Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 8. F E B R Ú A R 2 0 1 4 Stofnað 1913  41. tölublað  102. árgangur  NOSTALGÍA, LEGO OG HLÁTURSKAST JEPPAR, FJÖLMENNT ÍSKROSSMÓT STARFSEMI AKADEMÍUNNAR TRYGGÐ BÍLAR SÓLVEIG ÓLAFSDÓTTIR 30LEGO-MYNDIN 32 Evrópusambandið setur ávallt fram þá megin- kröfu í aðildarviðræðum að umsóknarríki gangi að öllu regluverki sambandsins óbreyttu, segir í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusam- bandið og þróun sambandsins, sem unnin var að ósk utanríkisráðuneytisins og kynnt þingflokk- um stjórnarflokkanna í gærkvöldi. „Ástæðan er einfaldlega sú að öll aðildarríkin eiga að mati Evrópusambandsins að sitja við sama borð. Með öðrum orðum eiga leikreglurnar að vera þær sömu fyrir þau öll. Það á auðvitað alveg sér- staklega við um málaflokka þar sem tekin hefur verið upp sameiginleg stefna og sambandið fer að verulegu leyti eitt með vald eins og í landbún- aðar- og fiskveiðimálum. Sameiginleg evrópsk stefna hefur náð sérstaklega langt á þessum sviðum. Frá þessu eru í grundvallaratriðum að- eins veittar tímabundnar undanþágur. Þær eru einkum hugsaðar sem aðlögunartími fyrir aðild- arríki til að laga sig að breyttum aðstæðum en tímabundnir erfiðleikar Evrópusambandsins sjálfs geta einnig haft áhrif,“ segir í skýrslunni. Engin dæmi um undanþágur Þar kemur einnig fram að skoðun á aðildar- lögum einstakra ríkja staðfesti „að hingað til hefur ekki verið um varanlegar undanþágur að ræða hvorki á sviði sjávarútvegsmála né land- búnaðarmála.“ Í skýrslunni segir að þau lönd sem óski eftir aðild að Evrópusambandinu gangist undir ákveðin grundvallarskilyrði sem snúist í megin- atriðum um „að aðildarríki samþykki sáttmála Evrópusambandsins“. „Gengið er út frá því að umsóknarríki sækist eftir aðild,“ segir ennfrem- ur í kafla sem fjallar um skilyrði fyrir aðild, og bætt er við að innkoma nýs ríkis leiði ekki til þess „að nýtt samband verði til auk þess sem umsóknarríki ber að samþykkja réttarreglur sambandsins“. Engin sérmeðferð Fjallað er um að aðildarferlið hafi breyst í ár- anna rás og að aðildarferlið sem Ísland gekk inn í þegar það sótti um aðild árið 2009 hafi verið í föstum skorðum og strangara en áður. Þess vegna sé „óljóst hvers vegna miðað var við hraða umsóknarferlis sem ekki var lengur unnið eftir við mat á því hve langan tíma tæki að ljúka viðræðunum.“ Um þetta segir einnig að lítil ástæða virðist hafa verið „til að ætla að Ísland fengi aðra meðferð í umsóknarferli en þau önn- ur lönd sem voru að sækja um aðild á sama tíma.“ Engar varanlegar undanþágur  Skýrsla Hagfræðistofnunar kynnt stjórnarflokkunum  Gert ráð fyrir að umsóknarríki sækist eftir aðild  Umsóknarríki samþykki reglur ESB  Lítil ástæða var til að ætla að Ísland fengi sérmeðferð Kynnt á Alþingi » Skýrsla Hagfræðisstofnunar HÍ var rædd á þingflokksfundum stjórnarflokk- anna í gærkvöldi. » Skýrslan verður rædd á fundi ríkis- stjórnar í dag og í kjölfarið lögð fram á Alþingi. » Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis- ráðherra mun síðan kynna efni skýrsl- unnar formlega á Alþingi á morgun. MÓraunsæjar væntingar »2  Hlutfall þeirra Íslendinga sem telja sig hafa það gott og að líf þeirra verði jafngott eða betra eftir fimm ár er 15% hærra nú en það var fyrir fjórum árum. