Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013
Bjargtangabækurnar, sem almenningur kallar svo, eru nokkurs
konar flaggskip Vestfjarðabókanna. Margir óborganlegir
persónuleikar koma við sögu í þessu rammvestfirska verki.
Þúsundir ljósmynda sem margar hafa aldrei birst áður.
Fæst í bókaverslunum um land allt
Verð 5.900 kr.
Flateyjarhreppur
Elfar Logi Hannesson:
Sigvaldi Kaldalóns í Flatey
Suðurfjarðahreppur
Jakob Falur Kristinsson:
Jón Kristófer kadett
Elfar Logi Hannesson:
Bíldudalsprinsinn
Þingeyrarhreppur
Hallgrímur Sveinsson:
Vélsmiðja Guðmundar J.
Sigurðssonar og Co hf. á Þingeyri
100 ára. M. a. viðtöl
sem Sumarliði R. Ísleifsson tók
við Matthías Guðmundsson.
Bjarni Georg Einarsson:
Bóndarósin góða
Hjálparbeiðni frá Laugabóli
Vilmundur Jónsson:
Fyrsti holskurður við fullkomna
smitgát á Íslandi
Flateyrarhreppur
Ævisaga Magnúsar Ísleifssonar,
föður Gunnars M. Magnúss
rithöfundar
Súðavíkurhreppur
Kári Arnórsson:
Ari Magnússon. Fór fjögurra ára
til Kanada. Kom aldrei aftur en
orkti ljóð á íslensku.
Reykjafjarðarhreppur
Jóhann Hjaltason:
Um kristfjárómaga
Vatnsfjarðarstaðar
Myndasyrpa úr ljósmyndasafni
Odds Péturssonar:
Fjársjóður úr sögu vegagerðar
á Vestfjörðum
Árni Bjarnarson:
Vestfirðingar í fyrri heimssyrjöld.
Æviágrip og myndir 33
Vestfirðinga sem tóku þátt í
hildarleiknum undir merkjum
Kanada.
Hallgrímur Sveinsson:
Af vettvangi dagsins frá ýmsum
tímum í Vestfirsku Ölpunum.
Ný bók að vestan
Efnisyfirlit
Forseti Suður-Súdans, Salva Kiir,
sagði í gær að valdaránstilraun
stuðningsmanna Rieks Machars,
fyrrverandi varaforseta og helsta
pólitíska andstæðings Kiirs, hefði
verið hrundið, eftir að átök brutust
út í Juba í fyrrinótt. Vitni sögðu að
vélbyssum og sprengjuvörpum
hefði verið beitt í átökunum og leit-
uðu um 800 íbúar, mestmegnis kon-
ur og börn, ásjár í bækistöðvum
Sameinuðu þjóðanna.
„Ríkisstjórn ykkar hefur fulla
stjórn á öryggisástandinu í Juba.
Árásarmennirnir flúðu og herafli
ykkar er í eftirför. Ég heiti ykkur
því að réttlætið mun sigra,“ sagði
forsetinn í gær og kallaði Machar
„dómsdagsspámann“. Yfirvöld
sögðu að einhverjar handtökur
hefðu farið fram en ekki er vitað
hvort Machar var meðal þeirra
handteknu eða hvar hann er annars
niðurkominn.
Riek Machar var leystur frá emb-
ætti í júlí síðastliðnum en hann fer
fyrir hópi andófsmanna innan
stærsta stjórnmálaflokks Súdans.
Fyrr í þessum mánuði sökuðu
Machar og Rebecca Garang, ekkja
sjálfstæðisleiðtogans Johns Gar-
angs, Kiir um að sýna einræðis-
tilburði en aðeins tvö ár eru liðin
frá því að íbúar Suður-Súdans sam-
þykktu aðskilnað frá Súdan í þjóð-
aratkvæðagreiðslu.
Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna
sögðust í gær hafa miklar áhyggjur
vegna átakanna í landinu og að þeir
væru í sambandi við pólitíska for-
ystu landsins. Sendiráð Bandaríkj-
anna og Bretlands í Juba hafa var-
að borgara sína við því að vera á
ferðinni þar að óþörfu.
AFP
Ófriður Íbúar Suður-Súdans kusu um sjálfstæði 2011. Mynd úr safni.
Segir að valdaráni
hafi verið hrundið
Átök brutust út í Juba í fyrrinótt
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Héraðsflokkur Viktors Janúkóvítsj,
forseta Úkraínu, krafðist þess í gær
að gerðar yrðu umfangsmiklar
breytingar á skipan ríkisstjórnar-
innar, að því er virðist til að friða
stjórnarandstöðuna, sem hefur farið
fram á að forsætisráðherrann My-
kola Azarov segi af sér og boðað
verði til forseta- og þingkosninga.
Nærri 300.000 manns söfnuðust
saman í Kíev á sunnudag til að mót-
mæla stjórnvöldum og fara fram á að
afstaða þeirra til samstarfs við Evr-
ópusambandið yrði endurskoðuð.
Forsetinn fundaði með þremur
stjórnarandstöðuleiðtogum á föstu-
dag, til að vinna að lausn mála, en án
árangurs.
Valdamiklir auðmenn
„Við höfum komið þeirri kröfu á
framfæri við Azarov að ríkisstjórnin
verði endurskipulögð að 90%,“ sagði
Anna German, þingmaður Héraðs-
flokksins að loknum ríkisstjórnar-
fundi í gær. „Azarov sagði að hann
myndi upplýsa forsetann um afstöðu
flokksins og það verður einhver nið-
urstaða fundin í málinu,“ sagði hún.
Útspil flokksins virtist ekki hreyfa
við stjórnarandstöðunni.
Auðugasti maður Úkraínu, Rinat
Akhmetov, kallaði á föstudag eftir
viðræðum og lýsti yfir samúð með
mótmælendum en hann er talinn
hafa umtalsverð áhrif inni á þinginu
og sérfræðingar segja að það geti
oltið á afstöðu hans og annarra
áhrifamanna hvort forsetinn
ákveður að láta forsætisráðherrann
taka pokann sinn.
Dyr Evrópusambandsins opnar
Ráðamenn innan Evrópusam-
bandsins ítrekuðu í gær að þeir vildu
enn eiga viðræður við Úkraínu um
samstarfssamning en framhaldið
væri undir þarlendum stjórnvöldum
komið. „Ef það berast skýr skilaboð
frá Kíev, erum við reiðubúnir til að
skrifa undir á morgun,“ sagði Carl
Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar.
William Hague, utanríkisráðherra
Bretlands, sagði dyrnar opnar en að
Úkraínumenn gætu greinilega ekki
gengið inn um þær.
Kalla eftir uppstokkun
innan stjórnarinnar
Stjórnarandstaðan staðföst Boltinn hjá Úkraínustjórn
AFP
Fjöldafundur Mótmælendur vilja stjórnina burt og samning við ESB.
Mótmæli
» Enn önnur risamótmæli
voru fyrirhuguð í Kíev í dag
en þúsundir hafa sótt fjölda-
fundi undanfarnar vikur til
að kalla eftir því að sam-
starfssamningur við Evrópu-
sambandið verði undirrit-
aður.
» Þingmaðurinn Borys Tara-
syuk sagði á sunnudag að
Janúkóvítsj hygðist selja
Úkraínu í tollabandalag til að
bjarga pólitískum ferli sínum.