Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 39
Elsku hjartans Aldís mín, nú
eru liðnir fjórir mánuðir síðan
þú kvaddir þennan heim og er
söknuðurinn mikill. Í dag átt þú
afmæli og munt þú njóta dags-
ins á öðrum stað og með hinum
englunum. Ég hefði viljað njóta
dagsins með þér en fæ engu um
það breytt en í huga mínum og
hjarta ertu ávallt til staðar. Þú
varst alltaf hluti af lífi mínu og
þó svo að við hefðum ekki alist
upp saman þá var nú systra-
kærleikurinn á milli okkar mik-
ill. Ekki vorum við líkar í útliti
en áttum þó ýmislegt sameig-
inlegt og vorum við því að
mörgu leyti mjög líkar. Svo
eitthvað sé nefnt þá vorum við
með líka rithönd, vorum kerta-
og skartgripasjúkar og báðar
svo hláturmildar. Þegar við átt-
um stundir saman vantaði ekki
upp á gleði og hlátursköll og
nutum við samveru hvor ann-
arrar. Á okkar eldri árum rifj-
uðum við oft upp ýmiskonar
bernskuminningar og má þar
meðal annars nefna þegar við
fengum Bensinn hans afa lán-
aðan og fórum á rúntinn, þú
nýbúin að fá bílpróf, og allar
stundirnar sem við eyddum í
stofunni hjá ömmu og afa og
hlustuðum á plötur í stofug-
rammófóninum jafnvel sömu
plöturnar aftur og aftur. Einnig
er mér sérstaklega minnistætt
þegar ég var lítil stelpa og sat
við útvarpið á Þorláksmessu og
hlustaði á jólakveðjurnar og
beið eftir kveðjunni frá þér,
ömmu og afa. Þegar þú greind-
ist með krabbamein tóku við
erfiðar lyfjameðferðir og aldrei
heyrði ég þig kvarta, þú hafðir
heldur áhyggjur af líðan ann-
arra. Þú stóðst þig alltaf eins
og hetja og þegar þú varst sem
veikust þá lágum við stundum
saman upp í rúmi og hlógum
Ragnhildur Aldís
Kristinsdóttir
✝ Ragnhildur Aldís Kristins-
dóttir fæddist í
Reykjavík 17. des-
ember 1950. Hún
lést á Landspít-
alanum 7. ágúst
2013.
Útför Aldísar fór
fram frá Graf-
arvogskirkju 22.
ágúst 2013.
saman, grétum
saman og reyndum
að njóta samvistar
hvor annarrar eftir
fremsta megni.
Mér fannst svo erf-
itt að fara austur í
sumar vitandi af
þér svona veikri og
hefði ég viljað
njóta þín fram til
seinasta dags en
við töluðum saman
í síma á hverjum degi. Þegar ég
svo frétti af andláti þínu var
eins og ég hefði verið stungin í
hjartað, sorgin var svo mikil.
Aldís mín, það er til þess tekið
hvað þú varst hjartahlý, góð og
blíð og mun ég geyma minning-
arnar um þig í hjarta mínu og
faðma þig að mér þegar minn
tími kemur.
Við andlátsfregn þína,
allt stöðvast í tímans ranni.
Og sorgin mig grípur,
en segja ég vil með sanni,
að ósk mín um bata þinn,
tjáð var í bænunum mínum,
en Guð vildi fá þig,
og hafa með englunum sínum.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að segja.
Um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Þó sorgin sé sár
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja,
og alltaf við verðum að muna,
að Guð hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú,
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
og horfin ert burt þessum heimi.
Ég minningu þína,
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína, ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Halldóra Jónsdóttir)
Guð geymi þig og varðveiti
og blessi fjölskyldu þína. Þín
systir
Kristín Ósk Kristinsdóttir
MINNINGAR 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013
Elsku hjartans amma.
Okkur langar að kveðja þig
með þessum ljóðum, því þau lýsa
þér svo vel.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Með ástarþökk ertu kvödd í hinsta
sinni hér
og hlýhug allra vannstu er fengu að
kynnast þér.
Þín blessuð minning vakir og býr
í vinahjörtum
á brautir okkar stráðir þú, yl og
geislum björtum.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Takk fyrir allt, elsku amma
okkar.
Við vitum að þó við sjáum þig
ekki, þá verður þú alltaf með okk-
ur. Þín
Oddrún Anna, Arnar
Bergmann og Elín Rut.
Elskulega amma og nafna, ég
trúi því varla enn að þú sért farin.
Ég minnist þeirra góðu stunda
sem ég hef fengið að eyða með
þér. Það sem að er alltaf gaman
að rifja upp eru gistinæturnar þar
sem við frænkurnar lékum okkur
með slæðurnar og perlurnar og
nutum samverunnar með elsku
ömmu sem stjanaði við prins-
essurnar sínar.
