Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013
Á síðustu fimm árum hefur Eyrún
Ýr Tryggvadóttir, bókavörður á
Húsavík, sent frá sér þrjár spennu-
sögur sem allar voru tilnefndar til
Blóðdropans, hinna íslensku glæpa-
sagnaverðlauna. Nú hefur hún sent
frá sér nýja bók, Annað tækifæri,
sem er þó ekki ný. Hún kom nefni-
lega út árið 2004 en fór aldrei í al-
menna dreifingu – nú kemur hún
því á markað, í endurskoðaðri út-
gáfu; fær „annað tækifæri“.
„Útgáfufyrirtæki sem var angi af
bandaríski útgáfu auglýsti á sínum
tíma eftir handritum til útgáfu og
þá sendi ég þetta inn. Það vildi gefa
söguna út og ég fékk tvö eintök og
tíu voru send í bókabúðina hér á
Húsavík en síðan var ekkert hægt
að fá bókina. Skipti engu þótt reynt
væri að panta hana á netinu hjá út-
gáfunni,“ segir Eyrún. „Ég heyrði
aldrei aftur frá útgáfunni og hún er
hætt starfsemi fyrir löngu.
Bókin fór ekki í neina dreifingu.
Kannski voru til einhver þrjátíu
eintök.“
Nú ákvað forlag Eyrúnar, Salka,
að gefa bókina út að nýju. „Það var
farið að spyrja eftir sögunni og þess
vegna var gott að koma henni í út-
gáfu,“ segir Eyrún og bætir við að
þetta sé „létt afþreyingarsaga“,
spennusaga og rómantík. Skáld-
saga um fjölskylduleyndarmál,
morð og lygar.
„Ég hef verið að skrifa spennu-
sögur síðan og það er heldur meiri
rómantík í þessari en nýjustu sög-
unum,“ segir hún.
Eyrún segist ekki hafa haft næg-
an tíma undanfarið til að skrifa.
„En það kemur að því að ég nái að
senda nýja bók frá mér, hugmynd-
inar vantar ekki heldur tímann til
að vinna úr þeim,“ segir hún.
efi@mbl.is
Hvarf Forlag sem lýsti eftir handritum gaf bókina fyrst út. „Ég fékk tvö ein-
tök og tíu voru send í bókabúðina hér – síðan fékkst hún ekki,“ segir Eyrún.
Annað tækifæri upp á nýtt
Saga Eyrúnar
Ýrar sem hvarf
komin út að nýju
…
skyldi það vera
þrá útlagans
eftir undrakrafti
norðurhjarans
sem fær ólgandi
vatnselg í brjósti mér
til að brjótast um …
Þannig yrkir Stefanía Guðbjörg
Gísladóttir í titilljóði bókar sinnar,
Skyldi það vera, og spyr þar einn-
ig hvort það geti verið útlegðin,
fjarlægðin frá nándinni, sem geri
sér kleift að fanga hana. Stefanía
yrkir þar greinilega um eigin
veruleika því svo sannarlega er
hún fjarri þessum „undrakrafti
norðurhjarans“, því hún er bóndi í
Vestur-Ástralíu.
Hún býr þar
ásamt börnum
og þarlendum
eiginmanni og
hefur sent frá
sér nokkrar
bækur. Er lang-
ur vegur þangað
frá Seldal við
Norðfjörð þar
sem Stefanía fæddist og ólst upp.
Þessi athyglisverða bók hefst á
titilljóðinu og skiptist síðan í fimm
mislanga hluta. Sá fyrsti nefnist
„Minningabrot og stemningar“, þá
koma „Ýmis ljóð“, sá þriðji er
„Seldalsbörnin“ með sex ljóðum
um börn skáldsins, svo ljóðið „Til
Gavins á 25 ára brúðkaupsafmæli
okkar“, og loks er það bálkur fjög-
urra afar persónulegra en fallegra
minningarljóða sem kallast „Í
minningu Dódós, Nonna, Mattýjar
og mömmu í þeirri röð sem þau
létust“.
