Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú gerir átak í því að styrkja stuðn- ingsnetið. Ef þú framkvæmir vissa sex hluti í réttri röð kemstu sem næst því sem þú þráir mest. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú skalt ekki vera vonsvikin/n þótt eitthvað renni þér úr greipum. Gerðu áætl- anir í dag svo þú getir nýtt þessi tækifæri til fulls. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ef verkefni reynist manni of auð- velt lærir maður ekkert af því. En einn vinur þinn þarfnast þín meira en allir hinir sam- anlagt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú ert stundvís, að vanda. Ekki nota klisjuna „við þurfum að tala saman“, notaðu frekar innsæið og sjarmann. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú ættir að finna þér tíma til þess að sinna þér betur. Skínandi orð einhvers ná- komins dáleiða þig eins og gimsteinn. Við látum allt of oft hjá líða að segja þessa hluti hreint út. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú kynnist manneskju, líklega meyju eða vog, og sambandið þróast út í að verða meira. Margt gott kemur út úr þeim sam- skiptum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er mikil orka í loftinu í dag sem bæði getur nýst til góðs og ills. Slæmt að eyðileggja fyrir sér með smáónákvæmni. Gerðu því ekkert af mikilli ástríðu og krafti. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú munt eiga samræður við einhvern sem varpa mun ljósi á málefni sem þú hafðir ekki hugsað um áður. Sumt er manni ekki gefið að skilja svo þú skalt ekki einu sinni reyna það. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Ringulreið heimafyrir leiðir til opinskárra orðaskipta við nákomna. Byrjaðu daginn á því að dreifa verkefnum til þeirra sem eru til í að hjálpa þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er einstök regla í óreiðunni í kringum þig þessa dagana. Rasaðu ekki um ráð fram á lokasprettinum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ótrúlega mikil hamingja fellur þér í skaut svo lengi sem þú nærð ekki að láta neikvæðar hugsanir stöðva hana. Láttu það ekki slá þig út af laginu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Stundum verður maður að við- urkenna staðreyndir sem eru manni á móti skapi. Mundu að vini sína á maður að rækta. Bjarki Karlsson segir frá því, aðþeir Guðmundur Andri Thors- son hafi lesið saman á fimmtudags- kvöld. – „Ég las á undan,“ segir Bjarki, „og fór með bálk um afa á honum Rauð í anda alls kyns skálda. Guðmundur Andri las svo upp úr bók sinni um Benedikt Grön- dal og pantaði því af mér ljóð í anda Gröndals. Ég kaus að nota bragarhátt og andblæ ljóðs, sem Gröndal kallaði „Nótt“ og hefst á orðunum „Sólin er sigin til viðar“. Útkoman er þessi: Fimbulvetur Öldungis sokkin er sunna sífreri á bláma lítt spar. Ísaldan utan af hafi ólgandi treður mar. Blár er á miðhimni máni myrkheimi stoðar lítt. Knapa og bikkju er blóði blágráu í hríðina snýtt. Rauður er hesturinn heitinn hrímgaður, fannbarinn, grár. Hvort afi er lífs eða liðinn lítt veit né hirðir um klár. Seint verður suður á bæjum sykur að fá, hvað þá brauð. Í nótt munu sálirnar sölna og sáldrast í vindanna gnauð.