Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013 tofrandi jolagjafir Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com HANDKREMSÞRENNA Verð: 3.250 kr. Handkrem 30 ml - 1.250 kr. .. ‘ STURTUSÁPUSETT Verð: 3.250 kr. Sturtusápa 75 ml - 950 kr. Sturtukrem 75 ml - 950 kr. Sturtuolía 75 ml - 1.110 kr. Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Faxaflóahafnir hafa átt í viðræðum við sveitarfélagið Hvalfjarðarsveit um breytingar á aðalskipulagi at- hafnasvæðisins á Grundartanga. Er það tilkomið vegna aukins áhuga á lóðum undir margskonar iðnaðar- starfsemi á Grundartanga, m.a. í landi Kataness sem Faxaflóahafnir eiga, austan við álver Norðuráls. „Það hafa nokkrir áhugasamir að- ilar haft samband við okkur sem vilja koma upp starfsemi á Grundartanga og verið með fyr- irspurnir um lóðir og aðra aðstöðu. Við fengum nokk- ur erindi í haust, sem við fjölluðum um, en núna hafa fleiri bæst við. Til að geta unnið úr þessum óskum þurfum við að breyta aðalskipu- laginu og þess vegna sendum við erindi til sveitarfé- lagsins. Um er að ræða spennandi verkefni sem vonandi skila árangri,“ segir Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Spennandi verkefni Gísli segir of snemmt að upplýsa á þessu stigi hvaða fyrirtæki þetta eru. Meðal annars sé verið að tala um framleiðslu á sólarkísil, álvírum og úrvinnslu á timbri. Gísli segir að huga þurfi að ýmsum þáttum þannig að aðalskipulagið rúmi þessa starfsemi. Annars vegar þurfi að breyta áður skipulögðu at- hafnasvæði á Grundartanga í iðnað- arsvæði og hins vegar að horfa til skipulagningar á Kataneslandinu, sem er í eigu Faxaflóahafna sem fyrr segir. „Við létum gera umhverfisskýrslu um Grundartanga fyrr á þessu ári og þar komu fram ábendingar um ástand svæðisins. Í þeim hugmynd- um sem fram hafa komið um nýja starfsemi þá hefur öllum markmiðum okkar og kröfum í umhverfismálum verið fullnægt. Þetta eru spennandi verkefni að okkar mati,“ segir Gísli. Höfnin stækkuð Hann bætir við að ýmsir aðilar hafi í gegnum tíðina komið að máli við Faxaflóahafnir og lýst áhuga á að vera með starfsemi á Grundartanga. Þó að þær hugmyndir hafi ekki allar orðið að veruleika sýni áhuginn vel hve Grundartangasvæðið sé vel í stakk búið til að taka við aukinni at- vinnustarfsemi. Til að mæta þessum áhuga enn betur bendir Gísli á að þessa dagana sé verið að landa stálþili á Grundar- tanga sem lengi hafnarbakkann um eina 120 metra. Viðlegukantar verði þá komnir vel á áttunda hundrað metra. „Við eigum inni möguleika á stækkun á höfninni. Ekki er um flókna framkvæmd að ræða en þetta er bara alltaf spurning um fjármuni til verksins.“ Árið 2009 sýndi dótturfélag Elkem áhuga á að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga en Gísli segir að nú hafi nýr aðili bæst við á því sviði. Í september sl. var sagt frá fyrirtæk- inu Atlantic Green Energy, sem vildi fá lóðir undir framleiðslu á lífdísil, en að sögn Gísla hefur lítið frést af þeim áformum meira. Aukinn áhugi á lóðum  Faxaflóahafnir í viðræðum við Hvalfjarðarsveit um breytingar á aðalskipulaginu á Grundartanga  Fyrirtæki vilja lóðir undir framleiðslu á sólarkísil og álvírum Ljósmynd/mats.is Grundartangi Athafnasvæðið á Grundartanga. Katanesland, fjær á myndinni, tekur við af kerskálum Norðuráls. Gísli Gíslason Hafís var rúmlega þrjátíu sjómílur norður af Kögri í gærmorgun og talsvert af borgarísjökum var þar líka aðeins nær landi. Á sunnudag- inn bárust þrjár aðskildar tilkynn- ingar um ísjaka N og NNV af Straumnesi, segir á vef Veðurstof- unnar. „Um helgina var nokkuð um til- kynningar um borgarísjaka sem sjást illa í ratsjá og það er mjög slæmt því borgarísinn er ofboðslega harður og varasamur,“ segir Ingi- björg Jónsdóttir, dósent við Jarðvís- indastofnun Háskóla Íslands. Tals- vert af skipum er á svæðinu og segir Ingibjörg sjómenn virðast vera vel vakandi fyrir ísnum. „Miðað við hvað þeir eru duglegir að senda inn til- kynningar sýnist manni það.