Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013 ✝ ÞorsteinnKarlsson fædd- ist í Reykjavík 19. janúar 1960. Hann lést 5. desember 2013 Foreldrar hans voru Karl Jóhanns- son, f. 7. nóvember 1923, d. 16. sept- ember 1997, deild- arstjóri í Útlend- ingaeftirlitinu, og kona hans, Aldís Hafliðadóttir, f. 17. janúar 1929, d. 15. apríl 2001, vann við ritarastörf og símavörslu, lengst af í Útvegs- bankanum. Albróðir Haf- liða og Þorsteins: Ragnar Karlsson, f. 1. september 1956. Systkini, samfeðra: Ragna Karlsdóttir, f. 9. júlí 1946, Guð- mundur Karls- son, f. 11. júlí 1947, og Magnús Karlsson, f. 21. ágúst 1960. Útför Þorsteins og bróður hans Hafliða fer fram frá Ár- bæjarkirkju í dag, 17. desem- ber 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Hver dagur er nýtt upphaf, hver dagur er lífsins gjöf, hvert slag sem hjartað veitir, okkur tækifæri gefið er. Með ljós í hjarta og bros á vör, við tökumst á við lífsins för, förum saman í ferðalag, fögnum saman og fylgjumst að. Með sorg í hjarta og tár á kinn, við tökumst á við harmleikinn, grátum saman og hjálpumst að, það er svo erfitt að kveðja þig. Enginn dagur tryggður er, á okkar vegum byggður er, hver er sinnar gæfu smiður, hamingja, ást og friður. Elsku frændi ég kveð þig nú, með sorg í hjarta og tár á kinn, þú fallegi engill ég hef þá trú, ég hitta mun þig aftur Steini minn. (Snædísi Ragnarsdóttir.) Mikið er það nú óraunverulegt að vera að semja kveðjubréf til þín, elsku frændi, þetta gerist allt svo snöggt. Það verður ósköp tómlegt án þín þessi jólin, Steini frændi, og aðfangadagur var svo stór hluti af jólunum. Ég man svo vel eftir því hvað þér fannst jólasúpan hennar mömmu góð og hvað þú naust þess vel að vera með okkur yfir jólin. Þú verður með okkur í hjarta þessi jól, minningin þín lif- ir enn og mun gera það áfram um ókomna framtíð. Ég á margar frábærar minn- ingar um þig en verð nú að játa að veiðiferðirnar standa upp úr. Þú varst svo magnaður veiðimaður, líkt og þú hefðir fæðst í vöðlum með flugustöng, tilbúinn í slag- inn. Ég var ekki nema 12 ára þegar þú tókst að þér að kenna mér að kasta flugu. Ég hafði stundað stangveiðina frá barnsaldri en aldrei fengið að kasta hinni um- töluðu flugu. Betri kennara hefði ég ekki getað fengið, ég leit svo upp til þín sem veiðimanns. Þú varst svo þolinmóður og gafst þér allan þann tíma sem þú hafðir til að gera litlu frænku að eðalkast- ara. Stóðst mér við hlið og sást til þess að ég meðtæki allt það sem þú sagðir við mig. Ég, með mitt skap og mína óþolinmæði, er afbragðsgóður fluguveiðimaður, þökk sé þér. Ég nota ennþá tæknina sem þú kenndir mér, að telja upp að þremur og kasta svo línunni út og í hvert skipti sem ég mun kasta flugunni verður mér hugsað til þín. Ó, hve sárt ég á eftir að sakna þess að fara með þér í veiði. Mý- vatnssveitin er ávallt í uppáhaldi hjá mér og þær minningar sem ég hef þaðan. Það var svo yndislegt að standa við árbakkann, horfa á fal- lega landslagið, heyra ána renna, kasta línunni út og vonast eftir því að ná að lokka urriðann á fær- ið. Takk fyrir allar skemmtilegu veiðiferðirnar okkar saman og allt sem þú hefur kennt mér. Þú munt lifa með mér í gegnum veið- ina, ég veit að þú munt standa mér við hlið við árbakkann