Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013 ✝ Karítas Krist-jánsdóttir fæddist 30. maí 1941 á Sauðár- króki. Hún lést á heimili sínu á Suð- urlandsbraut 58 í Reykjavík 6. des- ember 2013. Foreldrar henn- ar voru Kristján Jó- hann Karlsson, skólastjóri Bænda- skólans á Hólum, síðar erind- reki Stéttarsambands bænda, f. 27. maí 1908, d. 26. nóvember 1968, og Sigrún Ingólfsdóttir vefnaðarkennari, f. 14. maí 1907, d. 1. apríl 1997. Systkini hennar eru Ingólfur Krist- jánsson, f. 13. mars 1940, d. 28. nóvember 2001, Karl Krist- jánsson, f. 18. júlí 1942, Guð- björg Kristjánsdóttir, f. 22. ágúst 1944, og fóstursystir Freyja Fanndal Sigurðardóttir, f. 10. nóvember 1936. Karítas tók landspróf á Sauðárkróki 1957, gagnfræða- próf frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1958 og lauk námi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1963. Karítas, eða Kæja eins og hún var alltaf kölluð, giftist Kára Sigurbergssyni gigtarlækni 1962. Foreldrar hans voru Sig- urbergur H. Þor- leifsson, útvegs- bóndi á Hofi í Garði, hreppstjóri og vitavörður á Garðskagavita, f. 30. ágúst 1905, d. 23. nóvember 1989, og Ásdís Káradótt- ir húsfreyja, f. 16. apríl 1912, d. 31. desember 1997. Börn Karítasar og Kára eru: 1) Kristján, f. 1962, maki Hrafnhildur Soffía Guð- björnsdóttir, f. 1962, börn Kári, Hrafn, Saga og Ísar. 2) Sigur- bergur, f. 1964, maki Guðrún Jónasdóttir, f. 1964, börn Snorri, Ásdís, Dagur og Hildur. 3) Hrafnkell, f. 1970, maki Bryn- hildur Ingvarsdóttir, f. 1971, börn Erla, Iðunn, Hringur og Signý. 4) Ásdís, f. 1971, maki Arnar Þór Másson, f. 1971, börn Karítas Ísberg, Dagur Tjörvi, Þórey Hildur, Ingunn og Ægir. Karítas starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Reykja- lundi 1978-2004, lengst af við endurhæfingu hjartveikra og seinni árin sem hjúkrunarstjóri á hjarta- og næringarsviði. Útför Karítasar fer fram frá Áskirkju í dag, 17. desember 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum þegar ég hitti Karítas mágkonu mína fyrst, þá nýflutta heim frá Ameríku. Ég var búin að heyra frá eiginmanni mínum Ingólfi að systir hans Kaja, eins og við köll- uðum hana, væri mikil sómakona og vönd að virðingu sinni. Frá henni streymdi góðmennskan alla tíð. Hún lét sér mjög annt um fjöl- skyldu sína sem hún var stolt af, enda fyrirmyndarfólk. Ég veit að þau kunnu að meta alla hennar að- stoð en Kaja var hörkudugleg og ósérhlífin. Kaja og Kári voru samhent hjón og unnu saman að viðhaldi á húsinu sínu, bæði að innan og ut- an. Oft um helgar sagði Ingólfur: „Eigum við ekki að skreppa til Kaju og Kára?“ Og þar nutum við þess að ræða það sem efst var á baugi og landsins gagn og nauð- synjar. Við fórum saman í skemmtileg ferðalög innanlands. Minnisstæð er ferð norður Sprengisand með fullan bíl af fólki og steiktar kótilettur í raspi sem Kaja hafði útbúið og voru snædd- ar við Aldeyjarfoss. Einnig fórum við á mínar heimaslóðir, norður á Krossnes í Árneshreppi, og ég veit að þau nutu þess að koma þangað. Þegar Ingólfur lést snögglega fyrir 12 árum voru þau hjónin fyrst á vettvang fyrir utan sjúkra- lið. Ég vil að lokum þakka fyrir allar okkar góðu samverustundir og votta Kára og fjölskyldunni samúð mína. Hildur Eyjólfsdóttir. Amma