Umhyggja er fyrsta orðið sem
mér dettur í hug þegar ég hugsa
til þín elsku amma. Þú lagðir þig
alla fram við að fæða okkur og
klæða enda fórum við ekki frá
ömmu án þess að vera pakksödd
af dýrindis pönnsum, flatkökum
og vöfflum. Það sem þú gast
galdrað fram úr höndunum, hvort
sem það var bakað, heklað eða
saumað var ótrúlegt. Það er svo
gaman að skoða ljósmyndasafnið
frá ömmu þar sem eru ófáar
myndir af okkur frænkunum í
sérsaumuðum dressum í stíl.
Ég man eftir göngutúr sem við
amma fórum í þegar ég var yngri
og mér fannst svo skrítið að hún
labbaði alltaf á grasinu við hliðin á
gangstéttinni en þá sagði hún mér
að henni þætti miklu betra að
ganga á grasinu því hún væri svo
mikil sveitastelpa.
Orð fá ekki lýst hversu mikið
ég á eftir að sakna þín, elsku
amma nafna, það verður tómlegt
að deila ekki nafninu með þér
lengur. En þú munt lifa í minn-
ingum mínum. Þín nafna.
Guðfinna Erla Jörundsdóttir.
„Nú er svartarjómalogn“ sagði
Guðfinna tengdamóðir mín og
horfði glaðbeitt og dreymandi yfir
Steingrímsfjörðinn sem skartaði
sínu fegursta í sumarblíðunni. Við
stóðum á hlaðinu á Hellu og
horfðum yfir og inn fjörðinn. Víst
var það rétt, svartur og spegil-
sléttur fjörðurinn í logninu, Tang-
inn og Hólmarnir fyrir neðan
okkur, gargandi krían og forvitnir
selir sem skutu upp kollinum í
fjöruborðinu. Handan fjarðar
Hólmavík. Alger kyrrð í kvöld-
húminu og veröldin hvíldi í sjálfri
sér. Engu ofaukið, ekkert að van-
búnaði, allt var fallegt og gott.
Guðfinna Erla
Jörundsdóttir
✝ Guðfinna ErlaJörundsdóttir
fæddist 21. desem-
ber 1927 á Hellu á
Selströnd í Stein-
grímsfirði. Hún lést
á Landakoti
fimmtudaginn 28.
nóvember 2013. Út-
för hennar fór fram
frá Bústaðakirkju
6. desember 2013.
Aldrei fyrr hafði ég
heyrt um svartarjó-
malogn og ekki viss
um að aðrir hafi notað
þetta hugtak eins og
hún. Ég skildi það
strax og hef aldrei
efast um að svarta-
rjómalognið hennar
Guðfinnu tengdamóð-
ur minnar var næst
fullkomnun í þessum
heimi.
Fjörutíu ára samferð okkar er
lokið. Snemma varð ég skotinn í
dóttur hennar, Önnu Siggu, og
mér var sagt að ef ég vildi kynnast
ástinni minni þá ætti ég að kynn-
ast mömmu hennar – hún geymdi
framtíðarmyndina, artina og upp-
lagið. Og það hefur ræst.
Ég var aðeins á sextánda ári
þegar ég kynntist henni Guðfinnu.
Lítil, hnellin og hárprúð mætti
hún mér í eldhúsinu á Blöndu-
bakkanum, feimin en glaðleg og
með blik í augum. Hún tók mér
opnum örmun og ég fann hlýju
hennar og fölskvalausa væntum-
þykju frá fyrsta degi og þannig
var hún mér allt til enda.
Dyggðir hennar fólust í um-
hyggju, tryggð og eljusemi. Henni
sveið óréttlæti, ofríki og mann-
vonska og lagði sig eftir því sem
gleður, kætir og upphefur. Hún
var sívinnandi og þurfti þess með.
Bakandi og saumandi, daga og
nætur. Oft svefnvana af áhyggjum
af velferð sinna nánustu. Ætíð
með myndavélina tiltæka til að
festa minningarnar og frysta
augnablikin sem hún raðaði,
flokkaði og miðlaði okkur hinum
til ómældrar gleði.
Samband okkar var náið og hún
tók stríðni minni ávallt án gremju
og gat endurgoldið hanna skel-
egglega svo eftir var tekið. Við
gátum tekist á um málefni líðandi
stundar. Skoðanir hennar voru
skýrar og einarðar og ekki auðvelt
að kveða hana í kútinn, enda
rammpólitísk jafnaðarmanneskja
sem fylgdist vel með þjóðmálaum-
ræðunni allt til hinsta dags.
