Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Qupperneq 9

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Qupperneq 9
12.1. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9 Hér verður skapað. Hér. Og hér. Guð-mundur Ingi Þorvaldsson opnarhvert rýmið af öðru í Tjarnarbíói og sýnir mér inn. Sumt af því myndi maður kalla kompur. Í besta falli. „Vilji einhver leika Hamlet hér inni gerir hann það,“ segir Guð- mundur og horfir inn í kústaskáp. Einmitt. Hinn nýráðni framkvæmdastjóri Tjarn- arbíós er alls ekki að gera að gamni sínu. Hann ætlar að fylla hvert einasta hólf hússins af spriklandi sköpun. Bræða saman listgreinar og eiga í samtali við þjóðfélagið sem við búum í. Í hans huga eru leikhús með sviði og sætum ágæt til síns brúks en fjarri því eina leiðin til að fremja leiklist. Raunar forðast hann að nota orðið „leiklist“, talar þess í stað um „hin- ar lifandi listir“. Þar á hann við leiklist, mynd- list, tónlist, ritlist. Hvaðeina. Og ekki bara listir. Hann vill fá fólk úr öllum mögulegum greinum inn í húsið, kraftlyftingamenn, járn- smiði, pípara og jafnvel blaðamenn. Sköpunin þekkir engin takmörk. Til þess að koma þessu í kring þarf að rýma til, losa um skrifstofuaðstöðu og geymslur. „Út með draslið, inn með lífið,“ eins og Guðmundur orðar það svo skemmtilega. Þrátt fyrir þessa áherslubreytingu verður hinn eiginlegi sýningarsalur hússins áfram þungamiðja starfseminnar og eru að minnsta kosti tíu frumsýningar fyrirhugaðar á þessu ári. Þá fá hátíðir eins og Lókal og RIFF áfram inni í húsinu. Aukinn skilningur Menningarfélagið Tjarnarbíó hefur rekið hús- ið frá árinu 2010 en það er í fullri eigu Sjálf- stæðu leikhúsanna. Gunnar Ingi Gunn- steinsson var áður bæði framkvæmdastjóri Sjálfstæðu leikhúsanna og Tjarnarbíós en Guðmundur segir alltaf hafa staðið til að skipta þessu upp þegar fyrir lægi hvort grundvöllur væri fyrir rekstrinum. Hann segir borgaryfirvöld lengi hafa sýnt rekstrinum áhuga en skilningur og vilji hafi aukist í tíð núverandi meirihluta. Nefnir hann Besta flokkinn sérstaklega í því sambandi enda búi hann að mörgum listamönnum. Borgin sýndi í vikunni viljann í verki þegar undirritaður var samstarfssamningur til þriggja ára sem tryggir Tjarnarbíói tíu millj- ónir króna í rekstrarfé á ári. Nokkuð sem Guðmundur segir skipta sköpum fyrir starf- semina. Í samningnum er gert ráð fyrir því að Tjarnarbíó þjónusti fjóra til sex leikhópa á ári. Guðmundur mun velja verkefnin ásamt þriggja manna stjórn Tjarnarbíós. Hefur þar jafnt vægi á við hina. Guðmundur er leikari að mennt. Braut- skráðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1998 og lauk síðan framhaldsprófi í gjörningalist og leikstjórn frá Goldsmiths University í Lund- únum árið 2009. Eftir það varð hann „heim- alningur“ við jaðarleikhúsið Shunt sem vakið hefur mikla athygli fyrir sköpunarstarf sitt og framúrstefnulegar sýningar á liðnum miss- erum og var undir lestarstöðinni London Bridge. Tíu manns réðu þar ríkjum og skipt- ust á að stjórna ferðinni. „Í hverri viku varð til nýr ævintýraheimur,“ segir Guðmundur sem lék í tveimur sýningum. Árs bið er eftir því að komast að hjá Shunt og starfsemin heillaði Guðmund upp úr skónum. Þar mátti allt og allt var gert. Þegar Guðmundur flutti heim ásamt eig- inkonu sinni, Heiðu Aðalsteinsdóttur, árið 2010 – „við urðum ólétt“ – vissi hann strax að hann langaði að gera eitthvað í þessa veru. „Ég byrjaði strax að kynna hugmyndina, meðal annars fyrir Gunnari Inga Gunnsteins- syni hérna í Tjarnarbíói og Signýju Páls- dóttur hjá Reykjavíkurborg. Ég sá strax möguleikana í þessu húsi. Þau sýndu hug- myndinni áhuga en á þeim tíma var enginn skýr rekstrargrundvöllur í húsinu. Leigan var of há, hávaðavandamál óleyst og fleira,“ segir hann. Þá brá Guðmundur á það ráð að stofna Vinnsluna ásamt fleira fólki og þaðan lá leiðin í leikhúsið og menningarmiðstöðina Norð- urpólinn, þar sem hópnum var tekið opnum örmum. Hvert er próduktið? Hann segir listheiminn hafa skilið misvel hvað þau voru að fara. „Unga fólkið fattaði þetta margt hvert en ekki þeir sem ráða. Hvert er próduktið? var ég iðulega spurður. Hér er fólk vant því að búa til leiksýningu með ákveðnum hætti. Æfa í sex vikur, frumsýna síðan og annað hvort gleðjast yfir velgengn- inni eða tala aldrei um sýninguna aftur gangi hún illa. Í Shunt kynntist ég allt öðrum vinnu- brögðum. Þar er æfingaferlið óhefðbundið og sýning ekki sýnd fyrr en hún er tilbúin. Þetta þekktist ekki hér á landi, nema helst í Kling & Bang meðan það var í Brautarholti. Úr þeim sverði spratt Ragnar Kjartansson meðal annarra. Holdgervingur þeirrar hugmyndar sem ég er að tala fyrir.