var sterk og hraust. Ég og fjölskyldan búum í Svíþjóð og ég hlakkaði svo til að hitta ömmu þegar við komum til Íslands á sumrin. Hún hafði alltaf nógan tíma fyrir okkur barnabörnin og vildi hjálpa öllum. Brosið hennar blíða lét mér líða vel og hlýja faðmlagið var best. Í fyrrasumar veiktist amma skyndilega. Allir urðu mjög óró- legir því hún hafði aldrei áður ver- ið veik. Við flugum heim til Ís- lands og heimsóttum ömmu á sjúkrahúsið á hverjum degi. Þrátt fyrir erfið veikindi var hún áfram sterk og róleg. Hún vildi berjast við sjúkdóminn og fljótlega var hún komin aftur heim til afa Kára. Hún þurfti á súrefni að halda en lét það ekki aftra sér. Baráttu- kraftur hennar og jákvæðni hjálp- aði okkur öllum. Elsku amma, þú ert fyrirmynd- in mín. Ekkert gat komið í veg fyrir að þú lifðir lífinu eins og þú vildir. Ég dáist að því hvað þú varst viljasterk, róleg og jákvæð. Þú ert best og verður alltaf í hjarta mínu. Góða nótt, engillinn minn. Ég elska þig. Saga Kristjánsdóttir. Fyrir fáeinum árum fékk ég það verkefni í Hagaskóla að skrifa um einhvern sem ég sæi sem fyr- irmynd mína og vildi líkjast. Þá samdi ég ritgerð sem heitir „Kær- leikur í verki“: „Er ég ekki að gera þetta rétt? Hvaða grænmeti á að skera nið- ur?“ sagði amma og setti kjötið á pönnuna. Mamma hafði beðið mig að passa litlu systur mína eftir handboltaæfingu og sjá um kvöld- matinn. Þegar ég gekk inn í eld- húsið var amma mætt og byrjuð að elda. „Amma, þetta er allt í lagi, ég get séð um þetta,“ sagði ég en var ósköp fegin að hafa hana. Svona er hún amma mín í hnot- skurn, alltaf að hjálpa til þótt hún sé ekki einu sinni beðin um það. Hún er alltaf tilbúin að aðstoða mann en biður aldrei um neitt sjálf. Hún er traust, umhyggju- söm og hlý. Ég veit ekki margt um ömmu. Kann engar sögur af henni síðan hún var lítil stelpa. Hún tal- ar lítið um sjálfa sig og sjaldan um hvernig henni líður. Samt veit ég hvað henni þykir vænt um afa, börnin sín og barnabörn. Hún sýnir það í verki. Amma heitir Karítas Krist- jánsdóttir. Hún er fædd og uppal- in á Hólum í Hjaltadal. Hún fór að heiman þrettán ára í skóla á Sauð- árkróki. Fimmtán ára fluttist hún til Reykjavíkur og tók gagnfræða- próf eftir einn vetur í Kvennaskól- anum. Að því búnu fór hún í Hjúkrunarskólann og lauk námi um tvítugt. Hún eignaðist fjögur börn sem hún kom til manns og vann lengi sem hjúkrunarfræð- ingur á Reykjalundi. Líf ömmu hefur því lengst af snúist um að hugsa um aðra. Á kvöldin eldaði hún mat fyrir fjölskylduna, vaskaði upp og gekk frá eftir matinn, settist á stól og var svo þreytt að hún sofnaði yfir fréttunum. Amma er kvöldsvæf en mikill morgunhani. Þegar ég var lítil fór ég oft og gisti hjá afa og ömmu. Það var alveg sama hve snemma ég vaknaði. Alltaf var amma sest við eldhúsborðið með kaffibolla og las blaðið eða lagði kapal. Þegar amma á lausa stund er hún alltaf að dunda sér við eitt- hvað, hvort sem það eru krossgát- ur og orðaleikir, kaplar, hannyrðir eða púsluspil. Amma var góð námsmanneskja og líka metnað- arfull gagnvart námi barna sinna. Mamma hefur sagt mér að fyrir próf hafi amma oft vakið þau systkinin eldsnemma til að hlýða þeim yfir. Amma er ótrúleg manneskja og ég óska þess að ég hefði alla hennar kosti. Nafnið