Það kom ekki óvænt að kveðju-
stund nálgaðist. Heilsu Guðfinnu
hafði hrakað undanfarin misseri,
en hún var lengst af ekkert tilbúin
að láta bugast. Sjúkralegan var
tiltölulega stutt. Dagurinn þegar
hún kvaddi okkur á Landakoti var
bæði sorgar- og gleðidagur. Fjöl-
skyldan hennar og skyldmenni
voru saman komin og vissa um
hvert stefndi. Þótt stutt væri í
glettnina færðist friður hægt og
rólega yfir Guðfinnu. Á skilnaðar-
stund var hún var sátt og hvíldi í
sjálfri sér. Engu ofaukið, ekkert
að vanbúnaði, allt var fallegt og
gott og svartarjómalogn.
Jón Ólafur Ólafsson.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ELÍNAR JÓNSDÓTTUR.
Elínbjört Jónsdóttir, Tryggvi P. Friðriksson,
Petra Jónsdóttir, Kristján J. Karlsson,
Arnþrúður Jónsdóttir, Sveinn Magnússon,
Hermann Jónsson
og fjölskyldur.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HULDA JÓNSDÓTTIR
frá Sléttu,
sem lést á fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði
fimmtudaginn 12. desember, verður jarð-
sungin laugardaginn 21. desember kl. 14.00
í Ísafjarðarkirkju.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnar Arnórsson, Sigurborg Þorkelsdóttir,
Jóna Arnórsdóttir, Gunnar M. Gunnarsson,
Sigurður G. Arnórsson, S. Sandra Arnórsson,
Sölvi Arnórsson, Sigríður Sigurðardóttir,
Marinó Arnórsson.
✝
Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÞORSTEINN JÓHANNESSON
verkfræðingur,
Hverfisgötu 27,
Siglufirði,
lést á Heilbrigðisstofnun Fjallabyggðar
mánudaginn 16. desember.
Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn
28. desember klukkan 14.00.
Helga Ingibjörg Þorvaldsdóttir,
Þorvaldur Þorsteinsson,
Elín Þorsteinsdóttir, Frosti Halldórsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir aðstandendur.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARÍA FINNBOGADÓTTIR,
Hjúkrunarheimilinu Seljahlíð,
Hjallaseli 55,
áður Hvassaleiti 16,
Reykjavík,
lést laugardaginn 14. desember.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu
föstudaginn 20. desember kl. 15.00.
Hákon Sigurðsson, Katrín H. Guðjónsdóttir,
Björg Sigurðardóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
SVEINN B. INGASON,
Kvistavöllum 29,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut
föstudaginn 13. desember.
Útför frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn
20. desember kl. 15.00.
Birna Ólafsdóttir,
María Þórunn Helgadóttir, Gissur Kristjánsson,
Ævar Sveinsson, Berglind Þ. Steinarsdóttir,
Íris Inga Sigurðardóttir, Mikael Jónsson,
Ólafur Guðlaugsson, Aðalheiður Runólfsdóttir.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
JÓHANNA GUÐNÝ SIGURÐARDÓTTIR,
Sóleyjarima 5,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn
15. desember. Útför hennar fer fram frá
Grafarvogskirkju föstudaginn 20. desember
kl. 13.00.
Gunnar Jón Árnason,
Katla Gunnarsdóttir, Haukur Erlingsson,
Hreiðar Gunnarsson, Halla Magnúsdóttir,
Sverrir Óskar Stefánsson, Þórhildur Anna Jónsdóttir,
barnabörn og langömmubarn.
✝
Systir okkar og mágkona,
SIGRÍÐUR BJARNADÓTTIR,
Hæðargarði 35,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 18. desember kl. 13.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Guðmundur Bjarnason, Bergdís Kristjánsdóttir,
Þóra Bjarnadóttir, Jón Sverrir Dagbjartsson.
✝
Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir afi og lang-
afi,
GARÐAR FINNBOGASON
húsasmíðameistari,
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi föstudag-
inn 13. desember.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnar-
firði föstudaginn 20. desember kl. 11.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vildu
minnast hans er bent á líknarfélög.
Kolbrún Garðarsdóttir, Kjartan Jónasson,
Linda Garðarsdóttir, Ófeigur Sigurðsson,
K. Kristján Garðarsson, Heiðrún Sigfúsdóttir,
Hjörtur P. Garðarsson, Anna Rut Steinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Legsteinn
fyrir duftleiði
fullbúinn og kominn
í kirkjugarð
á aðeins
130.000 kr.
Einnig fáanlegur
í öðrum litum
Borðplötur • Legsteinar • Sérsmíði • 554 5100