“ Kvæði Gröndals, Nótt, lýkur svo: Kyrrt er á Kerlingarskerjum, kúrir und skútanum már, sefur í Sviðholtshólma selurinn strykinn og grár. Einmana í fjörunni fetar frammi við dökkleitan sæ mærin sem undi sér áður á enginu í vordaga blæ. Þar hvarf mærin hin mæra – myrkt er í klettanna þró – gekk hún bak við dranginn hinn dimma eða datt hún í kolbláan sjó? Skýldu þér ekki í skýjum, skiptu þér ei máni af því hvort stúlkan er lífs eða liðin, læðstu geiminum í. Fyrir rúmri viku var „mikið að gera á stjórnarheimilinu nú um stundir við ákvörðun barnabóta“. Davíð Hjálmar Haraldsson orti: Faglega vinna fram á nætur, fátækra vilja bæta hag. Þau eru að sníða barnabætur, bjuggu til göt í fyrradag. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Afi minn á honum Rauð og Gröndal Í klípu „ER ÞETTA SÁ SEM VAR AÐ HEIMTA EINKAHERBERGI?“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ERTU VISS UM AÐ DÓMARINN HAFI EKKI KÝLT MIG TVISVAR EÐA ÞRISVAR?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þú getur ekki hætt að segja vinum þínum frá honum. ÉG SKRÁÐI MIG Í BÓKA- KLÚBB, GRETTIR! ÉG ÆTLA AÐ ÚTVÍKKA HUGANN! EN ÞÁ MUNU HATTAR HÆTTA AÐ PASSA Á MIG! OG ÉG GET EKKI ORÐIÐ KÚREKI!!! LÁTTU BÓKINA NIÐUR, LÁKI! ÞAÐ ER EKKI VÍST AÐ ÉG LEIKI VEL Í DAG, HRÓLFUR. AF HVERJU? ÉG ER AÐ- EINS FARINN AÐ RYÐGA. Víkverji fór um helgina í sína ár-legu ferð upp í Hvalfjörð að höggva sér jólatré í landi Fossár. Þetta hefur hann gert um margra ára skeið og getur eiginlega ekki hugsað sér annað fyrirkomulag. Það er sjarmi yfir því að leita uppi og höggva sitt eigið tré, að ekki sé talað um útivistina og hreina loftið. Víkverji fór með fjölmennt lið með sér að þessu sinni og var hópnum að vonum tekið með kostum og kynj- um. Skapbetra afgreiðslufólk er vandfundið en skógræktarfélögin í Kópavogi, Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós eiga svæðið og hafa plantað þar í 40 ár. Allur ágóði rennur til skógræktar og uppbyggingar úti- vistarsvæðis í Fossárskógi. Víkverji fékk að vanda prýðilegar leiðbeiningar og úrvalsþjónustu sem væri svo sem ekki í frásögur fær- andi, menn eru góðu vanir á Fossá, nema fyrir þær sakir að formlegum afgreiðslutíma var lokið þennan dag- inn. Enginn minntist á hinn bóginn á það og Víkverji gerði sér satt best að segja ekki grein fyrir því fyrr en daginn eftir. Hann biðst hér með velvirðingar á þessu og lofar að vera fyrr á ferðinni að ári. x x x Ýmsir varnarmenn áttu erfitt upp-dráttar í ensku úrvalsdeildinni um nýliðna helgi, ekki síst þeir sem leika fyrir Lundúnaliðin Arsenal. Tottenham Hotspur og Fulham. Samtals fengu þessi ágætu lið á sig fimmtán mörk. Englandsmeistarar Manchester United hrukku líka öll- um að óvörum í gang og tóku lán- lausa leikmenn Aston Villa í bak- aríið, 3:0. Sérstaklega átti spænski vinstri-bakvörðurinn, Antonio Luna, erfitt uppdráttar. Maðurinn sem stuðningsmenn Villa kalla af aug- ljósum ástæðum Tony Moon. Ekki heillaðist Hörður Magnússon, sparklýsandi Stöðvar 2 Sport 2, af framgöngu kappans og fyrri hálf- leikur var ekki nema liðlega hálfn- aður þegar hann lét eftirfarandi orð falla: „Ef Antonio Luna væri hestur væri örugglega búið að skjóta hann!“ Þetta er einhver harkalegasti dómur sem Víkverji hefur heyrt knattspyrnumann fá lengi. víkverji@mbl.is Víkverji Ég er ljós í heiminn komið svo að enginn, sem á mig trúir, sé áfram í myrkri. (Jóhannesarguðspjall 12:46) DREIFARAR • SNJÓTENNUR • SNJÓBLÁSARAR • SLITBLÖÐ A. Wendel ehf | Tangarhöfða 1 | 110 Reykjavík | Sími 551 5464 | wendel.is Tæki til vetrarþjónustu Stofnað 1957

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.