fékk ég frá henni. Amma hennar og langamma hétu báðar Karítas svo það er sannkallað fjölskyldunafn. Karítas er latína og þýðir kærleik- ur. Það þykir mér hæfa ömmu af- ar vel. Mér þykir vænt um þetta nafn og reyni að lifa samkvæmt merkingunni. Stutta útgáfan, Kaja, kemur líka frá ömmu og er mjög ánægð með hana. Mér finnst þægilegt að eiga gælunafn fyrir vini mína og fjölskyldu og annað nafn sem er formlegra. Kvöldið góða fór amma ekki heim fyrr en maturinn var tilbú- inn, við systur orðnar saddar og sælar og hún hafði lokið við að vaska upp og sópa gólfið. Nú get ég ekki lengur reitt mig á ömmu en minningu hennar get ég haldið á lofti með því að sýna sama kærleik í verki. Karítas Ísberg. Kær skólasystir okkar er látin, eftir tiltölulega skamvinn veik- indi. Ósjálfrátt minnumst við allar fyrsta dagsins, 17. ágúst 1959, með ýmsu móti, í Hjúkrunarskóla Íslands, sem þá var vegleg bygg- ing við Eiríksgötuna, ekki vantaði neitt til neins. Kennarar góðir og kennslu- gögn eins og þurfti. Þetta var við- burður fyrir okkur allar, hvaðan af landinu sem við komum. Auð- vitað munum við þetta ár, góða veðrið hinn 17. og öll þessi bjart- sýnu andlit, við vorum að ganga inn í tímbil, sem við vissum lítið um. Ekki var auðvelt að komast í þennan skóla, þetta var því mikil gleðistund fyrir okkur allar. Við vorum mjög ólíkar. Við gefum okkur að Karítas hafi alltaf ætlað sér í þetta nám, hún úskrifaðist úr Kvennaskólan- um, og komst inn í Hjúkrunar- skólann 18 ára gömul, hún vissi að hverju hún stefndi. Allar muna eftir Karítas frá fyrsta skóladegi, eftir henni var tekið og var prúð- mennska hennar einstök. Mikil reisn yfir þessari flottu stúlku, og stjórnendur skólans nefndu hana Karítas frá Hólum. Það klæddi hana mjög vel, en hún var dóttir Kristjáns skólastjóra heima á Hólum. Hún var langbesti nemandi bekkjarins, sem var stór, 22 stúlk- ur, fyrsti stóri bekkurinn í HSÍ. Oft var erfitt að beisla þennan hóp. Okkur þótti öllum mikið vænt um Kaju, hún tók lítinn þátt í dægurþrasi, en skaut inn í ýms- um stuttum og gagnorðum spott- um, og gerði grín að. Við bekkjarsystur erum svo sammála um að hennar stærstu kostir hafi verið prúðmennska, hæverska og mikil greind. Þau Kári Sigurbergsson læknir giftust á miðjum námstíma henn- ar og eignuðust soninn Kristján, bjuggu í Bandaríkjunum í nokkur ár, og var Karítas heimavinnandi þar. Eining innan bekkjarins hélst alltaf þó að við byggjum hér og þar um heiminn, undirstaðan skapaðist auðvitað í heimavist- inni, þar sem við vorum allar þar inni, hvort sem við áttum heima á Kópaskeri eða Klapparstíg, Kaja skrifaðist á við okkur, til Svíþjóð- ar og Íslands. Ennfremur erum við þakklátar þeim skólasystrum, sem stofnuðu fyrstar heimili og voru heimavinnandi, sem opnuðu heimilin sín fyrir okkur, þá var oft glatt á hjalla, því ekki er hægt að segja annað um okkur en að við vorum óskaplega kátar, og urðum helst að hafa allt skemmtilegt, að minnsta kosti stundum, og Kaja ekki síst í skemmtilegheitunum. Við unnum allflestar mikið og héldum heimili einnig, eigum skara af börnum, en Karítas átti flesta afkomendur og gaman var að sjá fallega ljósmynd af þeim öll- um saman sem tekin fyrir nokkr- um árum, þá var okkar kona stolt. Við tókum þátt af