Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Útfærslan er svipuð frá einum stað til annars. Samkvæmt því reglu- verki sem Alþingi samþykkti í vor höfum við heim- ild næstu fimm fiskveiðiár til út- hlutunar afla- heimilda sem nema 1.800 þorskígildistonn- um á ári. Er þeim ætlað að styðja byggðar- lög sem eru í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi,“ segir Aðalsteinn Þor- steinsson, forstjóri Byggðastofnun- ar. Í síðustu viku var gengið frá sam- komulagi sem miðar að eflingu Raufarhafnar. Byggðastofnun legg- ur til aflaheimildir sem nema 400 þorskígildistonnum en á móti koma átta útgerðarfyrirtæki með 1.200 t. kvóta auk annars framlags. Er leit- ast við hvatningu til sjósóknar á haustmánuðum, en á þeim tíma hef- ur oft verið erfitt að fá fisk til vinnslu á Raufarhöfn. „Að útgerðin fái þessa meðgjöf sem kvótinn er, skapar hvata enda hafa menn verið áhugasamir um þátttöku,“ segir Aðalsteinn. Góðir hlutir á suðurfjörðum Byggðastofnun hefur skilgreint nokkra staði á landinu sem brot- hættar byggðir og hyggst á næstu misserum fara í aðgerðir þar sem verða bæði sókn og vörn. Þannig hefur útgerð á Tálknafirði og Suð- ureyri verið eyrnamerktur kvóti frá Byggðastofnun sem nemur 400 þorskígildistonnum, Flateyri fær 300 t. og Bakkafjörður og Drangs- nes 150 t. hvort byggðarlag um sig. Allt er þetta þó undirorpið því að samkomulag takist við heimamenn um verkefnið sem þarf að fela í sér að byggð á hverjum stað verði öruggari í sessi. „Síðustu árin hefur verið nokkuð stöðugt ástand á Suðureyri og á sunnanverðum Vestfjörðum hafa góðir hlutir gerst, svo sem með fisk- eldinu og uppbyggingu kalkþör- ungaverksmiðju á Bíldudal. Þar um slóðir er viss áhætta þegar allt að 60% vinnuafls á staðnum starfa hjá einu og sama fyrirtækinu en sú er t.d. raunin á Tálknafirði. Með tilliti til þess höfum við aðkomu að mál- um þar og aflaheimildir eru bundn- ar staðnum,“ segir Aðalsteinn. Auk sjávarbyggða sem fyrr eru nefndar er Skaftáhreppur talinn brothætt byggð. Engin er þar út- gerðin og því munu aðgerðir þar felast í stuðningi við annars konar verkefni, að sögn Aðalsteins. Á dögunum var haldið íbúaþing á Kirkjubæjarklaustri og voru þátt- takendur þar sammála um að ýmsir möguleika til sóknar væru fyrir hendi til þess að styrkja helstu at- vinnugreinarnar á svæðinu, sem eru ferðaþjónusta og landbúnaður. Fólk segi hins vegar að ferða- þjónustan verði ekki efld nema ferðamannatíminn lengist og í land- búnaði eru sögð til staðar ýmis tækifæri í fullvinnslu og markaðs- setningu afurða. Hins vegar vantar bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði á svæðinu. Þá séu innviðir samfélags- ins á margan hátt veikir, því bæta þurfi afhendingaröryggi raforku, vegi og koma fjarskiptum í gott lag. Meðgjöfin ýtir undir áhuga útgerðarinnar  Aðgerðir í brothættum byggðum  Kvóti bundinn stöðum Aðalsteinn Þorsteinsson Morgunblaðið/Golli Fiskvinnsla Víða úti um land, s.s. á Suðureyri, hverfist allt um sjávarútveg. Nú á að styrkja stöðuna með samstarfi Byggðastofnunar og útgerðar. Hugljúfar gjafir Kimmidoll á Íslandi | Ármúla 38 | Sími 588 5011 Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303 101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is Hádegistilboð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.