Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.02.2014, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 2014 Í innsetningunni í Hafnarhúsinu virkar verkið dálítið umkomulaust í stóru gímaldinu. Vísað er í sýning- arskrá til sögu hússins sem pakk- húss; dyrnar sem vörubílum var ætl- að að keyra um standa nú opnar og gler skilur á milli sýningarsalarins og götulífsins úti fyrir, en starfsemin í þessum hluta hússins hverfist nú um listina. Staðsetning verksins í listasafni ýtir undir rýmislega og fagurfræðilega túlkun: tengsl við verkalýðinn eru langsóttari hér og athyglin beinist fremur að sterkum andstæðum milli hins flúraða gólf- mynsturs og reglubundinnar rým- isskipanar salarins í þessari mód- ernísku byggingu sem er álitin merkt dæmi um iðnaðararkitektúr hérlendis. Innsetningin dregur fram virkni safnsins sem hlutlægrar und- irstöðu fyrir listina, en er í harðri samkeppni við steyptar stoðir A- salarins. Verkið er hugvitssamlega sett upp en hefði ef til vill notið sín enn betur í smærra rými og náð að skapa þannig sterkari áhrif. Merk- ing og ásýnd verka breytist vita- skuld eftir aðstæðum en af myndum að dæma nær innsetningin í Hafn- arhúsi ekki sama flugi og í Fen- eyjum. Hins vegar er það óneit- anlega sérstök og framandi reynsla að standa – í huglægri tilfærslu milli staða – á svo glæsilegri „undirstöðu“ og tákni evrópskrar hámenningar í höfuðstað fyrrverandi fátækrar ný- Tíminn og kynslóðirnar setjagjarnan mark sitt á gólfeins og aðra hluti. Undir-rituð á minningu um máð- an og eyddan gólfflöt sem bylgjast við inngang Markúsarkirkjunnar í hjarta Feneyja – minningu sem blandast tilfinningu fyrir hinu ósýni- lega innan um mikilfenglega fegurð kirkjunnar sem alls staðar blasir við gestum, þ.á m. í mósaíkskreytingum á gólfi. Fyrir nokkrum árum fékk Katrín Sigurðardóttir þá snjöllu hugmynd að útfæra fallegt, flísalagt gólf – gólf sem augljóslega tengist íburði evrópskra hástétta – í gömlu þvottahúsi í Feneyjum. Tilefnið var þátttaka Katrínar í Feneyjatvíær- ingnum fyrir hönd Íslands og ber verk hennar hið viðeigandi heiti Fo- undation eða Undirstaða. Gólfið hef- ur nú verið sett upp í A-sal og porti Hafnarhússins í Reykjavík. Gólf Katrínar er hugsað sem skúlptúr og innsetning í rými; fagurt flísamynstrið skírskotar til barokk- áhrifa með stílfærðum nátt- úruformum í geómetrískri reitaskip- an. Það hefur verið lagt með aðferðum skúlptúristans (fremur en hefðbundinnar flísalagnar) ofan á viðargrind sem lyftist frá steyptu gólfi sýningarsalarins. Flísarnar eru ekki mjög harðgerðar og geta því látið fljótt á sjá við umferð gesta – þannig leitast Katrín við að draga fram líkamlega snertingu við verkið sem felst þannig í senn í handverk- inu og í fótataki. Hún vísar þar með einnig í hið horfna eða liðna, í stað- bundnum skilningi sem huglægum. Gólf er