um ókomna framtíð. Ég kveð þig að sinni, elsku frændi og vinur. Þín frænka, Snædís Ragnarsdóttir. Elsku besti Steini. „Hver er ber að baki, nema sér bróður eigi“ og þú varst svo sannarlega minn og ég þinn. Þegar ég útskrifaðist úr sál- fræðinni gladdist ég yfir mörgu en það var ekkert sem gladdi mig meira en þegar þú mættir. Þú varst og verður uppáhalds, elsku Steini minn. Ég verð ævinlega þakklát fyrir heimsóknina í haust. Ég sat ein heima á fimmtu- dagskvöldi í rólegheitum þegar dyrabjallan hringdi. Þú komst inn í kaffi og við áttum góða stund saman, töluðum um daginn og veginn. Þegar þú fórst faðmaðir þú mig, kysstir mig á kinnina og sagðist elska mig. Þetta er minn- ing sem ég mun varðveita, elsku frændi, og ég er svo þakklát fyrir að hafa verið hluti af þínu lífi. Þú hefur alltaf verið svo dásamlega góður við mig, við vorum góð hvort við annað. Þegar ég eign- aðist sjálf fjölskyldu tókstu þeim strax eins og þær væru fjölskyld- an þín, vinsemdin og elskuleg- heitin við okkur allar, en þó sér- staklega ástfóstrið við fósturdóttur mína Ásgerði, það er mér meira virði en orð geta tjáð. Nú ertu kominn til Dídu ömmu og Kalla afa og ég veit að þau taka vel á móti þér. Með sorg en þakk- læti í huga fyrir að hafa fengið að vera partur af þínu lífi, því fallega og erfiða, kveð ég þig elsku hjart- ans frændi minn. Á svefnsins örmum svífur sálin í draumlönd inn, líður um ljósa heima líkama fráskilin. (Gísli á Uppsölum) Þín frænka og vinur, Ragna Ragnarsdóttir. Elsku Steini frændi. Það var eins og þruma úr heið- skíru lofti þegar þær sorgar- fregnir bárust mér að þú, elsku frændi, værir látinn. Tíminn stóð í stað, ský dró skyndilega fyrir sólu. Klukkutíma síðar sat ég enn við borðstofuborðið með peninga- sekkinn milli handa mér sem þú gafst mér í sumar. Kaldur veru- leikinn læddist að baki mér þegar ég loks áttaði mig á því að þú vær- ir farinn fyrir fullt og allt. Engan betri mann ég þekkti en þig Steini. Þú vildir allt fyrir alla gera sama hver átti í hlut. Ef eitt- hvað bjátaði á varst þú ávallt tilbúinn til þess að rétta fram hjálparhönd. Ég er svo þakklát fyrir stundina sem við áttum saman hér í sumar þegar þú hringdir í mig og spurðir mig hvort þú mættir kíkja í heimsókn, þú værir með gjöf til mín. Stuttu seinna birtist þú á tröppunum hér á Miðbrautinni. Brostir glettnis- lega út að eyrum þegar þú réttir til mín eldgamlan hörpoka. Aug- un á mér urðu eins og undirskálar þegar ég tók á móti honum. Poki þessi var fullur af gömlum aurum og krónum. Hvað er þetta? spurði ég. Þú sagðir mér að þetta væru „Lukkupeningar“ og hvort ég gæti ekki nýtt þá í eitthvað snið- ugt. Það var eins og jólin hefðu komið í júní! Ég lofaði þér því á þeirri stundu að hugmyndin kæmi til mín síðar, þessi gjöf þín myndi koma að góðum notum einn daginn, Steini. Ég bauð þér inn í kaffi og súkkulaði. Við settumst niður með Ingvari og spjölluðum um daginn og veginn. Loks byrjaði einhver bílaþáttur í sjónvarpinu sem náði athygli okkar og áður en við vissum var dagurinn nærri liðinn. Þetta var ómetanleg dags- stund og hvað ég er fegin að hafa fengið þig heim til mín með „Lukkupeningana“. Og veistu hvað, Steini, ég fékk hugmynd. Hluti af þér í hverjum peningi, þinni góðmennsku og