“ Norðurpólnum var lokað síðastliðið vor eins og við hafði verið búist vegna framkvæmda á staðnum. Skömmu síðar var starf fram- kvæmdastjóra Tjarnarbíós auglýst laust til umsóknar og lét Guðmundur ekki segja sér það tvisvar. Sótti um og var ráðinn. „Satt best að segja kom það mér á óvart. Ég hafði kynnt þessa hugmynd mína svo oft að ég var eig- inlega hættur að reikna með því að hún fengi hljómgrunn. En sem betur fer gerðist það.“ Fleira fólk kemur með Guðmundi frá Norð- urpólnum. Þannig er Arnar Ingvarsson, leik- hússtjóri Norðurpólsins, nýr tæknistjóri Tjarnarbíós. Margt hafði breyst frá því Guðmundur viðr- aði hugmyndir sínar fyrst í Tjarnarbíói 2010. Munaði þar mest um öruggt rekstrarfé og að hávaðavandamálið er úr sögunni. Hljóð- mengun frá húsinu á ekki lengur að gera ná- grönnunum gramt í geði. Starfsemin verður leigulaust í húsnæðinu, alltént fyrst um sinn, en stefnt er að því að Tjarnarbíó verði orðið sjálfbært innan tíu ára. Undanfarna tvo vetur hefur Guðmundur lagt stund á MBA-nám við Háskólann í Reykjavík sem hann segir styrkja sig til muna í starfi af þessu tagi. „Eftir á að hyggja er ég feginn að þessi draumur skyldi ekki verða að veruleika strax 2010. Ég er mun bet- ur í stakk búinn að takast á við þetta núna.“ Samhliða listsköpuninni hyggst Guðmundur opna kaffihús í Tjarnarbíói, vonandi strax í mars næstkomandi, í því augnamiði að hleypa ennþá meira lífi í húsið. Veitingastjórar verða Sólveig Johnsen og Starri Hauksson. „Húsið þarf að vera sýnilegra og þetta er liður í því. Fólk kemur inn til að fá sér kaffi en vonandi vaknar áhugi á annarri starfsemi í leiðinni.“ Beint samtal verður þarna á milli en eina kvöðin á hópunum sem fá inni í Tjarnarbíói verður að kynna verkefni sín reglulega á kaffihúsinu. Þá segir Guðmundur æskilegt að listafólkið skapi bæði á íslensku og ensku. Tilgangurinn er tvíþættur. Annars vegar að laða erlenda ferðamenn að húsinu og hins vegar að skapa svigrúm fyrir útflutning á íslenskri list. „Það er synd að henda milljónum króna í verkefni og sýna þau svo bara tíu sinnum á Íslandi. Möguleikarnir eru miklu meiri,“ segir hann. Tilraunir og mistök Guðmundur segir hlutverk Tjarnarbíós alls ekki að keppa við stóru leikhúsin, heldur bæta við leikhúsflóruna. Listaflóruna. „Tjarnarbíó á að vera samastaður fyrir fólk til að skapa og eiga í samskiptum, listafólk og aðra. Allir sem hafa áhuga á að skapa eru velkomnir. Ekki bara til að sjá heldur líka til að taka þátt. Hér á fólk að gera tilraunir og að vera óhrætt við að gera mistök. Við lærum alltaf mest af mis- tökunum.“ Guðmundur segir leikhúsgesti alltaf vera að eldast og vinna verði gegn þeirri þróun og setja upp sýningar í þeim tilgangi. „Gott dæmi um þetta er leikhús í Álaborg. Það aug- lýsti eftir Faust meðal almennings, það er að segja týpunni og fékk fjöldann allan af reiðum, miðaldra mönnum sem léku svo sjálfa sig á sviðinu. Fullt var út úr dyrum. Þetta kallar maður að hugsa hinar lifandi listir upp á nýtt.“ Hann leggur áherslu á að allt starf fari fram fyrir opnum tjöldum og hvetur listafólk- ið til að eiga samtal við samfélag sitt. „Lista- menn eiga að vera óhræddir við að bjóða gestum að fylgjast með sköpunarvinnu sinni, fá álit og athugasemdir. Það er útbreiddur misskilningur að enginn megi berja listaverk augum fyrr en það er tilbúið. Sé þetta gert á réttum forsendum getur það bara verið til bóta.“ Guðmundur hlakkar til nýrra áskorana í Tjarnarbíói, augljóslega sé þörf fyrir fjöl- listahús af þessu tagi. En þýðir hið nýja hlut- verk að hann sé hættur að leika og leikstýra sjálfur? „Nei, alls ekki,“ svarar hann. „Ég er í 75% starfi hér og mun finna mér tíma til að skapa. Öðruvísi kæmist ég ekki af.“ ÁFORM UM AÐ FYLLA TJARNARBÍÓ AF LÍFI Út með draslið, inn með lífið GUÐMUNDUR INGI ÞORVALDSSON, NÝRÁÐINN FRAMKVÆMDASTJÓRI TJARNARBÍÓS, HEFUR SKÝRA SÝN. HANN VILL GERA ÞETTA ALDARGAMLA HÚS AÐ SUÐUPOTTI HINNA LIFANDI LISTA Í ÞESSU LANDI. MIÐSTÖÐ ÞAR SEM ALLT MÁ SVO LENGI SEM ÞAÐ MEIÐIR ENGAN. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Guðmundur Ingi Þorvaldsson, nýráðinn framkvæmdastjóri Tjarnarbíós. Morgunblaðið/Þórður * Tjarnarbíó á að verasamastaður fyrir fólktil að skapa og eiga í samskiptum, listafólk og aðra. Allir sem hafa áhuga á að skapa eru vel- komnir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.