Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann.
Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér.
FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á
EÐA Í SÍMA
Tilboðin gilda sunnudaga til fimmtudaga.
Munið að framvísa Moggaklúbbskortinu.
Borðapantanir í síma 445 9500
2 FYRIR 1 AF MATSEÐLI
EÐA
25% AFSLÁTTUR
AF JÓLAMATSEÐLI
Á VEITINGASTAÐNUM
MADONNA TIL 19. DES.
Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is
Heilsurækt fyrir konur
Inga Hildur Yngvadóttir
- 48 ára snyrti- og fótaaðgerðafræðingur.
Ég er búin að vera í Curves í 7 ár og líkar mjög vel ég mæti
alltaf 3 í viku. Mér finnst gott að ráða hvenær ég kem og
hversu oft . Mér finnst mikill kostur að þurfa ekki að stilla
tækin og að ég sé að taka á öllum helstu vöðvahópum. Mér
líður mjög vel á eftir og ekki er verra að halda kílóunum
í skefjum og vera styrkari og liprari. Frábær stöð sem er
bara fyrir konur og þarna er skemmtilegt starfsfólk og mjög
góður andi.
Oddný Sigríður Nicolaidóttir – 82 ára
Ég byrjaði að æfa í Curves vorið 2009. Æfingarnar henta mér
afar vel. Ég mæti 4x í viku og held þannig líkamanum í góðu
formi þrátt fyrir gigt og fleira sem fylgir mínum aldri. Eftir
skurðaðgerð nýlega fór ég í 6 vikna geislameðferð og meðan
á meðferðinni stóð stundaði ég líkamsræktina 4x í viku.
Félagsskapurinn, stuðningurinn og ekki síst það frábæra
starfsfólk sem Curves hefur upp á að bjóða er ómetanlegt.
Þarna hef ég eignast góðar vinkonur og sleppi helst aldrei úr
tíma. Stærsti kosturinn er að ég get mætt þegar mér hentar.
Settu h
eilsuna
í fyrsta
sæti!
Við erum í frábæru
jólaskapi
Æfingin hjá okkur
tekur aðeins 30 mínútur
Því langar
okkur að
bjóða konum
árskort í
Curves með
20%
afslætti!
5 tímar í trimform
fylgja frítt með.
Algjört
jóladúndur!
Gildir til 16. desember 2013
32 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013
Myndlistin í Morgunblaðinu hefur
tekið stór stökk á nýrri öld. Má þar
nefna hina frábæru takta sem skop-
myndateiknararnir
viðhafa nú einatt, í
kjölfar Sigmundar
heitins. Þó þykir
mér ennþá fremur
stungin tólg er ég
fylgist með ljós-
myndurunum; og
er ég þar einkum
að tala um þann
sem ber lista-
mannsheitið Golli.
En mér þykir hann hafa það fram yfir
RAX (Ragnar Axelsson, sem ég hef
þó mært áður hér, á líkum nótum,
fyrir áratugum síðan), að hann virðist
hugsa líkt og maður telur að lærðum
listamanni sæmi: Aðall mynda hans
er, að hann byggir á fegurðinni sem
er í iðnhönnun umhverfisins; og
stendur þannig á öxlum annarra
listamanna.
Þannig gerir hann mikið út á boga-
línur bifreiða, byggingarlist, og lita-
valið í fatnaði fólks; sem og umhverf-
issamræmi götulífsins. Er þetta
brætt saman með mildilegu litavali.
Við þetta bætist að hann hefur gjarn-
an í miðpunkti fólk sem er við skap-
andi iðju; svosem að taka ljósmyndir,
mála, leika, dansa, eða bara að njóta
hins fagra umhverfis. Má þá gjarnan
lesa úr andlitum þess og fasi lífsgleði
og hamingju af þeim milda og hóf-
sama toga sem borgarastéttin vill
helst státa af.
Ég tók fyrst eftir honum fyrir ári
er hann birti ljósmynd af mér í Mbl.,
þar sem ég stóð prúðbúinn á Aust-
urvelli; með montprik; og var að virða
fyrir mér fagurt mótorhjól. Ekki var
ég þar nafngreindur, en ókunnugir
hefðu mátt ætla að þar færi skrif-
stofumaður af gamla skólanum,
prúðbúinn með frakka, hanska, húfu
og staf, að láta sig dreyma um nýrri
tískustrauma í ferðaíþróttum.
Ég vil klykkja hér út með mynd-
rænu ljóðbroti úr eigin ranni; nefni-
lega úr fimmtándu ljóðabók minni,
sem bíður prentunar. En ljóðið nefn-
ist: Marmarinn mælski og fjallar um
fórnarathöfn í Grikklandi hinu forna.
Er brotið svona:
Á hofgólfum Grikkja hinna fornu:
Þar sem fórnarnautin voru leidd
Óöruggum fótum að altarinu;
Svo klaufirnar skrikuðu á fáguðum
steininum.