vissulega staður, eins og Katrín hefur bent á; vettvangur at- burða og athafnasemi af ýmsu tagi. Gólfið sem hún gerði í þvottahúsinu í Feneyjum (og teygði sig þar út fyrir veggi hússins) sækir uppruna sinn til lystisemda aðalsfólks í dæmigerð- um 18. aldar garðskála – og þeirra menningarlegu viðhorfa og hefða sem tengjast slíkum skálum. Það var lagt sem ný „undirstaða“ ofan á gólf verkalýðsins sem þar stritaði í neðri lögum þjóðfélagsins, í raunverulegri undir-stöðu. Verk Katrínar er hug- myndafræðilega sterkt og vekur til umhugsunar um lagskiptingu menn- ingarinnar fyrr og nú og þátt listar, handverks og fagurfræði í sam- félagsvefnum. lendu, nánar tiltekið í byggingu sem markaði á sínum tíma upphaf nú- tímavæðingar hér á landi. Verk Katrínar myndar þannig grundvöll, eða undirstöðu áleitinna þanka og óvenjulegrar rýmisreynslu. Undirstaða „Merking og ásýnd verka breytist vitaskuld eftir aðstæðum en af myndum að dæma nær innsetningin í Hafnarhúsi ekki sama flugi og í Feneyjum,“ segir gagnrýnandi m.a. um verk Katrínar Sigurðardóttur sem sett hefur verið upp í A-sal og porti Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Milli staða Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús Katrín Sigurðardóttir – Undirstaða bbbmn Til 13. apríl 2014. Opið alla daga kl. 10- 17, fimmt. til kl. 20. Aðgangur 1.300 kr., námsmenn 25 ára og yngri: 650 kr., hópar 10+: 760 kr., öryrkjar, eldri borg- arar (70+) og börn 18 ára og yngri: ókeypis. Árskort 3.300 kr. ANNA JÓA MYNDLIST Ljósmynd/Pétur Thomsen Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Hamlet (Stóra sviðið) Fös 21/2 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00 lokas Frægasta leikrit allra tíma. Ný kynslóð, nýir tímar, nýr Hamlet. Lokasýningar Óskasteinar (Nýja sviðið) Þri 18/2 kl. 20:00 10.k Fös 28/2 kl. 20:00 16.k Fim 13/3 kl. 20:00 Mið 19/2 kl. 20:00 11.k Lau 1/3 kl. 20:00 aukas Fös 14/3 kl. 20:00 Fim 20/2 kl. 20:00 aukas Sun 2/3 kl. 20:00 17.k Lau 15/3 kl. 20:00 Fös 21/2 kl. 20:00 12.k Þri 4/3 kl. 20:00 18.k Sun 16/3 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00 13.k Mið 5/3 kl. 20:00 19.k Mið 19/3 kl. 20:00 Sun 23/2 kl. 20:00 14.k Fim 6/3 kl. 20:00 aukas Fim 20/3 kl. 20:00 Þri 25/2 kl. 20:00 15.k Fös 7/3 kl. 20:00 aukas Fös 21/3 kl. 20:00 Mið 26/2 kl. 20:00 aukas Lau 8/3 kl. 20:00 20.k Lau 22/3 kl. 20:00 Fim 27/2 kl. 20:00 aukas Sun 9/3 kl. 20:00 21.k Sun 23/3 kl. 20:00 Glænýtt verk eftir Ragnar Bragason. Grátt gaman með ógæfufólki á leikskóla Bláskjár (Litla sviðið) Fim 20/2 kl. 20:00 4.k Sun 2/3 kl. 20:00 aukas Fös 14/3 kl. 20:00 aukas Sun 23/2 kl. 20:00 5.k Lau 8/3 kl. 20:00 aukas Lau 15/3 kl. 20:00 aukas Lau 1/3 kl. 20:00 Sun 9/3 kl. 20:00 aukas Nýtt íslenskt verk eftir ungskáldið Tyrfing Tyrfingsson. Aðeins þessar sýningar Kynfræðsla Pörupilta (Litla sviðið) Þri 18/2 kl. 10:00 Mið 19/2 