Fyrsti og síðasti hlutinn skera
sig nokkuð frá öðru efni bók-
arinnar, fyrir þá fjarlægð og á
köflum sáran en um leið furðu
bjartan tregann sem þar ríkir.
Stefanía beitir lítið myndhverf-
ingum í skáldskapnum heldur
sviðsetur og lýsir; í orðum málar
hún stillilegar myndir af fólki og
samskiptum í liðnum tíma og eru
ljóðin oft á mörkum þess að vera
afar knappar örsögur. Inn á milli
koma síðan myndræn smáljóð á
borð við „Skæðadrífu“:
Heyri óm
fallandi snjókorna
í snjóblindu landslagi
heimurinn máist út
við fergðan glugga.
Í lokaljóðunum fjórum, sem öll
kallast „Minning“, er hugsað til og
lýst nánum ættingjum og vinum.
Minningar- eða erfiljóð sjást ekki
oft í dag en hér birtast í ljóðum á
ljúfsáran hátt myndir og hugleið-
ingar um horfna ættingja og hið
óstöðvandi flug tímans. Því síðasta
lýkur þannig: „einu sinni enn /
hurfum við til hlýrrar nærveru /
þessara fjórmenninga / hlustuðum
á gamalkunnugt háreysti og hlát-
ur / blandast árniðnum og þögn-
inni í dalnum“.
Gaman er að ljóðum um börnin í
Ástralíu sem uppgötva sannleik-
ann um jólasveina sem setja í skó
og öðrum um upplag barnanna
fjögurra. Kaflinn sem nefnist
„Ýmis ljóð“ er öllu sundurlausari
en þó er þar margt áhugaverðra
ljóða og fínar myndir dregnar
upp. Dauði og tregi er áberandi í
þeim mörgun, til að mynda í „Síð-
degi“ þar sem beðið er eftir sím-
tali með fréttum „af óumflýj-
anlegu dauðsfalli“. Meðan beðið er
reynir ljóðmælandi að létta fiski-
flugu dauðastríðið en þar sem
flugan liggur „með fætur upp í
loft / í algjörri þögn // síminn
hringir“.
Endurlit Stefanía Guðbjörg Gísla-
dóttir er bóndi í Vestur-Ástralíu og
yrkir m.a. um eigin veruleika.
Þrá útlagans
eftir undrakrafti
norðurhjarans
Ljóð
Skyldi það vera bbbmn
Eftir Stefaníu Guðbjörgu Gísladóttur.
Salka, 2013. 78 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Movie Star
hvíldarstóll
Verð 439.000,-
Skeifunni 8 | Kringlunni | sími 588 0640 | casa.is
Opið í Skeifunni
sunnudaga fram að
jólum frá kl.13-16
Er á Facebook
Jurtir í jólagjöf
Slakandi olían er
góð fyrir húðina og
himnesk í baðið!
– Lena
Lenharðsdóttir
www.annarosa.is
Slakandi olían
hefur róandi
áhrif og er
frábær nudd-
og húðolía.
Eftir að ég fór að nota
24 stunda kremið hurfu
þurrkblettir í andliti
alveg og ég er ekki eins
viðkvæm fyrir kulda og
áður. Það gengur mjög
vel inn í húðina og mér finnst það
frábært í alla staði.
– Sigþrúður Jónasdóttir
24 stunda kremið er einstak-
lega rakagefandi og nærandi
fyrir þurra og þroskaða húð.
Fótakremið er silkimjúkt,
fer fljótt inn í húðina
og mér finnst það alveg
æðislegt.
– Magna Huld
Sigurbjörnsdóttir
Fótakremið er kælandi og
kláðastillandi, mýkir þurra
húð, græðir sprungur og
ver gegn sveppasýkingum.
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum
(Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum.