Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013 Ísbogi Jökulsárlón er drottning sem skartar sínu fegursta í frostinu um þessar mundir með ískórónu sem er fegurri en dýrustu eðalsteinar, m.a. þessum ísboga sem glitrar í vetrarsólinni. RAX New York | Ein leið til að líta á vaxandi hern- aðarlega spennu vegna nokkurra smáeyja í Austur-Kínahafi er í ljósi hreinnar og beinn- ar valdapólitíkur. Kína er á uppleið, Japan í efnahagslegri lægð og Kóreuskagi klofinn. Það er bara eðlilegt að Kínverjar reyni að endurheimta söguleg yfirráð sín yfir þessum heimshluta. Og það er jafn eðlilegt að Japanar skuli vera á nálum við tilhugsunina um að verða eins konar lénsríki (Kóreumenn eru vanari því hlut- verki gagnvart Kínverjum). Að vera háður valdi Bandaríkj- anna, eins og Japanar hafa verið frá 1945, var óhjákvæmileg afleiðing skelfilegs stríðs. Flestir Japanar geta sætt sig við það. En undirgefni við Kína væri ólíðandi. Og þó, vegna þess að stjórnmál í Austur-Asíu byggjast enn í miklum mæli á fjölskylduveldum, gæti verið allt eins gagnlegt að leita skýringa í ævisögum leiðtoganna. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, er barna- barn Nubusuke Kishi, sem var einn æðsti embættismaðurinn í japanska stjórnkerfinu í stríðinu. Bandaríkja- menn settu hann í fangelsi 1945 sem stríðsglæpamann. Honum var sleppt án réttarhalda í upphafi kalda stríðs- ins og 1957 var hann kosinn for- sætisráðherra fyrir íhaldsmenn. Kishi var þjóðernissinni með fas- ískar tilhneigingar á fjórða og fimmta ára- tugnum. Eftir stríðið gerði jafn stæk andúð á kommúnisma hann að dyggum bandamanni Bandaríkjamanna; Richard Nixon varð ná- inn vinur hans. Alla ævi leitaðist hann við að breyta hinni friðarsinn- uðu stjórnarskrá Jap- ans sem Bandaríkja- menn skrifuðu rétt eftir stríðið og gera Japan að stoltu hernaðarveldi á ný. Æðsta ósk Abes er að ljúka verk- inu, sem reyndist afa hans um megn, segja skilið við friðarhyggjuna í stjórnarskránni, slá striki yfir stríðsglæpi kynslóðar Kishis og vera þó áfram í bandalagi við Bandaríkin gegn Kína. Sem hægri sinnaður þjóðernissinni sér Abe sig knúinn til að veita yfirráðum Kínverja mót- spyrnu, þótt það sé aðeins í orði að svo stöddu. Einn helsti bandamaður Kishis í kalda stríðinu fyrir utan Nixon var harðlínumaðurinn Park Chung-hee, sem varð forseti Suður-Kóreu í valdaráni hersins ári eftir að Kishi sagði af sér sem forsætisráðherra. Ferill Parks í stríðinu var einnig vafasamur. Hann þjónaði sem for- ingi undir nafninu Takagi Masao í hinum keisaralega her Japans. Hann útskrifaðist úr herskóla í Mansjúríu, þar sem Kishi eitt sinn réði yfir iðnaðarveldi sem byggði á vinnuafli kínverskra þræla. Líkt og Kishi var Park þjóðern- issinni. Burtséð frá tilfinninga- næmum stríðstengslum við Japan var andstaða hans gegn komm- únisma nóg til að halda áfram hlýj- um samskiptum við keisaraveldið, sem var grimmilegur nýlenduherra í Kóreu í hálfa öld. Park Geun-hye, núverandi forseti Suður-Kóreu, er dóttir hans. Park Geun-hye dáði föður sinn að minnsta kosti jafn mikið og Abe elskaði afa sinn. Til þess að standa undir merkjum kóreskrar þjóðrækni verður hún að sverja eitthvað af sér af pólitískum tengslum föður síns, sérstaklega sambönd hans við Jap- an. Þótt margir Suður-Kóreumenn dái hann enn fyrir að endurreisa landið úr stríðsrústum er orðspor hans, líkt og margra úr gömlu íhaldsyfirstéttinni, flekkað af sam- starfi við Japana í stríðinu. Dóttir hans verður því að bjóða Japönum birginn í landadeilum til þess að hún erfi ekki brennimerki nýlendu- fortíðar föður síns. Af þessum þremur er flóknast að segja frá nýverandi leiðtoga Kína, Xi Jinping. Faðir hans, Xi Zhongxun, var einn af helstu leiðtogum komm- únistabyltingarinnar. Hann var skæruliðaforingi í stríðinu gegn Jap- önum og átti þátt í að sigra þjóðern- issinna Chiangs Kai-Sheks í borg- arastyrjöldinni í Kína. Hann sat í miðstjórn kommúnistaflokksins og varð síðan yfirmaður áróðursmála, varaforsætisráðherra og ríkisstjóri í Guangdong. Ætla mætti að þetta væri flekk- laus ferill í kommúnistaflokknum og sonur hans hefði enga ástæðu til að aftengja sig arfleifð föðurins eða þyrfti að uppfylla ófullnægðan metn- að. En það er einnig saga á bak við þjóðernishyggju Xis. Meginmarkmið Maós formanns var að festa byltinguna í sessi heima fyrir. Vitnisburður hans í þjóðern- ismálum var það afdráttarlaus að hann hafði efni á að fara vægt í sak- irnar gegn fyrrverandi óvinum. Landamæradeilu um ómerkilegar eyjar hefði verið hægt að sætta. Hann hafði ekki einu sinni fyrir því að heimta Hong Kong aftur af Bret- um. Það var ekki fyrr en Deng Xia- oping opnaði dyrnar fyrir viðskipti við kapítalistaríkin að kynt var undir andúðinni á Japan. Hvorki var hægt að nota marxisma né maóisma til að réttlæta að Kína tæki höndum sam- an við heim kapítalistanna. Til varð hugmyndafræðilegt tómarúm, sem var brátt fyllt með gamaldags þjóð- ernishyggju. Eftir því sem gengið var lengra í að opna hagkerfið, af þeim mun meira krafti var blásið í glæður reiði almennings vegna óréttis fortíðarinnar, sérstaklega þegar Japan átti í hlut. Helsta ábyrgð á þeirri stefnu Dengs, sem kennd var við hinar opnu dyr, bar faðir Xis, Xi Zhongx- un. Xi eldri hafði alltaf verið raun- sær kommúnisti og nokkrum sinn- um skotspónn hreinsana Maós, þegar minnsta hófsemi var iðulega úthrópuð sem andbyltingarhyggja. Sonur hans virðist ætla að feta í fót- spor hans í hófsemi og vera opinn fyrir viðskiptum við heiminn. Þess vegna þarf hann, líkt og umbótasinn- ar Dengs, að sýna að þjóðrækni hans er í engu ábótavant með því að bjóða Japönum birginn og staðfesta yf- irburði Kína í Austur-Asíu. Enginn þessara leiðtoga – Xi, Abe eða Park – vill raunverulegt stríð. Mikið af sjálfbirgingshætti þeirra er til neyslu heima fyrir. Ein ástæðan fyrir því að þeir leggja út í svo hættulegar ögranir er sú að fyrir eru Bandaríkjamenn í hlutverki lög- reglumanns á svæðinu. Bandaríkja- her er eins og stuðpúði á milli Norð- ur- og Suður-Kóreu og á milli Kína og Japans. Vera Bandaríkjanna á svæðinu veitir keppinautunum svigrúm til ábyrgðarlausrar hegðunar. Það myndi aðeins breytast ef Banda- ríkjamenn drægju her sinn til baka. Þá myndi löndin þrjú þurfa að ná saman af eigin rammleik. Bandaríkjamenn, Japanar, Kóreumenn og jafnvel líka Kínverj- ar líta enn svo á að því fylgdi of mikil áhætta. Fyrir vikið má ætla að ríkjandi staða verði áfram og það þýðir að þjóðernislegu orðaskaki út af landamæradeilum er langt frá því lokið Eftir Ian Buruma » Fortíð leiðtoga varp- ar ljósi á landadeilur í Austur-Kínahaf Ian Buruma Höfundur er prófessor í mannrétt- indamálum við Bard College. Hann er höfundur bókarinnar Year Zero: A History of 1945 (Árið núll: saga ársins 1945). ©Project Syndicate, 2013. Syndir feðranna í Austur-Asíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.