kl. 11:30 Sun 23/3 kl. 20:00 Mið 19/2 kl. 10:00 Mið 19/2 kl. 13:00 Sun 30/3 kl. 20:00 Fræðandi uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í ÍD: Þríleikur (Stóra sviðið) Sun 23/2 kl. 20:00 4.k Sun 2/3 kl. 20:00 5.k Sun 9/3 kl. 20:00 Íslenski dansflokkurinn sýnir þrjú ný verk á kvöldinu Þríleikur Hamlet – „Mögnuð sýning“ – SA, tmm.is HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is ENGLAR ALHEIMSINS – ★★★★★ „Leikhús á öðru plani...fullkomin útfærsla á skáldsögunni.“ Fbl SÁS Englar alheimsins (Stóra sviðið) Sun 23/2 kl. 19:30 74.sýn Sun 9/3 kl. 19:30 78.sýn Mið 26/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 1/3 kl. 19:30 75.sýn Mið 19/3 kl. 19:30 77.sýn Fim 27/3 kl. 19:30 Aukas. Sun 2/3 kl. 19:30 76.sýn Sun 23/3 kl. 19:30 81.sýn Sun 30/3 kl. 19:30 lokas Veilsa aldarinnar - leikrit ársins 2013. Síðustu sýningar! SPAMALOT (Stóra sviðið) Fim 20/2 kl. 19:30 Fors. Fim 6/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 15/3 kl. 19:30 10.sýn Fös 21/2 kl. 19:30 Frums. Fös 7/3 kl. 19:30 6.sýn Sun 16/3 kl. 16:00 Aukas. Lau 22/2 kl. 19:30 2.sýn Lau 8/3 kl. 19:30 Aukas. Fim 20/3 kl. 19:30 11.sýn Mið 26/2 kl. 19:30 Aukas. Mið 12/3 kl. 19:30 7.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 12.sýn Fim 27/2 kl. 19:30 3.sýn Fim 13/3 kl. 19:30 8.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 13.sýn Fös 28/2 kl. 19:30 4.sýn Fös 14/3 kl. 19:30 9.sýn Dásamleg, fáránleg della - óbærilega fyndinn nýr söngleikur! Svanir skilja ekki (Kassinn) Fös 28/2 kl. 19:30 Frums. Fös 14/3 kl. 19:30 7.sýn Lau 29/3 kl. 19:30 13.sýn Mið 5/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 15/3 kl. 19:30 8.sýn Fim 3/4 kl. 19:30 14.sýn Fim 6/3 kl. 19:30 3.sýn Sun 16/3 kl. 19:30 Aukas. Fös 4/4 kl. 19:30 15.sýn Fös 7/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 20/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 5/4 kl. 19:30 16.sýn Lau 8/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 10.sýn Sun 13/4 kl. 19:30 17.sýn Mið 12/3 kl. 19:30 Aukas. Lau 22/3 kl. 19:30 11.sýn Fim 13/3 kl. 19:30 6.sýn Fös 28/3 kl. 19:30 12.sýn Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur um undarlegt eðli hjónabandsins. Áfram Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 20/2 kl. 20:00 22.sýn Mið 5/3 kl. 20:00 29.sýn Mið 19/3 kl. 20:00 36.sýn Lau 22/2 kl. 20:00 23.sýn Fim 6/3 kl. 20:00 30.sýn Fim 20/3 kl. 19:30 37.sýn Lau 22/2 kl. 22:30 24.sýn Fös 7/3 kl. 20:00 31.sýn Fös 21/3 kl. 19:30 38.sýn Mið 26/2 kl. 20:00 25.sýn Fös 7/3 kl. 22:30 32.sýn Fös 21/3 kl. 22:30 39.sýn Fim 27/2 kl. 20:00 26.sýn Fim 13/3 kl. 20:00 33.sýn Lau 22/3 kl. 19:30 Aukas. Fös 28/2 kl. 20:00 27.sýn Fös 14/3 kl. 20:00 34.sýn Lau 22/3 kl. 22:30 Aukas. Fös 28/2 kl. 22:30 28.sýn Fös 14/3 kl. 22:30 35.sýn Mið 26/3 kl. 20:00 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! ÓVITAR (Stóra sviðið) Sun 23/2 kl. 13:00 Sun 2/3 kl. 13:00 Sun 9/3 kl. 13:00 Lokas. Síðustu sýningar. Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 1/3 kl. 13:30 Lau 8/3 kl. 13:30 Lau 15/3 kl. 13:30 Lau 1/3 kl. 15:00 Lau 8/3 kl. 15:00 Lau 15/3 kl. 15:00 Það miklu betra að hitta Karíus og Baktus í leikhúsinu en að hafa þá í munninum. Aladdín (Brúðuloftið) Lau 22/3 kl. 13:00 16.sýn Lau 29/3 kl. 13:00 18.sýn Lau 5/4 kl. 13:00 20.sýn Lau 22/3 kl. 16:00 17.sýn Lau 29/3 kl. 16:00 19.sýn Lau 5/4 kl. 16:00 21.sýn 1001 galdur - brúðuleiksýning fyrir 4ra til 94 ára. Allra síðustu sýningar. ★★★★ – SGV, Mblamlet Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Lúkas (Aðalsalur) Þri 25/2 kl. 20:00 Aukasýning Mið 5/3 kl. 20:00 Aukasýning Sun 9/3 kl. 20:00 Aukasýning SÍÐUSTU SÝNINGAR Horn á höfði (Aðalsalur) Sun 23/2 kl. 13:00 Sun 2/3 kl. 14:00 Sun 23/2 kl. 15:00 Sun 9/3 kl. 14:00 Eldklerkurinn (Aðalsalur) Fim 27/2 kl. 20:00 Fim 13/3 kl. 20:00 SÍÐUSTU SÝNINGAR Ástarsaga úr fjöllunum (Aðalsalur) Lau 22/2 kl. 14:00 Lau 1/3 kl. 14:00 Fyrirgefðu ehf. (Aðalsalur) Fös 21/2 kl. 20:00 Lau 22/2 kl. 20:00 Fös 28/2 kl. 20:00 Dansaðu fyrir mig (Aðalsalur) Fim 20/2 kl. 20:00 Lau 1/3 kl. 20:00 Sun 23/2 kl. 20:00 Sun 2/3 kl. 20:00 Vikulegir tónleikar meðmörgum af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar undir listrænni stjórn Gerrit Schuil. Miðvikudaginn 19. febrúar: Diddú Hádegistónleikar í Fríkirkjunni allamiðvikudaga í vetur frá kl. 12.15 til 12.45 Ath: Aðgangseyrir er 1000 kr. Ekki er tekið við greiðslukortum Kvikmyndin Fórnin eftir rússneska leikstjórann Andrei Tarkovsky verður sýnd í kvöld kl. 20 í Bæjarbíói, bíó- húsi Kvikmyndasafns Íslands. „Í myndinni segir Alex- ander, fyrrverandi blaðamaður, leikari og heimspek- ingur, Litla manni, syni sínum, frá áhyggjunum sem hann hefur af trúleysi og skorti á andlegum málefnum í samfélagi nútímans. Þriðja heimsstyrjöldin er að brjót- ast út og í bænum sínum lofar hann guði að fórna hverju sem er ef það mætti koma í veg fyrir stríð,“ seg- ir um myndina í tilkynningu. Í aðalhlutverkum eru Er- land Josephson, Susan Fleetwood og Guðrún Gísladótt- ir og verður Guðrún viðstödd sýninguna. Fórnin sýnd í Bæjarbíói Guðrún Gísladóttir Kvikmyndaleik- arinn George Clooney vill að málverkinu af Mónu Lísu eftir Leonardo da Vinci verði skilað aftur til borg- arinnar Flórens á Ítalíu. En mál- verkið hefur hangið í Louvre-safninu í París, höf- uðborg Frakklands, frá 1797. Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.it að Clooney hafi látið ummælin falla við kynningu á nýjustu kvikmynd sinni Monuments Men í Mílanó. Frakkar hafa þvertekið fyrir að skila verkinu en franski konungurinn Frans I keypti það skömmu eftir að það var málað á 16. öld. Vill Mónu Lísu til Ítalíu George Clooney

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.