Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013 Það er ekkert planað að minnsta kosti,“ segir Hlöðver HelgiSigurðsson sem er fertugur í dag, spurður hvort haldið verðiupp á afmælið í tilefni dagsins. Eflaust verði gerður einhver dagamunur annars hafi fjölskyldan varið helginni í jólastúss í Reykjavík en þau eru búsett á Akureyri. Hlöðver er fæddur og upp- alinn á Akureyri og hefur búið lengst af þar. Hann bjó þó í Reykja- vík fyrir rúmum tíu árum í nokkur ár. „Ég skrapp eina helgi norður, varð ástfanginn, þá varð ekki aftur snúið til Reykjavíkur. Ég flutti aftur heim og hef verið hér síðan,“ segir Hlöðver Helgi en hann er í sambúð og á einn sjö ára son. Í gegnum tíðina segir hann það hafa verið skrítið að eiga afmæli á þessum tíma árs. „Stundum fékk maður stóra afmælispakka og litla jólapakka eða öfugt,“ segir Hlöðver Helgi en segir það þó aldrei hafa verið neitt tiltökumál. Hlöðver Helgi hefur haft áhuga á mótorhjólum frá 15 ára aldri. Áhugamálið fékk stærra rými í hans lífi áður fyrr. „Nú er forgangs- röðunin önnur, sérstaklega eftir að strákurinn kom. Hann þarf að fá sinn tíma,“ segir Hlöðver Helgi. Hann starfar sem stálsmiður og segist hafa lært það á „gamals aldri“. Annars hefur hann komið víða við, m.a unnið í síldarvinnslu, gert við vélar og segist ekki geta neit- að því að vera handlaginn, spurður út í það. thorunn@mbl.is Hlöðver Helgi Sigurðsson er 40 ára í dag Feðgar Hlöðver Helgi og sonur hans, Arnar Logi, á mótorhjóli en feðgunum þykir gaman að vélknúnum ökutækjum. Ýmist stórir eða litlir pakkar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Suðureyri Sigurvin Magni fæddist 5. apríl kl. 13.47. Hann vó 3.900 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Arnheiður I. Svanbergsdóttir og Þor- leifur K. Sigurvinsson. Nýir borgarar Egilsstaðir Almar Freyr fæddist 29. apríl kl. 9.16. Hann vó 3.670 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Þórunn Ósk Benediktsdóttir og Sig- björn Sævarsson. J ón Kalman Stefánsson fæddist í Reykjavík 17.12. 1963 og ólst þar upp. Hann flutti til Keflavíkur er hann var 12 ára og átti þar heima á unglingsárunum. Þá var hann jafnframt mikið vestur í Dölum á árunum 1975-82 og vann þar m.a. við sláturhúsið í Búðardal. Á árunum 1979-82 sinnti Jón ýms- um störfum, vann m.a. í saltfiski og skreið, stundaði múrverk og var eitt sumar lögreglumaður á Keflavík- urflugvelli. Jón lauk stúdentsprófum frá Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, flutti aftur til Reykjavíkur 1986, stundaði nám í bókmenntum við Háskóla Íslands frá haustmánuðum 1986 og með hléum til 1991. Hann kenndi bók- menntir við Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi í einn vetur og við Fjölbrautaskóla Suðurnesja í hálft ár og skrifaði jafnframt rit- dóma fyrir Morgunblaðið í nokkur ár. Jón var búsettur í Kaupmanna- höfn á árunum 1992-95 þar sem hann las bókmenntir og stundaði ræst- Jón Kalman Stefánsson rithöfundur – 50 ára Morgunblaðið/G.Rúnar Hjónin Jón Kalman og María Karen Sigurðardóttir í 90 ára afmæli Jennu Jensdóttur rithöfundar, árið 2008. Sagnaskáld í sérflokki Morgunblaðið/Kristinn Skáldjöfur Jón Kalman lætur fara vel um sig á heimili sínu í Mosfellsbæ. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum. Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit. Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft ekki annað tæki en bizhub C35. Verð: 379.900 kr. Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.