Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013
Ritstjóri DV og blaðamaður sama
miðils hafa verið dæmdir til að greiða
Jóni Þorsteini Jónssyni, fyrrverandi
stjórnarformanni Byrs sparisjóðs,
300 þúsund krónur í miskabætur, 400
þúsund krónur til að standa straum
af birtingu dómsins í Morgunblaðinu,
Fréttablaðinu og netmiðlum og 1,4
milljónir króna í málskostnað vegna
ummæla sem féllu í DV um hann.
Ýmis ummæli voru dæmd dauð og
ómerk. Jafnframt skulu forsendur og
dómsorð birt í næsta tölublaði DV, að
viðlögðum dagsektum.
Héraðsdómur Reykjavíkur komst
að þessari niðurstöðu í gær. Jón Þor-
steinn höfðaði málið á hendur Inga
Frey Vilhjálmssyni, blaðamanni DV,
og Reyni Traustasyni, ritstjóra sama
blaðs, vegna umfjöllunar sem birtist
12. nóvember 2012 í DV um að Jón
Þorsteinn hefði flutt fjármagn úr
landi með lánveitingum í erlendum
gjaldeyri til bresks félags. Fyrir-
sögnin var „Laumaði stórfé úr landi“.
Fram kom í málinu að féð sem Jón
Þorsteinn lánaði kom ekki frá Íslandi
heldur mun það hafa verið millifært í
erlendum gjaldmiðlum frá Dan-
mörku til Bandaríkjanna. Við mál-
flutning var viðurkennt að misskiln-
ingur blaðamanns hefði valdið
rangfærslu í greininni. Einnig að
fjárhæðir væru mun lægri en nefnd-
ar voru í fréttinni.
Ummæli í öllum
meginatriðum ósönn
„Af öllu sem fram er komið í mál-
inu verður ekki betur séð en að um-
stefnd ummæli séu í öllum meginat-
riðum ósönn,“ segir í niðurstöðu
dómsins.
Einnig segir: „Stefndu hafa í máli
þessu fullyrt að heimildir séu fyrir
hendi um stórfellda fjármagnsflutn-
inga úr landi, þó að það hafi reynst
misskilningur að lánsféð frá stefn-
anda hafi komið frá Íslandi. Eftir að í
ljós kom að stefnandi ætti þar ekki
hlut að máli hefur lítið farið fyrir um-
fjöllun stefndu um þau umfangs-
miklu viðskipti í trássi við gjaldeyr-
ishöft, sem stefndu halda fram að
verið hafi tilefni umfjöllunar þeirra
og þeir hafi heimildir fyrir og sem
gæti haft samfélagslega þýðingu að
fylgja eftir. Því virðist það fremur
hafa verið tilgangur fréttarinnar sem
mál þetta snýst um að vekja athygli á
stefnanda en gjaldeyrisviðskiptun-
um.“
Ritstjóri og blaða-
maður greiði bætur
Rithöfundasamband Íslands harmar niðurskurð á starfsemi Ríkis-
útvarpsins með fjöldauppsögnum og skertum fjárframlögum.
„Stórfelldur og harkalegur niðurskurður af því tagi sem íslensk stjórn-
völd hafa nú beitt Ríkisútvarpið ógnar bæði lýðræðislegri umræðu og mál-
frelsi. Tjáningarfrelsinu er hætta búin, íslenskri tungu er hætta búin, list-
sköpun er hætta búin. Hér er um að ræða aðför að menningu heillar þjóðar
sem má ekki líðast,“ segir m.a. í ályktun sambandsins.
Rithöfundar harma niðurskurð hjá RÚV
Skotbómulyftarar
mest seldi
skotbómulyftarinn
2012
Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is
Lyftigeta 2.5 til 12 tonn
Fáanlegir með
• Vinnukörfum
• Skekkingju á bómu
• Bómu með lengd allt að 18 metrum
• Roto útfærsla með bómu
allt að 25 metrum
DRAUMAHÓTEL – DRAUMABAÐSTRENDUR – LÚXUS- OGMENNINGAFERÐ
Vikulöng lúxusferð þar sem gist er á mismunandi stöðum á tyrknesku
rivíerunni, Leiguflug til og frá Antalya, 7 gistinætur á 5 stjörnu hótelum,
ríkulegt morgunverðarhlaðborð á hverjummorgni ....
TYRKLAND TYRKNESKA RIVIERANVEISLA FYRIR ÖLL SKILNINGARVIT
OSKA Travel er skandinavískur ferðaaðili með skrifstofu í Noregi.
OSKA Travel er meðlimur í norska ríkistryggingasjóðnum RGF og
veitir því ferðatryggingu samkvæmt lögum. Þessi ferðatrygging
gildir einnig fyrir ferðir frá Íslandi. www.rgf.no
Ferðaaðili: OSKA AS | Postboks 4814 Nydalen | NO - 0422 Nydalen
Org.nr. 995 944 588MVA. Með fyrirvara um villur og breytingar.
Ferðatímabil og verð fyrir 2014 eru gefin upp í íslenskum
krónum ámann í tveggja manna herbergjum
Flugvöllur KEFLAVÍK (-KEF)
2014 04.03. / 11.03. 18.03. / 25.03.
Verð á mann 79.900,- 85.900,-
Hugsanlegt eldsneytisálag og erlent álag sem fer eftir
heimsmarkaðsstöðu eru ekki innifalin í verðinu. Álag, hvers eðlis
sem er, verður aðgengilegt í bókunarferlinu.
UP
PL
IF
ÐU
M
EI
RA
Leiguflug með„premium“ flugfélagi til Antalya og til baka.
Flutningur frá flugvelli til hótels og aftur á flugvöllinn með
loftkældum sérrútum.
Allar skoðunarferðir á landi fara fram í loftkældum eða
upphituðum sérrútum.
Gisting í tveggja manna herbergjummeð sturtu eða baði
og salerni, loftkælingu og sjónvarpi.
7 gistingar í 5 stjörnu lúxus-strandhótelum (samkvæmt
stöðlum viðkomandi lands) á tyrknesku rivíerunni.
Innifaldar veitingar: 7 x morgunverðarhlaðborð.
Kynningar- og upplýsingarfundur.
Dagsferð: Skoðunarferð um Antalya (hádegisverður
ekki innifalinn).
Ókeypis notkun heilsusvæðis með sánu, gufubaði,
tyrknesku baði (Hamam) og innisundlaug.
Faglærðir enskumælandi fararstjórar með leiðsöguréttindi.
Innifalið í ferðinni eru:
Sérverð frá
79.900,-
á mann
Aðeins með
afsláttarkóða:
ISBA505
www.oska-travel.is Sími 5 711 888
Aukalega fyrir eins manns herbergi 20.700,- kr. á mann/viku (ef fáanlegt).
Nú geta allir fengið iPad-áskrift
Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/