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Capacent þar sem svarendur voru beðnir um að leggja mat á líf sitt. Spurt hefur verið út í lífsmat og andlega líðan í vikulegum könn- unum Capacent frá árinu 2010 en niðurstaða þeirra er að líðanin sé sveiflukennd. Hún virðist m.a. tengjast árstíðum. »4 Fleiri eru ánægðir og bjartsýnir nú Gleði Andleg líðan virðist betri á sumrin.  Fyrrverandi eigendur Skelj- ungs og fær- eyska olíufélags- ins P/F Magn, hjónin Svanhild- ur Nanna Vigfús- dóttir og Guð- mundur Örn Þórðarson, hafa í kjölfar sölu fé- laganna greitt sér út 2,6 milljarða úr eignarhalds- félaginu Hedda. Hélt það um 66% hlut í Magn og 25% hlut í Skeljungi. Var ákveðið á hluthafafundi 22. janúar sl. að lækka hlutafé Heddu um 72,93 milljónir með greiðslu til hluthafa á genginu 36,26, sem jafn- gildir 2,64 milljörðum króna. Eng- ar skuldir voru því til fyrirstöðu að hlutafjárlækkunin gæti farið fram. hordur@mbl.is »16 Högnuðust vel á sölu Skeljungs Skeljungur Seldur fyrir 8 milljarða. Í gærkvöld fór fram æfing á óperunni Ragnheiði sem frumsýnd verður í Eldborgarsal Hörpu 1. mars næstkomandi. Óperan er eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson og byggir á sögunni um Ragnheiði biskupsdóttur í Skálholti. Á myndinni er Gunn- ar, lengst til hægri, að ráða ráðum sínum með Petri Sakari hljómsveitarstjóra og Antoníu Hevesi píanóleikara í verkinu. Morgunblaðið/Ómar Rennsli á Ragnheiði biskupsdóttur Óperan Ragnheiður frumsýnd í Eldborgarsal Hörpu 1. mars Líffæri hafa verið gefin úr 18 látn- um einstaklingum á Íslandi frá 2008 til ársloka 2013; þeir gáfu tíu hjörtu, 36 nýru, 14 lifrar, 10 lungu og þrjú bris. Yfir sama tímabil hef- ur líffæragjöf verið synjað níu sinn- um hjá mögulegum gjöfum. Þá hafa íslenskir sjúklingar þegið 119 líf- færi frá 2008 til 2013, mest af nýr- um, en 73 líffæranna komu úr látn- um gjöfum. Líffæraígræðslur í íslenska sjúklinga telja orðið 345, í 307 sjúklinga, síðan fyrsta ígræðsl- an var gerð 1970 til ársloka 2013. Árangurinn af líffæraígræðslum í íslenska sjúklinga hefur verið góð- ur að sögn Runólfs Pálssonar, yfir- læknis nýrnalækninga á Landspít- alanum. Frá 1970 til ársloka 2013 hafa t.d. verið gerðar 15 hjarta- ígræðslur í 14 sjúklinga og í árslok 2013 voru 12 þeirra á lífi. »6 Líffæraþegum vegnað vel  345 líffæraígræðslur í íslenska sjúklinga frá 1970 til 2013 Morgunblaðið/Golli Ígræðsla Aðgerð á skurðstofu.  Misskilnings gætir þegar talað er um afléttingu refsinga í fíkniefna- málum að sögn Helga Gunnlaugs- sonar, afbrotafræðings og prófess- ors við Háskóla Íslands. Hann segir að þegar rætt sé um „afglæpavæðingu“ sé ekki átt við refsingar vegna neyslu, heldur vörslu fíkniefna. Neyslan sem slík sé ekki refsiverð samkvæmt ís- lenskum lögum. Hann telur mik- ilvægt að ungt fólk lendi ekki á sakaskrá fyrir vörslu fíkniefna og hafi það hangandi yfir sér um ókomna tíð. »12 Varsla efna ólögleg en neyslan ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.