Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 25
Viðskipti MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013 Svarið við spurningu dagsins Fylgifiskar - Suðurlandsbraut 10, 108 Rvk - Nýbýlavegi 4, 200 Kóp. - Sími 533 1300 - fylgifiskar.is sprikklandi ferskir Fylgifiskar Komin í Kópavog VERIÐVELKOMIN Við er nútímaleg sérverslun með sjávarafurðir fyrir kröfuharða neytendur. Við bjóðum upp á hágæða fiskafurðir á heimsmælikvarða auk annarra gæðaafurða sem þarf til matreiðslu. Fjölbreytt úrval fiskrétta og meðlætis Heitur matur í hádeginu Veisluþjónusta Munið að slökkva á kertunum Æskilegt er að setja reglur um kerti og kertaskreytingar á vinnustöðum og að þær séu öllum starfsmönnum vel kynntar Slökkvilið höfuborgasvæðisins Staðfesta stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur við að framfylgja Plan- inu, sem fyrirtækið hefur starfað eft- ir frá 2011, er helsta ástæða þess að matsfyrirtækið Moody’s hefur breytt horfum í lánshæfismati sínu á Orkuveitunni úr neikvæðum í stöð- ugar. Í tilkynningu til Kauphallar- innar frá Moody’s kemur fram að Orkuveita Reykjavíkur sé áfram með einkunnina B1. „Einstök staðfesta stjórnenda“ Í rökstuðningi fyrir einkunnagjöf- inni segir Moody’s að bætt aðgengi Orkuveitunnar að lausafé og stöðugt batnandi fjárhagsstaða síðustu ár valdi batnandi mati. „Einstök stað- festa stjórnenda hefur leitt til þess að árangur í rekstrinum er umfram markmið í þeim efnum sem stjórn- endur hafa áhrif á, svo sem rekstr- arkostnaði og fjárfestingum,“ segir í fréttatilkynningu á heimasíðu Kaup- hallarinnar. Í henni er einnig rifjað upp að sala eigna hafi verið sá þáttur Plansins, sem erfiðast kynni að vera að láta standast. Nú séu þau tíðindi orðin að tekjur af sölu eigna nemi 7,4 millj- örðum króna frá árinu 2011, sem sé nálægt markmiðinu um 8,1 milljarð. Þess má geta að nú er til staðfest- ingar hjá eigendum Orkuveitunnar sala á eignarhlut fyrirtækisins í HS Veitum fyrir um 1,5 milljarða króna. Moody’s getur þess í tilkynningu fyrirtækisins að fyrirtækið telji að hinn lögbundni aðskilnaður sam- keppnis- og sérleyfisstarfsemi Orku- veitunnar, sem verður um áramótin, muni ekki auka áhættu í rekstri. Breyta neikvæðum horfum í stöðugar  Moody’s hrósar Orkuveitu Reykjavíkur fyrir staðfestu Höfuðstöðvar Tekjur Orkuveitu Reykjavíkur af sölu eigna nema 7,4 milljörðum króna frá árinu 2011. Morgunblaðið/Ómar Árangur » Matsfyrirtækið Moody’s segir að bætt aðgengi Orku- veitunnar að lausafé og stöð- ugt batnandi fjárhagsstaða síðustu ár valdi batnandi mati fyrirtækisins. » Í tilkynningu til Kauphallar- innar kemur fram að Orkuveita Reykjavíkur sé áfram með ein- kunnina B1. » Nú er til staðfestingar hjá eigendum Orkuveitunnar sala á eignarhlut fyrirtækisins í HS Veitum fyrir um 1,5 milljarða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.