kænsku, elsku besti Steini. Minning þín lif- ir áfram í hjarta okkar allra sem erum svo heppin að hafa kynnst þér. Takk fyrir allar samveru- stundirnar, takk fyrir að hafa verið til. Eitt lítið að lokum og að eilífu: Stoppið hverja klukku, klippið á alla símavíra! Kastið beini í hundinn hann er hávær. Píanó þagni, deyfið drumbudyninn. Sjá, hér er kistan, syrgið látinn vin. Látið flugvélarnar emja yfir landi og sjó og skrifa í loftin skýjastöfum hann dó. Klæðið hvítar dúfur svörtum harmi eftir hann. Svarta hanska látið á hvern lögreglumann. Norður, suður, austur og vestur hann var mér. Mín vinnuvika, sunnudagur hver, mín nótt, minn dagur með lífi og leik. Ég leit á ást sem hún væri eilíf en ég óð reyk. Hver þarf nú stjörnur, lát myrkvast himins hjól. Pakkið saman tungli, hlutið sundur sól. Sturtið niður sjónum og sópið trjám burt. Um svona hluti verður aldrei framar spurt. (W.H. Auden, þýtt.) „Kveðjublús“, þín frænka. Vilborg Aldís. Fallinn er frá á besta aldri æskufélagi minn, veiðifélagi og vinur Þorsteinn Karlsson, Steini Karls, eins og hann var kallaður. Leiðir okkar lágu fyrst saman í barnaskóla og í gamla hverfinu okkar sem afmarkaðist af Stang- arholti, Skipholti og Nóatúni, en í móanum þar og á leikvellinum vorum við með fjöldanum öllum af krökkum öll sumur frá morgni til kvölds í mörg ár. Langt er um liðið og frá þeim tíma eru fé- lagarnir ekki margir en Steini var einn af þeim, alla tíð. Leiðir okkar skildi stundum eins og gerist og gengur en á einhvern óskiljanleg- an hátt hittumst við alltaf á ný við nýjar og allt aðrar aðstæður en við hefðum getað átt von á. Sem unglingar og ungir menn gengum við ansi hratt um gleði- dyrnar frægu en komumst þó fljótlega að mestu klakklaust frá þeim blekkingarleik sem þar var í boði og áttum saman góða göngu í langan tíma. Síðar meir lágu leið- ir okkar saman gegnum stang- veiðina en Steini var náttúrubarn af Guðs náð þegar kom að stang- veiði og einn af færustu og eft- irsóttustu veiðileiðsögumönnum landsins. Þegar ég eignaðist mína fyrstu veiðistöng og hafði uppi á honum og óskaði upplýsinga um stang- veiði stóð ekki á honum. Sam- dægurs var hann mættur og við fórum í veiðibúðir og keyptum það sem upp á vantaði. Síðan var haldið upp að Elliðavatni og dag- urinn og kvöldið notað til að æfa fluguköst og eins og góðra veiði- manna er siður var hann þolin- móður og örlátur á tíma sinn. ftir það lágu leiðir okkar oft saman, ýmist á veiðislóð eða símleiðis í spjalli um veiði en Steini var ótæmandi brunnur þegar kom að upplýsingum um allt sem við kom stangveiði og þekkti vel ár, vötn, veiðistaði, tæki og tól. Eftir- minnileg er ferðin þegar þeir Steini og Hafliði bróðir hans birt- ust óvænt í Laxárdalnum. Það urðu fagnaðarfundir og það var ævintýri líkast að fylgjast með þeim bræðrum við veiðar, flinkir, nærgætnir og hógværir veiði- menn og ætíð tilbúnir með góð ráð. Það er stórt skarð hoggið í fjöl- skyldu þegar tveir bræður fara svo óvænt og það sama daginn eins og gerðist með þá Þorstein og Hafliða og ekki hægt að ímynda sér þá sorg og það skarð sem skilið er eftir. Ég votta eft- irlifandi bróður þeirra Ragnari og fjölskyldu, „Ragga bróðir“ eins og Steini sagði alltaf, mína dýpstu samúð sem