Morgunblaðið - 17.12.2013, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. DESEMBER 2013
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-1
2
-2
5
5
5
www.postur.is
JÓLA
VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA
frímerkin
Myndefni jólafrímerkjanna er fengið úr
steindum glugga yfir dyrum Hallgrímskirkju
eftir Leif Breiðfjörð. Svonefndur AR-kóði er
byggður inn í jólafrímerkin. Með því að hlaða
niður sepac stamps-appinu í snjallsíma eða
spjaldtölvu má skoða gluggann í heild sinni
og Hallgrímskirkju frá ýmsum sjónarhornum
við undirspil Harðar Áskelssonar orgelleikara.
50 g til Evrópu
í A-pósti 175 kr.
50 g innanlands
í A-pósti 120 kr.
50 g innanlands
í B-pósti 103 kr.
Með sepac stamps
appinu geturðu
skoðað steinda
gluggann í
Hallgrímskirkju
Appiðmá sækja
í Play Store á
Android-tækjum
og App Store á
Apple-tækjum.
Leitið einfaldlega
að sepac stamps.
Þegar appinu
hefur verið
hlaðið niður
verður það
aðgengilegt með
tákni á skjáborði
tækisins.
Skannið
frímerkið
og njótið
upplifunar-
innar.
Með því að skanna
QR-kóðann ferðu
beint inn í Play Store
(Android) eða
App-store (Apple)
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Slitastjórnir fallinna fjármálafyrir-
tækja geta valdið einstaklingum og
lögaðilum verulegu fjártjóni en þeir
síðarnefndu hafa takmarkaða mögu-
leika á að leita réttar síns gagnvart
þrotabúunum. Þetta segir Arnar
Sigurðsson fjár-
festir, sem er
ósáttur við hvern-
ig lögum um slita-
stjórnir er háttað.
Arnar telur sig
eiga kröfu á
þrotabú Icebank,
síðar Sparisjóða-
bankans, en slita-
stjórnin hefur
hafnað henni.
Málið hefur kost-
að hann tugi milljóna króna að hans
eigin mati.
Stefndu vegna taps
Forsaga málsins er sú að Arnar
átti í viðskiptum við Icebank sem
fjármagnaði svonefndan skipta-
samning um kaup hans á víxlum sem
Exista gaf út fyrir hrun. Þegar byrj-
aði að hrikta í stoðum fjármálakerf-
isins og víxillinn nálgaðist gjalddaga
bauð Exista uppgjör á samningnum
sem fólst í því að hann væri greiddur
að 40% í reiðufé og 60% í nýjum víxli.
Þessa málatilhögun segir Arnar að
stjórn Icebank hafi samþykkt og
samningurinn hafi í kjölfarið verið
gerður upp.
Eftir fall bankans ákvað slita-
stjórn hans að höfða mál gegn
Arnari og krafðist þess að hann
greiddi tap bankans af uppgjörinu.
Arnar bendir á að það hafi verið
gert fyrir það þriggja mánaða tíma-
bil fyrir þrot fjármálastofnunar sem
slitastjórnir geta rift samningum og
bankinn hafi verið búinn að taka við
fullri greiðslu á umræddum víxli frá
útgefanda sem Arnar var í ábyrgð
fyrir.
Héraðsdómur Reykjavíkur gerði
Arnari að greiða þrotabúinu um 100
milljónir króna og fékk slitastjórnin
meðal annars veð í fasteign Arnars í
kjölfarið með löggeymslu, jafnvel
þótt endanlegur dómur væri ekki
fallinn í málinu. Hæstiréttur sneri
svo dómi héraðsdóms við í febrúar á
þessu ári. Að svo komnu máli taldi
Arnar sig eiga kröfu á þrotabúið
vegna uppgjörs samningsins. Í kjöl-
farið sendi hann slitastjórninni upp-
færða kröfulýsingu í búið. Stjórnin
hefur hins vegar hafnað kröfum Arn-
ars en hefur þó ekki enn sent honum
formlegt bréf þess efnis sem henni
ber að gera.
Geta dregið málin endalaust
Fimm árum eftir fall bankans
stendur Arnar því enn á byrjunar-
reit í að endurheimta kröfu sína á
þrotabúið. Hann gagnrýnir vinnu-
brögð skilanefndarinnar harðlega og
lögin sem gilda um slíkar nefndir.
Slitastjórninni sé í sjálfsvald sett
hvenær hún boði til funda til að út-
kljá mál og það geti tekið marga
mánuði og jafnvel ár að hans sögn.
„Allt þetta ferli og flækjustig er
bara til þess að þetta fólk [skila-
nefndarmenn] geti skrifað á
þrotabúið endalaust af tímum. Svona
getur það búið til mál í ár eða áratugi
og komist hjá því að borga fólki það
sem því ber,“ segir Arnar.
Þurfa að bugta sig og beygja
Ekki er hægt að stefna slita-
stjórnum fjármálafyrirtækja vegna
krafna fyrr en þær hafa tekið end-
anlega afstöðu til þeirra. Arnar
gagnrýnir að ekki sé til neitt millistig
eins og umboðsmaður skuldara eða
umboðsmaður Alþingis sem hægt er
að skjóta málum til. Þeir sem þurfa
að eiga við skilanefndir þurfi að
bugta sig og beygja fyrir þeim.
„Ég hef engin úrræði til að stefna
þessum aðila sem þó getur stefnt
mér. Er ekki eitthvað bogið við
þetta? Þessi aðili getur sannarlega
valdið mér verulegum búsifjum og
fjártjóni en ég get aldrei leitað réttar
míns. Hvers konar lög eru þetta?“
Á byrjunarreit fimm árum síðar
Fjárfestir ósáttur við að geta ekki leitað réttar síns gegn slitastjórn Icebank Skilanefndin hafnar
kröfum eftir fimm ára málaferli Gagnrýnir lög um slitastjórnir og tímafreka meðferð máls síns
Morgunblaðið/RAX
Stefna Slitastjórn Icebank á kröfuhafafundi árið 2009. Það ár stefndi stjórnin Arnari vegna uppgjörs á skiptasamningi.
Arnar
Sigurðsson