heilum hug í kvennabaráttunni, annað var ekki hægt, og gengu fundirnir oft út á það, hvað væri til dæmis jafnrétti. Í dag söknum við svo sannar- lega Karítasar, það eru komin skörð í hópinn okkar. Við finnum fyrir því í dag hversu mikið okkur þótti vænt um hana og við erum án hennar í dag og allra þeirra sam farnar eru. Hún skilur eftir sig fallega og góða minningu í hjörtum okkar allra, sem við biðjum Guð að blessa, og þökkum hanni sam- fylgdina. Við vottum fjölskyldunni sam- úð okkar með kærleikskveðjum frá hollsystrum hennar, útskrift- arárgangi 1962. F.h. skólasystra, Ingileif, Gerður og Sólveig. Við Karítas Kristjánsdóttir, eða Kaja eins og hún var kölluð, unnum saman um árabil á Reykjalundi, alltaf á sömu deild- unum og við hjónin bjuggum í ná- grenni við þau Kára á Reykja- lundartorfunni í mörg ár. Betri nágranna var ekki hægt að hugsa sér. Kaja var frábær hjúkrunar- fræðingur, vandvirk, skipulögð og var í góðum samskiptum við sjúk- linga sína og samstarfsfólk. Hún tók starf sitt alvarlega. Hún var glöð í góðra vina hópi og gat jafn- vel verið svolítill grallari. Síðustu starfsárin min á Reykjalundi unnum við saman á hjartadeildinni, með ákaflega góðu starfsfólki, og áttum við þar góðar stundir saman bæði í starfi og utan. Ég minnist Kaju með virðingu og þakklæti og sendi Kára og fjöl- skyldu innilegar samúðarkveðjur, þeirra missir er mikill. María Guðmundsdóttir. Karítas Kristjánsdóttir HINSTA KVEÐJA Um himin dreymir djúpið rótt með dún af fífu yfir sér. – Líð, blær, þinn veg í víði hljótt og vek það ekki fyrir mér. (ÞV) Yfir Karítas var yfirveg- uð ró. Styrkur hennar og hjálpsemi umvöfðu fjöl- skylduna – við eigum henni margt að þakka. Hvíl í friði, elsku Kaja. Með kveðju og þakklæti frá tengdabörnum, Hrafnhildur Soffía, Guðrún, Brynhildur og Arnar. ✝ Ingólfur Vest-mann Ein- arsson fæddist í Reykjavík hinn 17. maí 1953. Hann lést á líknardeild Land- spítalans hinn 3. desember 2013. Foreldrar Ing- ólfs eru kaup- mannshjónin Guð- björg Jónsdóttir, f. 4. nóv. 1925, og Einar Eyjólfsson, f. 6. júní 1923, d. 6. janúar 1982. Systkini Ing- ólfs eru Jón Þórir, f. 21. okt. 1946, Sigríður, f. 29. okt. 1951, Edda, f. 22. nóv. 1954, og Einar, f. 16. sept. 1962. Eftirlifandi eiginkona Ingólfs er Hildur Guðmundsdóttir, f. 14. júlí 1952. Ingólfur lætur eftir sig dóttur, Guðbjörgu, f. 31. maí 1972, og tvö stjúpbörn, þau Guð- mund Þorkel, f. 22. ágúst 1974, og Elenoru Ósk, f. 27. apríl 1982, bæði Þórðarbörn. Afabörnin eru tíu og eitt langafabarn. Ingólfur, eða Ingó eins og hann var kallaður, ólst upp í Vogahverfinu í Reykjavík og stundaði nám í Vogaskóla og síðan lá leiðin í Verslunarskóla Íslands þar sem hann lauk versl- unarprófi. Með námi sinnti Ingó þeim störfum er til féllu í versl- un foreldra sinna, Sunnukjöri. Eftir útskrift úr Verslunar- skólanum hóf Ingó störf hjá Loftleið- um í Reykjavík og síðar lá leið hans til London þar sem hann starfaði á söluskrifstofu Flug- leiða og á Heat- hrow-flugvelli. Ingó hóf störf fyrir Air Atlanta sem stöðvarstjóri í Bretlandi og víð- ar og varð síðan gæðastjóri (Quality Manager) félagsins og skrifaði m.a. fyrstu handbækur fyrir Air Atlanta. Starfaði hann að mestu leyti sem gæðastjóri sl. ár, m.a. fyrir Íslandsflug, JetX, Air