Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 7. D E S E M B E R 2 0 1 3 dagar til jóla 7 Hurðaskellir kemur í kvöld www.jolamjolk.is JÓMFRÚARFERÐ Í ÍSKLIFRI TÓK TÖLUVERT Á RAFBÍLAKAPP- AKSTUR HEFST Á NÆSTA ÁRI GJÖFUM SAFNAÐ HANDA FÁTÆKUM BÖRNUM NÝ FORMÚLA BÍLAR JÓLASVEINUM HJÁLPAÐ 17FÍFA Í JÓLAFERÐ 10 ÁRA STOFNAÐ 1913  Norska stór- þingið sam- þykkti í at- kvæðagreiðslu í gær þátttöku norska ríkis- olíufélagsins Petoro í olíuleit á Íslandshluta Drekasvæðisins. Áður hafði verið samþykkt þátt- taka norska fyrirtækisins í tveimur rannsóknarverkefnum á svæðinu. Reiknað er með að Orkustofnun gefi fljótlega á nýju ári út form- legt sérleyfi til olíu- og gasleitar á tilteknu svæði til kínverska ríkisolíufélagsins CNOOC og ís- lenska félagsins Eykon Energy. Það er þriðja leyfið á Drekasvæð- inu. Nú hefur þingið staðfest ákvörð- un norska olíumálaráðuneytisins um að nýta heimild til 25% þátt- töku í verkefninu, á grundvelli gagnkvæmra samninga ríkjanna. Norðmenn vinna með Kínverjum Norðmenn eru stór- tækir í olíuvinnslu. Gunnar Dofri Ólafsson gunnardofri@mbl.is Á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi búa um 70 eldri borgarar, en Kristján Þór Júlíusson, heilbrigð- isráðherra, segir að framtíð íbúanna verði tryggð, þrátt fyrir rekstrarerf- iðleika heimilisins. „Við verðum fyrst og fremst að hugsa um þá öldruðu einstaklinga sem eru á Sunnuhlíð. Þeir eru þar á ábyrgð ríkisins og það verður að gera þeim mögulegt að dvelja á því heimili þar sem fólkið býr. Ef staðan kallar á úrræði til að fólkið á Sunnuhlíð sé öruggt á sínu heimili, að svo miklu leyti sem það snýr að ríkinu, þá munum við að sjálfsögðu tryggja það.“ „Það yrði öllum sagt upp,“ segir Guðjón Magnússon, formaður stjórnar, spurður um hvað muni ger- ast ef velferðarráðuneytið svarar ekki erindi stjórnarinnar á morgun, en 140 manns starfa á hjúkrunar- heimilinu í 83 stöðugildum. „Ráð- herra lýsti því yfir að hann myndi ábyrgjast það að íbúarnir þyrftu ekki að óttast neitt. Ég treysti hon- um og hans orðum,“ segir Guðjón. Sunnuhlíðar, en þau hafnað því boði. Samkvæmt upplýsingum blaðsins mun velferðarráðuneytið funda með stjórn Sunnuhlíðar í vikunni. Sveitarstjórnarmenn sögðu að ábyrgð á málefnum aldraðra væri al- farið hjá ríkinu og því þess að greiða úr þeim vanda sem skapast hefur. Forsvarsmenn hjúkrunarheimila sögðu við sama tilefni að lágur dag- gjaldagrunnur væri ástæða rekstr- arörðugleika heimilanna. Búseta tryggð á Sunnuhlíð  Ráðherra segir að ríkið muni tryggja öryggi íbúa Sunnuhlíðar  Öllum starfs- mönnum, 140 manns í 83 stöðugildum, sagt upp störfum berist ekki jákvæð svör Morgunblaðið hefur heimildir fyr- ir því að öðrum hjúkrunarheimilum hafi verið boðið að taka yfir rekstur Óvissa á Sunnuhlíð » Önnur hjúkrunarheimili höfnuðu boði um að taka reksturinn yfir. » Velferðarráðuneytið fundar með stjórn Sunnuhlíðar í vik- unni. MNærri helmingur látist… »16 Morgunblaðið/RAX Karphús Sest að samningaborði. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verkalýðsforingjar telja að Samtök atvinnulífsins verði að leggja meira fram til að koma hreyfingu á samn- ingaviðræður um nýjan kjarasamn- ing. Framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins segir að samtökin vilji ekki gera samning sem komi verð- bólunni á skrið á nýjan leik. Upp úr viðræðum fjögurra lands- sambanda ASÍ við SA slitnaði síð- degis í gær. SA lögðu fram tillögu um sérstaka hækkun lægstu launa, eins og ASÍ hefur farið fram á. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar töldu að það væri gert á kostnað al- mennra launahækkana sem væru langt undir verðbólguspám. Þor- steinn Víglundsson, framkvæmda- stjóri SA, segir að strandað hafi á því að verkalýðshreyfingin kæmi með útspil um almennar launahækkanir í framhaldi af tillögum SA um krónu- töluhækkanir fyrir þá launalægstu. Kjaradeilan er hjá ríkissáttasemj- ara. Ekki hefur verið boðaður nýr fundur. Aðilar telja ólíklegt að hægt verði að ljúka samningum fyrir ára- mót. Við það dregst að launþegar fái launahækkanir. Guðbrandur Einars- son, formaður Landssambands ís- lenskra verslunarmanna, segir að snúið geti verið að semja þegar samningar opinberra starfsmanna verði jafnframt lausir. Björn Snæ- björnsson, formaður Starfsgreina- sambands Íslands, reiknar með að skoðað verði hvernig hægt sé að setja þrýsting á viðræðurnar og úti- lokar ekki verkfall. »4 Tillögur féllu í grýttan jarðveg  Ólíklegt talið að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði náist fyrir áramót Strákarnir þutu sem elding niður brekkuna efst í Seljahverfinu í gærkvöldi og ljósin í Breiðholt- inu glömpuðu í baksýn. Þeir nutu þess að hafa brekkuna út af fyrir sig og kunnu vel að meta snjóinn og gott sleðafæri. Talsvert frost beit ekki á félagana og þó svo að hvessi og aðeins hlýni í veðri í dag, er ekki líklegt að snjórinn gefi mikið eftir næstu daga. Í gær fór frostið mest niður í 18,5 gráður í Mývatnssveit. Sem elding niður brekkuna í Seljahverfinu Morgunblaðið/Golli Frostið beit ekki á strákana sem kunnu vel að meta snjóinn  Sérnáms- læknar í heim- ilislækningum horfa fæstir til þess sem mögu- leika að starfa í Reykjavík að námi loknu. Þetta er meðal þess sem kom fram í könnun sem var gerð í haust á meðal þeirra fjörutíu lækna sem eru nú í sérnámi í heimilis- lækningum. Einn fjórði þeirra starfar úti á landi og eru þeir ánægðari í starfi en þeir sem starfa á höfuðborgarsvæðinu. Óánægjan snýr aðallega að laununum en sér- námslæknar hafa líka miklar áhyggjur af lítilli endurnýjun í stétt heimilislækna. »14 Horfa fæstir til starfa í höfuðborginni Meiri ánægja er í störfum úti á landi.  293. tölublað  101. árgangur 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.