“ Fyrir rúmri viku var ísinn kominn ansi nálægt landi en þegar vindáttin snérist í norðaustur fór hann frá landi en er búinn að vera að þokast aftur nær síðustu daga, að sögn Ingibjargar. „Það er búið að vera meira af hafís og borgarísjökum í haust og vetur en mörg undanfarin ár en það er ekkert óvenjulegt við þetta. Það eru alltaf sveiflur á milli ára. Skilyrðin í vetur, bæði veðrið og ástandið í haf- inu, hafa verið hagstæð fyrir hafís,“ segir Ingibjörg. Búast má við að hafísinn og borg- arísjakarnir verði áfram nálægt landi á morgun en fari síðan að fjar- lægjast. „Það er það mikill ís núna á milli Íslands og Grænlands að það er mjög líklegt að hann verði á flökti fram og til baka í vetur. Það er tals- vert kalt í sjónum og þá eru skilyrði til aukinnar ísmyndunar. Það er mjög líklegt að hann verði á þessu róli í vetur og flækist fram og til baka undan vindum og haf- straumum.“ Spurð hvort við megum eiga von á ísbjörnum segir Ingibjörg það aldrei útilokað. „En það er ólíklegt þegar ísinn er svona nýmyndaður en megnið af honum er það.“ ingveldur@mbl.is Mikill ís er á milli Íslands og Grænlands núna  Ólíklegt að ísbirnir fljóti með því ísinn er nýmyndaður Morgunblaðið/Kristján Borgarísjaki Það getur verið varasamt ef borgarísjakar sjást illa í ratsjám. Borgarís sem flýtur á hafinu við Ísland kemur úr jöklum Grænlands. Aukin eftirspurn eftir pelsum í Kína hefur orðið til þess að ekki hefur ver- ið til nóg af minkaskinnum og verðið hækkað. Það tekur sinn tíma að byggja bú og fjölga dýrum til að auka framleiðsluna. Nú er hún komin á fullt og forstjóri Kopenhagen Fur, Torben Nielsen, líkir áhrifunum við það að hella úr tómatsósuflösku. Allt í einu komi allt of mikil sósa. Verð á skinnum fellur vegna offramboðs og mildur vetur eykur áhrifin. Haft er eftir Nielsen á vef upp- boðshússins að ekkert lát sé á eftir- spurn eftir pelsum og öðrum fatnaði og vörum úr skinnum. Því telur hann útlitið gott fyrir framleiðendur, til lengri tíma litið. Talið er að danskir bændur verði fyrir minnsta högginu af þrengingunum vegna þess að þeir eru með bestu skinnin. Íslendingar eru raunar í öðru sæti og hafa verið að sækja á. Fimmtungur seldist Tveggja ára tímabili með stöð- ugum hækkunum á verði minka- skinna á heimsmarkaði lauk um helgina á fyrsta uppboði nýs sölu- tímabils hjá danska uppboðshúsinu, Kopenhagen Fur. Í ljós kom að fram- boðið er orðið of mikið og aðeins seld- ust um 20% framboðinna skinna. Verðið lækkaði að jafnaði um 26%. Íslenskir minkabændur selja öll sín skinn hjá danska uppboðshúsinu sem er það stærsta í heimi. Björn Halldórsson, formaður Sambands ís- lenskra loðdýrabænda, sagði í sam- tali um helgina að búist hefði verið við verðlækkun og íslenskir minka- bændur hefðu notað góðæristímann til að búa sig undir hana. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Minkabú Íslenskir minkabændur framleiða hágæða skinn. Tómat- sósuáhrif á markaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.