og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls Steina og bróður hans Hafliða. Steina Karls verður sárt sakn- að af mér og mörgum á veiðislóð, hann var dagfarsprúður, hógvær og drengur góður eins og sagt er og það er vonandi að í hinum nýja handanheimi bíði hans hinar eilíf- ar veiðilendur og ótal ár. Veru sæll, félagi, og þakka þér fyrir allt. Þór Saari. Ég vil minnast vinar míns Þor- steins Karlssonar sem var oftast nefndur Steini guide. Steini lést langt um aldur fram í hörmulegu slysi er hann féll í stiga og fékk mikla höfuðáverka og lést af þeim. Steini vann fyrir mig í nokkur ár, hann var góður verkmaður, handlaginn og alltaf boðinn og búinn til alls sem gera þurfti. Það er varla hægt að sætta sig við að Steini sé farinn, við áttum eftir svo marga veiðitúra. Steini var leiðsögumaður við margar af okkar fengsælustu veiðiám, hann var mjög góður veiðimaður og var oft unun að horfa á Steina hand- leika flugustöngina, enda kenndi hann mörgum handtökin. Það var alltaf jafn skemmtilegt að fara með honum í veiði og oft var Ragnar bróðir hans með í ferð. Það var alveg sama hvað áin hét, alltaf þekkti Steini ána og kom sífellt á óvart, sagði okkur frá veiðistöðum þar sem hann hafði veitt. Steini var vinsæll í veiðihúsum laxveiðiánna enda hjálpsamur við alla, samferða- menn sem og starfsfólk. Síðustu 20 árin höfum við Steini farið í marga veiðitúra og alla skemmti- lega. Við viljum votta ættingjum Steina og þá sérstaklega Ragga, Kaju og dætrum þeirra sem einn- ig misstu bróður Ragnars, Haf- liða, á sama sólarhring. Við vottum konu Hafliða og sonum þeirra okkar dýpstu sam- úð. Þeir bræður, Hafliði og Steini, fóru oft saman í veiði. Missir fjöl- skyldunnar er mikill og sár. Steini minn og Halli, ég þakka ykkur báðum samfylgdina og veit að þið bræður eruð komnir á betri veiðilendur og kveð með þessari stöku. Hér við laxár hörpuslátt harmi er létt að gleyma. Ég hef finnst mér aldrei átt annarstaðar heima. Blessuð sé minning ykkar. Hvílið í friði. Stefán Tyrfingsson og María Friðsteinsdóttir. Þorsteinn Karlsson ✝ Hafliði AlfreðKarlsson fædd- ist í Reykjavík 24. júní 1953. Hann lést 6. desember 2013. Foreldrar hans voru Karl Jóhanns- son, f. 7. nóvember 1923, d. 16. sept- ember 1997, deild- arstjóri í Útlend- ingaeftirlitinu, og kona hans Aldís Hafliðadóttir, f. 17. janúar 1929, d. 15. apríl 2001; vann við rit- arastörf og símavörslu, lengst af í Útvegsbankanum. Albróðir Hafliða og Þorsteins: Ragnar Karlsson, f. 1. september 1956. Systkini, samfeðra: Ragna Karlsdóttir, f. 9. júlí 1946, Guð- mundur Karlsson, f. 11. júlí 1947, og Magnús Karls- son, f. 21. ágúst 1960. Kona Hafliða (16. júní 1995) Krist- ín Rúnarsdóttir, f. 9. ágúst 1960. For- eldrar: Rúnar Guð- bergsson, f. 26. mars 1930, og Krist- jana Sveinsdóttir, f. 2. júlí 1932, d. 10. september 1988. Synir Hafliða og Kristínar eru Karl Jóhann, f. 27 október 1982, og Sveinn Óskar, f. 10. febrúar 1988. Dóttir Karls Jó- hanns er Þórdís Natalía, f. 20. júní 2006. Útför Hafliða og bróður hans, Þorsteins, fer fram frá Árbæj- arkirkju í dag, 17. desember 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku Halli frændi. Það er sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska, mikið er það rétt. Þennan sorgardag þegar þú varst tekinn frá okkur svo skyndilega er því enga aðra skýringu að fá. Þú sem varst alltaf svo hraustur, hress og glettinn. Mikill veiðimaður varstu og naust þess til hins ýtrasta að vera í náttúrunni. Annaðhvort varstu iðinn að þræða árnar að draga þann „stóra í land“ eða að njóta sveitasælunnar með fjöl- skyldunni þinni í bústaðnum. Mér verða alltaf minnisstæð þau orð sem þú sagðir við mig allnokkrum sinnum: „Vilborg, þú ert alveg eins og Dída amma þín.