Atlanta Europe, Excel Air- ways UK/FRA, Astreaus og síð- ast Avia Services, dótturfyr- irtæki Air Atlanta í Bretlandi. Ingó stofnaði sitt eigið fyr- irtæki, QCI (Quality Councel Iceland), ásamt eiginkonu sinni og stjúpsyni hinn 31. des. 2007. QCI hefur þjónustað ýmis fyr- irtæki tengd flugrekstri með að- stoð og ráðgjöf sl. sex ár. Starfs síns vegna ferðaðist Ingó um heim allan. Ingó var félagi í Frí- múrarareglunni á Íslandi. Útför Ingólfs Vestmann fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 17. desember 2013, kl. 13. Í dag kveðjum við okkar blíða og kæra bróður. Hann var fróð- leiksfús, veraldarvanur, matgæð- ingur mikill og heimsborgari. Hann naut allra þeirra lysti- semda sem lífið hefur upp á að bjóða. Ingó var eins og gangandi al- fræðiorðabók og í ófá skipti var leitað til hans með hin ýmsu mál sem hann hafði ánægju af að leysa. Vinnu sinnar vegna bjó hann hálfa ævina í London og vorum við ávallt velkomin og allt- af vel tekið á móti okkur. Ingó lenti í óteljandi ævintýr- um í Afríku, Asíu og víðar og þurfti oft að redda málum á óhefðbundinn hátt. Þær voru ómetanlegar stundirnar sem við áttum saman og hlustuðum á sög- ur frá framandi slóðum og rædd- um um heima og geima, alveg fram á það síðasta. Við munum sakna Ingós bróð- ur og minnast hans sem einstak- lings sem mótaði margt í lífi okk- ar. Við þökkum þær stundir sem við áttum með honum og óskum honum hvíldar á þeim stað sem hann nú er kominn á. Love you. Jón, Sigríður, Edda og Einar. Mér var brugðið þegar ég frétti í gegnum símtal að Ingó Einars, stórvinur minn, væri lát- inn aðeins 60 ára. Ég ætlaði ekki að trúa þessu og okkar samstarf og vinskapur flaug í gegnum huga mér um þann góða dreng sem ég þekkti Ingó fyrir að vera. Ég hitti hann fyrst þegar hann starfaði sem aðstoðarmaður Ás- bjarnar Magnússonar í fluginu undir 1980. Okkar leiðir áttu eftir að liggja mikið saman á ókomn- um árum. Hann giftist samstarfs- konu minni og vinkonu sem varð svo til þess að við fórum nokkur hjón saman úr fluginu í ógleym- anlegt frí til Waikiki Beach Oahu á Havaí. Eftir Flugleiðaárin vann ég með honum aftur hjá Air Atl- anta. Hann var einkar þægilegur í samvinnu og prúðmenni mikið. Við áttum margt vinaspjallið um vinnuna, lífið og tilveruna. Ingó var bara alltaf svo úrræðagóður, einlægur og hjálplegur, alltaf lausnamiðaður í sínum störfum. Minningin um góðan dreng mun lifa. Ég votta aðstandendum hans mína innilegustu samúð. Þórey A. Matthíasdóttir Ingólfur Vestmann Einarsson ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VILBORG PEDERSEN frá Þrastarhóli í Hörgársveit, lést á heimili sínu sunnudaginn 15. desember. Jarðarför hennar verður auglýst síðar. Börn og fjölskyldur þeirra. ✝ Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁKI STEFÁNSSON skipstjóri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 14. desember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 27. desember kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Sjúkrahúsið á Akureyri. Sigurlaug Magnúsdóttir, Þóra Ákadóttir, Ólafur B. Thoroddsen, Stefán Ákason, Ólína Rakel Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Þegar andlát ber að höndum REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.