Og er þau komu viljug síðasta spölinn;
Eins og fórnfúsir leiksoppar goðsins,
Greip presturinn óðfús til hnífsins
Og í horn nautsins;
Svo sletturnar fóru brátt um gólfið
Og stórvaxið fórnardýrið skall í slepjuna
Mönnum verður nú starsýnt á
Brúnar skellur í hvítu gólfi
Er hrutu fyrir árþúsundum
Til friðþægingar meygyðjunni Artemisi;
Hlaut sem seytlaði inn í kvoðukennt
kvarsið
Og náðist ekki úr við þvott né sólskin.
TRYGGVI V. LÍNDAL,
skáld og menningar-
mannfræðingur.
Er Golli betri en RAX?
Frá Tryggva Líndal
Tryggvi V Líndal
Hanna Birna, sýndu
djörfung, dug og ráð-
deild hinnar hagsýnu
húsmóður. Auglýstu
fangelsislóðina á
Hólmsheiði til sölu í því
ástandi, sem hún er í og
byggðu nýja fangelsið á
Eyrarbakka.
Hólmsheiðinni er
helst talið til tekna:
1) Að þar sé hægt að byggja fang-
elsi á einni hæð, sem sé sérstaklega
hagstætt í rekstri.
2) Að styttra sé að fara að yf-
irheyra gæsluvarðhaldsfanga á
Hólmsheiði en Eyrarbakka.
1) Á Eyrarbakka er nægilegt
pláss fyrir fangelsi á einni hæð eftir
lítt breyttum teikningum af vænt-
anlegu fangelsi á Hólmsheiði.
2) Gæsluvarðhaldsfangelsi er allt
annað en öryggisfangelsi. Það er
nóg pláss fyrir gæsluvarðhaldsfang-
elsi á lóð lögreglustöðvarinnar í
Reykjavík. Vart getur ferðalag
rannsóknarlögreglumanna orðið
styttra, sem myndi spara ríkinu
vinnulaun og kostnað af eknum km.
Reyndar er kvöð um eitt bílastæði á
hverja 50 fm2, sem leysist auðveld-
lega með bílastæðakjallara undir
fangelsinu á einni eða tveimur hæð-
um. Ekið inn á efri frá Rauðarárstíg
og neðri frá Skúlagötu. Hæð-
armunur er það mikill að ekki þarf
rampa á milli hæða.
Staðsetning á Eyrarbakka hefur
marga kosti umfram byggingu fang-
elsis á öðrum stað. Fyrir utan að
vera í sátt við íbúa og reynsla af
rekstri fangelsis á staðnum er hag-
stæðara að reka eitt fangelsi en tvö.
Þannig myndu skattpeningar spar-
ast, þar til rynni upp fyrir embætt-
ismönnunum að ódýrara er að reka
eitt fangelsi en tvö. Væri komið
fangelsi á Hólmsheiði yrði auðvelt að
taka ákvörðun um staðsetningu þar.
Rökin eru kunn. Byggingin kostaði
eiginlega ekki neitt, því hún borgar
sig svo fljótt með minni rekstr-
arkostnaði og auk
þess væru bygging-
arnar á Hrauninu
gamlar og úr sér
gengnar.
Ég veit ekki hversu
margir starfa á
Hrauninu eða hversu
mörg afleiddu störfin
eru. Hitt veit ég að
íbúar á Eyrarbakka
eru um 500. Mikil
röskun yrði, ef fang-
elsið við Eyrarbakka yrði lagt niður.
Það undrar mig, að á sama tíma og
sveitarfélög um land allt leita log-
andi ljósi að nýjum atvinnutækifær-
um fyrir íbúana heyrist hvorki hósti
né stuna frá sveitarstjórnarmönnum
Árnessýslu. Það sem Ómar Ragn-
arsson kallar túrbínutrix virðist
svínvirka á þá og á ég þá við grunn-
inn á Hólmseiði, sem auðveldara
væri að selja en að sprengja stíflu.
Hanna Birna, áframhaldandi far-
sæll stjórnmálaferill byggist á því að
rífa sig upp úr meðalmennskunni og
leiðrétta það sem betur mætti fara.
Vektu sveitarstjórnarmennina og
leitaðu stuðnings hjá þeim. Það þýð-
ir ekkert að tala við embættismenn-
ina. Reynslan sýnir að þeir geta ekki
tekið vinkilbeygju, sem þessa eftir
að misvitrir alþingismenn hafa tekið
ákvörðun. Sama hversu vitlaus
ákvörðunin var, þegar hún var tekin
og hversu skuldsett sem þjóðin er
orðin, sbr. völundarsjúkrahúsið
vestur í bæ.
Áskorun
á Hönnu Birnu
Eftir Sigurð
Oddsson
» Það er nóg pláss
fyrir gæsluvarð-
haldsfangelsi á lóð
lögreglustöðvarinnar
í Reykjavík. Vart getur
ferðalag rannsóknar-
lögreglumanna orðið
styttra …
Sigurður Oddsson
Höfundur er verkfræðingur.
Bréf til blaðsins