“ Mein- ingin á bak við hvert orð var svo einlæg af þinni hálfu. Að heyra það skipti mig miklu máli, mér þótti vænt um það. Hugur minn er hjá fjölskyldu þinni, sem á um sárt að binda, megi guð vera með þér og þeim á þessum sorgartímum. Elsku Halli, takk fyrir allar samveru- stundirnar okkar, þú varst góður frændi og þín verður sárt saknað. Ég veit að þið bræðurnir eruð hjá afa Kalla og ömmu Dídu núna. Eitt lítið að lokum og að eilífu: Stoppið hverja klukku, klippið á alla símavíra! Kastið beini í hundinn hann er hávær. Píanó þagni, deyfið drumbudyninn. Sjá, hér er kistan, syrgið látinn vin. Látið flugvélarnar emja yfir landi og sjó og skrifa í loftin skýjastöfum hann dó. Klæðið hvítar dúfur svörtum harmi eftir hann. Svarta hanska látið á hvern lögreglumann. Norður, suður, austur og vestur hann var mér. Mín vinnuvika, sunnudagur hver, mín nótt, minn dagur með lífi og leik. Ég leit á ást sem hún væri eilíf en ég óð reyk. Hver þarf nú stjörnur, lát myrkvast himins hjól. Pakkið saman tungli, hlutið sundur sól. Sturtið niður sjónum og sópið trjám burt. Um svona hluti verður aldrei framar spurt. (W.H. Auden, þýtt) „Kveðjublús“ Vilborg Aldís. Prúðir sækja lón og læki laxar þá. Sumir krækja silungsá. Veiðitækir, sporðasprækir spretti hörðum á fjalli fýsast ná. (Jónas Hallgrímsson) Elsku Hafliði. Það verður seint sagt að þú hafir ekki verið aflakló frændi minn og því fannst mér þetta ljóð eiga við. Þær eru ófáar veiðiferðirnar sem þú hefur farið með foreldrum mínum og ég minnist þess á mínum yngri árum að hafa fengið að upplifa dásam- legar veiðiferðir með þér. Það er ómetanlegt að eiga góðar minn- ingar. Það er þó ein sem stendur upp úr og það var í jólaboðinu ár- ið 2010. Ég hafði þá nýlega stigið stórt skref í mínu lífi. Þú tókst ut- an um mig og hvíslaðir að mér: „Ragna, ég er ótrúlega stoltur af þér, frænka.“ Þessi orð segja meira en allt sem segja þarf og eiga alltaf eftir að fylgja mér. Þín verður sárt saknað, hjart- ans frændi minn. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Elsku Kristín, Sveinn Óskar, Kalli og Þórdís Natalía, hugur minn er hjá ykkur. Takk fyrir mig. Þín frænka, Ragna Ragnarsdóttir. Hafliði Alfreð Karlsson HINSTA KVEÐJA Þín dvöl á jörðu liðin er, í hjörtum okkar þú áfram lifir, meðan við öll erum hér, þú á okkur horfir yfir. Ég kveð þig að sinni, en á ég það þig minni, að við hittast munum aftur öll, saman komin í skýjahöll. Þín frænka, Snædís Ragnarsdóttir. Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsend- ingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja við- eigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birt- ingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Minningargreinar HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.