Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Side 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 12.01.2014, Side 26
Dagatalið fengu Bergþóra og Ásgeir í Saltfélaginu en krí- urnar á veggnum eru úr Hrími. V ið hugsum mikið um birtuna á heimilinu, okkur finnst mikilvægt að geta stjórnað henni og reynum því að hafa mikið af lömpum og ljósum sem við getum kveikt og slökkt á eins og hentar og eftir því hvaða árstíð er,“ segir Bergþóra. Ásgeir hefur fengið þónokkuð af tekkhúsgögnum í arf og gæta Bergþóra og Ás- geir þess að blanda saman húsgögnum úr ólíkum áttum svo heimilið verði sem hlýlegast. Það er opið á milli stofu og eldhúss og hefur stofan orðið að ákveðnum kjarna heimilis- ins en parið hefur eytt mestum tíma í að breyta henni og bæta. „Yfir sófanum er svo stór leslampi en mér finnst mjög kósí að hjúfra mig þar með bók eða yfir sjónvarpinu á kvöldin,“ segir Bergþóra. Bergþóra Góa, sem hefur lokið BA-námi í arkitektúr, seg- ir hönnun, myndlist og arkitektúr sín helstu áhugamál. „Ég geri mikið af því að skoða hönnunarblogg og -tímarit og get alveg dottið inn í það að skoða falleg rými tímunum saman.“ Morgunblaðið/Þórður Falleg uppröðun á myndahillu. Verkið til vinstri er eftir Kristinu Krogh en skordýramyndirnar eru frá París. Kisan Bella nýtur sín í glugganum meðal hönnunarmuna. Stofan kjarni heimilisins BERGÞÓRA GÓA KVARAN ARKITEKTANEMI OG ÁSGEIR MÁR ÓLAFSSON SÉRKENNARI EIGA FALLEGA ÍBÚÐ Á GRETTISGÖTU. BERGÞÓRA OG ÁSGEIR LEGGJA MIKINN METNAÐ Í HEIMILIÐ ENDA HÖNNUN OG ARKITEKTÚR ÞEIRRA HELSTA ÁHUGAMÁL. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is * „Ég geri mikið af því að skoða hönnunarbloggog -tímarit og get alveg dottið inn í það að skoða falleg rými tímunum saman.“ MIKILVÆGT AÐ GETA STJÓRNAÐ BIRTUNNI Á sófanum hvílir sels- hamur frá Vík Prjóns- dóttur en bláa ljósið er frá Pantone. Fallegu tekkhúsgögnin fékk Ásgeir Már í arf. 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12.1. 2014 Heimili og hönnun

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.